Þjóðviljinn - 11.11.1961, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.11.1961, Blaðsíða 12
'! tal við leikklúbb, sem ætlar að hefja leik- « • sýningar í Tjarnarbíói eftir helgina. í kiúbb . - þessum eru 6 menn og nefnist hann Gríma. Klúbbfélagar eru leikararnir Erlingur Gísla- ■' son og Kristbjörg Keld, Magnús Pálssbn leik i tjaldamálari, Þorvarður Helgason leikstjóri, i Guðmundur Steinsson rithöfundur og Vig- I dís Finnbogadóttir, sem hafði orð fyrir þeim < ■ félögum. Vigdís skýrði svo frá, að klúbburinn hefði átt í miklurn örðugleikum með að fá hús- næði fyrir starfsemi sína og hafa þau stað- ið í því stríði nú um tveggja ára skeið. Þeg- ar kunnugt varð á sl. vori, að Tjarnarbíó myndi losna í haust, reyndi klúbburinn að fá þar inni og fékk fyrir velvilja borgar- stjóra húsið til afnota fyrir þessar leiksýn- ingar, þótt ekki sé enn búið að ráðstafa húsinu endanlega. Leikritið sem klúbburinn hefur tekið til flutnings, nefnist Læstar dyr og er eftir hinn kunna franska rithöfund Jean Paul Sartre. Þýðendur eru Þuríður Kvaran og Vigdís Finnbogadóttir, leikstjóri verður Þor- varður Helgason, leiktjöld málar Magnús Pálsson og leikendur eru tveir klúbbfélagar, Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld, og tveir gestir, þau Haraldur Björnsson og Helga Löve. Leikritið er langur einþáttungur en á undan því verður fluttur forleikur, kynning á Sartre, er Þorsteinn ö. Stephensen og leik- endur annast. Kvað Vigdís þá klúbbfélaga standa í mikilli þakkarskuld við þá Harald og Þorstein fyrir aðstoð þeirra, svo og þjóð- leikhússtjóra, sem verið hefur þeim innan handar á ýmsan hátt. Klúbbfélagarnir kváðust hafa ýmsa áætl- anir á prjónunum varðandi vetrarstarfið, ef þau fengju inni í Tjarnarbíói í framtíðinni fyrir starfsemi sína. Talið er, að Æskulýðs- ráð muni standa næst því að fá Tjarnarbíó til umráða af umsækjendum um það, og hef- ur klúbburinn hug á samvinnu við Æsku- lýðsráð ásamt þrem klúbbum öðrum, tónlist- arklúbb, kvikmyndaklúbb og bókmennta- klúbb. Gæti þessum aðilum orðið gagn- kvæmur styrkur að slíku samstarfi. Næsta verkefni klúbbsins, ef húsnæði fæst, er að koma á fót nokkurs konar tilraunaleik- húsi. Er það hugsað þannig, að klúbburinn setji á svið leikrit eftir íslenzka höfunda. Verða leikritin ekki fullæfð, en leikararnir lesa híutverkin upp á sviði undir stjórn leik- stjóra. Geta höfundarnir iþannig fengið að kynnast því, hvernig verk þeirra fara á sviði og síðan gert á þeim breytingar í -samráði við leikstjóra. Ætti þetta að verða til gagns bæði fyrir leikritahöfunda og leikhúsin. Þótt þessar sýningar séu einkum ætlaðar þeim er að leiklistarmálum vinna verða þær einnig opnar öðrum, er áhuga hafa fyrir þessum málum. Þar sem sviðið í Tjarnarbíói var aðeins urn tveggja metra breitt hafa klúbbfélagarn- ir orðið að byggja framan við það til þess í að geta sýnt á því. Hafa þau unnið þetta I sjálf sl. tvær—þrjár vikur. Er fréttamenn- \ irnir komu í gær voru þau enn að vinna j við sviðið og sjást þær Kristbjörg og Vigdís ^ hér að störfum. Á efri myndinni er Krist- l björg að gera við sófa en á neðri myndinni l sést Vigdís með hamar í hönd. — (Ljósm. t Þjóðv. A. K.). I Síld reykt til útflutnings hjá Bæjarútgerð Hafnarij. • FrysS síid þídd og reykt í „kippers" Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar hefur ákveðið að gera til- raun með reykingu síldar í stórum stíl til útflutnings. Heppnist tilraunin vel er þarna um að ræða þýðing- armikið skref til að auka verðmæti síldaraflans og taka upp fjölbreyttari vinnslu. I Samþykkt um að Bæjarútgerð- in hefji síldarreykingu var gerð á fundi útgerðarráðs í gærmorg- un. Sú samþykkt er árangur undirbúningsstarfs sem unnið hefur verið síðustu mánuði. Samið við Skota Fyrir fundi útgerðarráðs lá uppkast að samningi við 'skozka fyrirtækið National Fish Curing Co. Ltd. í Aberdeen. Bjóðast Skotarnir til að leigja Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar reykofna og flatningsvél til að (fletja síld í kippers, en bað er vinsælasti síldarréttur í Bretlandi. Ráðgert er að framleiða í til- raunaskyni 250 tonn af kippers á tímabilinú 1. janúar til 15. maí næsta ár. Auk þess að leigja tæki til síldarverkunar sendir skozka fyrirtækið til Hafnar- fjarðar sérfræðinga til að fylgj- ast með vinnslunni og kenna ís- lendingum. Loks kaupa Skotar framleiðsluna á föstu verði. Fryst síld unnin, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar mun síðar ákveða, hvort hún kaupir ofnana og flatningsvélina, eða hvort hún tekur tækin áfram á leigu. Við reykingu sildar á þenn- an hátt er unnt að frysta aflann þegar vel veiðist og vinna hann síðan jafnt og þétt þegar hægast er. Engin vandkvæði eru talin á að þ’ða frysta síld og vinna siðan í kippers. Með þessu móti skapast föst vinna við síldina og er það að sjálfsögðu þýðingarmikið bæði fyrir fyrirtækið og starfsfólkið. Reykingin fer fram í fiskiðju- veri Bæjarútgerðarinnar og er þar góð aðstaða til þessarar vinnslu. Er gott til þess að vita að ráð- izt skuli í fjölbreyttari nýtingu á síldarafla okkar og hann unn- inn í sem verðmætasta vöru, bæði með reykingu og súrsíldar- verkun þeirri sem nýlega var skýrt frá hér í blaðinu. IÓÐVILJI Laugardagur 11. nóvember 1961 — 26. árgangur — 260. tölublað við rikisstjom- I næstii viku Þjóðviljinn ræddi í gær við Þorstein Pétursson, starfsmann Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, og spurði hvort hafnar væru ■ýf- viðræður við ríkisstjórnina um kröfur fulltrúaráðsstjórn- ýf- arinnar um iækkað vöruverð, lækkuð útsvör og hækkaðar fjölskyldubætur. Þorsteinn kvað svo ekki vera; forsætisráð- -j^- herra hefði farið af landi brott og viðræður myndu ekki fara fram fyrr en hann kæmi aftur, væntanlega í næstu viku. Stað- festi Þorsteinn að efnisatriði í kröfum fulltrúaráðsins væru -jú þau sem Þjóðviljinn skýrði frá í fyrradag. KAUPMANNAHÖFN 10/11 — Blaðið Berliiiske Tidende og fleiri dönsk blöð fjalla í dag um deiluna sem komin er upp milli Norðmanna og Dana útaf fundi Vínlands, þ.e. rústunum af að- seturstað Leifs heppra í Ame- ríku er hann fann þá álfu árið 1000. B.T. hefur í dag viðtal við Áge Roussel, forstjóra danska þjóðminjasafnsins, og lætur hann í ljós undrun y.fir þv: hve norski fornminjafræðingurinn Ingstad var öruggur í gær er hann gaf yfirlýsingu sína. Ingstad reiddist þeirri frásögn Roussels að danski fornminjafræðingurinn Meldgárd hefði fundið aðsetursstað Leifs árið 1956. Roussel endurtekur þá skoðun sína. að æsltilegt sé að fleiri sérfræðingar geri margþætta rannsókn, eins og gert hefur ver- ið með ýmsar fornminjar á Grænlandi. T.d. eru læknar kvaddir til að rannsaka manna- bein, sem finnast í jörðu. Blaðið skrifar einnig sjálft um fund bæjarrústa Leifs á norðurodda Nýfundnalands. Þar segir að sjálfsagt sé að norræn- ir vísindamenn vinni í samein- ingu. að þessum fundi. Þeir hafi áður haft með sér góða sam- vinnu. t.d. við útgáfu Islenzkra handrita, og það væri hrapalegt ef rannsókn á aðsetursstað Leifs heppna gæti ekki farið fram í sama anda. í gær hafði Roussel lagt til að Ingstad fengi vísinda- menn frá skandinavíulöndunum. fslandi og Kanada til að vinna ásamt sér að rannsóknunum á Nýfundnalandi. Kólumbus í skólabókum Það er óveniumikill áhugi á þessum rannsóknum, segir blað- ið. Hér er um að ræða staðsetn- ingu og tímaákvörðun varðandi fund Ameríku, en í flestum skólabókum er Kólumbusi gef- inn heiðurinn af því að hafa fundið þessa heimsálfu. Þó að Dani hafi orðið fyrstur til að benda á þann stað þar sem Leifur heppni hlyti að hafa haft aðsetur, og þótt Norðmaður hafi orðið fvrstur til að staðsetja Molótoff fer frá Vín til Moskvu Vín 10/11 — Molótoff, fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hélt héðan frá Vínarborg með lest í dag, föstudag, áleiðis til Moskvu. í för með honum var kona hans. bæjarrústirnar nákvæmlega, þá gefa þessar staðreyndir hvorki Dönum né Norðmönnum rétt til einokunar á vísindastarfinu á Nýfundnalandi. Allir þeir könn- uðir og sérfræðingar, sem sér- staklega eru hæfir til starfsins, verða að geta myndað hóp sem hagar uppgreftinum og rann- sóknunum á réttan 0£ v’sinda- legan hátt. Vísindamenn hafa alltaf getað starfað fordómalaust saman, hvert svo sem þjóðemi þeirra er, og varðandi þessar rannsóknir hlyti samstarf nor- rænna vísindamanna að geta orðið gott. Spilakvöld Sésídistafélags Reykjavíkur enncð kvöld Spilakvöld Sósíalistafélags Reykjavíkur, hið fyrsta á þessum vetri, hefst kl. 9 ann- að kvöld í Tjarnargötu 20. Svo sem áður er getið í blaðinu mun Þórbergur Þórð- arson rithöfundur skemmta á spilakvöldinu og mun mörg- Þórbergur Þórðarson um vafalaust þykja forvitni- legt að heyra hvað hann hef- ur fram að færa. Spilaverðlaun verða veitt að vanda og kaffiveitingar á boðstólum. Þess er að vænta að þeir mörgu félagar sem beðið hafa þessara spilakvöida með ó- þreyju bregði við og tryggi sér sæti tímanlega, því að byrjað verður að spila stund- víslega kl. 9, eins og áður var sagt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.