Þjóðviljinn - 12.09.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1961, Blaðsíða 4
f lnpnsi Elíasdéftir ;Mjnn:ngú:oru í dag' íer íram útför Ing- unnar Elíasardóttur, Langholts- vegi 28 hér í bæ. Hún andað- ist í Landakotsspitala 2. sept. sl. Ingunn var fáedd í Reykja- vík 27. september 1914, dóttir hjónanna Jóhönnu Bjarnadótt- ir. sem andaðist 13. okt 1946, og Elfasar Jóhannssonar verka- manns Kambsvegi 35. Þar sem Ingunn var uþpal- in á verkamannsheimili kynnt- i.-t hún snemma kjörum og lífsbaráttu verkalýðsins, enda í'ór hún strax að vinna þegar hún hafði aldur til. Hún var lengst af starfandi meðlimur Þvcttakvennaíélagsins Freyju, meðan það félag starfaði og gegndi þar margvíslegum trún- aðarsíörfum. Ingunn giftist eftirlifandi manni sínum Halldóri Jóns- syni, sjómanni, 26. apríl 1941. Þau eignuðust þrjú börn, Kol- brúnu sem gift er Guðmundi Jónssyni sjómanni, Elías, sem andaðist fyrir tveimur árum, þá aðeins 12 ára gamall og Guðnýju aðeins 5 ára. Varð það sár harmur hjá þeim Ingunni og Halldóri er þau misstu einkason sinn að- eins 12 ára gamjan. Þegar Ingunn annaðist son sinn í hans þungbæru veikindum, mun hún hafa verið farin að finna fyrir þeim sjúkdómi er nú hefur orðið henni að ald- urtila, en í önnum móðurskyld- unnar hafði hún hins vegar aldrei látið það uppi. Mánuði eftir útför sonar þeirra var hún flutt í sjúkrahús og gekk hún þár undir uppskurð, var það allra von, er til þekktu, að sú aðgerð hefði borið þann árangur, að komizt hefði ver- ið fyrir sjúkdóminn að fullu. En sú von brást, meinsemdiri tók sig upp aftur eftir ekki mjög langan tíma. Störf sjómannskonunnar eru oft æði mikil, eiginmaðurinn dvelur löngum fjarri heimil- inu, svo hinar margvíslegu húsbóndaskyldur lenda í henn- ar hlut ásamt móðurskyldun- um, en Ingunn var fyllilega vaxin þeim vanda, hún var mikil húsmóðir og frábær móð- ir, ög vissulega gladdi það Ingunni mikið, er Kolbrún dótt- ir hennar hafði eignazt dóttur. er hún lét heita í höfuðið á þeim hjónunum, Inga Dóra. Ir.gunn Elíasdóttir Það er sár söknuður þegar slík kona fellur frá á bezta aldri, og mestur er söknuðurinn hiá öldruðum föður. eigin- manni og dætrum, og þá ekki hvað sízt hjá Guðnýju litlu. Ég votta öllu hennar skyld- fólki mfnar samúðarkveð.iur. Guðm. Jónsson. í dag er ti! moldar borin Ingunn Elíasdóttir fædd í Revkjavík 27. september 1914. Ingunn giftist eftirlifandi manni sínum, Halldóri Jóns- svni, 20. apríl 1941 og eign- uðust þau þrjú börn, tvær dæt- ur og einn son. Þau hjónin urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa einkason sinn fyrir tveim árum. Höggvið var fyrr en skyldi. Hve orðlaus og fátæk stönd- um við frammi fyrir ráðgátu lifsins? Ingunn mágkona m:'n! Þögul og fá stend ég, hver er vilj- inn? Og hver er meiningin? Ein er staðreyndin, horfin ert þú; elskuleg kona, dásamleg móðir, vinkona min. Ég minn- ist þín, kæra vina, og flyt þér þakkir mínar fyrir þinn mann- kærleika og elsku þjna til alls sem lifir. Hve sárt og óskilj- anlegt er líf þitt, fyrir okkur mannlegar verur, en þó er viss- an sú að nú ert þú hjá elsku drengnum þínum, og við.kvecíj- um þig, með þökk og virðingu, og vitum að góður Guð ræður öllu. Hulda. Sovézk bnrti Þau fetta sig cg bretta framan í Ijós- myndarann þessi sovézku börn. Mynd- in er tekin í för Fram til Sovétríkjanna og átti að koma á íþróttasíðu með spjalli um förina. Einhvern veginn finnst manni að þetta gætu alveg eins verið börn á Njálsgötunni e£a jafn- vel Víðimelnum, eða hvað finnst ykkur? FISKIMÁL - Effir Jóhonn J. E. Kúld Skreiðarútflutningur, mat, merking og málarekstur Útflutningur á skreiðarfram- leiðslu ársins í ár er þegar hafinn. Útlit skreiðarinnar er nú betra en oft áður, vegna heppilegrar veðráttu á meðan fiskurinn hékk á ránum. Þeir skreiðarverkendur sem hengt hafa upp ferskt og nýtt hrá- efni fá þann fisk yfirleitt á ítalíumarkað í ár, sökurn hag- stæðr tíðarfars, hafi hann ekki frosið fymt eftir upphenging- una. Námskeið í skreiðar- og saltfiskmati hófst hér í Reyk.iavík um miðjan ágúst- mánuð og stóð yfir um hálfs- mánaðar skeið. Þátttakendur í námskeiðinu voru 36, auk kennara, aðallega starfandi fiskmatsmcnn víðsvegar af landinu. Námskeiðinu var hag- að þannig, að verkleg kennsla fór fram að deginum og stóð yfir átta klukkustundir dag hvern. En að kvöldinu voru fræðsluerindi flutt af sérfræð- ingum á sviði gerlafræði og elnaverkfræði. Verkleg kennsla fcr fram að deginum í fiskverkunar- stöðvum i Reykjavík og Hafn- arfirði, og sýndu stöðvareig- endur mikla lipurð í allri fyr- irgreiðslu á þvi sviði meðan á námskeiðinu stóð. Það er ekki nokkur vafi á því, að námskeið sem þetta er þýðingarmikið fyrir fisk- útflutninginn og markaðina. Heildarsamræming á íiskmati yfir allt landið er okkur lífs- nauðsyn, og einmitt af þeim sökum eru slík námskeið mjög nauðsynleg. En ef vel ætti að vera, þá þyrftu erind- rekar frá fiskmati ríkisins að vera á stöðugu ferðalagi á milli fiskverkunarstöðvanna í hinum ýmsu landshlutum á milli þess sem 'nánriskeið eru haldiri, svo öruggt væri að samræmið héldist f matinú. © Skrciðarmcrking og málarekstur Fyrst þegar skreiðarútflutn- ingur hófst héðan til Afríku eftir heimsstyrjöldina var skreiðin metin og flutt út í tvennu lagi, venjuleg skreið fyrir Afríkumarkað og svo úr- gangsfiskur, sem merktur var með heitinu „Offal“. Þessi úr- gangsskreið samanstóð af fiski með skemmdir í vcðva og einnig af fiski sem orðið hafði svartur á roði af völdúm svéþþagróðufs, þá' að vöðvi hans væri óskemmdur. Á meðarn þe.ssu fór fram var, þó aðeirisí firkijr' sem' var mikið svártur :á róði látinn fyígjá' „Offal“ merkinu, en væri á honum minni svepþur þá 'fylgdi hann hinum venjuléga Afríkuflokki. Síðan þetta var, hefur tvennt skeð: Kröfur neytendanna um útlit hinnar venjulegu Afríku- skreiðar hafa aukizt svo að nú má aðeins Vera vottur af svepp á roðinu, hins Vegar hafa komið hér sunnanlands hvert árið eftir annað með óheppilegri veðráttu fyrir ■skreiðarverkun, sem orsakað hefur rnikinn sveppagróður á roði fisksins og spillt útliti hans. Af þessum sckum var tekinn upp sérstakur flokkur fyrir skreið, sem var svört á roði af völdum sveppagróðurs, og bar hann heitið ..Black Skinned Rcund Cod Offal“ Þessi skreið hef- ur verið flutt út í sömu stærð- arflokkum og venjuleg Afríku- skreið og stærðarflokkunin merkt á pakkana auk merk- isins hér að ofan. Hins vegar er úrgangsskreið sem einung- i-s er merkt heltinu „Offal“ aldrei flokkuð í stærðarflokka. Þetla er nauösynlegt að menn viti, ef þeir ætla að mvnda sér skoðun í því skreiðarrriáli sem nú er orðið rannsóknarmál dómstólanna að tilhlutan sjávarútvegsmála- ráðherra. vegna blaðaskrifa um merkingu skreiðarinnar. © „Offal“mcrkið (ckið af Um mánaðamótin júlí og ágúst í sumar skeður svo það, að fyrirskipun er gefin út um. að ..Offal“,merkið skúli tekið af skreiðinni sem er svört veena sveppavróðurs. Þó r- o„rrt KHta gildi aðeins um framleiðslu frá árinu 1960. Samkvæmt tilkynningu físk- mats ríkisins um þetta mál, á þó ,.Offal“merkið ' aðeins að fjarlægjast af sjálfum pökk- unum en vera áfram á farm- skírteinum og matsvottorðum. Þessi ákvöi-ðun er í tilkynning- unni sögð staðfest af sjávar- útvegsmálaráðuneytiriu. Við mat á skreiðinni er til þess ætlast, að neyzlugæði svörtu skreiðarinnar séu sem líkust venjulegri "Afríkuskreið, og í reyndinni getur þetta orð- ið, ef fiskurinn er metinn af vel þjálfuðum matsmönnúm, annars ekki. Erfiðléikarnir við mat á svörtu skreiðinni eru þeir, að hafi fiskurinn tekið á sig svennina snemma á þurrktímabilinu í mjög stórum stíl, og lokað að stórum hluta fyrir útgufunina í gegn- um roð fisksins, þá geta gæði fiskvöðvanna versnað vegna of langs burrktíma, en slíkt verður ekki greint svo í góðu laei sé. nema af, fyrsta flokks fagmönnum. I þessu liggja erf- iðleikarnir. ' - ' í’ i 1 Noregi er mat á skreið talið vandasamasta fiskmat ’ þár í landi, og í opiriberri skýrslu um skretðarrpat - sém gefin var út árið 1957 cg að stóðu færustu sérfræðirigar í fiskmati þar í landi'. segir. að útilokað sé að þjáHa upp fyrsta flckks' rratsntenn á sk.réið á skémmri tírft'a" en fimm árum. ‘‘ : Það verður ekki um það deilt, áð hin svokallaða svarta ■skreið er að útliti óg í strmum tilfellum líka að gæðum fyrir neðan þann ílokk er kallaður er Afríkuskreið. Ef þessi fisk- ur er seldur neytendum sem venjuleg Afríkuskreið þá gæti slíkt ekki aðeins bakað okk- ur álitshnekki á mörkuðunum heldur jal'nhliða valdið okkur skaða. Sé það rétt, að Norð- menn hafi flutt út skreið á Afríkumarkað með mjög dökk- um roðlit en án þess það væri af völdum sveppagróðurs, og merkt hann „Dark Skinned Round Cod“, og við komum svo á þennan sama markað á eftir og merkjum skreið svarta vegna sveppagróðurs á svipaðan hátt, án þess að „Offal“merkið sé þar, að gefa. til kynna að hér sé um úr-' gangsskrcið frá venjulegri -í Afrikuskreið að ræða vegna útflutnings, þá gæti svo farið að við hefðum af því meiri skaða heldur en hagnað. í slíkum málum sem þessu þarf að ríkja Jangdrægt sjön- armið. Hitt er frá minum sjónarhól alveg ófært, ef. augnabliknhaesniunir . éín- hverra útflytjenda eru -létnirí ráða og gildandi reglum um útflutnlng brevtt fram og til baka. eftir því sem vindur- iriri blæs í það og þaö skipt- ið. © Er þctta Jeyfilegt og lögum samkvæmt? Ýmsir hafa spurt mig, hvort það geti talizt lögleg ráðstöf- un, þegar „Offal“méfKið er tekið af svörtu skreiðinni við- merkingu á pökkunum, en'þó látið haldast í matsvotíorðum “ og farmskírteini. Ég er ekki svo fróður í lögum að ég yilji fullyrða neitt hér um. En þó hef ég haldið að sámrætnin þyrfti að vera þarna á Riitli.-” Og um það þarf ekki ftð idéihi að þetta nauðsynlega samrænri hefur verið rofið þarnaíaf ;V§í- isvaldinu, þegar fyrirákiphð 'er að nema ,,Offal“merkið af pökkunum þó það standif á- fram í matsvottorði. Þetta er vægast sagt leiðinleg ráðsiöf-, . Un, og sú hugsun sem að báki henni liggur, ætti að. yera ó- samboðin ríkisvaldi óg eins þeim aðilum seni að viöskipt- unum standa. Þegar þetta er skrdfað, þá, , , hefur ekkert markvoft- verið: ' bírt frá þeirri: réttarrautjsnkmn * s4m ráðherra •fyrirskipaöi vegna blaðaskrifa. :f. Fr.jálsrix, þjóð og Tímanum -um. þessa ’breytingu á' merkingu::avöritu skreiðarinnár. Annars er mér . ekki ljóst hvað þessari réttar- , rannsókn er ætlað að leiða. í ljós. Það er þegar vitað, að ■ að baki þessari ráðstöfun sem að framan greinir', stéficiur sjávarútvegsmálaráðuneyfla;"'' húsbóndi fiskmatsins séi'rí"rík- f' isstofnunar. svo várla þarf um það að deila, þvér*'!Í>etfHJ' 1 þarna ábyrgð ef urir’ábýrgð n _ "m'Ij»>íon ’snci' er aö ræöa. — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 12. september 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.