Þjóðviljinn - 18.08.1961, Blaðsíða 6
Meðalfelli í Kjós, biskupinn
au.stur í Skálholti, dómkirkju-
presturinn á Lambastöðum, en
landlæknir og lyfsali í Nesi
við Seltjörn“.
Sumarið 1786 var lokið smíði
hins nýja skólahúss á Hóla-
velli og hafði kostnaður við það
alls orðið 3238 rdl. 48 sk eða
helmingi hærri en ætlað var.
Skólinn var vígður um haustið
með viðhöfn. Rektor hans var
Gísli Þórðarson Thorlacius, er
sat í Skildinganesi og konrekt-
or Páll Jakobsson, er bjó í
Hlíðarhúsum. Skólasveinar voru
alls 29 og höfðu sameiginlegt
mötuneyti í Melshúsum hjá
dönskum skógara, Höyer að
nafni.
1875
og innréttinganna, Christian
Sunchenberg, „e.ssistentar11 hans
og dansk-þýzkur verkstjóri
(Fabriksmester). Xnnan kaup-
staðarmarkanna voru ekki aðr-
ir menntamenn en tukthúsráðs-
maðurinn fyrrverandi: Guð-
mundur stúdent Vigfússon, og
Gunnar stúdent Sigurðsson,
fræðari tukthúslima, því lærði
skólinn á Hólavelli, sem tók til
starfa þá um haustið var enn
utan k.aupstaðarlóðarinnar. Og
hann heldur áfram:
„Reykjavík var enn ekki orð-
in sú miðstöð umboðsvaldsins
innlenda, sem hún átti fyrir
hendi að verða. Stiftamtmaður-
inn Lewetzow sat é Bessastöð-
um, landfógeti og aðstoðarmað-
ur hans í Viðey, lögmaðurinn
S. og A. á íslandi uppi í Borg-
arfirði, varalögmaðurinn á
ÞIÓDVILJIMH
Jtgefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Ritstjórar:
Líagnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
Fréttarltstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
HagnÚ8son. — Rltstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
límí 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 45 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00,
Prentsmiðja ÞJóðviljans h.f.
Launþegar þurfa að kveða
niður einræðisdrauginn
j^jtjórnardýrtíðin <vex nú með degi hverjum. Ríkis-
stjórnin lofaði hátíðlega að festa gengi krónunn-
ar, skapa traust á gjaldmiðlinum, tryggja sparifé
fólksins. Nú hefur hún að undirlagi erlends auðvalds
og í þágu voldugra auðhringa, sem augastað hafa á
íslandi til arðráns, svikið öll sín fyrirheit og lækkað
gengi krónunnar, til þess að minnka kaupmátt al-
þýðu, ræna fátækari fjölskyldur landsins því fé, sem
þær þó þurfa til lífsnauðsynja sinna. Holskefla dýr-
tíðarinnar, skipulögð af ríkisstjórninni, skellur nú yf-
ir alþýðuheimilin. Dýrtíðarófreskju ríkisstjórnarinnar
er hleypt á almenning með bráðabirgðalögum. Gengis-
lækkunarlögin eru gefin út með einræðishætti, af því
ríkisstiórnin vissi að Alþingi myndi ekki hafa sam-
þykkt þau. Það er gamall einveldisdraugur, sem hér
er upp vakinn, — minnir helzt á þegar dönsk kúgun-
arstjórn ætlaði að höggva á hnútinn með setningu
„stöðulaganna" fyrir um 90 árum.
jy^jeðal alls almennings grípur um sig vaxandi reiði
og hatur vegna níðngsskapar og einræðis stjórnar-
valdanna. Þeir, er fylgt hafa ríkisstjórninni, eru slegn-
ir undrun, er meir og meir breytist í heift, — svo
kenna þeir sig svikna 'af fögrum fyrirheitum stjórn-
arherranna. Og það bætir ekki úr skák, þótt tindátinn
Gunnar Thor. reigi sig { Vísi og vitni vitlaust í biblí-
una. Það hemja engar hótanir, það tefja engar blekk-
ingar þann þunga réttlátrar reiði, sem nú grípur um
sig um land allt hjá því fólki, sem er önnum kafið
við að bjarga .þjóðarforðanum í hús: skapa hina miklu
framleiðslu íslendinga, sem einræðis- og illræðisstjórn-
inni ekki tókst að eyðileggja.
JJræddir stjórnarherrar sem síðustu leifar samvizk-
unnar enn bíta, hafa máski óttazt tafarlaust alls-
herjarverkfall og uppþot út af einræðislögum sínum,
— og halda að þeir séu sloppnir í bráð. Þannig myndu
blóðheitar, suðrænar þjóðir hafa svarað þeirri einveld-
isárás á lífskjör og lýðræði, sem framin var 4. ágúst.
Ráðbanar lýðræðisins á íslandi, amerískt hugsandi
„sérfræðingar" afturhaldsins, hafa líka máski verið
hugsandi út af því að farið yrði með þá eins og suma
aðra útsendara Bandaríkjaauðvaldsins í Suður-Amer-
íku. En slíkt er ekki háttur þjóðar vorrar.
'l/'ér æðrumst ekki, en erum dulir, — segjum máski
ekki margt, en hugsum því meira, — og látum
verkin tala, þegar tíminn er kominn. Örn Arnarson
skáld skildi vora þjóð, er hann orti:
„í svip þeirra, seintekna bóndans,
hins sagnfáa verkamanns
og sjómannsins svarakalda,
býr saga og framtíð vors lands.
Sá þöguli fjöldi er þjóðin,
þungstreym og vatnsmegn á.
Þótt hátt væri jakahrönglið,
'hún hryður því út á sjá.“
j huga hvers vinnandi rnanns^ hvers einasta launþega,
— allt frá síldarsjómanninum í austurálnum til
skrifstofumannsins í Reykjavík, — er nú dæmið gert
upp, sem ríkisstjórnin reiknaði fyrir all-a launþega 4.
ágúst: ZJm leið og við undirbúum næstu uppsagnir og
verkföll, er það mál málanna fyrir alla, sem œtla að
lifa af vinnu handa sinna og heila, að sameinast um
að hryðja jakahröngli ríkisstjórnarinnar út á sjá, —
losa þjóðina við þá gerrœðisstjórn, sem œtlar sér að
gerast einræðisstjórn erlends auðvalds, ef hún verður
ekki hindruð í því.
fi) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 18. ágúst 1961
Þessi mynd sýnir Austurvöll og byggðina, þar sem nú er miðbærinn, eins og hún var um
1800. Eina húsið, sem enn stendur uppi er dómlcirkjan, er þá var nýlega byggð, cn hcnni var
breytt síðar, byggt ofan á liana, um miðja. síðustu öld. Myndin cr af teikningu eftir Jón bisk-
up Helgason úr Árbókum Rcykjavíkur.
Þetta er teikning eftir Jón biskup Helgason gerð eftir gamalii myrid. Þarna sést yfir Lækjar-
torg eins og það ieit út séð frá Laíínuskólanum árið 1864. Eitt hús stendur enn af þeim, er
þarna sjást, húsið lengst til hægri með sneiddu stöfunum. Þar er nú Samvinnusparisj. til húsa.
Þetta cr Kírkjustræti eins og það leit út 1875. samkvæmt teikningu Jóns biskups Heigasonar.
Lcngst til vinstri sést á hlið Dómkirkjunnar og á miðri myndinni sést annað hús, sem enn
stendur, husið þár sem Rauði krossinn hefur núaðsetur sitt. •"
1 tukthúsmálum hafði það
gerzt í ársbyrjun, að Guðmund-
ur ráðsmaður var látinn hverfa
frá starfi. Höfðu 6 tukthúslim-
ir andazt úr ófeiti árið áður
vegna slæmrar aðbúðar. Fanga-
vörðurinn, „tuktmeistarinn“,
sem kallaðui' var, danskur mað-
ur, tók« þá við því embætti en
hann andaðist um vorið 1786
og tók þá Gunnar Sigurðsson
stúdent, er annaðist kristin-
dómsfræðslu íanganna, við
starfi bæði ráðsmanns og tukt-
meistara.
Enn segir Jón Helgason í Ár-
bókunum um árið 1786:
„Um haustið kom hing'að skip
með timburfarm, sem ætlaður
var til væntanlegrar nýrrar
dómkirkju. í Rvík, alls 105 tylft-
ir borðviðar. Var meginhluti
1961
viðarins „vragborð" og allt að
helmingur þess skemmdur af
fúa er hingað kom. Var viðn-
um staflað upp rétt fyrir ofan
flæðarmál, og stóð hann þar
síðan, án þess að gert væri yf-
ir staflann honura til skjóls,
full 4 ór áður en farið var að
nota úi' honum það, sem not-
að varð“.
1 febrúarmánuði órið 1787
var kaupstaðarlóð Reykjavíkur
fastákveðin með útmælingu,
sem Rasmus Lievog stjörnu-
meistari gerði. Segir Jón Helga-
son svo um kaupstaðarmörkin
í Árbókunum:
„Að vestan: Grjótabrekka frá
Ullarstofutúni allt til sjávar;
að sunnan: Norðurendi Tjarnar-
innar, og að austan: Víkur-
lækur frá Tjörn til sjávar.
með þessum hætti ákveðin
1961
Stærð kaupstaðarlóðarinnar var
30462 ferfaðmar. Auk þgss var
12600 ferfaðmaspilda af Arnar-
hólslandi, fyrir norðan og norð-
austan Arnarhólstraðir, lögð til
kaupstaðarins. Ennfremur var
Effersey afhent kaupstaðnum
með sérstöku tilliti til þess, hve
velfallin eyjan væri til fisk-
verkunnar og uppskipunar, svo
og vegna þess, hve auðgert
væri að koma þar upp virki til
varnar Reykjavíkurhöfn, ef á
því þyrfti að halda (stærð Eff-
erseyjar var talin 13000 fer-
faðmar). — Loks voru vilyrði
fýrir meira landrými handa
kaupstaðnum, ef þess skyldi
Framh. á 10. síðu
1961
Þessi mynd er tekin á sömu slóðum og myndin hér við hliðina, en um það bii 160 árum síð-
ar. Lækurinn er iöngu horfinn og húsin í miðbænum byrgja alla sýn til hafnarinnar. Aust-
urvöllur er aðeins orðinn lítill biettur, scm hverfur á bak við liúsin við Lækjargötu. í horni
myndarinnar sést ofan á Dómkirkjuna. (Ljósm.: Þjóðviljans, Ari Kárason).
Hér kemur svo Ijósmynd tekin yfir Lækjartorg frá Menntaskóianum 1961. Já, munurinn er mik-
ill. Meira að segja Haraldarhúsið á horni Lækj argötu og Austurstrætis er nýtt! Og nú er enn
byrjað á að rífa til við Lækjartorg, svo að bráðam fær það enn annan svip en þessi mynd sýnir.
Svona lítur Kirkjustræti út 1961. Það fyrsta sem maður rekur augun í er Aiþingishúsið, sem ris-
ið hefur upp frá því fyrri myndin var tckin. Það var mikil bygging á sinni tíð en er nú löngu
orðið of iítið. Svona breytast tímarnir. (Ljósm.: Þjóðviljans Ari Kárason).
Föstudagur 18. ágúst 1961
ÞJÓÐVILJINN — •(’?
18. ágúst sumarið 1786 var Islendingum
gefið langþráð fyrirheit um verzlunarfrelsi með
konunglegri auglýsingu. Verzlunarfrelsið var að
vísu mjög takmarkað, einskorðað við þegna
Danakonungs, en engu að síður mikilvægt spor
í rétta átt. Upp frá því fara íslendingar aftur
að sækja á brattann í átt til algers frelsis og
sjálfstæðis.
Sama dag, 18. ágúst, hlutu Reykjavík og
5 staðir aðrir á landinu kaupstaðarréttindi. Þeim
réttindum glötuðu hinir staðirnir allir aftur um
lengri eða skemmri tíma. Reykjavík ein hefur
haldið þeim óslitið síðan cg vöxtum hennar frá
litlu þorpi til stórrar höfuðborgar í fámennu
landi verið stöðugur. Fyrstu árin var hann raun-
ar hægur og bítandi en þó alltaf í áttina. Við
skulum nú aðeins skyggnast í annála Reykja-
víkur fyrstu árin.
1 Ái'bókum Reykjavíkur segir
Jón biskup Helgason svo um
Reykjavík árið 1786.
„Svo telst til, að innan tak-
marka hinnar fyrirhuguðu
kaupstaðarlóðar, sem ekki var
íastákveðin fyrr en á næsta
ári, væru, er þessi merkilega
auglýsing var út gefin, alls
167 sálir heimilisfastar, en að
meðtöldu næsta umhverfi kaup-
staðarins, er taldist til Reykja-
víkursóknar, vóru íbúarnir 302
(en á landinu öllu voru þá íbú-
arnir 38.363). Allur þorri íbúa
hins væntanlega kaupstaðar var
verkafólk að einhverju leyti í
þjónustu innréttinganrja, og al-
þýðufólk, sem lifði á handafla
sínum“.
Síðan segir Jón að aðalvii'ð-
ingarmaður þorpsins hafi verið
forstjóri konungsverzlunarinnar