Þjóðviljinn - 23.09.1961, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 23.09.1961, Qupperneq 9
4) — ÓSKASTUND Laugardagur 23. september 1961 — 7. árgangur 31. tölublað. SAMKEPPNINNI ER LOKIÐ Erna 5 ára og Kristján 12 ára hljóta verðlaun Teiknisamkeppninni um skreytingu við visuna „Ég skal kveða við þig Teikningin er eftir Erlu Björk Jónasdóttur, Álf- lieimum 72. Reykjavík. vel“, er lokið. Þátttak- endur eru átta og birt- lim við skrá yfir þá í síðasta blaði. Myndirnar eru allar góðar og þvi mjög erf- itt að velja úr eina og segja svo: Hún er bezt. Einnig er ógerlegt að bera saman myndir eft- ir 12 ára barn og 5 ára og segja að önnur sé betri. Tólf ára barn teiknar allt öðru v:si en 6 ára, þess vegna fórum við þá leið að gefa tvenn verðlaun, ein handa yngri þátttakendum og önnur handa þeim eldri. Verðlaun fá: Erna Kristjánsdóttir, 5 ára, Hjarðarhaga 62, Reykjavík. — og Kristján Jóhannsson, 12 ára. Túngötu 10, Siglufirði. Verðlaunin verða bók handa Kristjáni og lita- kassi handa Ernu. Loks viljum við þakka ykkur öllum kærlega fyrir bréf- in og myndirnar. Bráð- lega finnum við upp á nýrri keppni og þið ætt- uð að koma með tillögur. Hvað er það sem lyftir flugvélinni) Það er loftið sem heldur uppi flugvélunum. Venju- lega finnurðu hvorki eða sérð loftið svo. að þú gleymir að það sé yfir- leitt nokkur skapaður hlutur annað en bara tómarúm. En loftið er nú samt eitthvað og þessvegna hefur það líka sína þyngd. Vísindamenn hafa vigtað það, og þyngd þess er nokkuð sem kannské kemur þér á ó- vart. Ef þú til dæmis heldur á venjulegri teikniörk í flötum lófan- um þá hvílir meir en þúsund punda þungi af lofti á því. Hvernig skyldirðu geta haldið á svona miklum þunga? Þú heldur líka alls ekk- ert á honum. Loftið sjálft heldur uppi þess- um þunga því það þrýst- ir á blaðið frá öllum hliðum. Þrýstingurinn uppávið er þvinær jafn og þrýstingurinn niður. ■Nú skulum við hugsa okkur flugvélarvæng. Loftið þrýstir á hvern blett á vængnum svo þrýstingurinn hlýtur að vera feikimikill. En ekk- ert gerist þvi þrýsting- urinn niðurávið er jafn- mikill og þrýstingurinn uppávið. Myndi nú eitthvað ger- ast ef við með einhverju móti gætum tekið burt þrýstinginn ofanað og þrýstingurinn vrði aðeins neðanfrá? Vitaskuld! Ef þrýstingurinn ofanað yrði nógu litill myndi þrýstingurinn neðanað lj’fta flugvélinni. En hvernig er það fram- kvæmanlegt? Uppfinn- ingamenn hafa komizt að því að vandinn er ekki , annar en sá að hafa sér- staka lögun á vængnum. Ávalt efraborð vængj- anna er stærra en neðra- borðið sem er flatt. Þegar nú flugvélin hrévf- ist gegnum loftið verður þrýstingurinn á efraborð- ið minni og minni með- an þrýstingurinn neðaná helzt sá sami. Þegar flug'- vélin hefur náð vissum hraða verður þessi mis- munur svo mikill að þrýstingurinn neðaná vænginn blátt áfram lyft- ir flugvélinni. Kltatiórl Vilbora Daobiartadóttir - Utgafandi NóBvtlJinr LITLA HVÍTA KISÁ saga eftir Barböru Friedman Kisi bróðir hafði gam- an af þvi að striða litlu hvítu kisu. Hann hellti niður mjólkinni hennar svo kisumamma .sá ekki til. ..Hvers vegna hellirðu mjólkinni þinni niður. litla hvíta kisa?“ sagði hún. Litla hv:ta kisa and- varpaði. En hún sagði j ekki orð. „Er dottin úr þér tungan?“ spurði kisu- mamma. Litla hvíta kisa fór út að ganga. Á leiðinni hitti hún flugu. „Vildirðu ekki. að þú gætir flogið?“, saeði flugan til að stríða henni. Litla hv'ta kisa and- varpaði. En hún sagði ekki orð. Hænan sá litlu hvítu kisu: „Vildirðu ekki, að þú gætir verpt eggjum?“ sagði hænan til að stríða kisu. Litla hvíta kisa skaut upp kryppu og hvæsti. En hún sagði elíki orð. kýrin til að stríða litlu hvítu kisu. En litla hvíta kisa sagði ekki orð. Kindjn var við Kýrin var að b:ta gras. ’ inguna að . stanga. „Vildir þú ekki. að þú j ir þú ekki hafa gætir mjólkað?“, sagði sagði kindin til að givð- „Vild- ull?“ stríða Drengjamet í sleggjukasti, Þórhdllur sigraði Skafta Drengjameistaramóti Reykja- víkur lauk ó Melavellinum síð- astliðið miðvikudagskvöld. — Keppendur voru mun færri seinni daginn og rnikil deyfð yfir mótinu. Veðrið átti mikinn þátt í deyfðinni, kuldinn og vindurinn settu sinn svip á allt. Hinn bráðefnilegi Jón ö. Þor- móðsson iR setti drengjamét í sleggjukasti, hann kastaði 46,79 sem er ágætt afrek. Enginn vafi er á að Jón á eftir að ná langt í íþróttum. Jón er mjög „takt- iskur“ og gætu margir tekið hann sér til fyrirmyndar og notað leiknina meira en kraft- ana. 200 m hlaupsins var beðið með mikilli eftirvæntingu, því flestir bjuggust við harðri . keppni milli Skafta Þorgríms- • Þjóðverjinn Riebensahm stökk nýlega 2.10 í hástökki og er það vesturþýzkt,.met. « • Pólverjinn Sosgornik setti nýlega landsmet í kúluvarpi 18,49. Gamla metið átti hann sjálfur og var það 4 cm styttra. utaíi ur sonar og Þórhalls Sigtryggsson- ar. Þeir kappar Skafti og Þór- hallur létu menn ekki verða fyrir vonbrigðum. Þrátt fyrir hið hi-yssingslega veður hlupu þeir mjög skemmtilega. Skafti leiddi hlaupið lengst af, en á síðustu metrunum tókst Þórhalli að rikkja sér frammúr. Þórhall- ur fékk 23,8 en Skafti 23,9, prýð- is tímar fyrir drengi í kulda og mótvindi. Valur Guðmundsson sigraði í 800 og 1500 m hlaupi. Valur hleypur mjög léttilega og er á- reiðanlega á réttri leið. Kjartan Guðjónsson KR er hinn sterki maður í köstunum og á tvímælalaust mikla fram- tíð. Margir fleiri efnilegir piltar kepptu á rnótinu og eiga þeir tvímælalaust eftir að lyfta frjálum íþróttum mikið upp. 200 m hlaup: 1. Þórhallur Sigtryggss. KR 23.8 2. Skafti Þorgríms-on IR 23,9 3. Þorvarður Björnsson KR 25,9 800 m hlaup: 1. Valur Guðmundss. IR 2:07,4 2. Stanley Pálsson KR 2:23,2 200 m grindahlaup: 1. Þórhallur Sigtryggss. KR 28,5 2. Jón ö. Þormóðsson ÍR 28,7 3. Þorvarður Björnsson KR 29,3 100 m boðhlaup: 1. Sveit KR 2. Sveit IR 2.16.4 2.17.4 Spjótkast: 1. Kjartan Guðjónsson KR 48,08 2. Stanley Pálsson KR 23,20 Sleggjukast: 1. Jón ö. Þormóðsson ÍR 46,79 2. Jakob Hafstein IR 23,05 3. Kjartan Guðjónsson KR 22,47 Staúgarstökk: 1. Magnús Jóhannsson IR 3,00 2. Halldór Guðmundss. KR 2,90 3. Jakob Hafstein IR 2,70 Þrístökk: (Fór fram i myrkri).' 1. Gylfi Jónsson Á 11,97 (annað lengsta stökk 11,86) 2. Þorvarður Björnsson KR 11,97 (annað lengsta stökk 11.78) 3. Jón ö. Þormóðsson ÍR 11,85 Breytingar á leikjcniourroSun Vegna veðurofsans á laugar- dag varð að fresta nokkrum leikjum í Haustmótum yngri flokkanna og fara þeir leikir fram sunnudáginn 8. október á sömu völlum og á sama tíma og átti að vera á laugardag. Þó er undanskilinn leikur Fram og Víkings í 2. fl. A., sá leikur fer fram á Háskólavellinum sunnu- dagsmorgun 8. okt. og hefst kl. 10.30. Þá fórst leikur I.B.Í. og Fram B. í Bikarkeppninni fyrir, en hann átti að fara fram á Isa- firði s.l. laugardag. Lið Fram komst ekki vestur og er leikur- inn n. k. laugardag á ísafirði og hefst kl. 17.00. Hinn kunni brezki hlaupari Gordon Piric hefur nú sagt skilið við áhugamennskuna og fyrsta hlaupið, sem hann tekur þátt í sem atvinnumaður, fer fram í Barcelona 5. október n. k. Þar tekur hann þátt í 10.000 m hlaupi og verður andstæðing- ur hans Juan Cruz frá Spáni. „Eina ástæðan fyrir því að ég sný mér að atvinnumennsk- unni er sú að sýna fólki fram á hve félagsskapur áhugamanna er kjánalegur i dag“, sagði Gbrdon Piric í viðtali við Daily Mail. Síðasta keppni er Pirie tók þátt í sem áhugamaður var í landskeppni Englands og Sov- étríkjanna og sigraði hann þar í 5000 m hlaupi. Mlnningarkort kirkjubygginga sjóðs Langholtssóknar fást á eft Irtöldum stöðum: Kamb°vegi 31 Goðheimum 3, Álfheimum 55 Efstasundi 69, Langholtsvegi 168 Bókabúð KRON BankastrætL Gordon Pirie ritstjóri: Frímonn Helgqson Laugardagur 23. september 1961 — ÞJÖÐVILJINN — (Q

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.