Þjóðviljinn - 02.09.1961, Síða 11

Þjóðviljinn - 02.09.1961, Síða 11
[ Budd Schulberg: [ (The harder they fall) sta'ða hennar í þjóðfélaginu og fáguð framkoma söguhetjanna hennar, allt þetta hafði orðið fil þeSS að hún leit Nick og grófgerða félága hans öðrum augum én áður. ,.Sjáið þið Ruby,“ sagði Nick hlæjandi. „Nú er hún hrædd um að ég verði mér til skamm- ar fyrir framan Albert.“ Albert var að bera nauta- Steikina um aftur, en þess sá- ust engin merki í andliti hans að nafn hans hefði verið nefnt. Hann rétti stóra silfurfatið að Nick og Nick sagði: „Þér hald- ið þó ekki að ég sé róni, þótt ég éti með hnífnum og sé snöggklæddur, er það Albert?“ „Nei, herra minn,“ sagði Al- bert Qg gekk með fatið til Quinns, sem tryggði sér þrjár sneiðar í viðbót og haug af kartöflum. „Hvað segirðu um þetta, Ruby?‘‘ hrópaði Nick yfir borð- ið. ,,Sá bezt klæddi i búlunni stendur með mér.“ Nick gat vel hagað sér bet- ur, ögn betur að minnsta kosti þegar hann .vildi, en stundum þótti honum gaman að vera óheílaður til að skemmta vin- um sínum og stríða Ruby. Það kom ekki alveg heim við fínu fötin hans og „Stílinn“ sem hann keppti svo að því að ná, ekki heldur við afstöðu hans til Rubyar. F>rst í stað furð- aði ég mig dálitið á þessu, en loks komst ég að þeirri nið- : urstöðu að ástæðan til þess að Nick nyti þess stundum að draga sjálfan sig í svaðið, , væri sú að það undirstrikaði mikilleik hans. Hann gaf þessu venjulega útrás þegar hann trónaði við borðsendann heima hjá sér, meðan tuttugu og þrír gestir tróðu í sig af máls- j verði sem fullnægt hefði hin- ■ um gráðugasta matháki. Það ■ var eins og hann vildi segja: ..Sjáið þið bara, gleymið ekki hver er húsbóndpn á þessu i landsetri, með marmarastytt- : um og smókingklæddum bryta og eigin frystihúsi — það er enginn annar en Nick Latka 1 — bullan úr Henry stræti.“ Þegar við 'risu.m loks upp frá borðum efftr klukkutíma t át, kom Nick og lagði hönd- ina á öxl mér. ,,Ég þarf aðeins að tala við þig“, sagði hann. „Við skujum koma út í sól- skýlið“. -j. Sólskýlið vájr/ við hliðina á ' sundlauginni. Það var hring- í njyp.dað hús, með gipsskreyt- • ing^n,,og.,þs(ldaust. Inni voru dýnur sem hægt var að liggja | á i sólbaði, og nuddbekkir. ; Niek' afklagijldi.; sig og lagðist , á bakið á eina dýnuna. Svo dró hann djúpt andann eins ;og hann vildi anda að sér ; sól og lofti í senn. Hann var brúnn um allan kroppinn og Tiarh réít"Tjöfhándi vel út af manni á fimmtugsaldri, hann var grannur og stæltur um allan kroppinn, nema hvað vottaði fyrjr byrjandi ístru. „Segðu Slátraranum að ég vilji tala við hann“, sagði Nick. Ég gekk út fyrir og kallaði á Slátrarann og hann kom hlaupandi í skyndi. „Hvað get ég get gert fyrir þig, séffi?“ sagði hann. „Sólolíuna,“ sagði Nick. „Sæktu líka flösku handa Eddie.“ Slátrarinn rétti mér flösku og fór að nudda qlíunni inn í bringuna og axlirnar á Nick. Ég leit á miðann. „Apolloil11, stóð þar. „Þú verður ekki bara brúnn af þessari olíu, þú fyll- ist af vítamínum um leið,“ sagði Nick. „Hún fer inn í svitaholurnar og er alveg fyrsta flokks. Hún er frá sama fyrirtækinu og raksprittið sem ég gaf þér.“ Aftur dró hann andann djúpt, andaði að sér sól og lofti. „Lengra nið- ur, Slátrari. Það spillir ekki að fá svolítið þar líka“. Hann deplaði augunum framaní mig. Meðan Slátrarinn neri lærin á Nick, sagði Nick: „Jæja, við skulum snúa okkur að efninu. Fékkstu eitthvað að moða úr hjá Acosta?“ „Já, það var feikna róman- tískt hvernig hann fann Toro Molina,“ sagði ég. „Við viljum ekki þetta lang- dregna sull“, sagði Nick. „Þú þekkir þetta eins vel og ég. Hnefaleikar eru lifandi sport. Strákarnir sem trekkja fyrst og fremst eru ekki alltaf beztu boxararnir, en það eru þeir stærstu. Auðvitað spillir það ekki að stór lurkur kunni að brúka hanzkann — en það er aðalatriðið að nafnið sé vel valið. Eitthvað í áttina við Greb, Vindmyllan frá Pitts- burg, eða Firpo, Villinaut Pampasssléttunnar. Við þurf- um aðl finna eitthvað sem gengur í augun á mannskapn- um. Geturðu ekki fundið fínt nafn?“ ,.Tja,“ saeði ég hálfpartinn í gamni. i.,Víð :§ætum auðvitað ka'lað hanií’dMolina, Risann úr Anflesfjölluur.'.';.. Nick setíist upp og horfði á. mig. „Það er sko ekki svo af- leitt. Risinh' ö'r Andesfjöllum.“ Hann endurtók nafnið. „Það hljómar .vél’'Kkel égnsegja þér.' svei mér ef við erum ekki strax farnir að græða. Haltu áfram að hugsa.“ „Kannski væri hægt að hafa þétta svó.ná“, sagði ég ogi mælti af. munni fram: „Frá Argentínu kom Villinaut Pamp- assléttunnar á sínum tíma og sigraði Dempsey og hafði næstum hréppt heimsmeistara- ; titil. Nú kemur skjólstæðingur , hans, nsinn~"® ' Ahdesfjöllum,’ til að hefna hinnar miklu fyr- irmyndar, Luis Angel Firpo.“ „Áfram, ljúfurinn,“ sagði Nick. ,,Þú mátt ekki þagna, þú liggur þarna og kjaftar fram fullan hlandkopp af peningum handa okkur.“ Mér fannst alveg eins hægt að orða það strax. „Heyrðu mig, Nick,“ sagði ég. „Ég held að Acosta sé ekki mjög ánægð- ur með sinn hlut“. „Er nokkur sem segir að hann eigi að vera ánægður?“ sagði Nick. „Nei,“ sagði ég. „En hann er samt búinn að leggja mikla vinnu í þetta, karlskinnið. Það er hann sem uppgötvaði Mol- ina og tók áhættuna og ...“ „Þú vorkennir honum kannski svo mikið að þú vilj- ir eftirláta hQnum tíu prósent- in þín?“ Lífið var mun auðveldara þegar maður var á sama máli og Nick. „Nei,“ sagði ég, „en ...“ „Þessi brilljantínnaggur,“ sagði Nick, sem var snilling- ur í að heyra ekki það sem sagt var, þegar honum líkaði það ekki. „Maðurinn hefur bókstaflega engin sambönd, hann getur ekki einu sinni komið Molina inn á kamrana í Madison Garden. Ef við lendum í einhverjum vandræð- um með hann, þá pökkum við honum inn og sendum hann heim.“ Hann velti sér á magann og lét Slátrarann nudda á sér bakið. „Skiptu þér ekki af þvi sem þér kemur ekki við“, sagði hann. „Ég skal sjá um mín mál“. Þegar við stóðum upp og gengum út aftur, voru allir samankomnir umhverfis sund- laugina. Spilamennimir voru enn komnir á kaf í gin rummy við borð undir sólhlíf- inni. Loksins var heppnin með Barney Winch. „Ekki nema tvo,“ sagði hann o.g leit til himins í uppgjöf. „Þegar ég segi gin, þá hefur hann ekki nema tvo. Hvað hef ég gert til að verðskulda svona með- ferð?“ Gus Lennert og synir hans þrír voru að leika baseball á flötinni. „Senter, pabbi,“ hróp- iaði sá yngsti. Quinn lá sofandi í sólstól með stráhattinn yfir andlitinu. Latka yngri og gest- ur hans voru aftur komnir út á tennisvöllinn. Beta synti leti- Tímaiit Alþýðusambandsins VINNAN ER N Ý K O M I N Ú T. Aðalefni: Verkfallasumarið mikla, ítarleg grein um vinnudeilur sumarsins og viðhorf að verkfallslokum. Alþýðusambandiö milljónamæringur í fcgurðarverðmæt- um, grein um Listasafn Alþýðusambands íslands ásamt ræðum Tómasar Guðmundssonar og Hannibals Valdimars- sonar við opnun málverkasýningar. Einnig útvarpsþátt- ur Helga Hjörvars um gjöf Ragnars Jónssonar til Al- þýðusamtakanna. — Alþýðusambandið flytur í ný húsakynni. — Skrif- stofa Alþýðusambands íslands frá upphafi. — Hefnd eða réttlæti og fleiri greinar. Ný kaupgjaldsskrá er í heftinu. Kápan er litprentuð í fjórum litum. ALÞÝÐUSAMBAND ISLANDS. Belgrcd ráðstef na Framhald af 1. síðu. ur væri takmarkið að vinna að því að hernaðarbandalög stór- veldanna yrðu leyst upp, jafn- framt því sem alþjóðleg deilu- mál verði leyst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tito lauk máli sínu með því að segja að ráðstefnan væri ekki haldin til þess að lýsa yfir samstöðu með kapítajískum eða sósjalískum rikjum, heldur yrði tekin af- staða til mála í samræmi við skoðanir frjálsra, óháðra ríkja í þágu friðar Qg mannúðar. M.a. munum við setja fram þá kröfu að nýlenduskipulagið verði af- numið fyrir fullt og allt, Tvö þýzk ríki. Súkarno, forseti Indónesíu, sagði í sinni ræðu, að almenn skynsemi mælti með því að við- urkennt yrði fullveldi beggja þýzku rikjanna þegar j stað, þar sem tilvera þeirra væri staðreýnd. Heilbrigð skynsemi krefst þess einnig að stórveldin geri Berlín ekki að stórhættu- legu bitbeini í pólitískri og hernaðarlegri baráttu. í.búar V- Berlínar eiga að fá að ráða sín- um málum sjálfir, og þetta ætti að vera hægt aðeins ef bæði ríkin eru viðurkennd. Ef Sovét- ríkin vilja gera friðarsamning við Austur-Þýzkaland, því skyldu þau þá ekki mega gera það. Stórveldin ættu að setjast að samningaborðinu nú þegar og gera sér ljósa ábyrgðina sem þau bera gagnvart öllum heim- inum. Súkarno mælti með því að Asju- og Afríkuríkin fengju aukna hlutdeild í stjórn stofn- anna SÞ. Nasser, forseti Sameinaða arabalýðveldisins, sagði að það væri hryggilegt að Sovétríkin skyldu ætla að hefja kjarna- vopnatilraunir að nýju. Hann gagnrýndi Frakka einnig harð- lega fyrir kjarnavopnatilraunir þeirra í Sahara undanfarið. Ibrahim Abboud, forseti Súd- ans, lagði til að öll Afrika yrði gerð að hlutlausu svæði, þar sem bönnuð væru kjarnavopn, og tilraunir með þau. Krústjoff hefur sent ráðstefn- unni sérstakan boðskap. þar sem hann túlkar skoðanir og aðgerðir Sovétríkjanna varðandi heimsmálin. Sa«mavé!avi6cierðir fyrir þá vandláiu. SYLGIA Laufásvegi 19, Sími 1 - 26 - 56. Bæjaryfirvöld Hafnfirðinga fá orð í eyra — almenningssal- erni við höfnina — mætti cklti koma þarna upp steypiböð- um — höndlun á smávörum og símaþjónustu. HÉR birtist bréf frá Markúsi B. Þo.rgeirssyni í Hafnarfirði. „Heilir og sælir Hafnfirð- ingar. •». Nú .langar ,mig .til- .þess; að , kvgbba í mínum bæjaryfir- völdum og öðrum veraldleg- um stoðum í bænum. Það var gleðilegt tímanna tákn, að bæjaryfirvöldin skyldu rumska á þeirri þörfu framkvæmd að koma upp al- menningssalerni í Verka- mannaskýlinu við höfnina. Margir eiga erindi niður á bryggju eða með höfninni, hæði menn og konur, og náttúran niðurskipað svo vís- dómslega, að snarlega getur staðið illa á fyrir mannfólk- inu og heldur dapurlegt að sinna slíkum þörfum á opin- berum vettvangi i fjölförnum umferðaæðum. Ég tel hér vel á stað farið. Þarna eru salerniií-yrir bæði konur og , karla og .húsverðir frá kl. Q^á^motgijana til kl. 10 á kvöfdin. «4?; - ’ , . EN hér skulum við ekki nema staðar og langar mig til þess að koma fram með tillögu til bæjaryfirvaldanna o,g hér sé gert betur. Það sðih ég tel að þurfi að koma til viðbótar eru, steypi- böð (sturtur fyrir 6 til 8 menn) svo að sjómenn og verkamenn geti farið j bað á þeim tíma sem opið er. Það þarf ekki að byggja nema smáviðbótarbyggingu upp með Verkamannaskýlinu að sunnanverðu, svo að hægt sé að koma upp þessum al- menningsböðum. Margir munu vitna til sundlaugarinnar hér í bæn- um, en með vaxandi útgerð og auknum fiskiskipastóli eykst umferðin við höfnina og myndi þetta koma sér mjög vel fyrir sjómenn á vetrarvertíðinni. Margir aðkomusjómenn mvndu fagna þessari ný- breytni. Þarnn þnrf baðvörður að hafa á boðstólum allar hinar algengari smávörur, svo sem sápu, rakáhöld, sokka, vett- linga, skyrtur, bindi svo eitt- hvað sé nefnt. Þá væri mjög þarft að hafa þama síma á staðnum, þó að bílastöðvar og vigtamehn séu liprir í þessurn efnum. Ég vil beina því til bséjar- yfirvalda, að fyrir næstu vetrarvertíð verði þetta orðið að veruleika og þessi þjón- usta sé opin til miðnættis.11 Laugardagur 2. september 1961 —■ ÞJÓÐVILJINN — (U

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.