Þjóðviljinn - 24.08.1961, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.08.1961, Blaðsíða 5
r r r y r •’v'- bana þar á staðnum. Margir Veríur fðkmörkun Sagá verkalýðshreyfingar í Rúmeníu er orðin löng. Fyrstu félög verkamanna voru stofn- uð á síðara hluta nítjándu ald- ar. Aðallega sem gagnkvæm styrktarfélög. Með vaxandi iðnaði komu ný viðhorf og möguleikar á að ná til mikils fjölda verkamanna. 1 byriun tuttugustu aldar var svo hafizt handa um stofnun samtaka er næðu til alls vinn- andi fólks. Helstu forvígismenn þeirra voru m.a. I C. Frimu, Stefan Gheórgiu o. fl. Árið 1907 studdu félags- bundnir verkamenn hinnar miklu bændauppreisnir og beittu sér gegn aðild Rúmen- íu í síðara Balkanstriðinu. Á árunum:fyrir og í fyrri heims- styrjöldinni tóku verkalýðs- samtök landsins þátt í mót- mælaaðgerðum gegn stríðsund- irbúningi. Eftir styrjöldina, 1920, urðu ofbóðslegar verðhækkanir í Rúmeníu og sigldu verkföll og óeirðir i kjölfar þeirra. í fram- haldi af þeim atburðum var Kommúnistaflokkur Rúmeníu stofnaður í maí 1921 og hafði síðan forystu í baráttu alþýð- unnar. Kommúnistaflokkurinn var bannaður árið 1924, en starf- aði áfram á laun. (Er sagt að frá stofnun hans, hafi illræmd- asta fangelsi Rúmeníu, Doflana fangel-sið, eingöngu hýst félaga úr Kommúnistaflokknum). Alþýða Rúmeníu barðist hetjulega. Verkföll voru háð og kröfugöngur farnar, brátt fyrir það þó herinn væri miskunnar- laust látinn skióta á fólkið. í febrúar 193.1 urðu átök í Grivitia Rosu járnbrautarverk- smiðjunum. Herlið var kvatt á vettvang. Þá gerðist það, að nítján ára gamall iðnnemi, Vas- ili Roaita, þevtti eimpípu verk- sm.iðjunnar, til merkis um að menn skyldu leggja niður vinnu. Var hann skotinn til Fræp verki effir Goya stoiið af safni í iondon London. 23/8 — í gær var settur lögregluvörður í allar hafnir og á alla flugvelli í Stóra Bretlandi eftir að upp komst að málverki eftir Goya af hertoganum af Wellington hafði verið stolið úr Þjóðlistasafninu (National Art Ggllery) í London. f dag var Interpol um alla Evrópu gert aðvart því að álitið er að þjófurinn eða þjófamir muni reyna að smygla málverk- inu út, úr Bretlandi. Scotland Yard tók málið þegar í sínar hendur og í gær var starfsfólk Jagan fékk 20 af 35 Georgetown 23/8 — Lokaniður- staða lögþingskosninganna í brezku nýlehdunni Guiana varð sú að hinn framfarasinnaði Þjóðflokkur undir forystu dr. Cheddi Jagans fékk 20 af 35 þingsætum og þar með hreinan meirihluta á þingi. Kongressflokkurinn fékk 11 þingsæti og Sameinaði flokkur- inn fjögur. Á kjörskrá voru 250.000 manns og atkv. greiddu 90 prósent þeirra. Þetta voru fyrstu kosningar til löggjafar- þings landsips, sem nú fær nokkra stjórn 'innri mála. Jagan nam tannlæknisfræði í Chicago áður en hann gerðist stjórnmálamaður. Fyrir átta ár- lim settu brezku nýlenduyfir- völdin hann í fangelsi fyrir „kommúnis.tiska starfsemi“ en hann hefur verið skeleggasti leiðtogi þjóðar sinnar í sjálf- istæðisbaráttunni. Hann er 43 ára gamall. Búizt er við að honum verði falin stjórnarmyndun næstu áaga. safnsins yfirheyrt og fingraför tekin í sýningarsölunum. Ríkið hafði nýlega keypt mál- verkið fyrir rúmar 17 millj. kr. af amerískum milljónamæringi, sem hafði fengið það á upp- boði. Þetta er eina málverkið sem Goya gerði af Englendingi. Það er 50x38 cm að stærð og er málað á tréplötu svo að ekki er hægt að rúlla það saman. Lögreglan álítur helzt að ein- hver hafi stungið málverkinu undir handlegginn og gengið út með það um leið og síðustu gest- irnir fóru af safninu á mánu- dag eða þá að ræningjamir hafi falið sig í safninu þangað til búið var að loka og brotizt sið- an út. Þeir sem vit hafa á segja að erfitt muni verða fyrir þjófinn að selja málverkið. „Ég vil halda því fram að það sé yfirleitt alls ekki mögulegt fyrir þjóf að selja það, eins og blöðin hafa skrifað mikið einmitt um þessa mynd í sambandi við kaupin fyrir skömmu." segir forstióri safns- ins C.K. Adams. „Ég held að ekki sé hægt að krefiast lausn- argjalds fyrir málverk hér í Bretlandi eins og algengt er að málverkabjófar eeri í Banda- ríkjunum og Frakklandi.“ Mál- verkið er ekki vátryggt og list- fræðingar óttast nú að þáð geti orðið fyrir skemmdum sem ekki verði hægt að gera við. Undanfarið hefur verið mikið um stuld á dýrmætum málverk- um víðsvegar um Evrópu. Átta myndum eftir Gezanne var stolið í Aix-en-Profence í Frakklandi fyrr í þessum mánuði og fyrir um það bil ári var fjórum meistaraverkum stolið í Amster- dam þar á meðal mvndum eftir Rubens og Renoir. Miög mikið hefur verið um málverkastuldi í Vestur-Þýzkalandi og gefur lög- reglan þar þær upplýsingar að hvorki meira né minna en 10 búsund myndir sem metnar eru á um 530 mill.iónir króna hafi horfið þar á dularfullan hátt. menn voru drepnir og hand- teknir í þessum átökum. En það er táknrænt, að ein- mitt einn félagi þessa unga iðnnema. sem lét líf sitt, er hann kailaði félaga sína til bar- áttu, var Gheorgi Gheorgia Dej. Hann var handtekinn í þessum átökum og haldið í fangelsi bar til 23. ágúst 1944, er alþýða Rúmeníu brauzt und- an oki kúgara sinna og leysti hann úr haldi. Hann hefur síðan verið helzti forustumaður í rúmenskum stjórnmálum í þau 17 ár. sem liðin eru síðan rúmensk albýða braut af sér þá fjötra erlendra vfirráða, sem samvizkulau-sir peningamenn reyna nú að lesgja á íslenzku þjóðina, en má ekki takast. Helgi Jónsson. Ncw York — SI. laugardag lögðu fulltrúar Svíþjóðar og Danmerkur til að Sameinuðu þjóðirnar beittu sér fyrir tak- mörkun á fólksfjölgun í heim- inum, en fjölgunin reiknast nú vera um 50 milljónir á ári. Fulltrúarnir vilja að þetta mál verði tekið upp á dagskrá allsherjarþingsins sem kemur saman 19. september nk. Sagt er í tillögunni að þetta mál se mjög þýðingarmikið fyr- ir ' Sámeinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra. Fólksfjölgunin veldur því að ekki er hægt að tryggja nema þriðja hluta mann- kynsins mannsæmandi lífskjör. Svíþjóð og Danmörk leggja ekki beinlínis til takmörkun á fæð- ingum en benda á að betra sé að hafa færri börn sem séu heilbrigð, fái nógan mat og njóti kennslu heldur en meiri fjölda vannærðra og sjúkra barna sem ekki njóti menntunar í neinni mynd. Fyrir hálfu.m mánuði birtu SÞ sk.ýrslu sem sýnir að fólksfjölg- unin er að minnsta kosti 46 milljónir á ári. En álit marg^a er að hún sé allt að 55 millj- ónir. Sænsk-danska tillagan hefur vakið athvgli og áhuga í SÞ. Þetta er í fyrsta sinn sem hið umdeildá vandamál um tak- mörkun barneigna eða fiöl- skylduáætlun kemur til umræðu á allsherjarþinginu. Margir full- trúar hjá SÞ hafa látið svo ummælt að gaman T'erði að fvlgiast. með hvernig rómversk- kaþólsku löndin bregðist við. Fimmtudagur 24. ágúst Kl. 14.00 Sýningarsvæðið opnað. — 20.00 Lúðrasveit leikur. — 20.30 Tónleikar í Neskirkju. 1. Orgelleikur: Páll Kr. Pálsson og Árni Arinbjarnarson. 2. Einsöngur: Árni Jónsson. — 21.00 Kvikmyndasýning í Melaskóla. Reykjavíkurmyndir. — 22.00 Kórsöngur í Hagaskóla: Karlakór Reykjavíkur. Stjórnandi: Sigurður Þórðarson. Verð csðgöngumiða: Fullorðnir kl. 14—18 kr. 10.00 Börn undir 10 ára þurfa ekki að Fullorðnir kl. 18—22.30 kr. 20.00 greiða aðgangseyri. Börn 10—14 ára greiða hálft gjald. KYNNISFERÐIR Kl. 17.00 Ferð um Gamla bæinn. Lýst upp- hafi hans og þróun. Verð kr. 30.00. Ferð um Gamla bæinn Nýja bæ- inn og Árbæjarsafn skoðað. Verð kr. 30.00. Kl. 20.15 Ferðin um Gamla bæinn endur- tekin. Ferðirnar, sem taka l'/2—2 klukku- stundir, eru farnar undir leiðsögn þaulkunnugra fararstjóra. Kl. 15.30 Skoðaðar skrifstofur bæjarins í Skúlatúni 2, Laugardalsvöllurinn, Rafstöðin gamla við Elliðaár og Laxaklakið við Elliðaár. Verð kr. 10.00. Brottför frá bílastæði við Hagaskóla (Dunhagamegin). FRAMKVÆMDANEFNDIN. Fimmtudagur 24. ágúst 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.