Þjóðviljinn - 16.11.1961, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1961, Síða 6
plÓÐVIUINM Útgefandl: Sameiningarflokkur alþýðu — ^ Sósíalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. lö. Síml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Islendingur á ensku jlíikið hefur verið rætt og ritað um sjónvarp hér á * landi á undanförnum árum, og ýmsar athuganir hafa verið gerðar á kostnaði og skilyrðum hérlendis. Menn hefur greint mjög á um það hvort tímabært væri að hefja íslenzkt sjónvarp, ihvort að því yrði menn- ingarauki, eða hvort það yrði léttvægt og jafnvel for- heimskandi tímamorðingi. Flestir munu þó hafa gert sér ljóst að sjónvarpsstarfsemi yrði hafin' á Islandi fyrr eða síðar, svo ríkur þáttur sem það er orðið í löndunum umhverfis' okkur, og viðfangsefni yrði þá að reyna að tryggja það að sjónvarpsefnið væri sem myndarlegast og stuðlaði að auknum þroska, þekkingu og menningu. ¥ Tmræður og ágreiningur um þetta efni hafa verið eðlileg fyrirbæri, en til skamms tíma hefur engum dottið annað í hug en að viðfangsefnið væri það eitt hvort íslendingar ættu að hefja sjónvarpsstarfsemi sjálfir eða ekki. En nú blasir það allt í einu við að - ætlunin sé að leyfa bandaríska hemámsliðinu á Kefla- víkurflugvelli að starfrækja sjónvarp fyrir meirihluta íslendinga, alla þá sem búa á suðvesturhluta landsins. Og þar með er málið sannarlega komið á nýtt stig. Það skiptir ekki öllu máli í því sambandi hvert álit menn kunnaað.hafa á bandarísku sjónvarpi eða hverjar skoðanir menn hafa á hersetu á íslandi; nú er um það spurt hvort íslendingar eiga sjálfir að ráða menningar- og skemmti-starfsemi hér á landi eða afhenda erlend- um mönnum heimild til slíkrar iðju. Og þar er enn verið að spyrja þeirrar spurningar hvort Islendingar eigi að vera sjálfstæð þjóð eða ekki. Fiullveldi þjóðar er ekkert lögfræðilegt form heldur lifandi veruleiki, og það sker úr um sjálfstæðið hvort þjóðin megnar að halda uppi fjölbreyttu, lifandi og sjálfstæðu menning- arlífi, dugmiklu fræðsluíkerfi, vísindum, listum og skemmtunum. Stofnanir eins og skólar, rannsóknastof- ur, útvarp og sjónvarp eru mælikvarði á það hvort þjóð er sjálfstæð eða ekki; kikni þjóð undir lifandi menn- ingarstarfsemi er hún ekki sjálfstæð hvað sem öllum formum líður. Aðeins í nýlendum viðgengst það enn að erlend ríki eigi skóla, útvarp eða sjónvarp, og um leið og slíbar þjóðir fá sjálfstæði er það fyrsta verk þeirra að taka*alla þvílíka starfsemi í eigin hendur. Tlf'orgunblaðið hefur reynt að flækja málið með því að halda því fram að það sé fjandskapur við Banda- ríkin ef menn eru andvígir því að hernámsliðið fái að starfrækja sjónvarp handa íslendingum og spurt hvort slíkir menn séu þá ekki einnig á móti bandarískum kvikmyndum, bandarískri hljómlist o.s.frv. Allar kvik- myndir hér á landi eru sýndar í íslenzkum kvikmynda- húsum, öll hljómlist flutt á vegum íslenzkra aðila; það er þannig íslendinga sjálfra að velja og hafna (þótt valið sé að vísu stundum lágkúrulegt). Á sama hátt yrði eflaust bandarískt efni í íslenzku sjónvarpi, þegar það kæmist upp, en jafnvel Morgunblaðið hlýtur að skilja hversu alger eðlismunur er á því að íslendingar haldi sjálfir uppi menningar- og skemmti-starfsemi í landi sínu eða afhendi hana útlendingum. |l/forgunblaðið hefur einnig sagt að það hafi þá trölla- ; trú á íslenzkri menningu a0 bandarísk sjónvarps- starfsemi muni ekki geta spillt henni. Það er auðvelt að flíka slíkum hreystiyrðum, en reynslan er ólýgnust. Á sínum tíma fluttist stór hluti þjóðarinnar til ‘Amer- íku, kjarnmikið fólk sem var íslenzk menning runnin í merg og blóð. Samt tok það aðeins eina til tvær kynslóðir að gera þetta þjóðarbrot amerískt vegna þess að það lifði í erlendu menningarumhverfi. I sambandi við för forseta íslands vestur um haf var því vel lýst hvennig komið væri með setningunni: „Það er líka hægt að vera góður íslendingur á ensku“. Er það ef til vill hugsjón Morgunblaðsins að sá hluti þjóðarinnar sem enn býr á þessari eyju verði einnig góðir íslend- f ingar á ensku? — m. Frakkar hóta neitunarvaldi — Beneluxlöndin neita oð rœSa pólifíska yfirsfjórn án Breta Mesti sigur Efnahagsbanda- lagsins sem sex Evrópu- ríki stofnuðu fyrir fjórum ár- um var ákvörðun brezku stjórnarinnar í sumar að sækja um inngöngu í samtökin. Þar með höfðu sexveldin; Vestur- Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Holland, Belgía og Luxemburg, í raun og veru lagt að velli Fríverzlunarsvæðið sem Bret- land og sex önnur ríki komu á laggirnar og hau vonuðust til að gseti staðið Efnahagsbanda- laginu á sporði. Nú eru viðræð- ur á byrjunarstigi um inn- göngu Bretlands í Efnahags- bandalagið. en bá bregður svo við að bandalagsríkin eru kom- in í harðar deilur innbyrðis. Það er deilt um framkvæmd grundvallaratriða í stofnskrá bandalagsins, bæði þeirra sem varða viðskiptamál og stjórn- mál. Deilurnar eru komnar á það stig að framtíð Efnahags- bandalagsins er í veði. Sum á- greiningsefnin hafa verið fyrir hendi frá stqfnun bandalagsins, þótt ekki hafi slegið i hart út- af þeim fyrr en nú. Önnur spretta af mismunandi afstöðu aðildarríkianna til inntöku nýrra ríkja, og þá fyrst og fremst Bretlands. Við deilumar bætist að helzta skrautfjöðrin er do+tin úr hatti Efnahagsbandalagsins. Fyrst í stað eftir stofnun sam- takanna var aukning iðnaðar- framleiðslu í bandalagsríkjun- um mun örari en í öðrum lönd- um Vestur-Evrópu. Ríkisstjórn- ir þeirra þökkuðu þessa hag. stæðu þróun samstarfinu innan bandalagsins, en ekki eru all- ir hagfræðingar því samþvkk- ir. Ýmsir þeirra benda á að framleiðsluaukning sexveld- anna var örari en annarra ríkja í Vestur-Evrópu löngu áður en Efnahagsbandalagið var stofnað, og því æði vafasamt að þakka samtökum þessum, að þróun sem hafin var áður en þau urðu til skuli hafa haldið áfram. En nú er kominn kyrkingur í sjálfan vaxtar- brodd bandalagsins. Skýrslur sem birtar voru um síýustu mánaðamót bera með sér að iðnaðarframleiðsla sexveldanna í heild hefur staðið í stað síð- Danmörk fór að dæmi Bretlands og sótti um inngöngu í Efnahagsbandalagið. Af því tilefni fór brezki ráðherrann Edward Heath (til vinstri á myndinni) til Kaupmannahafnar að ræða við dönsku stjórnina. Danski efnahagsmáiaráðherrann Kjeld Phiiip tók á móti honum á flugvellinum. an í maí í vor. Stöðnunin gerir misjafnlega mikið vart við sig í bandalagsríkjunum. Hennar gætir lítið sem ekki á ítaliu, en er alger í Vestur-Þýzka- landi og Frakklandi og í Hol- landi hefur framleiðslan meira að segja dregizt saman. i Afturkippurinn í iðnaðarfram- leiðslunni kemur á versta tíma fyrir rikisstjórnirnar sem að Efnahagsbandalaginu standa. Viðræður milli Edwards Heath, aðstoðarutanríkisráð- herra Bretlands, og fulltrúa sexveldanna um aðild Bret- lands að bandalaginu hófust í Brussel á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Það eina sem unnt er að segja með vissu um þá samninga er að þeir verða lang- ir og strangir. Bretar vilja fá undanþágur frá bandalags- samningnum sem geri þeim fært að halda áfram að bjóða samveldislöndunum betri við- skiptakjör en öðrum ríkjum. Sexveldin virðast ætla að taka þá afstöðu að slík undanþága verði að vera tímabundin. Strax á fyrstu samningafund- um kom fram ágreiningur um ýmis grundvallaratriði. Einmitt þegar samningarnir við Breta eru að hefjast kemur svo til ákvörðunar viðkvæmasta deilu- málið innan Efnahagsbanda- lagsins, markaðsmál landbún- aðarins. Bandalagið er í slæmri klípu, og álit margra í aðildar- ríkjunum er að tilvera þess sé í húfi. í Rómarsamningnum frá -1957 eru ákvæði um að innan Efnahagsbandalagsins skuli stefnt að tollalausri og frjálsri verzlun bæði með iðn- aðarvörur og landbúnaðaraf- urðir. f samningnum eru á- kvæði um hvernig tollar á iðn- aðarvörum skuli lækka stig af stigi í viðskiptum milli banda- lagsríkjanna innbyrðis og um samræmingu tolla gagnvart öðrum löndum. Með þessu ári lýkur fyrsta á.fanga í fram- kvæmd stöfnskrár Efnahags- bandalagsins, og þá hafa tolla- lækkanir sem ráð var fyrir gert verið framkvæmdar og nokkru betur. Hinsvegar hefur ekki nokkur skapaður hlutur verið gerður til að koma á sameiginlegum markaði með búsafurðir. Um bað eru engin skýr ákvæði í Rómarsamningn- um og allar tilraunir til að hefjast handa hafa strandað. Nú hefur franska stjórnin sett hnefann i borðið. Hún hót- ar .jþví að stöðva algerlega framkvæmd Rómarsamnings- ins, hafi ekki náðst samkomu- lag fyrir áramót um sameig- inlega stefnu í verðlags- málum landbúnaðarins og hvernig sameiginlegum búsaf- urðamarkaði skuli komið á. Frakkland er í fullum rétti, þvi Rómarsamningurinn fær sérhverju bandalagsríki neitun- arvald við áfangaskipti hafi ekki áður náðst samkomulag um framkvæmd ;allra greina samningsins. Fjórum árum eft- ir að Efnahagsbandalagið tók til starfa hefur ekkert verið gert til að koma á sameiginleg- um búsafurðamarkaði. Inn- flutningshömlur, framleiðslu- styrkir, ákvæði um lágmarks- verð og aðrar ráðstafanir sem hvert ríki um sig hefur komið á til gð hlúa að eigin landbún- aði hafa ágerzt frekar en rén- að. Við þetta vill franska stjórnin ekki una lengur. Vest- urþýzkur iðnaður hefur að ýmsu leyti betri samkeppnisað- stöðu en franskur. og nú hefur verið dregið verulega úr toll- verndinni sem franskur iðnaður naut. Franskur landbúnaður kemst hinsvegar ekki inná hinn verndaða, vesturþýzka markað með ódýra framleiðslu sína. Þetta er harðasti hagsmunaá- rekstur sem orðið hefur innan Efnahagsbandalagsins. Takist ekki að ná málamiðlun sem gerir fært að hefja framkvæmd annars áfanga Rómarsamnings- ins, er Efnahagsbandalagið að flestra dómi búið að vera. Enn eitt alvarlegt ágreinings- mál kom upp á fundi full- trúa sexveldanna í París á föstúdaginn. Franska stjórnin hefur lagt til að gengið verði hið fyrsta frá pólitískri og hernaðarlegri samvinnu Efna- hagsbandalagsríkjanna og bor- ið fram tillögur um hvernig því samstarfi skuli hagað. Þegar umræður um frönsku tillög- urnar áttu að hefjast harðneit- uðu fulltrúar Hollands og Belgiu að leggja nokkurt orð í belg nema Bretum væri gef- inn kostur á að segia sitt álit. Stjórnir þessara tveggja ríkja vilja ekki eiga aílt sitt undir samtökum þar sem Vestur- Þýzkaland og Frakkland geta öllu ráðið, en líta öðrum aug- um á bandalagið ef Bretland væri þar til að vega upp á móti stóru ríkjunum á megin- Iandi Evrópu. Vestur-Þýzká- land, Frakkland og Ítalía mega ekki heyra á það minnzt að taka Breta með í samningana um stjórnmála- og hermála- stofnanir bandalagsins. Fór því svo á fundinum á föstudaginn að þessi þrjú ríki ræddu til- ** §§j§ iii lögur Frakklands en Benelux- löndin létu ekki annað til sín heyra en kröfu um að Bret- land fengi aðild að viðræðun- um. Fulltrúar sexveldanna urðu á sáttir um að hittast aftur til að ræða frönsku tillögurn- ar 29. nóvember, en engar lík- ur eru á að ágreiningurinn um afstöðuna til Bretlands leysist áður, Málið er þvi í sjálfheldu og verður það vafalaust þang- að til sést hvort af því verður, að Bretland gangi í Efnahags- bandalagið. Eins og sást af á- greiningnum á fundinum í Par- ís hafa Beneluxlöndin aðra af- stöðu til inngöngu Breta en félagar þeirra í bandalaginu. Vilja þau allt til vinna að fá Bretland með, en stjórnir Vest- ur-Þýzkalands, Ítalíu, en þó einkum Frakklands, vilja sctja Bretum harða kosti. Sérstak- lega er það áberandi að Aden- :auer og de Gaulle leggja á- herzlu á að Efnahagsbandalag- ið móti stjórnmála- og hernað- arstofnanir sinar án þess að Bretar eigi þess nokkurn kost að hafa þar áhrif á. í augum þessara tveggja öldunga er Efnahagsbandalagið fyrst og fremst tilraun til að endurreisa á meginlandi Vestur-Evrópui öfluga ríkisheild, eitthvað í lík- ingu við keisaradæmi Karla- magnúsar, þar sem auðhringai' nútímans koma í stað léns- velda miðaldanna. M.T.Ó. EIN BEZTA Sá mikli heiður og vandi hefur fallið í minn hlut að flytja örfá ávarpsorð fyrstu leikkonunni sem hlýtur verð- laun Félags íslenzkra leikdóm- enda, „Silfurlampann", það er ungfrú Guðbjörgu Þorbjarnar- dóttur. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá því %ð „Lampinn" var veittur fyrsta sinn, hafa leikkonur að sjálfsögðu komið mjög við sögu í atkvæðagreiðsl- um um verðlaunin, ekki sizt þær þrjár ágætú listakonur sem formaður leikdómendafélagsins nefndi áðan og allar unnu glæsileg afrek á síðasta leikári og reyndar bæði fyrr og síðar; atkvæðin dreifðust, skoðanir reyndust nokkuð skiptar, og þarf engum á óvart að koma. En hvað sem því líður veit ég með vissu að Guðbjörg Þor- bjamardóttir er ihjög virðuleg- ur fulltrúi sinnar stéttar, að hún hefur unnið sér mikla að- dáun og traustar vinsældir Íéíikgésta, og loks að Elísa Gant í ‘,ÉngiÍl horfðu heim“ er leik- rænt meistaraverk sem sannar- lega á skilið verðlaun og fyllstu viðurkenningu. Eins og allir muna er Elísa Gant mjög ógeðfeld kona, ráð- rík, ágjöm og miskunnarlaus, nokkuð einhæf eða frumstæð mannlýsing við fyrstu kynni. Með djúpri, alhliða og snjallri túlkun sinni tókst Guðbjörgu SKAPGERÐARLEIKKONA SEM VIÐ HÖFUM EIGNAZT að komast inn að sjálfum kjarnanum, gera þessa konu skiljanlega og mannlega þrátt fyrir öll hennar vondu verk — og einmitt þess vegna hlýtur Elísa Gant að verða okkur sérstaklega minnisstæð. Ég ætla að venju að rifja upp nokkrar setningar úr leikdómum: „Guðbjörg er ein af okkar mikilhæfustu leikkonum, enda hafði hún hlutverið fullkom- lega á sínu valdi“, segir á ein- um. stað. Og á öðrum: „Guð- björg Þorbjarnardóttir og Ró- bert Arnfinnsson hafa nú sýnt að þau eru komin í fremstu röð leikara okkar, fullmótuð og traust. Einkum verður leikur Guðbjargar í þessum sjónleik viðbótarsigur fyrir hana, hrein- asta afbragð." í einu blaði seg- ir: „Guðbjörg hefur unnið svo vel að hlutverki sínu að til fyrirmyndar er. í leik hennar er atriði eftir atriði, sem gert er af hugkvæmni og skilningi, en jafnframt fellt eðlilega inn í heildina." Og að lokum: „Hún mildar ekki mynd hinnar ógeð- felldu fégjörnu móður, en skil- ur hana jafnframt svo næmum mannlegum skilningi að hvorki virðist of eða van — þessi kona er ekki vond f eðl sínu, henni - er vart sjálfrátt, fær ekki ham- ið valdagræðgi sína og óseði- • andi ágirnd. Hún ann engum hvfldar, hvorki sjálfri sér né öðrum, og áferg.iu hennar og al- geru eirðarleysi lýsir Guðbjörg . meistaralepa, birtir skangerð hennar og innstu veru í skæru ljósi. Þreytulegt yfirbragð og hrjúf og skýr rödd, talandi svipbrigði og kæk.ir erú ágæt- lega við hæfi hinnár ' gæfu- snauðu konu, og leikurinn svo' eðlilegur og sjálfum sér sam- kvæmur að sannleiksgildi hans verður ekki dreginn í efa.“ Ég gæti auðvitað haldið slík- um tilvitnunum áfram, en læt hér staðar numið. Það væri að sjálfsögðu freist- andi að reyna að lýsa leikferli og helztu listrænum sérkenn- um leikkonunnar á þessu kvöldi, rifja upp fyrri afrek hennar, en til þess er ekki tóm, enda ekki á mínu færi; en ef til vill leyf- ist mér að drena á fáein sund- urlaus atriði. Segia má að leik- feri.ll þessarar gáfuðu og hug- þekku leikkonu hafi orðið með nokkuð sérstökum eða jafnvel einstæðum hætti — þau ár sem eru að jafnaði helzti lærdóms- t’'mi og örast broskaskeið í lífi hvem leikara dvaldi hún úti á landi í kauptúnum og litlum kaupstöðum, lék að vísu stöku sinnum og hlaut fyrir iþakklæti og góða dóma, en allir vita hvernig búið er að efnilegum leikendum í slíku fámenni og fásinni: þar rikir sár skortur verkefna, hæfra samleikenda og menntaðra leikstjóra. Það var • á leikárinu 1945—46 að Guðbjörg lék fyrst hjá Leikfélagi Reykja- víkur og aðeins lítil hlutverk og fá um nokkurra ára skeið; ég gæti trúað því að einhverj- um hafi þá dottið í hug að þessi unga leikkona myndi hæf til bess að lýsa laglegum, geð- þekkum og góðum stúlkum og beita hinum léttari vopnum, en lítið fram yfir það. Reyndin varð öll önnur, hin óþekkta stúlka utan af landi skapaði vonum bráðar svipmiklar kven- lýsingar og stórar í sniðum, varð ein af beztu skapgerðar- leikkonum sem við höfum eign- azt; komst í fremstu röð ís- lenzkra leikkvenna: og það voru ekki nærri alitaf geðfeldar konur sem hún lýsti með mest- um ágætum — að bví levti er Ekísa Gant ekker.t einsdæmi. Hún er jafnvíg á alvarleg Viðfangs- efni og gamansöm. en bað hef- •u r ekki sízt orðjð hlutskipti hennar að lysa sálarlífi kvenna sem hevia harðq baráttu fyrir ást smni, framtíð og bamingju, en bíða ósigur að lokum — Rœðcr Ásgeirs Hjartarsonar við afhendingu Silfurlampans fil Guðbjarga r Þorbjarnardóttur þannig er um Katrínu Sloper í „Erfingjanum“, þingmannsfrúna í „Kjarnorku og kvenhylli" og hinar minnisverðu og átakan- • legu kvenlýsingar í snilldarverk- um Tsékovs, Olgu og Vörju, ó- iíikar myndir, en sannar og meitlaðar í formi. — Það er augljóst mál að leikkonan hef- ur aldrei legið á liði sínu, held- ur vígt leikhúsinu krafta sína og alúð óskerta, listin hefur ekki verið henni neinn leikur eða dans á rósum, heldur bar- étta og djúp alvara — hún hef- ur gefizt henni á vald, sýnt henni iþá hollustu og auðsveipni sem er til fyrirmyndar. Ég trúi því ekki að Guðbjörg treysti nokkru sinni á innblásturinn einan og því síður slembilukku eða einskæra heppni, hún bygg- ir upp hlutverk sín af ýtrustu íhyggli, skýrleika og festu, leit- ar hins svikalausa og raunsanna í hverjum hlut; lætur sig ekki fyrr en hún hefur mótað per- sónur sínar skýrum hnitmið- uðum dráttum. Þótt Guðbjörg hafi lengi verið fastráðin við Þjóðleikhúsið hefur hún unnið suma stærstu sigra sína hjá Leikfélagi Reykiavíkur, og fyrsta stórsigur sinn í farand- flokkinum „Sex í bíl“. List hennar hefur oftsinnis hrifið okkur og yliað um h.iartarætur, og ég treysti því og trúi ,að svo muni enn verða; barátta lista- mannsins fyrir auknum þroska osframaendar ekki fyrr en vfir lýkur. Ég bakka þér, Guðbiörg Þnrbiarnardóttir. mikið og giftu- ríkt starf og óska þér og ís- Inn-Vri loíkJist eengis og ham- ingju á komandi árum,- jgJ —• ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 16. nóvember 1961 Fimmtudagur 16. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.