Þjóðviljinn - 06.10.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.10.1961, Blaðsíða 4
R Palme Duft, varaformaSur Kommúnistaflokks Breflands: brezku ríkisstjórninni írá ráð- í hinni Hvítu bók um landvarnir sem brezka rík- isstjórnin birti 14. febrúar 1961 er viðurkennt, að land- varnaráætlun þeirra H. Mac- millans o.g Duncans Sandys frá 1957 hafi ekki staðizt, og ekki dregin dul á þau miklu óleystu herstöðulégu vandamál, sem Eretland stendur andspænis. En með birtingu þessarar Hvítu bókar hófst enn nýr á- íangi í umræðunum um land- varnarmál, sem nú snúast öðru fremur um Bretland sem meg- instöðvar vesturveldanna und- ir kjarnorkuvopn til varnar og sóknar og þær hættur, sem stöðvar þessar bjóða heim. I. Forsaga núverandi umræðna um landvarnarmál verður stuttlega rifjuð upp. >— Þótt brezkir vísindamenn væru í hópi hinna fremstu á sviði kjarnorkurannsókna og kæm- ust á árum annarrar heims- styrjaldarinnar manna fyrstir á sporið i leitinni að kjarn- orkusprengjunni, féllst Winston Churchill á að láta Bandaríkja- mönnum eftir allar kjarnorku- rannsóknir og léði þeim meira að segja að auki brezku kjarn- orkuvísindamennina gegn því loforði Roosevelts, að Bretland ætti aðgang að niðurstöðum rannsóknanna til jafns við Bandaríkin. Þegar stjórn Verkamannaflokksins ' undir forsæti Attlees hóf undirbúning að framleiðslu brezkrar kjarn- orkusprengju, var talið. að Bretland ætti greiðan aðgang að v'sindalegri og tæknilegri þekkingu Bandaríkjanna í þess- um efnum. Þá brá svo við. að MacMahon-lögin voru samþykkt á bandaríska þinginu. Með lögum þessum ómerktu Banda- ríkin samkomulagsgerðirnar við bandamenn sína um sam- vinnu í kjarhorkumálum, eins og þau ómerktu svo margar aðrar samkomulagsgerðir sínar frá styrjaldarárunum. Með lög- um þessum var bandarísku rík- isstjórninni meinað að láta uppi- niðurstöður kjarnorku- rannsókna. Stjórn Attlees neyddist þess vegna 1948 til að láta hefja si#íði brekrar kjarn- orkusprengju upp á eigin spýt- ur og allar nauðsynlegar rann- sóknir frá grunni. Um sama leyti var Bretland knúið til að leyfa Bandaríkjunum að koma upp bækistöðvum fyrir sprengiflugvélar, sem ætlað væri að varpa kjarnorku- sprengjum (með hótunum um að stöðva Marshall-framlögin til Bretlands, ef ekki yrði. orð- ið við óskum þeirra). Fymsta brezka kj arnorku- sprengjan var reynd 1952. þremur árum s'ðar en fyrsta kjarnorkusprengja Ráðstjórn- arríkjanna. En þá þegar var hafinn nýr kapítuli í smíði kjarncrkuvopna. Bandaríkin sprengdu í fyrsta sinn kjarn- orkusprengju á jörðu niðri í Eniwetok 1952. Ráðstjórnarrík- in létu sprengja fyrstu vetnis- sprengjuna 1953. Þá tóku ráð- stjórnarríkin forystuná, og eft- ir að kveða tók að eldflaugun- um hefur forskot þeirra auk- izt. Brezka ríkisstjórnin lagði ekki árar í bát, heldur lýsti yfir að ^m'ðuð yrði brezk vetn- issprensja. Nokkurra ára bið varð þó á, að Bretland kæmi sér upp vetnisrprengju. Á þessu árabili var bað hlutur Bret- lands.í hernaðarsamstarfi vest- urveldanna að leggia til land undir bækistöðvar fyrir banda- riskar sprengiflugvélar í fyrstu og síðan land undir eldflauga- stöðvar. II. . Hernaðarleg staða Bretlands kom 1956 svo glögglega í Ijós, að ekki varð um hana villzt. Brezkir og franskir heims- valdasinnar stofnuðu þá með tilstuðningi ísraelskra leppa sinna til árásar á Egyptaland. Að vettugi virtu þeir samþykkt Sameinuðu þjóðanna 2. nóvem- ber um stöðvun árásarinnar. Innrásinni var haldið áfram. eins og ekkert hefði í skorizt. En að kvöldi 5. nóvember barst stjórninni crðsending, sem í daglegu tali er kölluð ,,eld- flaugaorðsendingin“. í orðsend- ingu bessari var brezka rikis- stjórnin vöruð við að halda á- fram árásinni og hún beðin að hugleiða, hver viðbrögð hennar yrðu, ef ríki. Bretlandi máttugra, réðist á það með eld- flaug.avopnum. Brezka ríkis- stjórnin kom þegar saman á fund, sem stóð fram undir morgun, en þá voru innrásar- herirnir dregnir til baka. Brezki forsætisráðherrann, Anthony Eden, baðst lausnar, en við tók Harold Macmillan. Eftir Súez-ófarirnar hófst br.ezka, ríkisstjórnin handa um sámningu nýrrar áætlunar um landvarnir, sem síðar var kennd við þá Harold Macmill- an ag Duncan Sandys, sem skipaður var landvarnarmála- ráðherra í janúar 1957. (En eitt fyrsta verk D. Sandys sem land- varnarmálaráðherra var að halda til Washington til samn- ingagerðar um uppsetningu eldflaugastöðva í Bretlandi.) í apríl 1957 birti brezka rikis- stjórnin Hvíta bók um land- varnaráætlun sína, sem bar heitið „Landvarnir, drög að framtíðarstefnu“. f þessari Hvítu bók kom fram það meg- insjónarmið, að ..þörf væri nýrra viðho.rfa, i fyrsta lagi R. Palme Dutt sakir byltingarinnar í her- tækni af völdum vetnissprengj- unnar og eldflauganna og í öðru lagi vegna árlega vax- andi herútgjalda“, eins og landvarnarmálum var þá fyrir komið. í hvítu bókinni var ekki dregin fjöður yfir þá stöðu Bretlands, sem varð lýðum Ijós í Súez-deilunni, að land- iði var án varnar gegn árás með kjarnorkuvopnum. ,,Það verður að viðurkenna hrein- skilnislega, að engin tök eru, eins og stendur, að sjá íbúum þessa lands fyrir nægilegum vörnum gegn afleiðingum árásar með kjarnorkuvopnum“. Sú ályktun var að lokum dreg- in, að stefna bæri að því að geta „endurgoldið" árás með kjarnorkuvopnum í sömu mynt Framhald á 10. síðu. HIN VILLTA ÆSKA ROMABORGAR Elsa Martinelli ogr Jean-Claude Brialy í „Villt nótt“. Tilgángsleysi tilverunnar er nú á tímum mjög algengt efni kvikmynda í löndum þar sem auðvaldsskipulag er ríkjandi. Þetta efni er nærri sjálfkjörið, það hlýtur að knýja á þegar daglegt vandamál yfirgnæf- andi fjölda fólks er að hafa ekkert að lifa fyrir, vonast ekki eftir neinu og líta ekki til framtíðarinnar með eftir- væntingu. — Þetta lagast með tímanum er setning sem oft er sögð og þýðir að í raun og veru sé manni skítsama um allt, Kvikmyndastjórinn Mauro Bolognini reynir í nýrri ít- alskri mynd, „Villt nótt“ („La notte brava“) að túlka þetta vandamál á listrænan hátt. Aðalpersónur hans eru þrír ungir menn og við fáum að fvlgjast með því sem gerist í lífi þeirra á tólf tímum í Rómaborg. Enginn þeirra á sér neina hugsión en hjá þeim skiptist á ákíif svartsýni á til- vemna og eðilegt lífsfjör. Þeir viðurkenna enear viðteknar ven.iur. hika ekki við að stela og samband beirra við konur er einkennilega snubbótt og ástr;ðulaust. Þeir drekka, drabba og sofa hiá kvenfólki án nokkurrar eiginlegrar á- næ“iu eða löneunar. Þeir eru haldnir bínum illkynjaða sjúk- drm samtíðarinnar — kæru- leysinu. Það er bví ekki ómerkilegt efni sem Boloenini hefur val- ið sér. Samt sem áður vekur nokkra fnrðu að kvikmyndin er bygEð á nnkkrum smásögum som marxíski rithöfundurinn Pasniini skrifaði fvrir nokkr- nm árum um verklýðsstéttina í úthoreum Rómar. Bolognini er hins vegar ekki úr röðum vinstrisinnaðra kvikmynda- S m stjóra, hann er að vísu list- 5 rænn og fer sínar eigin leiðir, : en sættir sig fullkomlega við ; ástandið eins og það er. Þessi ! andstæða milli höfundar og : leikstjóra hefði getað skaðað ■ myndina en gerir það ekki. S Það má segja að Bolognini : m hafi haft öll tromp á hendi ; sér til að fá góða mynd úr : þessu. Hvorki meira né minna : en átta af beztu yngri leikur- j unum í Frakklandi og ítalíu : leika í myndinni. Þekktastqr j er sjálfsagt Jean-Claude Brialy ; ■ sem getið hefur ser mikla S frægð fyrir leik sinn í frönsk- : ■ um mvndum sem kenndar eru ■ við „nýju öldina". Þá koma S einnig frá Frakklandi Mylene ■: Demongeot og Laurent Ter- S zieff. Af ítölsku leikurunum er :• Elsa Martinelli frægust. Hinir j eru Anna Maria Ferrero, Ros- j ana Schiaffino, Antonella : ■ Lualdi og Franco Interlenghi !; sem öll hafa leikið í beztu ít- [; ölsku kvikmyndunum sem j’ gerðar hafa verið á síðustu j árum. ■ < ■ • Því miður fáum við víst að ;; bíða þess í nokkur ár að sjá j| þessa mynd nema kvikmynda- :; húsin fari að taka sig á og j; koma með nýrri myndir en S li E þeirra er venja. !■■■■■■■■■■■■■■■■■» — ÞJOÐVILJINN — Föstudagur 6. október 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.