Þjóðviljinn - 06.10.1961, Síða 3
Stórgiœsiieg ný bóka- og rii-ú
fangabúð MM opnuð í dag
Bókabuö Máls ög menninggr, sem hefur í 8 ár veriö á
Skólavöröustíg 21 flytur nú aöalstcðvax sínar í nýia
byggingu á Laugavegi 18, Hin nýja verzlun fær rúm'TÓÖ
og glæsileg húsakynni á tveim hæðum og skapast því
möguleikar til aö hafa á boðstólum miklu fjölbreyttara
úrval en áður af bókum og ritföngum og bæta viö nýjum
vörudeildum.
Þannig komst Kristinn E.
Andrésson að orði í gær, er
gestum var boðið að skoða
bina ný.iu verzlun. Kristinn iýsti
í ræðu sinni hinum vistlegu
húsakynnum og sagði .jafn-
framt frá nýjustu útgáfubókum
Máls og menningar. Fara kaflar
úr ræðu Kristins hér á eftir:
Margir lagt li ind að verki
Laugavegur 18, eða Vegamót,
er reisuíegt sex hæða hús og
verður að því mikil prýði við
aðalgötu bæjarins. Innréfting
verzlunarinnar á neðstu hæðun-
um er svipmikil og stílhrein. en
af efstu hæðum fegursta útsýni
yfir bcrgina og umhverfi henn-
ar. Margir snilldarmenn. hver í
sinni grein, bafa lagt hönd að
þéssari byggingu og innréttingu
búðarinnar. Ber þar fyrstan að
nefna arkitektinn Sigvaida
Tho.rdarson, einnig Þorvald
Kristmundsson arkitekt, Jóhann-
es Guðmundsson verkfræðing
á verkfræðistofu Sigurðar
Thorcddsen o.g yfirsmið hússins.
Hallgeir Eh'asson. Múrarameist-
ari var Hjálmar Sveinbjörnsson
og pipulagningameistari Ásgeir
Egilsscn. Sigvaldi hefur teiknað
innréttingar búðarinnar. en bús-
gágnavinnustcfa Helga Einars-
sonar annazt alla trésm'ði, gert
hillur, skápa og borð. Járnsmíði
er eftir ívar Jónsson. nema
járnsmíðaverkstæði Sveinb.iarnar
Pálssonar hefur gert handrið og
skvggni, Kafmagnsteiknari er
‘Ólafur Gíslason raffræðingur og
rafvírki Harald Guðrmmdssoob-
Hurðirnar hefur Húsnrjtði smið-
að, en lampa eða ijósaumbúnað
hafa Stálumbúðir gert. Hefur
hver og einn leyst verk sitt
prýðilega af hendi os samvinna
við alla verið með ágætum, en
framkvæmdastjóri verksins, eft-
ir að bað fór að verða marg-
þætt, hefur Guðmundur Hjartar-
son verið.
Margar deildir
í þessum nýju húsakynnum
eru öll skilyrði til að Bókabúð
Máls og menningar geti aukið og
bætt starfsemi sína.
íslenzkar bækur skipa fyrir-
rúm á- néðri hheð‘’'óg fíífalng’'á-
dei'ldiri Verðtír‘stófiégn atlkih. Á'
efri hæð verður sérstök liý deild
fyrir erlendar bækur sem við
gerum okkur góðar vonir um.
Þá er í undirbúningi að stofna
listmunadeild, og hljómplötu-
deild bætist einnig við og er kom-
inn v’sir að henni. Þá verður
sérstök tímarita- blaða- og smá-
vörusala fremst í búðinni, með
afgreiðslu beint út að Laugavegi.
og fæst vonandi leyfi til að
hafa hana onna lengur en sjá’fa
verz’unina. Afgreiðsla félagsbóka
Máls og menningar ílyzt einnig
á Laugaveg 18. en jafnframt
skal þess ge‘ið að bókabúð fé-
lagsins á Skó’avörðustíg 21 held-
ur áfram fyrst um sinn.
Nýir starfskraftar
Til að sjá um hinn marghátt-
aða aukna rekstur sem fylgir
hinni stórbættu aðstöðu hafa
verið ráðnir margir nýir starfs-
þessir helztir: Verzlunarstjóri
verður Óskar Þ. Þorgeirsson
deildarstjóri íslenzku bókadeild-
arinnar Adda Magnúsdóttir sem
í mörg ár hefur unnið : búð fé-
lagsins að Skólavörðustíg 21.
deildarstjóri erlendu bókadeild-
arinnar Þorleifur Hauksson os
fiármálalegur framkvæmdastjóri
búðarinnar og félagsins í heild
Björn Svanbergsson. Einn aðal-
starfskraítur félagsins framvegis
eins og hingað til verður Einar
Andrésson. Allt er þetta fólk vel
verki farið og með brennandi
áhuga á málum fé’.agsins og
framgangi verzlunarinnar. og
bindur félagið miklar vonir við
störf þess.
Hinsvegar tekur okkur sárt að
við misstum frá verzluninni Jón-
as Eggertsson verzlurtarstjóra,
l?r nmli rt f K cinn
Samtímis því að bókabúðin er
opnuð koma á markaðinn nokkr-
ar nýjar bækur frá Heimskringlu
og Máli og menningu:
ÞINGVELLIR
Hitgerð um sögu Þingvalla eft-
ir Björn Þorsteinsson. Myndir
eftir Þorstein Jósepsson og fleiri.
Bók þessi kom út á þrem er-
lendum tungumálum sl. vor, en í
íslenzku utgáfunni er texti Björns
Þorsteinssonar allmiklu fyllri. Is-
lenzka útgáfan er aðeins gerð
handa félagsmönnum Máls og
menningar.
Skúli Guðjónsson: BRÉF ÚR
Gestir skoða hina glæsilegu verzlun. Það er Þórbergur Þórðarson sem er að koma upp stigann, en
Halldór K. Laxness er á tali við Ösvald Knudsen, málarameistara. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.) —
MYUKRI. Káputeikning: Gísli B..
Björnsson.
Skúli Guðjónsson bóndi á Ljót—
unnarstöðum er löngu þjóðkunn-
ur maður fyrir skrif sín í blöð’
og tímarit. Bók þessa skrifaði
hann 1955, en þá hafði hann
verið blindur í níu ár. Hún lýs-
ir því hvernig honum tókst að
aðlagast heiminum eftir að hann
varð blindur, hvernig hann-
reyndi ,,að læra á lífið að nýju“,
aðferðum hans við búskapinn, af-
stöðu hans til sjáandi fólks og
viðureign hans við „heiniinn ut-
an við heiminn", eins og hanny
kveður sjálfur að orði.
Líney Jóhannesdóttir: ÆÐAR-
VARPIÐ.
Leikrit handa börnum með
myndum eftir Barböru Árnason.
Hér leggia saman tvær lista-
konur í góða og fagra bók. Líney
hefur sýnt skáldlega hæfileika
í smásögum og í ljóðum sem eft-
ir hana hafa birzt og Barbara er
þjóðkunn fyrir hinar snilldarlegrr
teikningar -sínar og bókaskreyt-
ingar. Sérstaklega vel tekst Lín-
eyju Jóhannesdóttur að lýsa ís-
lenzkri náttúru og dýralífi og’
beirra kosta nýtur Æðarvarpið.
Leik.ritið var flutt í barnatíma
útvarpsins og síðan valið til þýð-
ingar og sent útvarpsstöðvum
Norðurlnnda til flutnings þar.
Brvniólfur Biarnason: VIT-
UND OG VERHND.
Þettn er brið.ia heimspekirit
Bryniólfs, „fjórar ritgerðir um ó-
h’k efni, en þó tengdar samait
af einu prundvanarsjónarmiði".
Ritfferðirnar nefnast: Um efa-
hyggiu, Tilvi.líim — lögmál — til-
gangur, Þjcðfélagslögmál og sið-
cæli. Um fegurð. — „Það sem er
rameisinlegt með beim felst líka
nð nokkru leyti í nafni ritsins“,
segir höfundur í formála. „Hver
vneð sínum hæiti víkia þær að
mma meginviðfangsefninu: sam-
bandi vitundar og blutveruleika“.
— Um sum bau viðfangsefni serrr
ritverðirnar fjalla um hefur höf-
tmdvr flutt erindi við erlenda
hásV-'-Ja og akademíur. Fyrsta rit
hans. Forn o.g ný vanda.m.41, hef-
ur einnie hirzt á erlendum tung-
um og vakið athvglj.
V. T Tenín: HEIMSVALDA-
«?fri7F'\i\N. Eyjólfur R. Árnasort
hvddi.
j þnceit ritj cn„n vnt' Snmið
191 o, pri fvrr en rússneska bylt-
inPin hófst. bre^ður L-enín upp
haildprmvmd -af beimsbúskap.
nnPvpt^Rjnq; lvsir bví hvernig .
tiÁrmaiakúðvHÍÍrfið bébúr net 'sitt •
nm viða veröld ca bróast í al-
rort einokunarkerfi fárra stór-
velda.
Sjötugssfmæii
Þorbjörn Guðjónsson, Kirkju-
bæ Vestmannaeyjum, er 70 ára
í dag. Verður afmælisins minnzt
nánar hér í blaðinu síðar.
HAPPDRÆTTI
Á þriðjudag verður dregið í 10. ílokki.
1.250 vinningar að íjárhæð 2.410.000 krónur.
10. flokkur
1 á 200.000 kr 200.000 kr.
1 á 100.000 kr 100.000 kr.
36 á 10.000 kr 360.000 kr.
130 á 5.000 kr 650.000 kr.
1.080 á 1.000 kr 1.080.000 kr.
Aukavinningar:
2 á 10.000 kr 20.000 kr.
Á morgun er næst seinasti endurnýjunardagur.
1.250
8.410.000 kr.
Föstudagur 6. október 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (2