Þjóðviljinn - 02.09.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 02.09.1961, Blaðsíða 1
! 1 frcttum frá Washington í gær— kvöldi var sagt, að sprengd hafi verið kjarnorkusprengja í grennd við Semipalatinsk í Mið-Asíu. — Talsmaður Bandaríkjastjórnar sagði að sprengjan hefði haft meðalstyrkleika. Ekki er vitað að Sovétmenn hafi sprengt kjarn- I orkusprengjur áður á þessum [ slóðum. Laugardagur 2. september 1961 — 26. árgangur — 199. tölublað. Eins og Þjóðviljinn skyrði frá í gær neitaði ríkisstjórnin að greiða opinberum starfsmönnum ★ nokkra uppbót á eftirvinnu og næturvinnu, og var þar um að ræða skýlaust reglugerðarbrot. ★ Eftir að Þjóðviljinn skýrði frá þessu hneyksli brá svo við að fjármálaráðherra sá sitt óvænna. ★ Lét hann í gær það boð út ganga til gjaldkeranna að einnig skyldi greiða 13.8° 0 uppbót á alla ~k eftirvinnu nema svokallaða ~k fyrir án þess að unnið sé. í gær barst bessi athugasemd :frá fjármálaráðuneytinu: ,.Út af blaðaummælum þess efnis, að r.'kisstarfsmönnum verði eigi greidd launabót á yf- irvinnu vill ráðuneytið taka Iram. að undanfarið hefur verið ij athugun. á hveriar greiðslur, samningsbundna aukavinnu, þ. c. auk fastra launa. 13,8% kaup- uppbótin ætti að koma. Er hér um að ræða ýmis konar greiðsl- ur, svo sem fyrir yfirvinnu. nætur- og helgidagavinnu. svo- nefnda umsamda aukavinnu, nefndarstörf og önnur þvílík aukastörf. yfirvinnutíma sem kaup cr greitt Þótt athugun á þessu sé enn ekki lokið. heíur begar verið ákveðið að kaupuppbótin verði greidd frá 1. júlí sl. á yfir- vinnu. næíur og heigidagavinnu og verður hún greidd á næstu dögum. um leið og útreikningi er lokið.“ Hernaöarbahdalög austurs og vesturs verði leyst upp Á LEIÐ í SKÓLANN Belgrad 1/9 »— Afstaða hlut- lausra víkja til alþjóðlegra vandamála kom skýrt í ljós á fyrsta fundi ráðstefnunnar í j Tóbaksvörur hœkka um 4% 1 Nú um mánaðamótin hækkuðu tóbaksvörur í verði um það bil 4%. Verð á Camelsígarettum verður nú kr. 18.95 pakkinn, úður 18.25, Chesterfieíd verður kr. 18.80, áður 18.10 og Raleigh kr. 17.75, áður 17.10. Raleighreyktó- bak verður nú kr. 23.90 pakkinn, áður 23.00 og Edgeworth kr. 26.00, áður 25.00. Aðrar tegundir bæði af sígarettum og reyktóbaki hækka samsvarandi. Ennfremur hæk.ka vindlar, neftóbak og munntóbak í verði í samræmi við sígarettur og reyktóbak. Belgrad í dag. Fundinn sitja ríkisleiðtogar 24 'hllitlaúsra ríkja, eða fjórðurgs aðiltlar- i ríkja Sameinuðu þjóðanna. Tito, forseti Júgóslafíu. setti ráðstefnuna. Hann sagði að horfur í alþjóðamálum væru mikiu uggvænlegri nú en fyrir ári. Kalda stríðið hefði magnazt svo s'ðastliðið ár. að búast mætti við að hinn hræðiiegasti- harmjeikur gerð|ist. Þessvegna væri nauðsvnlegt að æðstu menn stórveldanna settust að samningsborðinu í stað þess að efla stríðsundirbúning. Hættan á tortímingu. Tito benti á, að á Beigrad- fundinum væru fuiltrúar hlut- ilausra þióða, sem samtals væru 730 milljónir að mannfjölda. i Hann sagði að nú væri þess 1 meiri þörf en no.kkru sinni fyrr. FJARMALARABHERRA í GÆR að hlutlausu ríkin lýstu yfir skýru áliti sjnu á þeim vanda- málum, sem nú virðast stefna að því að steypa heiminum út i verstu hörmungar og tortím- ingu sögunnar. Ráðstefnan væri ekki haidin til þess að mynda bandaiag hlutlausra ríkja, held- Framhaid á 11. síðu. Mikil! eldur í trésmíðavsrkstæði Laust fyrir klukkan 7 í gær- morgun varð elds vart í tré- smíðaverkstæði Snæbjarnar G. Jónssonar, Brunnakri, Seltjarn- arnesi. Er slökkviliðið kom á vettvang var eldur laus í spón- geymsiu við verkstæðið og var kominn geysimikill hiti og reyk- ur og eldurinn að brjótast fram á verkstæðið sjálft, þar sem mikið var af unnum og háif- unnum munum. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum elds- ins á um bað bil klukkustund en skemmdir af völdum elds, reyks, hita og vatns urðu tals- verðar. Mútti ekki tæpara standa, að þarna yrði stórbruni. í fyrrinótt kom einnig upp eldur í strætisvagninum R-1007. Er talið að kviknað hafi í hon- um út frá vélinni. Skemmdir urðu fremur litlar. í gær mættu 7, 8 og 9 ára börn í skólum bæjarins. Hér eru tvö 8 ára börn að ganga stíginn upp að Breiðagerðisskóla, en hann er nú stærsti skólinn; í skólahverfi hans eru 1377 börn á skólaskyldu- íðdri. Breiðagerðisskóli var þrísetinn í fyrra, en í ár standa vonir til að hann verði tvísetinn. Síðasti hluti skólans er nú í byggingu og í honum verður m. a. sundlaug. Sjá fleiri myndir á 3. síðu. BATUR BRANN A BREIÐAFIRÐI Laust eftir hádegi í gær kviknaði í vélbátnum Ármanni frá Sandi, sem staddur var skammt frá Höskuldsey á Breiða- firði. Á bátnum voru tveir menn auk skipstjórans, Eggerts Sigmunds- sonar. Eldur kviknaði í vélar- rúmi bátsins og breiddist hann fljótlega út, svo að skipverjar fengu ekki neitt við ráðið. Sigldu þeir bátnum upp á Engcy og komust tii Stykkis- hólms. Báturinn mun vera ger- ónýtur. Ilann var 37 lestir, byggður á Akureyri 1947. Elisabethville 1/9 — Sameinuðu þjóðirnar tiikynntu í dag, að þær hefðu slitið öllu sambandi við stjórnina í Katanga-fylki í Kóngó. Myndi því ekki verða breytt fyrr en Munongo, innan- ríkisráðherra, yrði rekinn úr embætti. Hérna hafa þeir það, sagði Ilaukur Clauscn tannlæknir í gær, um Ieið og hann kastaði ein- um ruslakassa á götuna fyrir framan hús sitt að Öldugötu 10.. — Það hefur ekki verið hreins- að rusl hér í þrjár vikur og er ég kvartaði vildi enginn gcra neitt I málinu. Ég talaði við verkstjóra og hann skcllti á mig. Ég talaði við Ólaf Ilalldórsson, Björgvin Frederiksen, gerði boð fyrir Pál Líndal og fleiri og sagði að ég myndi lienda öllu ruslinu út á götu ef þetta yrði ekki sótt. Þcir hafa ekki komið og nú geta þeir tekið þctta upp af götunni. Það eru tvær tunnur fullar á bak við húsið og þetta er umfram scm liggur hér á götunni. Það á að hrcinsa hér vikulega, cn þeir sögðu að ég væri að Ijúga, þegar ég sagði að tunnurnar hefðu ekki vcrið hreinsaðar í þrjár vikur. Þeir hafa það semsagt hérna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.