Þjóðviljinn - 23.09.1961, Síða 7
Við eitt hús móttökuheimilisins í Eisenach. Þessir unglingar á aldrinum 18—26 ára flýðu yfir í
Austur-Þýzkaland af því að þeir vildu ekki verða hermenn vestur-þýzka NATO-hersins.
liggjandi jarða eins og nú gerist
í V-Þýzkalandi, við gjaldþrot
smábænda, eignast heill bænda-
hópur eina jarðarsamstæðu, til
þess að vélvæðingarinnar megi
njóta án þess að til arðráns
komi. Margir bæendur firrtust
við þessari eignaskiptingu, sem
sprettur af eínahagslegri nauð-
syn en komið ó með pólitísk-
um aðgerðum — og sumir flýja.
Þess má geta, að myndu.n sam-
yrkjubúa er lokið hér, en fjöldi
þeirra bænda, sem fara á haus-
inn í V-Þýzkalndi núna, vex.
Hann vex við aukna innreið
hinna dýru mikilvirku véla í
landbúnaðinum og mun vaxa
enn begar áhrifa Efnahags-
bandalagsins tekur meir að
gæta.
Þá eru þeir, sem flúið hafa
yfir vegna betri lífskjara í V-
Þýzkal. Það mun vera stærsti
hópurinn. Við skiatingu Þýzka-
lands hafði V-Þýzkaland nær
allt þungaiðnaðarsvæðið og því
miklu betri byrjunaraðstöðu.
Það kom framd betri lífskjðrum
þar eftir 1950. DDR hefur þrátt
fyrir verri aðstöðu verið að
draga V-Þýzkaland uppi. Mun-
ur lífsk.iara var einna mestur
um 02 eftir 1953. Fóiki, sem
liefur flúið af þessum ástæðum
(og er bví t.d. ekki þólitískir
flóttamenn) hefur fækkað held-
ur upp á síðkastið. En í staðinn
hefur vaxið sá hópur, sem flýr
af ævintýraþrá, eins og það er
kallað. (Ég minnist fjaðrafoks
heima, er Hjalti Kristgeirsson
sagði, að margir hefðu flúið
frá Ungverjalandi 1956 meira
og- minna af ævintýraþrá. Og
Gunnlaugur Þórðarson fór og
„valdi úr“ eins og hann sagði.
Hvað hafa nú margir snúið til
baka af þessum 10 útvöldu,
ungversku, pólitísku flótta-
mönnum? Hvað margir gerzt
brotlegir við lög á íslandi? Ef
til vill veit Morgunblaðið,
hversu margir hafa snúið aftur
af öllum þessum pólitísku
flóttamönnum11 frá 1956 — eða
má það ekki birtast? Hvað
myndi Morgunblaðið t.d. kalla
núna drenginn, sem sté upp á
hafnargarðinn í Reykiavík —
pólitískan flóttamann eða ævin-
týramann?). Þessi hópur hefur
orðið fyrir miklum áhriíum frá
sýningarglugganum V-Berlín.
Fvrir flóttann vi.nna þeir oft
„hetjudáö", íkveikiu eða spreng-
ingu, svo þeir fái laun fyrir
vikið. Mikið atriði er líka, að
segia nógu margt andskoti Ijótt
um DDR, svo að „maður komist
betur áfram“. Þó er betta föik
oft illa séð af almenninoi í V-
Þýzkalandi. Það ýtir V-t>ióð-
verjum úr stöðum og íbúðum.
Svona er bað þar, sem sam-
keppnin ræður.
Önefnt er það fólk, sem hef-
ur flutzt á milli allt tímabilið
fram að árinu 1958 til að sam-
einast öðrum meðlimum fjöl-
skyldunnar. Margt af þessu
flóttafólki verður svo að gefa
af sér a-þýzkaausweisinn (per-
sónuskilríki — sjá grein IV.)
hjá njósnarstofnunum, sem síð-
an taka þá til sinna þarfa.
Ég hef tekið hópana nokkuð
eftir þeirri tímalegu röð, sem
þeir voru sem stærstir — allt
frá falli Þriðja Ríkisins til vax-
andi áhrifa hins óeðlilega á-
stands í V-Berlín.
Eitt hef ég þó ekki nefnt enn:
hvítu brælasöluna,. En hún hef-
ur vaxið miög síðustu árin við
vaxandi þátt V-Berlínar í kalda
stríðinu. Mv.n ég taka hana fyr-
ir í sérstökum kafla á eftir.
Hver'jir flýja
ausfur?
Tl.þ.b. þriðjungur þeirra, sem
fiýía au.stur yfir, er fólk, sem
áður hafði flúið vestur og feng-
ið nóg af ,.frelsinu“. öll „frjálsa
pressan“ hamrar að vísu sí og
æ á því, að þeir, sem hverfi til
baka austur fái veglega hegn-
ingu fyrir flóttann. Þannig skal
reynt að koma í veg fyrir að
menn hverfi til baka. En reynsl-
an hefur sýnt, að sá áróður
hræðir fáa frá afturhvarfi, að
minnsta kosti ekki ílóttamann
Morgunblaðsins frá hafnarbakk-
anum. Annar stór hópur eru
v-þýzk.ir atvinnuleysingjar (svo
og atvinnuleysingjar frá öðrum
löndum). Hvað skal gert, þegar
t.d. % hl. kolanámanna við
Ruhr var lokað vegna kreppu
á síðasta ári? Hvað skal gert,
þegar ei'lendir verkamenn eru
fluttir inn í landið og þeir selja
vinnukraft sinn ódýrara en' v-
þýzkir verkamenn (Sameigin-
legi markaðurinn)?
Hvar er atvinna fyrir þá
17.000 verkamenn, sem urðu
atvinnulausir þegar bílahring-
urinn Borgward í Bremen í V-
Þýzkalandi fór á hausinn í sum-
ar? Vinna er ækki til fyrir þá
alla í borginni. Sumir eru lokk-
aðir í vopnaframleiðslu auð-
hringanna — hinir? Jú, flúið
er austur.
Við það, að Borgward fór á
hausinn, þá mun mörgum verða
sagt urm vinnu í þeim
verksmiðium (og námum), sem
framleiddu hráefni fyrir Borg-
wardverksmiðjurnar. Alls mun
atvinnuleysi þá bíða 20.000 —
30.000 v-þýzkra fjölskyldna. En
þetta á sér bara stað við það,
að stórfyrirtæki fer á hausinn,
svo koma önnur stór og smá.
Einn sífellt stækkandi hópur
pólitískra flóttamanna eru ungir
menn, sem neita að ganga í v-
þýzka herinn og flýja austur,
en hér en engin herskylda. Þeir
n.oíta að hKta lögum ríkjandi
stéttar v-býzkalands, auðhringa-
herranna og að ganga í her
heirra t'I að fara í landvinn-
ingastríð fyrir þá. Þeir flý.ia þá
pólitísku valdbeitingu, sem ann-
ars mvndi beitt gegn þe'm við
að hlíta ekki lögum ríkjandi
stéttar. Þeir eru hreinir póli-
tískir flóttamenn.
Annar vaxandi hópur póli-
ttcv.rq fióttamanna eru menn í
V-t>vz1ra.iandi, sem beriast af
aicfii srevn endurhervæðingu í
V-t>vzkaIandi, og hernaðar-
stefnu Bonnst.iórnarinnar. Að
bessum mönnum er oft þrengt
og beim stu.ndum stungið í
fangelsi.
Þetta eru þeir hópar, sem
mest ber á. Svo er fólk á öll-
um aldri og mismunandi félags-
legum uppruna (sjá m.a. undan-
farandi kafla).
Georgios Grivas, hinn harð-
skeytti foringi EOKA-hreyf-
ingarinnar, sem barðist gegn
yfirráðum Breta á Kýpur,
hefur skrifað endurminningar
sínar, og er það 1200 síðna
verk. Skozkur uppgjafaher-
maður, Charles Ogilvie-Grant,
byrjaði að þýða endurminn-
ingarnar á ensku, en hætti við
það vegna þess hve Grivas
ræðst harkalega á brezku
stiórnina. Grivas leitar nú að
nýjum þýðanda.
Jóhannes páfi XXIII. hefur
verið gerður að heiðurshöfð-
ingja indíánaættflokks eins í
Norður-Ameríku. 1 því tilefni
fékk hann sendan íburðarmik-
inn höfuðbúnað, sem sæmir
indíánahöfðingja. Páfinn mun
ekki hafa sézt með djásnið
á höfðinu. Ekki er vitað önn-
ur evrópslc stómenni hafi hlot-
ið slíka tign, nema Ádenauer
kanzlari Vestur-Þýzkalands. —
Hann setti fjaðradjásnið á
höfuð sér og lét taka mynd
af sér.
heyrt og
Jchn F. Kennedy varð að láta
sér það lynda að skæðir gagn-
rýnendur úr flokki repúblik-
ana auglýstu samanburð á
fyrstu sex mánuðum forseta-
starfs Kennedy og fyrrirrenn-
ara hans, Eisenhowers. Náung-
arnir úr Repúblikanaftokkn-
um reiknuðu út, að á þessu
fyrsta misseri hefði Kenne-
dy verið 54 daga fjarverandi
úr Washington, þar af 41 dag
ívorloíi. Eisenhower gamli var
hinsvegar aðeins 40 daga f.jar-
verandi fyrsta misserið, þar
af 30 daga í golfi. Á smum
tíma gagnrýndu demókratar
Eisenhower harðlega fyrir
golfæði og kæruleysi og fjar-
vistii' fi'á Hvíta húsinu.
Charles de Gaulle, hinn sjö-
tugi Frakklandsforseti, lét í
Ijós blint trúnaðartraust á síð-
asta toppfundi Efnahagsbanda-
lags Evrópu í Bad Godesberg.
Hann skrifaði undir lokaá-
lyktun fundarins án þess að
hafa lesið hana og mælti um
leið: „Ég hef gleymt gleraug-
unum mínu.m. En þetta er
víst allt í lagi.“
Dwigth Eisenhower, sjötugur
fyn-v. forseti USA, hefur orð-
ið áþreifanlega var við að
frægð manna og vinsældir
minnka fljótt í Bandaríkjun-
um þegar þeir hafa ekki leng-
ur völd. Útgefandi bókar
hans, „Hvernig verður maður
góður golfleikari?", hefur til-
kynnt honum að hann hafi nú
fjarlægt 60 prósent af upp-
lagi bókarinnar, þar sem eng-
in eftirspurn sé eftir henni
lengur.
Sctfía Lóren, hin dáða kvik-
myndaleikkona, mælti nýlega
eftirfarandi hreinskilnisorð:
„Kynþokki er aðeins 50
prósent meðfæddur, hin 50
prósentin eru til komin vegna
ímyndunar almennings. , Þar
sem flestir álíta að ég sé
miklu fallegri en ég raunveru-
lega er, vil ég auðvitað ekki
valda aðdáendum rmnum
vonbrigðum".
Audax segir:
Fræg eru nú orðin skrif
kirkjumálaráðherrans, Bjarna
Benediktssonar, í Reykjavíkur-
bréfum Moggans. Þar fjallar
kirkjumálaráðherrann mjög um
trúmál og bænir af sinni al-
kunnu og djúpstæðu „þekk-
’ingu“. Er þekking hins trúaðá
og bænheita ráðherra svo óskap-
leg, að jafnvel dcmprcfasturinn
í Reykjavík hefur ekki vogað
sér að koma með eina einustu
hákarlasögu, síðan ráðherrann
tók að vitna vikulega í Mogg-
anum. Eftir allmikið hark og
þref tókst þó ráðherranum að
krei-sta fram yfirlýsingu Kópa-
vogsklerks, þar sem klerkur
segist hafa lesið Sívagó lækni
tvisvar. Það er nú von manna,
að þessi ómetanlega yfirlýsing
rói ráðherrann eitthvað. En þá
skeður hið óvænta í Vísi, að
nývígður prestur ræðir þar trú-
málaþætti Kópavogsklerks og
kirkjumálaráðherrans og finnst
hinum unga menntamanni að
vonum lítið til koma og telur
þessi skrif snillinganna ófrjó,
og bætir því meira að segja
við, að það sé aðallega Mogga
að kenna. Verður ekki betur
séð, en hinn ungi klerkur fari
flott af stað gagnvart kirkju-
málaráðherranum. Þá hefurðu
það Bjarni minn!
★
Stiörnur
lö(*reqlu-
stiérans
Hinn „hugprúði" og „snjalli"
lögreglustjóri Reykjavíkur ber
nokkrar gullslegnar stjöi'nur til
m.erkis um tign sína og vald.
Eitt vikublaðið í Reykjavík
gerir þessum stjörnuriddara
þann grikk um daginn, að birta
það, sem stiörnurnar segja um
hann í svokallaðri stjörnuspá:
„Þér eruð alltof eiging.iarn og
þess vegna munu þeir fáu vin-
ir sem bér eigið hrökklast frá
yður. Þér eruð enn fremur allt-
of öfgafullur og sjáið málin
aldrei nema frá einni hlið“
(Hér er siálfsagt átt við Morð-
bréfamálið fræga?). „Þér ættuð
enn fremur að hætta að viðra
yður unn við bá, sem eru yður
meiri“! (Var ei-nhver að segja,
að hér sé átt við B.iarna Ben.
og allt bað?). Jæia, ek.ki er nú
ástandið efnilegt í svörtu her-
búðunum, skv. hinni óvæntu
uppljóstrun ..Fálkans". En eitt
get ég savt stjörnuriddaranum
og verndara hans til ævarandi
huggurar: Humorleysið hefur
lagt margnn meiri kanpa að
velli en Signrión Sigurðsson og
Biarna Benediktsson.
1 PARÍS 21/9 —, Plastsprengja
sprakk í nótt við hús franska
öldungadeildarmannsins René
! Chevalier. Engan sakaði, en rjið-
J ur brotnuðu og útidyrahurðin
rifnaði af hjörunum. Við uti-
dyrnar höfðu tilræðismenn límt
pappirsmiða með upphafsstöfum
■ leynihers hægrimanna, OAS.
*
Laugardagur 23. september 1961 — ÞJÓÐVTLJINN —