Þjóðviljinn - 11.11.1961, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.11.1961, Blaðsíða 1
lflLIIMM vimihii I-augardagur 11. nóvember 1961 ;— 26. árgangur — 260. tölublað Hafa þrír embœttismenn gert ráð- stafanir til stórfelldra lögbrota? KrafizS á Mþing'i a3 hið ólöglerra útvarp og sjánvarp Bandaríkfahers verði stöðvað 'A' Samkvæmt upplýsingum, sem íram komu á Alþingi í gær, virðast tveir embættismenn ríkisins, útvarpsstjóri og póst- og símamálastjóri haía gert ráðstafanir til að þverbrjóta lögin um úfvarpsrekstur á íslandi og feng'ið til þess sam- þykki Guðmundar í. Guðmundssonar utanrh. 'jV Þessir þrír menn hafa leyft sér að afnema þær hömlur er settar hafa verið á áróðurssjón- varp og útvarp Banaaríkjahers á Keílavíkurflug- velli, en allur sá rekstur er í trássi við íslenzk lög og reglugerðir. HÖGG OG SLÖG ★ Á Alþingi kom fram eindregin krafa um að þessum lögbrotum yrði hætt og útvarps- og sjónvarpsrekstur í herstöð Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli verði stöðvaður. Áður en gengið væri til dag- skrár á fundi neðri deildar Al- bingis í gær kvaddi Þórarinn Þórarinsson sér hljóðs, oa spurði hvort rétt væri frean um að af- numdar hefðu verið takmarkan- ir þær er verið hafa á sjónvarpi og útvarpi Bandaríkjahersins á Kef 1 a v' kurf 1 ug velli. Utanríkisráðherra Guðmundur í. Guðmundsson játaði þetta rétt vera og hefði hann leyft þetta eftir samráð við ríkisútvarpið og póst- og símamálastjóra. Las ráðherrann bréf fpá hinum síð- arnefnda embættismanni um málið og kom þá reyndar í ljós að samráðið við Ríkisútvarpið hafði verði fólgið í þv: að hann t.alaði við útvarpsstjóra Vilhjálm Þ. Gíslaso.n! Staðfesti Þórarinri. sem sæti á i útvarpsráði, að ekki hefði verið minnzt á málið þar. ★ Afg’öp embættismanna Einar Oleeirsson deildi fast á þessa ákvörðun utanríkismála- ráðherra og taldi þess fulla þörf að Alþinci léti málið til sín taka. „Það er upplýst hér“ sagði Ein- ar, .,að einn embættismaður í r.'kisbákninu hafi talað við ann- ' an embættismann. Og síðan hafi þessir embættismenn með sam- þykki utanrikisráðherra gert í ráðstafanir, sem þverbrjóta í bág við íslenzk lög op atlan þann ; hátt sem hafður hefur verið á | útvarpsrekstri hér á landi til I þessa. Samtímis er upplýst að (málið hafi aldrei verið borið undir hina þingkjörnu stjórn út- varpsins, útvarpsráð“. Það er tími til þess kominn að embættismönnum sé gert það skiljanlegt að beim sé óheimilt að ráðskast með stofnanir ríkis- ins eins og bær væru prívateign. Þingkjörnar stjórnir rikisfyr- irtgekja, í þessu tilfelli útvarps- ráð, eru til bess settar að varð- veita lög og reglur um hlutað- eigandi stofnun, og þá ekki sízt hlutleysi útvarpsins, en allt þetta Framhald á 3. síðu. Þessi laglega unga stúlka vir.amr í Fiskiðjuverinu og hún var að pakka karfa þegar við komum þangað í heimsókn fyrir skömmu. Fleiri myndir og frásögn eru í OPNU. Ný sáttatillaga um Berlín og Þýzkalandsdeilumálin Moskvu, Bonn, London 10/11 — Sovétstjórnin hefur lagt Þýzkaland fyrr en náðst hefur samkomulag um fyrri liði tillög- fram nýjar tillögur til lausn- un"ar' „ , ' ' , , . Þessi tillaga er onkust fyrri til- ar a Berlmardeilunm og Þýzkalandsvandamálinu. Er í þeim gengi'ö í áttina til samkomulags viö stefnu vesturveldanna í málinu. Afstaöa vesturveldanna til nýju tillagnanna var ekki kunn í gærkvöld. Kylfubarsmíð og fantatökum var óspart beitt í Amsterdam, þegar bollcnzku yfirvöldin skipuðu Iögreglunni að ráðast á 200 manna hóp sem safnazt hafði saman við frönsku ræðismannsskrifstofuna í borginni. Fólkið var að mótmæla blóðsúthellingunum í Alsír og I-arís, þar sem franskt herlið og lögregla brytjaði Serki niður þeg- ar þeir efndu óvopnaðir til hópgangna til að krefjast sjálfstæðis Alsír til handa og afnáms kynþáttaniisréttis. Báfernir byrjaðir að fá siSd snemma í gærkvöld Er fréttamaður blaðsins hafði samband við Akranes í gær- kvöld var honum tjáð, að gott uðu að kasta fyrir kvöldmat og má búast við að þeir hafi verið að fram yfir miðnætti. Bátarnir veður væri á síldveiðimiðunum voru að athafna sig um 12 — og bátarnir væru að fá ein- 18 mílur undan Jökli og voru hvern afla, sumir búnir að fá ekki allir jafn heppnir að hitta 100—400 tunnur. Bátarnir byrj- á síld. Tillögur Sovétstjórnarinnar eru í stuttu máli á þessa leið: 1) Hernámsveldin fjögur í Ber- lín skulu ganga frá nýju sam- komulagi um stöðu Vestur-Berlín- ar, þannig að tryggt verði sjálf- stæði borgarhlutans og öruggar samgöngur milli Vestur-Berlínar og Vestur-Þýzkalands. 2) Sovétríkin gangi frá samn- ingi við Austur-Þýzkaland, sem felur það í sér að austurþýzka stjórnin viðurkenni stöðu Vestur- Berlínar og viðurkenni samning- ana sem hernámsveldin gera um stöðu hennar skv. 1. lið. 3) Vesturveldin, þar á meðal Vestur-Þýzkaland, lofi að viður- kenna sjálfstæði og fullveldi Ausfur-Þýzkalands. Ekki er vitað hverskonar viðurkenningu farið er fram á. 4) Sovétstjórnin lofar að gera ekki friðarsamninga við Austur- lögum Sovétstjórnarinnar að því leyti að áður hefur síðasti liður- inn — friðarsamningar við Aust- ur-Þýzkaland — ætíð verið hafð- ur fyrstur. Ambassadorar á fundi Ambassadorar Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands og Vestur- Þýzkalands í Moskvu höfðu fund með sér í dag til að ræða nýju sovézku tillögurnar. Talsmaður brezku stjórnarinnar sagði í dag, að það hafi vei'ið krafa vesturveldanna frá upphafi að framtíðarskipulag Vestur- Berlínar yrði ókveðið áður en friðarsamningar yrðu gerðir við Þýzkaland. Krústjoff forsætisráðh. mun hafa átt viðræður við sendiherra vest- urveldanna í Moskvu undanfarið. Nýju tillögurnar munu ekki hafa borizt ríkisstjórnum vesturveld- anna í dag, en tilkynnt var að þær væru komnar áleiðis. Kópavegur Aðalfundur Sósíalistafé- lags Kópavogs verður haldinn í félagsheimilinu Þinghól mánudaginn 13. nóvember n.k. kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðal- fundarstörf. Stjórnin. Sósíalisfar Fundir í öllum deildum n. k. mánudagskvöld. Formanna- fundur kl. 6 síðdegis í dag. Sósíalistafél. Reykjavíkur. Flugslys í gær á Suðurskauts- landönu MEMURDO SOUND 10/11 — Fimm menn biðu bana þegar flugvél frá bandaríska flotanum fórst á Suðurskautslandinu. Fjór- ir aðrir menn, sem í flugvélinni voru, sluppu með meiðsli. Véiin var að koma úr heimsókn frá sovézku visindastöðinni Mirnij. Meðal þeirra sem fórust var kunnur bandarískur jarðeðiis- fræðingur, dr. Edward Thiel. Hann var aðeins 33 ára og hafði ábyrgðarmiklu starfi , að gegna í þágu alþjóðlega jarðeðlisfræði- ársins. Hann hafði dvalið fimin sumur og eitt heilt ár á Suður-» skautslandinu. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.