Þjóðviljinn - 25.10.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1961, Blaðsíða 7
SÍBERÍUFÖR - NlUNDA GREIN Eftir Ártra Bergnrann MANNVIRKI í JÖMFRÍIRSKÓGI Þessi mynd var tekin í Bratske einhverntíma síðastliðinn vetur, en nú er stíflan auðvitað komin miklu lengra aleiðis. Þegar við stigum af skipi í Bratsk, blasti við forgamalt þorp og ekkert benti til þess, að hér í grennd væri verið að reisa mestu rafstöð landsins. Þetta þorp hét áður Pjanovo eða Brennivínsstaðir. Þegar kaupmenn sigldu upp Jenesei og Angöru til írkútsk hér áður fyrr, þurftu þeir að yfirstíga margar flúðir og smáfossa fyr- ir neðan Bratsk. En þaðan var frí sigling alla leið uppeftir, og því var slegið upp veizlu eftir erfiða ferð. Af þessum á- stæðum var þorpinu gefið svo sérkennilegt nafn. En ekki höfðum við ekið lengi, þegar við komum að miklu opnu svæði, þar sem foú- ið var að höggva allan skóg. Þetta var botn hins nýja hafs, sem myndast fyrir ofan stíflu rafstöðvarinnar. Það verður ekkert smáræðis haf. Það verð- ur 400 kílómetra langt og allt að 50 kílómetra breitt. Þar sem við ókum skal verða breiður flói til skemmtisiglinga. Og þaðan var ekki langt til foorgarinnar Bratsk, sam hefur sprottið upp úr jörðinni á sex árum undir háum, þungum krónum skógar Mið-Síberíu. Það þýtur jafnan í þeim skógi eins og á fyrri öld, þegar Korolenko skrifaði sögur sínar. Þessi þytur lætur vel í eyrum, bæði þegar þú sofn- ar uppi á kvisti á björtu kvöldi og gengur þig út fyrir hlið á ferskum morgni. En skammt frá heyrðist annar þytur, önnur músík, ekki lauf- músík heldur stálmúsík Undur veraldar Ég hef aldrei séð jafnstór- brotin mannvirki og í Bratsk. Við tuttugustualdarmenn höfum mörg tækifæri til að dóst að því, hve manninum hefur tek- izt að gera náttúruna sér und- irgefna. Mætti ég nefna tvö ágæt dæmi: við rökum okkur með rakvél á morgnana og för- um í sjálfstífaða skyrtu. En andspænis miklum mannvirkj- um eins og stíflunni við Bratsk verður maðurinn alltíeinu ein- hvernveginn tómur hið innra með sér; það er eins og mann- virkið togi úr þér sálina. Og þegar þú kemur til sjálfs þín aft- ur, ertu dálítið skrítinn í koll- inum og valsandi í fasi, en sömuleiðis töluvert ánægður með mennina og sjálfan þig. Árið 1954 var hér ósnortinn skógur, jómfrúrskógur eins og rússar segja. Sérfræðingar höfðu snemma mætur á þessum stað til rafvirkjunar, því hér er stórfljótið Angara hvað mióst, og hér rennur það milli <$>. hárra kletta úr sérstaklega hörðu bergi. En það liðu ór og dagar áður en hægt var að hef j- ast handa. Árið 1954 var hér ekkert nema jómfrúrskógur, harðir klettar og ályktun ríkis- stjórnarinnar um iðnþróun Austur-Síberíu. Á þessu ári komu fyrstu landnemarnir. Þeir mældu, gerðu uppdrætti og áætlanir, blésu í kaun, bjuggu í tjöld- um. Það komu verkamenn og hófust handa um að ausa tug- þúsundum tonna af jarðvegi fram af klettunum — það þurfti að leggja vegi að stíflustaðnum. Síðan var ráðizt ó. sjálft fljótið. Þúsundir vörubíla streymdu nótt og dag að Angöru og steyptu grjóti og stórum, stein- steyptum þríhyrningum í froðu- fellandi vatn hennar. í júní- mánuði 1959 var fljótið sigrað, það varð að láta sér lynda að smjúga gegnum víðar pípur í stífluundirstöðunni. Rithöf- undurinn Polevoj, þekktur Is- iandsvinur, bað að hafa sig af- sakaðan: hann gat ekki verið í Moskvu 17. júní, vildi ekki missa af þessum stórviðburðum austur í Bratsk. Stíflan verður 5,4 kilómetrar á lengd, miðhlutinn — yfir ár- farveginum — vitanlega stein- steyptur. Hún verður 126 metr- ar á hæð, 100 metrar á þykkt neðst og 25 metrar efst. Þetta eru þurrar tölur, en þær geyma mjög merkilegan kafla úr ævi- sögu hundruð verkfræðinga og fjörutíu þúsund byggingar- verkamanna. Þegar ég kom til Bratsk í júní var verkið tæp- lega hálfnað. I stífluna þarf fimm milljónir kúbómetra af steinsteypu og það var búið að leggja niður rúmar tvær millj. Það var mikið um að vera í þessu plássi. Allsstaðar voru langar lestir af vörubílum. Kranar stóðu vörð um fyrstu steiníbúðarhúsin. Á breiðu svæði risu langir cg háir vegg- ir: þetta var -stór steypustöð í smíðum og framleiðslan var þegar hafin þar inni þótt enn vantaði bakið yfir. Það lá mik- ið á. Þó var þetta allt barna- leikur hjá stíflusvæðinu siálfu. Þar sátu margir menn niðri í djúpum holum og tóku á móti þungum hlutum. Þeir voru að búa í haginn fyrir túrbínurnai-. Á stíflunni stóðu kranar og tóku við steyou og helltu henni sína leið. Yfir öllu saman var mikil níutíu metra há stálgrind, bakka á milli. Og á þeirri grind voru 54 metra háir kranar sem lyftú 22 tonnum. Það voru sann- arlega kranar, sem hver ærlegur maður eat tekið ofan fyrir. Uppi á þessari grind, undir þes-sum krönum, stóðum við í sólskini og horfðum yfir alla þá skemmtil.egu ringulreið, sem fylgir byggingarframkvæmdum. Það var enginn vafi á því, að hér var eitt af undrum veraidar að gerast. Það þarf mikið til að undur gerist. Ég hef áður getið um það, hve stíflan verður há, og hve hafið fyrir ofan hana \>erð- ur stórt. En ég hef ekki minnzt á það, að nú vinna tuttugu þúsund verkamenn að því að hreinsa burt skóginn af því svæði, sem hafið mun leggja Þafl cr verið að loka Angöru í júní 1959. Bílalestir flytja grjót í stíflugarðinn. HÓLMFRÍÐUR BJARNADÓTTIR OG JÓN EIRÍKSSON, Neðri-SvertingssíöSum Afmæliskveðja Föstudaginn 13. október s.l. varð 'húsfreyjan Hólmfríður Bjarnadóttir á Neðri-Svertings- stöðum í Miðfirði sjötug að aldri en 21. júní 1960 varð bóndi hennar Jón Eiríksson 75 ára. Jón er af gömlum og grónum bændaættum í Húnaþingi, einn hinna mörgu og víða kunnu Sveðjustaðasystkyna. Hólmfríð- ur er Árnesingur að ætt, ein af hinum mörgu Túnssystkin- um, sem flest staðfestust í þeim byggðarlögum og hafa reynzt hið trúasta fólk. Hólmfríður kom ung að aldri norður í Húnaþing og giftist nokkru síðar Jóni Eiríkssyni. Hófu þau búskap að Neðri- Svertingsstöðum og bjuggu þar fyrstu árin sem leiguliðar, en fluttu síðar að Sveðjustöðum í sömu sveit. 1925 keyptu þau Neðri-Svertingsstaði og fluttu þangað á ný og hafa búið Þar síðan eða hátt í fjóra áratugi og skilað þar meginhluta hins mikla og farsæla ævistarfs síns. Þau hjón, Jón og Hólmfríður eignu.ðúst 12 börn, eitt -dó ungt en öll hin eru nú fyrir löngu uppkomin, öll hið farsælasta og ágætasta fólk. Uppeldi svo mikils barnahóps er útaf fyrir sig mikið afrek þó ekki sé tekið tillit til þeirra kröppu kjara, sem alþýða lands- má geta stóð ekki á Jóni bónda ins bjó almennt við á því tíma- að taka hana f þjónustu sína. bili, sem uppeldisstarfið hvíldi Stórir mýraflákar voru ræstir einna þyngst á þessum hjónum. fram og ræktaðir á skömmum En þau voru samhent, einbeitt tíma. Nú er þar komið 10—12 í baráttu sinni 'Og- afkastamann- hundruð hesta tún og.möguleik- eskjur í starfi svo af bar. Auk þess voru þau hugsjónafólk í starfi sínu. Börnin skyldu verða frjálst og heilbrigt athafnafólk, laus við öll merki krappra uppeldiskjara, og búskapurinn skyldi verða færður í átt til aukins ræktunarbúskapar eins og kraftar frekast leyfðu. Jón var búfræðingur frá Hvanneyri frá fyrstu skólastjóraárum Hall- dórs Vilhjálmssonar. Halldór var þá harður maður og rösk- ur og ætlaði landbúnaðinum mikinn hlut í íslenzku þjóðlífi. Hinn ungi maður hreifst opn- um huga af þessum hu.gsjóna- lega framfaravilja Halldórs skólastjóra, hafði enda á nokkru að byggja, því faðir hans, Eiríkur Jónsson síðast bóndi á Sveðjustöðum, var á sínum tíma góður ræktunai’- rnaður eftir því sem þá gerð- ist. Þegar þau hjón b.ófu búskao á Neðri-Svertingsstöðum hið seinna sinn 1925, var þar sæmi- legt tVeggia kúa tún, en með öfulu starfi sínu, þar sem nótt var jafnan lcgð við nýtan dag tókst þeim vel að tvöfalda tún- ið að stærð og töðufalli og auk þess að byggia nýtt íbúð- arhús. Þegar hér var komið, hófst hin mikla vélvæðing landbúnaðarins. Svo sem nærri ar fyrir 4—5 sinnum meiri bú- rekstri en var á fyrstu árum Jóns Eiríkssonar. Fram hjá bæ á Neðri-Svert- ingsstöðum rennur smáá. Hvers- dagslega er hún til engra erf- iðleika en fegrar aðeins um- hverfið. En á stundum getur hún orðið mjög erfiður farar- tálmi. Sýsluvegur liggur þarum bæ og bar því sýslunni að ráða bót á þessu og byggja brú yfir ána. En umbætur á sýsluvegum landsins eru háðar mikilli tregðu ráðamanna og féleysi sýslusjóða. Þrátt fyrir ýmiskon- ar ádrátt sýsluvalda drógust framkvæmdir úr hömlu. Loks var þolinmæði Jóns bónda þrotin. Hann hófst því handa og fékk brúna byggða á sinn kostnað í bili gegn greiðslulof- orði sýslusjóðs síðar. Þet.ta er gott dæmi um lífsviðhorf og vinnubrögð þeirra hióna, — að taka á sig okið frekar en að láta hlutina ógerða, þó öðrum a* réttu lagi' hefði borið að gera það. Nú eru þessi ágætu hión að nUgasf fotlao aldur. Athafna- ramt _og -njikið agvistarf er að mestu að baki. Þau hófu starf sitt þegar skóflan og hakinn og iafnvel bló*aeldhúsið var drottnandi í lífi almennings hér á landi. Nú er það vélvæðingin og rafmagnið, sem hafa leyst hið frumstæða. líf af hólmi. Á íhessum miklu breytingatímum hafa þau ávallt verið í fram- sæknust.u röð" og ávallt tilbúin að tileinka sér hinar. beztu nýj- ungar í lífi, hugsunarhætti og starfi. , gSIÓÐVILIINN Útsefandl: Samelnlngarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Símj 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Stytting vinnudagsins l?itt þeirra baráttumála verkalýðshreyfingarinn'ar, sem íslenzkum verkamönnum hefur reynzt örSugt að fá viðhlítandi lausn á, er stytting vinnudagsins. Á fyrstu árum verbalýðshreyfingarinnar var barizt um tíu stunda vinnudag, og víða var það knúið fram að menn fengju hærra kaup að unnum tíu stundum. Bar- áttan fyrir þessu mikla hagsmunamáli og menningar- máli verkamanna hélt áfram, og þar kom að íslenzkir verkamenn iknúðu almennt fram kröfuna um átta stunda vinnudag, hærra kaup á eftirvinnu og tvöfalt dagkaup á nætur- og helgidagavinnu. Eftirvinna, næt- ur- og helgidagavinna er enn unnin „eftir þörfum“ eða eftir mati vinnuveitandans. Að vísu eru nú þau ákvæði í samningum að verkamaðurinn skal vera fús til að halda áfram vinnu og verkalýðsfélagið getur skorizt í leik og takmarkað yfirvinnuna. En kaupið er enn í svo lágu gildi gagnvart verðiaginu að verka- maðurinn og verkakonan verða löngum að vinna of langan vinnudag, ef þess er kostur. Ijað hefur jafnan reynzt þungt -fyrir fæti þegar verka- maðurinn leitar réttar síns. Þeim fjölgar drjúgum með hverju ári sem hafa styttri vinnudag en verka- menn, en þau auknu réttindi eiga menn að þakka bar- áttu verkalýðshreyfingarinnar fyrir viðurkenningu á mauðsyn styttingu vinnudagsins. En hversu margir eru þeir, sem þannig njóta baráttu verkamanna að þessu og öðru leyti, sem skilja þá baráttu og telja sér skylt tað styðjia hana? Oft hefur virzt sem það væri aðeins lítill hluti þess fólks, þó svo virðist sem skilningur manna í hinum ólíkustu starfsgreinum á baráttu verkamanna sé meiri nú en endranær, ekki sízt að af- stöðnum vinnudeilunum miklu í ár, og er þess að vænta að framhald þeirrar baráttu njóti einnig al- mennara skilnings og stuðnings en áður hefur verið og allt láglaunafólk finni að það á samleið í barátt- unni fyrir bættum kjörum og auknum réttindum. jþað þarf ekki glöggskyggni til eða lærdóm að sjá, hvernig óhófleg erfiðisvinna níðir manninn. Þreyta sem situr eftir að morgni þegar nýr vinnudagur hefst, er slit sem ekki verður bætt, og þá þreytu þekkja margir. Hugsunin verður sljó og bundin, verkið tekur allt og þannig líður lífið. Maðurinn sjálfur á þó að- eins sinn ævidag. Þeim degi á vissulega að verja til vinnunnar, en vinnudagurinn má ekki vera lengri en svo, að verkamaðurinn geti samlagað sig þeim skyld- um daglegs lífs sem menning nútímans og sameigin- legt mannlíf þjóðarinnar krefst af hverjum manni. Þeim skyldum er ofþreyttum manni ofraun að gegna. Og hann fer alltof margs á mis. Verkamaður sem þræl- ar of langan vinnudag á ekki auðvelt með að njóta bókmennta, leiklistar, hljómlistar, eða sinna félagsskap og áhugamálum sínum utan starfsins. Auðvitað eiga verkamenn sama rétt og aðrir að njóta hins bezta sem menning nútímans og félagslíf getur boðið, og munu ekki sætta sig við neitt minna. Ctytting vinnudagsins getur því aðeins náð tilgangi að kaup skerðist ekki af þeim sökum. En þar er líka komið við sjálfa kvikuna. Krafa. Dagsbrúnar í ; vinnudeilunum í vor var 44 stunda vinnuvika með ' óskertu kaupi, og sú krafa fæst þeim mun fyrr fram i. sem fleiri styðja hana. Þar ríður að sjálfsögðu mest ! á samheldni og baráttuvilja Dagsbrúnarmanna og : annarra launþega sem berjast um þennan áfanga í ^ styttingu vinnudagsins. Og ástæða er til að ætla að .. einmitt þessi krafa verikamanna njóti nú almennari ■i' skilnings en áður, enda verður sanngirni hennar og I nauðsyn ekki vefengd með neinum gildum, rökum. -• I f- . ........ iiiiiri iW.iíTii II-III - >T-||- .11 II^—mmmtmi n i i nliin'.Wiiii' ni— fi) — ÞJÓÐVILJINN —. JsJíflvikudagur 25. október lSBl undir sig. Þeir þurfa að hreinsa 38 milljón kúbómetra af viði af 500 þúsund hektara landi, og þeir þurfa að byggja yfir þrjá- tíu þúsund mánns, sém búa' á núverandi árbökkum. Ég hef sagt, að það vinna fjörutíu þús- und byggingarvérkamenn yið sjálfá rafstöðina, en ég hef ekki getið um 300 risavélskóflur og 3000 vörubíla sem þeir hafa til umráða. Það er hægt að nefna margar fleiri tölur og þær eru allar eins og stóru kranarnir: við getum vel tekið ofan fyrir þeim. Hagfrœ&s- legar hug- enn emu ssnni Rafsíöðin í Bratsk verður upp á fjórar milljónir kíló- vatta; mun á ári gefa 21,7 milljarð kvt. Til hvers þarf allt þetta rafmagn? Ég hef áður talað um óþrot- leg auðæfi Aústur-Síberíu: gull kol, járn, volfram, gljáste.'n, allt sem iðnaður girni-st. Og Irkútskshérað er enginri eftir- bátur annarra héraða í þessu tilliti, nema síður sé. En til þessa hefur atvinnulíf héraðanna fyrst og fremst miðazt við némugröft. Það er að vísu komin upp allmikil vélasmíði í stórborgum. En það er ekki nóg. Efnaiðnaður er á byrjun- arstigi og auðæfi skóganna eru lítt hagnýtt til iðnaðar. Til að kippa þessu í lag þarf orku. Að vísu er mikið af kolum í Sí- beríu. Kol eru góð, en rafmagn er betra. Það þarf að virkja árrar. Og áin Angara í Irkútskhéraði ér sérstaldega hentug til virkjun- ar; hún streymir hratt, Bækal- haf sér henni fyrir miklu og jöfnu vatni allan ársins hring. Við írkútsk heiur þegar verið reist stór rafstöð upp á 660 þúsund kvt. Nú er verið að reisa stöðina í Bratsk, og seinna verður reist ein stöð enn neðar, í Úst-Ílímsk. Þegar þessu er lokið, eru héraðinu aliir vegir færir. Vendum okkar kvæði aftur til Bratsk. Þar verður — eins og í héraðinu öllu með tíman- um — lögð rækt við þær grein- ar iðnaðar, sem hvað orku- frekastar eru. Þar verður reist stærsta alúmíníumverksmiðja Sovétríkjanna. Þar er þegar hafið að reisa timburiðjuver, sem skal vinna úr 4,2 milljónum kúbómetra á ári og verður stærsta fyrirtæki sinnar teg. í heimi. Þaðan mun koma pappi Og plötur allskonar til bygg- inga og sellulósi eins mikill og nú er framleiddur í öllu rík— inu. Og þá verður Bratsk ráð- sett iðnaðarborg upp á 200 þús. íbúa að minnsta kosti. Krúst- joff vill að það verði sönn nú- tímafoorg, fegurst og bezt allra borga í Síberíu Ekki get ég svo lokið þessu máli, að ég minni-st ekki á síð- ustu fréttir. I tilkynningu frá Tass 18. september segir, að þegar sé byrjað að safna vatnf' í nýja hafið fyrir ofan stífluna í Bratsk. Það er nú þegar orð- ið 140 ferkílómetrar. Og vélameistararnir munu senn ljúka við að setja niður fyrstu tvær túrbínurnar. Þau hafa alla tíð verið svarn- ir andstæðingar hverskonar of- ríkis og afturhalds. Þau hafa skilið "það manná bezt að hin- ir nýju tímar krefjast æ á- kveðna nýrra þjóðfélagshátta, Þar sem ofríki hinna ríku er þurrkað út en alþýða manna ræður fullfrjáls málum sínum. Jón bcndi hefur verið hart- nær blindur nú um nokkurt skeið. Þó fylgist hann enn svo vel með í öllum félágsmálum að margir þeir, sem sjóniná hafá, mega vara sig. Þá er vel lifað þegar ,svo hefur verið lifað sem hér hef-,„ ur verið lýst og hvergi ofsagt. Það; er von okkar og trú að slík dæmi, sem hér hefur verið lýst og sem fjölmörg hafa gerzt með þjóð vorri á liðnum ára- túgum, megi bera þann ávöxt, sem nógú drjúgu.r reynist til sigurs yfir þeim öflum uppgjaf- ar og undirlægjuháttar, sem hafa nú ríkisvald á íslandi í höndum sér og nú ríður hús- um hvers frjálsborins Islend- ings. Að lokum þakka ég þessum ágætu hjónum fyrir allt og allt og óska þess jafnframt að sól- setursljóð ókominnar ævi megi hljóma í fullum takti við liðið áthafnasamt og gæfuríkt líf. Gamall vinur. - ' Miðvikudagö'r 25. október 1961 — ÞJÖÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.