Þjóðviljinn - 06.10.1961, Blaðsíða 1
i
Hátíöasamkoma vegna hálfr-
ar aldar afmælis Iiáskóla Is-
Iands hefst kl. 1.50 síðd. í dag
í samkomusal skólans við
Hagatorg.
í upphafi samkomunar leik-
ur Sinfóníulsljómsveit íslands
Iláskólamars eftir dr. Pál ís-
ólfsson undir stjórn höfundar,
en usn lcið ganga í salinn,
í lsessari röð, fulltrúar stúd-
enta, háskólakcnnarar, heið-
ursdoktorsefni, fulltrúar er-
lendra háskóla, liáskólaráð og
loks háskólarcktor, Ármann
Snævarr.
Rektor' flýíu'r síöan ræðu og
minnist afmælis háskólans, en
ávörp flytja forseti Islands,
hr. Ásgeir Ásgeirsson, rnennta-
málaráðhcrra, dr. Gylíi Þ.
Gíslason, Geir Ifallgrímsson
borgarstjóri og dr. Richard
Beck prófessor, forseti Þjóð-
ræknisfél. Islendinga í Vest-
urheimi.
Þá vcrður fluttur kaflinn
„Þú eldur, sem brennur við
alvalda stól“ úr Háskólaljóð-
um Þorsteins Gíslasonar, Iag
eftir Pál Isólfsson.
Kveðjur flytja því næst: Dr.
med. Sigurður Sigurðsson land-
læknir, forseti Vísindafélags
Islendinga, Sveinn S. Einars-
son verkfræðingur, varafor-
maður Bandalags háskóla-
manna, Matthías Jóhannessen
ritstjóri, formaður Stúdenta-
félags Reykjavíkur og Hörð-
ur Sigurgestsson stud. oceon.
formaður Stúdcntaráðs Há-
skóla íalands. Svcinn mun f.li.
Bandalags háskólamanna af-
henda háskólarektor fyrsta
cintakið af riti því sem
bandalagið hefur gengizt fyr-
ir að gefið yrði út í tilefni
afmælisins.
Þá verða flutt Háskólaljóð
Davíðs Stefánssonar við tón-
list Páls Isólfssonar, fulltrú-
ar erlendra háskóla flytja
kveðjur, rektor þakkar og að
lokum verður þjóðsöngurinn
fluttur.
Flytjendur tónlistar verða
auk hljómsveitarinnar bland-
aður kór og cinsöngvararnir
Þuríður Pálsdóttir og Árni
Jónsson.
Háskólahátíðin 1961 verður
á morgun, laugardag, um hálf-
um hálfum mánuði fyrr en
venja er. Ilálíðin hefst í sam-
komuhúsinu við Hagatorg á
sama tíma og afmælishátíðin
í dag, klukkan 1.50.
Þarna flytur dr. Sigurður
Nordal prófessor erindi, Guð-
mundur Jónsson óperusöngv-
ari syngur einsöng, rektor lýs-
ir kjöri heiðursdoktora ásamt
deildaforsetum: próf. dr. Þóri
Kr. Þórðarsyni í guðfræðideild,
próf. Kristni Stefánssyni í
Iæknadeild, próf. Ólafi Björns-
syni í laga- og viðskiptadeild
og próf. dr. Majttliíasi Jónas-
syni í heimspekideild. Þá
syngur Kristinn Hallsson ó-
perusöngvari einsöng og loks
ávarpar rektor nýstúdenta og
afhendir þeim háskólaborgara-
bréf.
Þessi mynd var tekin í Háskóla Islands nú í vikunni og sýnir stúdenta í miðhluta læknisfræði hlýða á fyrirlestur prófcssors Krist-
ins Stefánssonar í lyfjafræði. — Fleiri myndir frá Háskólanum eru í opnunni.
Harðar og vaxandi illdeilur innan
Alþýðuflokksins
Mikil og vaxandi ó'ga er inn-
an Alþýðufiokksins vegna stjórn-
arstefnunnar og stöðu þeirrar
sem flokkurinn er kominn í.
Birtist þessi ólga á ýmsum svið-
um: þannig greiddu Alþýðu-
flokksmenn sem aðrir atkvæði
með tafarlausri uppsögn samn-
inga og baráttu fyrir bættum
kjörum á ráðstefnu Alþýðusam-
bandsins; menn muna hvernig
j Óskar Hallgrímsson neitaði að
maeta á fundum verð’agsnefndar
til þess að greiða atkvæði með
j ákvörðunum Gylfa Þ. Gíslasonar:
; og i gær skýrir Alþýðublaðið frá
j því að harðar deiiur hafi verið
á sðasta fundi Alþýðuflokksfé-
lags Reykjavíkur.
Á fundi þessum hafði Jón
Þorsteinsson alþingismaður
framsögu fyrir væntanlegum til-
lögum ríkisstjórnarinnar ’ um
breytingu á skattlagningu fvrir-
tækja. en eins og Þjóðviljinn
hefur áður skýrt frá er ætlunin
að lækka tekjuskatt fvrirtækja
um einn fimmta og veita auðfé-
lögum margvísleg önnur frið-
indi. Átti Jón Þorsteinsson sæti
i nefndinni ásamt Sigurði Ingi-
mundarsyni fyrir Alþýðuflokk-
inn, og voru þeir algerlega sam-
mála ihaldsfulllrúunum um þess,-
stefnu. Alþýðublaðið skýrir hins
vegar svo frá viðbrögðunum á
fundi Alþýðuflokksíélags Reykja-
víkur:
..Er Jón hafði lokið máli sínu
tók Benedikt Griindal alþingis
niaður til máls. Kvaðst hann al.
gerlega andvígur því að farið
yrði i það að Iækka skatta á
fyrirtækjum eins og nú væri á-
statt í efnahags- og- fjármálum.
Sagði Benedikt að ekki væri út-
lit fyrir að ríkið mætti missa
neitt af tekjum sínum en jafnvel
bó svo væri mætti verja þeim
fjármunum betur en á þann hátt
að lækka skatta fyrirtækja.
Baldvin Jónsson talaði næstur.
Gagnrýndi hann ýmis ákvæði
væntanlegs frumvarps, einkum
þó um fyrningarreglur og út-
gáfu fríhlutabréfa. Þá talaði Guð-
jón B. Baldvinsson. Hann benti
m.a. á að tekjuskattar fyrirtækja
væru hærri víða er’.endis en
hér, þ.e. 10—40% af nettótekjum
í stað 25% hér og kvað hann
bví enga ástæðu fyrir ríkið að
lækka tekjuskatt fyrirtækja.“
Þarna hafa auðsjáanlega orð-
ið mjög snarpar deilur. Það er
einnig athyglisvert að Alþýðu-
blaðið skuli skýra opinberlega
frá innanflokksumræðum um
stefnu stjórnarinnar á þennan
hátt; með því er auðsjáanlega
ætlunin að klekkja á Jóni Þor-
steinssyni og Sigurði Ingimund-
arsyni og friða flokksmenn. sem
eru orðnir agndofa yfir fram-
ferði innstu klikunnar í flokkn-
Henri Alleg fer fram á að
fá griðastað í Belgiu
Franski blaðamaðurinn og rit-. á fjölda tungumála (hér heima
höfundurinn Henri Alleg sem í Timariti Máls og menningar).
STOKKHÓLMI 5 10 — Tage Er-
lander, forsætisráðherra Svíþjóð-
ar, sagöi á fundi með blaðamönn-
um í dag að Svíar myndu aldrei
hafna hlutleysisstefnunni í stað-
inn fyrir tollaívilnanir. Illutleysi
Svíþjóðar er ekki samningsatriði,
sagði Erlander.
Erlander og Gunnar Lange
viðskiptamálaráðherra höfðu
kvatt blaðamenn ó sinn fund til
að skýra þeim frá því að sænska I
stjórnin vonaðist til að geta sent
bráðlega tilmæli til Ei'nahags-
bandalags Evrópu um viðræður í
því skyni að kanna möguleika á
tengslum Svíþjóðar við bandalag-
ið og myndu tilmælin send í fé-
lagi við hin tvö hlutlausu aðild-
arríki Fríverzlunarbandalagsins,
Austurríki og Sviss.
Erlander lagði áherzlu á að ef
úr viðræðunum yrði myndi þar
aðeins fjallað um efnahagsmál.
einna fyrstur nianua Ijóstraði
upp um villimannlegar aðfarir
franska hersins og lögreglunnar
í Alsír er nú kominn til Belgíu
og hefur sótt þar um hæli sem
pólitískur flóttamaður.
Alleg strauk úr fangelsinu
Pont Chaillou. skammt frá Renn-
es i Frakklandi, aðfaranótt
mánudagsins og hafði hann sag-
að í sundur járnstengur sem
voru fyrir klefaglugga lians.
Alleg var ritstjóri blaðsins
Alger Republicain í Algeirsborg
fram til órsins 1955. Blaðið var
bannað og í nóvember 1957 var
Alleg handtekinn, Nokkrum dög-
um áður haí'ði vinur hans, stærð-
fræðingurinn Mauriee Audin,
verið tekinn höndum. Báðir urðu
þeir að þola hinar hrottalegustu
misþyrmingar í fangelsirtu og
lifði Audin þær ekki af. Alleg
t'ókst að lauma úr fangelsinu
lýsingu á pyndingunum og var
hún gefin út í bókinni La
Question sem þýdd hefur verið
Enda þótt Alleg væri sekur ura
fh'nn AUeíi
það eiit að vilja sjálfs'æði serk-
nesku þjóðarinnar, þótt sjálfur
sé hann franskur, var hann
dæmdur í fyrra i tíu ára fang-
I elsi.
-
i
3S