Þjóðviljinn - 11.11.1961, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1961, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — ^ Nýlega heimsóttum við ullarverksmiðjuna að Ála- fossi og kynntumst þá því hvernig ullin er verkuð og unnar úr henni vörur sem nema að verðmæti margföldu því verði sem fengist fyrir að flytja hana óunna úr landi. í dag lítum við á aðra grein íslenzks iðnaðar, fiskvinnslu. Verkun á fiski hérlendis er fernskonar, herzla, frysting, söltun og niöursuða, og við heimsækj- um Fiskiðjuveriö þar sem verið er að verka og frysta karfa. hreistrun snyrting cg pökkun Karfinn rennur í hreistrarann á færiböndum. fiökyn Ljósmyndsr: Ars Kárason Hansína eg Knstm troða karfanum 1 tlokunarv elina. Ragnhciði Snorradóttur finnst skemmtilegt að fiaka. eftirlit Við snyrtiborðið. Frá vinstri: Hulda Arnadóttir, Guðrún Georgsdóttir Guðrún Þorvaldsdottir, Hulda Guðmundsdóttir, Halldóra Guðmundsdóttir og María Jónsdóttir. FISKUR OG FÓLK Á GRANDA Fiskiðjuverið í Reykjavík var stofnað kringum 1950 og þá rekið af ríkinu. Árið 1959 tók Bæjarútgerð Rvíkur við rekstri þess og hefur rekið það síðan. Hjá Bæjarútgerðinni er fiskur verkaður á þrennan hátt, þar er skreiðarframleiðsla, söltun og frysting. Áður var þar einnig niðursuða en hún hefur nú ver- ið lögð niður. Núverandi for- stjóri Bæjarútgerðarinnar er Þorsteinn Arnalds en verk- stjórar í frystihúsinu eru Mar- teinn Jónasson og Ingólfur Sig- urðsson. Frystihús Fiskiðjuversins stendur á Grandagarði, stór og myndarleg bygging og liggur vel við. Á neðri hæð hússins er tekið á móti fiskinum og þangað komum við fyrst því við höfum hugsað okkur að fylgja karfanum eftir. Verkun á karfa virðist í fljótu bragði ekki vera flókið viðfangsefni en við hana eru þó fleiri hand- tök en margir ætla þótt vélar séu einnig notaðar svo sem kostur er. í móttökunni hittum við fyrir Guðmund Júlíus Guðmundsson sem sýnir okkur hvernig karf- inn pr fluttur á færibandi í hreistrarann sem er stór sívaln- ingur sem fiskurinn flyzt í fram og aftur og hreistrið skrapast af honum. Síðan fer hann f þvottavél og þaðán á færibandi upp á loft. Flökunarsalurinn er stór og bjartur og þar er flakað 'bæði með vél og handflakað upp á gamla mátann. Bæði konur og karlar vinna við flökunina, en eins og kunnugt er fá þær kon- ur sem geta flakað karlmanns- kaup. Við snúum okkur að einni konunni og spyrjum hana að heiti og -hvernig henni líki þessi vinna. — Ragnheiður Snorradóttir heiti ég. Það er sérstaklega gaman að flaka karfa því það er svo fljótlegt, annars finnst mér flest skemmtilegt sem ég geri. — Ertu búin að vinna lengi við þetta? — Ég hef unnið sex ár við hraðfrystingu. Var fyrst hjá Júpiter og Marz. Tvær stúlkur vinna við flök- unarvélina og okkur er sagt að hún skili afköstum á við 15 manns, flaki um 40 stykki á mínútu. Flökunarvélin er stórt tæki os stendur á upphækkuð- um palli á miðju gólfi. Fiskur- inn er fluttur að henni og frá á færiböndum. Úrgangurinn er eevmdur og síðan fluttur inn á Klett til fiskimjölsvinnslu. Næsta stig er svo snyrting. Við hana vinna eingöngu kon- ur. Þær sitja við borð með hvít- um glerplötum sem lýstar eru- unp neðanfrá svo ékk'ert ein- asta bein né hringormur ef einhverjir eru fari fram hjá þeim. Þau eru ekki síður falleg þessi snyrtiborð en hin sem notuð eru af tízkudrósum. — Er þetta ekki dálítið vandasamt verk? — O, nei, segir ein kvenn- anna. Þetta er þægileg vinna. — Hvað er vinnutíminn langur? — Við vinnum frá 8 til 5, en oft er eftiryinna þegar mik- ið foerst á land og eins þegar síldin kemur. Við hliðina á hverju snyrti- toorði er annað borð þar sem karfinn er veginn og pakkað- ur. Hér er pakkað bæði í 7 , lbs. pakka fyrir Evrópumarkað og 5 lbs. fyrir Ameríku. Sjö lbs. er pökkuð í einu lagi, allt í einn pakka, en fimm lbs. pakkningin er vandaðri, sex smápakkar í kassa, með 2—4 flökum hver. Og nú er verkuninni lokið ög karfinn fer í frystiklefann? — Nei, ekki alveg strax, fyrst fer foann gcgnum eftirlitið. Laufey Svanbergsdóttir vinnur við það, skoðar fimmtánda fovern pakka, vigtar hann, gegn- umlýsir og skoðar hvert flak. — Hvað gerirðu ef eitthvað er að fiskinum Laufey? — Ef ég finn galla, fer ég með paþkann til þeirra sem hafa gengið frá honum og bið þær að athuga þá. — Finnurðu marga galla? — Nei, það er orðið mjög lítið urn þá. Á þessari biað- siðu eru t.d. skráðir 16 -pakkar sem ég hef skoðað og af þeim voru tveir gallaðir, einn ormur í hvorum pakka. — Eru það helzt ormar sem þú finnur? — Nei, stundum eru bein í flökunum og einstaka sinnum er vigtin ekki rétt. En þetta fer líka eftir því hvort um fimm eða sjö Ibs. pakka er að ræða. I fimm Ibs. pökkunum verða flökin að vera algerlega beinlaus en í sjö lbs. pökkun- um mega vera smábein, en ekki uggabein né kviðbein og ekki blóð. Við lítum aðein-s inn í frysti- klefa bar sem verið er að taka síld af pönnum. Þarna vinna nokkrir menn í kuklanum en því miður er svo mikil gufa þarna inni að ekki er nokkur leið að ná af þeim mynd. Við snvrjum verkstjórann, Ingólf Sigurðsson að lokum hvað margir vinni að staðaldri hjá honum þarna í frystihúsinu. , — Það er nú svo misjafnt. Á veturna vinna hér venjulega kringum 50 manns en á sumrin . hátt á annað hundrað. Það er komið hádegi og áður en við kveðium og förum skoð- um yið kaffistofuna þar sem það af fólkinu matast sem á of langt heim til sín. Þar hefur orðið mikil breyting, hún hef- ur verið stækkuð og máluð og sérstök kona fengin til að sjá um hana. Okkur er sagt að kaffistofunni hafi verið breytt svnna þegar Bæiarútgerðin tók við og verðum að segja að bessi treyting er útgerðinni til sóma. vh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.