Þjóðviljinn - 26.11.1961, Blaðsíða 9
iim
Á sl. hausti kom út bók í
Noregi sem hlaut nafnið „Helse-
sport for alle“. Efni bókarinnar
er að mestu erindi og ræður
sem fluttar voru á ráðstefnu
Norðmanna og Svía sem haldin
var á Hadeland í Noregi 19.
til 22. maí 1960.
Bókin er gefin út af kirkju-
og Jræðslumálaráðuneyti Nor-
egs og æskulýðs- og íþrótta-
málaskrifstofu ríkisins.
Bók þessi hefur fengið góða
dóma í blöðum ytra, eða í
Noregi og Svíþjóð og litið svo
á að þar sé orð í tíma töluð,
og -sem eigi erindi til allra
hugsandi manna.
Síðar mun verða reynt að
skýra nánar frá efni bókarinn-
ar og þeim skoðunum sem þar
koma fram, en að þessu sinni
verður getið ef svo mætti segja
einkunnarorða eða lokaályktun-
ar ráðstefnunnar, sem segir
nokkuð til um það sem hún
átti að ná til, og þeir nefna
Hadelands-dagskrána, en hún
hljóðar svo í lauslegri þýðingu:
„Norsk-sænska heilsuíþrótta-
ráðstefnan 1960 haldin á Hade-
land 19.—22. maí 1960, af
sænska Fyrirtækja-íþróttasam-
bandinu, Starfsíþróttasamband-
inu norska, „Heilbrigðismála-
ráðinu „Fólksam“ (Svíþjóð) og
Æskulýðs- og íþróttaskrifstofu
(Noregs), setjum eftirfarandi
fram:
Tilgangurinn með ráðstefnu
þessari hefur verið sá að finna
Frásagnir af
mannraunum
Komið er út hjá Setbergi safn
frásagna af merkisviðburðum og
mannraunum sem Vilhiálmur S-
Vilhjálmsson hefur þýtt eða end-
ursagt. Hafa höfundar flestir
verið þátttakendur í atburðunum
sem þeir skýra frá.
í bókinni eru níu frásagnir,
sín eftir hvern höfund. Gerast
þær víða um heim, í frumskóg-
um hitabeltisins, á vígvöllum
Evrópu, á sjó og landi. Bókin
heitir Afrek og ævintýr.
leiðir til að leysa heilbrigðis-
vandamál, sem eru afleiðing af
hinni auknu véltækni í at-
vinnulífinu og hinum almennt
minnkandi líkamlegu átökum á
öllum aldri.
Ráðstefnan hefur á grundvelli
læknavísindanna, og að feng-
inni reynslu, fyrst og fremst
tekið til meðferðar spurningar
sem miða að því að bæta heil-
brigði, og vinnuhæfni á vinnu-
stöðum, og það varðar einnig
heimili og skcla.
Ráðstefnan hefur ennfremur
rætt um þjálfunarþörf vegna
hinnar ýmsu líkamlega van-
heilsu.
Þá hefur verið rætt um sér-
stakar líkamsæfingar og heilsu-
íþróttir fyrir eldra fólk.
Þingið er á einu máli um það
að þeim árangri, og þeirri
reynslu, sem komið hefur fram
í umræðum, verði að koma á
framfæri eins fljótt og hægt er.
Athuganir á þessu sviði ber að
styðja.
Framkvæmdanefndinni er fal-
ið að safna sem allra fyrst
saman erindum og umræðum á
einn stað, þar sem það er að-
gengilegt öllum þeim sem
vandamál þessi snerta.
Ráðstefnan skorar ennfremur
á framkvæmdanefnd ráðstefn-
unnar að leggja efni frá ráð-
stefnunni til grundvallar fyrir
vinnuáætlun.
Ráðstefnan undirstrikar ósk-
ina um að næsta norsk-sænska
heilbrigðisíþróttaráðstefna verði
haldin í Stokkhólmi 1961.
Ráðstefnan vonar að þetta
norsk-sænska samstarf, sem
bafið er í þessum málum geti í
framtíðinni aukizt og náð til
hinna Norðurlandanna einnig“.
Helztu umræðuefni
og erindi
Á ráðstefnunni voru flutt
mörg erindi, og urðu miklar
umræður um hvert þeirra. Er-
indum þes-sum og umræðum
var skipt niður í 5 kafla, og
innan þessara kafla koma svo
erindi eins og Úthald og heilsu-
far, Vinnukrafa og vinnurann-
sókn, Vöðvafræði, Erfiðissjúk-
dómar. Raunhæf meðferð
meiðsla í íþróttum og í atvinnu.
Tilraunir með vinnuhreyfingar
skógarhöggsmanna. Leikni og
þjálfun í lyftingum. Hinar
daglegu íþróttir í fyrirtækjum.
Hyggileg þjálfun vegna atvinn-
unnar. Skipulag íþrótta i fyrir-
tækjum og heilsuíþróttir. Hyggi-
leg sjónarmið og reynsla við
þjólfun likamlega vanheilla.
Þjálfun vanheilla. Heil-suíþrótt-
ir fyrir eldra fólk. öldunga
og húsmæðraleikfimi. Sveitar-
stjórnir og heilsuíþróttir fyrir_
aldraða.
Við opnun ráðstefnunnar gat
Ncrðma.ðurinn Rolv Hofmo þess
að bak við samkomu þessa
lægi margra ára starf sænskra
og norskra samtaka og einstak-
linea, þar sem hver á sínu sviði
hefði notað þekkingu sína til
rannsckna á áætlun um þró-
un, sem skal gera það mögu-
legt að íþróttir geti hjálpað
hverjum einstökum þannig að
samanlagt geti það gefið okkur
meiri almenna hreysti.
Hann gat þess að í Noregi
hefði þetta mál þegar verið
skipulagt nokkuð og að á róð-
stefnu þessari væru fulltrúar
frá 12 heilsuíþróttaráðum í
landinu.
Á ráðstefnu þessari var full-
trúi frá UNESCO, sem er deild
innan Sameinuðu þjóðanna, og
m.a. vinnur að: kennslu, vísind-
um og menningu.
Hann flutti ávarp við þetta
tækifæri og sagði m.a.:
„-----Djarfar hugmyndir eru
settar fram og djörfum álykt-
unum er slegið föstum, og sett-
ar fram sem leiðarljós fyrir
þjóðir heims að keppa að. Alls-
staðar þar sem fólki líður illa
og þar sem það líður neyð, er
ófriður nærri. Baráttan gegn
stríði verður að vera það sem
norska skáldið Nordahl Grieg
sagði: „Það verður að vera
hvíldarlaus barátta fyrir friðn-
um“. Kraftar friðarins verða
að vera hvíldarlausir. Við í
UNESCO tökum í mót öllum
Framhald á 10. síðu.
KEFLAVlK 22,'11 — í Kéflavík
stendur nú ýfir námskeið fyrir
leiðbeinendur og þjálfara í
knattspýrnu, og taka 9 menn
þátt í því hér, en kennari er
Karl Guðmundsson.
Er námskeið þetta haldið að
tilhlutan og sarnkvæmf samn-
ingi KSl og íþróltakennara-
skcla fslands. Er mikill áhugi
fyrir námskeiðinu hér og sækja
það allir þeir, sem undanfarið
hafa annazt kennslu og leið-
beinendastörf fyrir yngri flokk-
anna hér, og eru margir þeirra
sem nú leika i meistaraflokki.
Þátttakendur námskeiðsins
.láta mjög vel yfir þeirri
fræðslu- som- þeir . f .i. sem-
þeim fíest nýtt' 'ifg “ein'mftV'fif
þess fallið að þeir sk-ilji leik-
inn betur, og um leið fái aukna
möguleika til að kenna þeim
ungu.
Kennslan fer fram á sunnu-
dögum og stendur yfir frá kl.
2 á daginn og til kl. 7 á kvöld-
■ in. Ekki er vitað hve lengi það
stendur en það mun ætlunin
aö samanlagt verði það ekki
minna en 70 klukkustundir.
— G.
Fjegrs landa
keppni í hand-
kiiritfeik
Norska handknattleikssam-
bandið gengst fyrir fjögra
landa keppni í handknattleik,
en það er liður í afmælishá-
tíðahöldum sambandsins. Á.
íöstudagskvöld léku Norðmenn
og Júgóslavar og sigruðu Norð-
menn örugglega 20:15. Einnig-
léku Danir og Svíar og var það:
jafn leikur er endaði með
sigri Dana 15:14 og voru á-
horfendur ekki fleiri en 800.
Noregur og Danmörk leika til
úrslita, en ekki höfum við
fréttir af þeim leik.
Aöalfundur Hauka
Aðalfundur knattspyrnufé-
lagsins „Haukar“ var haldinn
5. nóv. sl. í G.T.-húsinu. For-
maður fráfarandi stjórnar Guð-
sveinn Þorbjörnsson flutti
skýrslu stjórnar. Baðst hann
eindregið undan endurkosningu
vegna anna og brottflutnings úr
bæhum. Var honum þakkað yfir
20 ára stjórnarstarf hjá félag-
inu.
Gengið var síðan til stjórnar-
kjörs og voru kosnir í stjórn:
Form. Óskar Halldórsson, vara-
form. Egill Egilsson, ritari: Rut
Guðmundsdóttir, gjaldkeri: Jón
Egilsson, fjármálar.: Þorsteinn
Kristjánsson. Varastjórn: Guð-
sveinn Þorbjörnsson, Jón
Pálmason, Bjarni Jóhannesson.
Endurskoðendur: Karl M. Jóns-
son, Rúnar Brynjólfsson og tiF
vara Björn Bjömsson.
Á fundinum ríkti einhugur
um að taka að nýju upp-
knattspyrnuæfingar á vegum fé-
lagsins og hafa þegar hafizt æf-
ingar í knattspyrnu auk hand-
knattleiks og köi'fuknattleiks.
Stjórn „Hauka'1 hvetur alla.
gamla „Hauka" að gerast virkir
félagar að nýju, og unga menn
og konur að hjálpa til við fé-
lagsstarfið, svo að „Haukum"
auðnist að skipa þann sess í í-
þróttalífi bæjarins sem þeir áð—
ur höfðu.
Innritun nýrra félaga og mót—
töku ársgjalda annast gjaldkerir
Jón Egilsson í Ásbúð, Vestur—
götu 4.
(Frétt frá „Haukum").
Frímann Helgason lœtur af
ritstjórn íþróttasiðunnar
Hætt er við að lesendur íþróttasíðunnar
sakni vinar í stað, þegar nafn Frímanns
Helgasonar er horfið af yfirskrift hennar,
en hann lætuf nú áf ritstjórn íþróttasíðu
Þjóðviljans að eigin ósk. Hér vérður þó sem
betur fer engin snögg breyting, því Frímann
hefur undanfarin ár verið að ala sér upp
unga hjálparmenn innan ritstjórnar og utan
Þessi mynd er tekin af Frímanni í blaða-
mannastúkunni á Laugardalsvelli er þýzka
landsliðið lék hér í fyrrasumar. Frímann
mun eftir sem áður skrifá urn meiriháttar
knattspyrnukappleiki og einnig um félags-
mál íþróttahreyfingarinnar.
til að taka við. Og væntanlega mun hann
eftir sem áður rita hinar áhrifamiklu grein-
ar sínar um íþróttamál hér í blaðið.
Iþróttasíða Þjóðviljans hefur verið eitt
merkasta og samfelldasta íþróttablað á ís-
landi undanfarna áratugi. Frímann Helgason
hefur með ritstjórn hennar og skrifum sín-
um um íþróttamál unnið afrek sem endast
mun honum til varanlegs sóma, og íþróttun-
um og blaðinu til gagns og álitsauka. Um
það starf mætti skrifa langt májl, en að þessu
sinni skal einungis tjáð hlý og einlæg þökk
Þjóðviljans og samstarfsmanna til Frimanns
Helgasonar og þökk allra þeirra þúsunda
lesenda og íþróttamanna, sem notið hafa
starfs hans á þessu sviði. — S. G.
Sunnudagur 26. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (0: