Þjóðviljinn - 08.10.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.10.1961, Blaðsíða 12
85 vantar í 186 við barnaskóla Samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið hjá skrifstofu fræðslumálastjóra hafa alls 186 skólastjóra- og kennarastöður við barnaskóla landsins verið auglýst- ar í sumar, en skipað hefur verið í 30 þeirra og sett í 81 stöðu. Umsóknir hafa hinsvegar borizt um allar 86 skólastjóra- og kennarastöðurnar sem auglýstar voru lausar við gagnfræða-, húsmæðra- og iðnskólana. Sunnudagur 8. október 1961 — 26. árgangur — 230. tölublað Reykjavíkurbær fær H.l stórum aukíð 1 1' Við barnaskólana voru auglýst- ar í sumar 32 skólastjórastöður og um 130 kennarastöður við lasta skóla, en 24 kennarastöður við íarskóla. Skipaðir hafa verið 2 skóla- Stjórar og 28 kennarar. 10 skóla- jstjórar sem störfuðu sl. ár hafa verið settir aftur í stöður sínar, 16 skólastjórar hafa verið settir í stöður sem þeir hafa ekki gegnt áður og 65 kennarar við lasta barnaskóla, bæði heima- göngu- og heimavistarskóla. 28 réttindalausir Af þeim sk.ólastjórum, sem settir *hafa verið, eru þrír rétt- Indalausir og af kennurum 25, samtals 28. Hinir réttindalausu eru aldrei skipaðir í stöður. Umsóknai'frestur hefur verið framlengdur í mörgum tilfellum. iEnn er ekki útrunninn umsóknar- WASHINGTON 7 10 — Fréttarit- ari NEW YORK TIMES í Wash- iugton segir í skeyti þaðan að enginn árangur hafi orðið af viðræðum þeirra Kennedys for- seta og Gromikos utanríkisráð- herra um Þýzkaland og Laos í gær. í fréttinni er sagt að þeir hafi skipzt á skoðunum og sagt hrein- skilnislega álit sitt á málun- um, en eftir viðræðurnar séu <engu meiri líkur en áður á því frestur um 19 farkennarastöður og nýlega er útrunninn auglýs- ingafrestur um margar stöður. Mörg bréf eru í umferð. Það er því ekki hægt að segja nú hve margar kennara vantar, það sést ekki fyrr en kemur fram í þennan mánuð. Vitað er þó um nokkra staði, sem vatnar enn- þá mjög tilfinnanlega kennara, t.d. ísafjörð, Sandgerði og Vest- mannaeyjar. 28 af 45 ti) kennarastarfa Á s.l. vori luku 45 kennarar almennu kennaraprófi við Kenn- araskóla Islands. 28 þeirra hafa ráðizt til kennarastarfa ,en 7 eru í framhaldsnámi og 10 stunda önnur störf. Þá hafa og verið settir í stöðu nokkrir handá- j vinnu- og íþróttakennarar, sem luku pi'ófi sl. vor. Frá 1. okt. haía borizt meðmæli með kenn- urum í allmargar kennarastöður að samkomulag geti tekizt um lausn þeirra. Að sögn blaðsins er árangurinn af fundinum sama og enginn varðandi þýzka vandamálið. Blaðið telur þó örlitla vonar- glætu fólgna í því að Gromiko hafi látið í það skina að sovét- stjórnin gæti hugsað sér að fram- lengja frestinn fyrir friðarsamn- ingum við Austur-Þýzkaland fram yfir áramót, ef horfur væru á að samningaviðræður gætu hafizt hið bráðasta. embœtti landsins og eru þau mál í afgreiðslu. Gagnfræða-, húsmæðra- og iðnskólar Auglýstar voru um 70 kenn- arastöður við gagnfræðaskóla og 3 skólastjórastöður, 10 kennara- stöður við húsmæðraskóla og ein skólastjórastaða og 1 kennara- staða og 1 skólastjórastaða við iðnskóla. Umsóknir hafa borizt um allar þessar stöður og hafa viðkomandi ráðuneyti þegar sett í flestar stöðurnar, en örfáar bíða enn afgreiðslu. Um helming- ur þeirra sem þegar hafa verið settir við. skóla gagnfræðastigs- ins, hafa full réttindi. Komin er í bókaverzlanir Saga Iiáskóla Islands eftir dr. Guðna Jónsson, prófessor, en út- gefandi er Háskóli íslands. Er bókin, að því er höf. segir í for- mála, samin samkvæmt tilmæl- um háskólarektors, og þá í til- efni hálfrar aldar afmælis há- skólans. Bókin er rúmlega 300 bls. að stærð. Er í upphafi hennar. í kafia, er nefnist Stefmt að há- skóla, rakin forsaga háskóla- stofnunar allt frá skólamálarit- gerð Baldvins Einarssonar. Síð- an segir frá stofnun háskólans 1911 og _bví næst rakin starfsemi háskólans fyrstu þrjá áratugina. Nefnist sá kafli Við kröpp kjiir, en allan þann tíma var háskól- inn til húsa í Alþingishúsinu og heldur laklega að honum búið. Þá er gerð grein fyrir háskóla- lögum, stjórn háskólans, deildum og kennurum. embættisveiting- um, háskólaháttum og stúdent- um, íþróttamálum o.s.írv. Síðan er sérstakur kafli helgaður Eins og frá var sagt hér í blaðinu í gær skýrði Geir Hall- grímsson borgarstjóri frá því í ávarpi sínu, er hann flutti á há- skólahát'ðinni í fyrradag, að bæjarráð hefði samþykkt fyrir- heit til Háskóla íslands um lóðir sunnan núverandi háskólalóðar. Samþykkt þessi var gerð á fundi bæjarráðs 6. þ.m. og segir svo m.a. í bréfi því. er bæjarráð sendi Háskóla íslands um málið: ..Til þess að greiða fyrir því hverri deild háskólans, þá um aðrar stöfnanir háskólans, bóka- safn. orðabók, rannsóknarstofur, atvinnudeild o.s.frv. Loks er fjallað um sjóði háskólans, fé- lagsmál stúdenta, samstarf há- skóians við umheiminn og síð- ast ýtarleg og næsta gagnleg nafnaskrá. Bókina prýðir fjöldi mynda. bæði af áhrifamönnum í málum háskóians og stofnunum háskól- ans. Prentun hefur annazt Prent- smiðja Jóns Heigasonar og er frágangur hinn vandaðasti. VÍNARBORG 7/10 — Sovét- ríkin og Indland hafa gert með sér samning um samvinnu á sviði kjarnorkurannsókna. Eitt af ákvæðum samningsins segir að Sovétríkin skuli sjá Indverj- um fyrir tækniaðstoð ef svo fari að þeir geti ekki fullnægt úran'umþörf sinni með þeim að- ferðum sem nú eru no.taðar. að efla megi starfsemi Háskóla íslands í nánum tengslum við aðalstöðvar stofnunarinnar, sam- þykkir bæjarráð Reykjavíkur: 1. Að fá Háskólanum til fullra umráða svæðið frá núverandi mörkum háskólalóðar, suðúr að íbúðarhverfi prófessoranna, .jsbr. bréf borgarstjóra, dags. 21. febr. 1936. stærð um 1 ha. 2. Að ráðstafa ekki til ann- arra án sambykkis stjórnar.valda Háskólans; i ú"; a. Svæðinu vestön Suðurgötu. frá Hringbraut suður að Hjall- haga og meðfram honum að Dunhaga, um '4.6 ha. Er bó tek- ið fram, að miög er óráðið, hvort og hvenær talið verður unnt að leggja niður 'bróttavöllinn, a.m. k. knattspyrnuvöllinn þar, ca. l, 6 ha. b. Svæðið fyrir austan Suöur- götu. frá Oddagötu og Aragötu.: suður undir mörk Skildinganess, ca. 3,4 ha. c. Svæði fvrir austan háskóla- lóðina og Oddagötu, er verði nánar ákveðið innan skamms,.og hið fyrsta gengið úr skugga um, hvernig það megi nytja fyrir Háskólann. 3. Að gefa fyrirheit um Jóð undir læknadeild með nauðsyn- legum rannsóknarstofum sunn- an Hringbrautar, gegnt Lands- spítalanum, ef hagkvæmt þykir að reisá stofnunina þar“. Síðar í bréfinu segir að Há- skóla íslands sé hér með form- lega afhent svæðið, sem greint er í fyrsta lið, en um afhendingu hinna svæðanna verði farið eftir nánari ákvörðun síðar eftir þörf- um Háskólans og þá ákveðið um skilmá’a. Þarf að takas sum þess- ara svæða úr höndum núyerandi eigenda áður en hæst er að ráð- stafa þeim til Háskólgns. . Árangur sagður enginn á tmilmm I Washincffon Saga Háskóla Islands eftir dr. Guðna Jónsson komin út að kvnnosf afstöðu Þriðja ríkisins til vísinda Einn merkasti gesturinn sem hér er staddur í tilefni af hálfrar aldar aímæli Háskóla Islands er Stanislaw Turski, rektor háskólans í Varsjá, Uniwersytet Warzawski. Stanislaw Turski er 56 ára að aldri og prófessor í stærð- fræði við háskóla sinn. Hann stundaði nám í heimalandi sínu, Frakklandi og Þýzka- landi en var síðan skipaður dósent við háskólann í Kraká. Eftir að þýzku nazistarnir undirokuðu Pólland varTurski handtekinn, eins og flestir pólskir menntamenn. Aðferð- in við handtöku menntamanna í Kráká var sú að boðaður var fyrirlestur í háskólanum um „afstöðu þriðja ríkisins til vísinda“. Voru þar saman komnir 700—800 manns, en •síðan gekk SS-foringi í salinn og flutti fyrirlesturinn sem hljóðaði svo: „Þið eruð allir fangar“. Nazistar héldu Turski í fangabúðum í hálft fjórða ár, lengst í Sachsen- hausen og Dachau, en að lok- um tókst honum að flýja úr haldi. Fór hann huldu höfði til stríðsloka og tók mikinn þátt í frelsisbaráttu þjóðar sinnar. Eftir stríð var Stanislaw Turski skipaður pröfessor við háskólann í Varsjá og hefur hann nú verið rektor þar um langt skeið. Auk vísindastarfa hefur hann haft mikil áhrif á stjórn æðri kennslumála í landi sínu, en á því sviði hafa . sem kunnugt er orðið alger umskipti eítir strið. Hann hef- ur einnig haft afskipti a£ al- mennum þjóðmálum og var um skeið þingmaður; nýlega sat hann ráðstefnú sem hald- in var í Rómaborg um af- vopnunarmál, Þýzkalandsmál og skipulag Sam. þjóðanna, og voru þar mættir heims- kunnir stjórnmálamenn og menntamenn frá austri og vestri. Sérgrein Stanislaws Turski á sviði stærðfræðinnar er gerði rafendavéla og stærð- fræðivandamál sem tengd eru þeim. Standa Pólverjar mjög framarlega í þeirri grein og eru nú m. a. að byggja verk- smiðju til fjöldaframleiðslu á slíkum vörum. Nýtur Turski prófessor mikillar virðingar fyrir vísindaafrek sín , einnig utan heimalandsins; héðan fer hann á morgun til Brussel, þar sem honum hefur verið boðið að flytja háskólafyrir- lestra; siðar í vetur fer hann til Bandaríkjanna þar sem hann mun flytja fyrirlestra við átta háskóla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.