Þjóðviljinn - 26.11.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.11.1961, Blaðsíða 4
stinningskaldi og hélt áfram að hvessa. Um hádegisbilið var trollið híft upp, það var lítill fiskur og þvi látið strax út aft- ur, en þá fór veður mjög versn- andi. Þegar það kom upp næst slitum við allt úr framhler- anum og vorum nokkuð lengi að ná því inn og gera allt fast. Að því loknu íóru allir í koju nema dekkvaktin. Einn í ei-nu Klukkan langt gengin í tíu um hvöldið var é'g vakinn til að taka dekkvakt. Ég fann strax að skipið hélt ekki beint upp í veðrið og spurði hvort ekki væri hægt að skjótast aftur eftir til hlés. Maðurinn sem vakti neitaði því, kvað komið aftakaveður og það væru boð frá skipstjóra að menn skyldu reyna að skiótast aftur eftir kulmegin og aðeins einn mætti fara í einu. Ann- ars voru fáir sem tóku vakt- ina. Það voru þó nokkrir ný- komnir á skipið. sumir lítt van- ir, aðrir óvanir og þeir voru ekki látnir fara neitt upp með- an veðrið var verst. Við hiup- um einn og einn á kulborða og það sást til okkar úr stýr- ishúsinu og voru þeir tilbúnir að opna dyrnar það mikið að við gætum tafarlaust smeygt okkur inn. því á hverri stundu mátti búast við að brotsjór kæmi yfir. • Leið svo fram nóttin Ég held þetta sé það lang- versta veður sem ég hef komið út i. Það var líka allt sam- ferða: veðurofsinn, stórsjór, ofsabylur og gaddur. Vélsim- inn vísaði á fulla ferð og stýr- ishjólið var fast til kulborða og hálsaði skipið þannig sió- ina snilldarlega. Sortinn af sjó- roki og byl var svo mikill að maður sá ekkert út fyrir borð- stokkinn í mestu hrinunum. Þegar við höfðum verið um 20 mínútur í stýrishúsinu grisj- aði svolítið til og sáum við þá allt í einu skip á stjórnborða, sem var heldur til hlés. Við sá- um aðeins ljósaröð ofandekks, en af henni þekktum við hvaða skip þetta var, og í-slíku veðri var það ískyggilega nálægt. Skipstjórinn kom þá upp i stýrishúsið. hringdi niður í vél- arrúm og bað þó herðd''' fíjótf' á vélinni, því • þótt vísirinn sýndi fulla ferð gat þó véla- meistarinn bætt við vélina nokkrum snúningum. Fór þá okkar skip brátt að þokast yf- ir vind. en hitt skipið hvarf okkur undir eins. Leið svo fram nóttin að ekki bar til tíðinda. • Sigla brotnar Bátar hverfa Fyrir hádegi daginn eftir áttum við þeir sömu vakt á dekki og fórum aftur í káetu í hádegismat. Skipstjórinn hafði Hann varð áttræður í haust — en óvinn- andi getur hann ekki verið. Þegar hann hætti á togur- um fór hann að vinna við grafvélina I höfninni. Gerðist svo vaktmaður í Magna þegar smíði hans var hafin, síð- an vaktmaður á annað ár í Albert meðan smíði hans stóð yfir. Nú er hann cftirlitsmaður í Stálsmiðjunni. — Myndin tekin á vakt um borð í Aibert. mikinn hue á að reyna að kom- ast eitthvað nær landi, bæði vegna þess ef veðrið héldist þannig lengi og hins að búast mátti við borgarísjökum, því áður en veðrið skall á var ís- breiða skammt fyrír utan okk- ur. Hann breytti bví um stefnu meðan við vorum niðri og hélt í áttina til lands með fremur hægrí ferð. Þegar ég hafði matazt flýtti ég mér framí og fór beint í koju. Vaktarfélagi minn staðnæmdist í eldhúsinu, ætlaði að taka á móti ílátum með mat handa þeim sem ekki komu neitt upp. Þegar ég hafði legið svolitla stund í koju fann ég að skip- ið tók á sig stóran brotsjó, hallaðist mikið um leið, en rétti sig þó strax aftur. Vakt- arfélagi minn kom síðan framí og sagði mér hvað gerzt hafði. Hann hafði ætlað að fara út úr dyrunum þegar hann sá stórt öldubrot hvolfast yfir skipið svo hann smellti aftur hurðinni. Þessi sjór hafði gert mikið að verkum: Matborðið í káetunni losnaði uppúr gólf- inu og fór með öllum ílátum og fáeinum mönnum er við það sátu í hrúgu í eitt káetuhorn- ið, en enginn mannanna meidd- ist að marki. Og það skeði meira ofandekks. Bátarnir voru báðir burtu af bátapallinum. Sá sem var hlémegin fór með davíðana með sér upp úr bátapallinum án þess að nokk- uð brotnaði útúr. Davíðamir náðu niður í dekk og léku í upp i veðrið aftur og haldið áfram þannig til kvölds. Um kvöldið fór að brydda á því að það væri eitthvað að stýr- inu. Ágerðist það, og um nótt- ina var svo komið að stýrið lét ekkj að neinni stjóm — og varð því að láta reka. Næsta morgun þegar b;art var orðið var veðurofsinn tölu- vert minni en áður og var nú farið að athuga hvað væri að stýrisútbúnaðinum. Kom þá í Ijós að stýrisleggurinn var al- veg í sundur, en hafði brotnað mikið á ská svo hann tók við sér öðru hvoru, unz allt snerist laust sem fyrr. Leit þá út fyr- ir að við yrðum rekald á haf- inu. Bylurinn var nú orðinn mik- ið minni og sáum við fjalls- bungu og reyndist hún vera Stígskorið inni af Látrabjargi. Þá var komið hátt á annan sólarhring og höfðum vð oft haldið uppí veðrið með fullri ferð — en samt rekið undan 70—80 sjómílur. • Stýrt með bobbing- um og netum Skipstjóri tók nú það ráð að hann lét ná í nokkra bobbinga og sömuleiðis dálítið af göml- um netum og var þetta allt frammi undir hvalbak. Úr þessu voru svo búin til nokk- uð stór tvö knippi og bundið utanum með mjóum virum. -grópi í-deklíinur— djúpt hef**---^0311 voru togvírarnir teknir ur því værið á skipinu þá stund - sem báturinn flaut upp með davíðana. Hinir davíðarnir héngu í pallinum, báðir mikið bognir. ‘Sjálfur hafði bátapall- urinn gengið upp um miðjuna svo það myndaðist hryggur framanfrá og afturúr. Bitarn- ir undir honum höfðu bognað upp. Afturmastrið var brotið um eldhúsþakið og lagðist aft- ur og út af bátapallinum. • Stýrið brotnar Skipinu var nú snúið strax út' um framgálgána og látnir ná rétt aftur fyrir stýrishúsið, var þeim lásað í knippin. Þá voru tvær kaðaltaliur settar efst í reykháfinn, sín á hvora síðu og var þeim fest í þessi knippi. Síðan var þessum knippum bylt út fyrir borð- stokkinn og hafðir 3—4 menn við hvora talíu eða eftir- því sem að komust. Annar hóp- urinn var á brúarvængnum að aftan en hinn hlémegin við reykháfinn. Þá var vélin sett í gang og reynt að halda heim á leið. Knippum þessum var svo lyft upp eftir því sem þótti nóg stungið á á hvorri síðn sem var, en það þurfti mikið meir að hugsa um þá talíu sem var á hléborða og kom það sér Iíka vel því þeir sem við hana voru gátu verið dá- Htið í skióli við reykháfinn. Á kulbcrða var kalt að halda um klakaða kaðlana og fá drjúgar gusur á sig öðru hvoru — en s.iómenn eru vanir því að vera oft með blautar hendur og ka’dar. Við gátum ekkert hjálpað til með togvindunni því hún var brotin og heldur ekki hægt að standa við hana fyrir ágjöf. Það kom brátt í Ijós að þessí útbúnaður var að miklu gagni. Þegar við vorum komnir suð- ur fyrir Öndverðarnes, eða svo- lítið inn í Faxaflóann vorum við lausir við hina stóru út- hafsöldu. Það mátti segja að undir þessum kringumstæðum gengi ferðalagið ágætlega. • Tóku lagið í höfn Eftir 30 klukkutíma svona ferðalag vorum við komnir alla leið heim undir Engey. Var þá lagzt við akkeri. Þá held' ég að piltarnir hafi komið allir upp á dekk, í það minnsta þeir sem frammí yoru. Til að hrista af sér hinn mikla óveðursdrunga sem yfir öllu hvíldi bæði á láði og legi tóku þeir lagið, því það voru þó nokkrir í hópnum, sem voru dágóðir söngmenn. Um kvöldið komu menn á mótorbát út til okkar og sögðu að veðrið hefði verið mjög mik- ið í Reykjavík og þau skip sem verið hefðu fyrir vestur- landinu og til háfnar væru komin væru öll meira og minna löskuð — engar fregnir væru komnar af sumum. svo útlitið væri ekki gott. Daginn eftir hjálpaði svo hafnsögubáturinn okkur til að komast inn í höfn- ina og máttum við þá vel við una þar sem allir voru heilir á húfi, enginn meiddur. og skip og mannskapur kominn heim í höfn. J.B. secpr ..Það var ógaman að vinna á togurúm í stórhríðum og göddum. Einn kaldasti túr sem ég minni'st var á ísfiski fyrir vesturlandinu. Það var norð- austan stormur, rétt hægt að fiska fyrir roki, en alltaf reit- ingsfjskúr. Kvild varð því mest 5—10 mínútur í einu. Við kynt- um cfninn vel í hléunum. Þeir fyrstu niður fleygðu sér á gólf- ið • með klossa undir höfðinu, hinir löjð.ust a gólfið hjá þeim og höfðu þá fvrir kodda. Þann- ig sváíu menn í stökkunum með sjóhattana á höfðúm og vettlinga á höndum og sváfu þangað til þeir voru kallaðir upp. Önnur hvíld varð ekki í túrnum, sem tók 5 sólarhringa, frá því kastað var og þar til togið var tekið unp og stefn- an tekin beint til Fleetwood, ---þá fóru menn niður að sofa“. Þannig fórust Eiríki Þor- steinssyni, áttræðum sjómanni orð er hann lýsti lífinu á tog- urunum fyrrum, í viðtali við Þjóðviljann 24. f.m. Hvers vegna var. slíkur þræl- dómur, voru skipstjórarnir kannski einhver illmenni? Nei, Eiríkur kvað þá þvert á móti marga hveria hafa verið úr- valsmenn, — en þeir áttu víst að verða reknir héldu þeir ekki linnulaust áfram veiðum; Þessi þrældómur var vegna þess að útgerðarmennirnir, blöð þeirra og flokkur kröfðust þess; „Það átti allt að fara á hausinn“ ef frá þessu væri brugðið. Þekkja menn ekki þessi rök enn? Finnst mönnum ekki að þeir hafi heyrt eitthvað svipað ný- lega? Þá hafði afturhaldið ekki enn handbæra sjálfsala þá sem hagfræðingar eru kallaðir og stjórnarvöldin þurfa aðeins að þrýsta á til þess að þeir taki að þylja eitthvert tilbrigði af því sem atvinnurekendur vilja segja. Áður fyrr hét þetta blátt áfram að fara á hausinn. Nú um sinn hefur það heitið að .,1ifa um efni fram“ og ,.nauð- syn efnahagslegs jafnvægis.“ • Glaðasólskin Ekki meira um það að sinni. Hverfum að frásögn Eiríks af „Halaveðrinu“. Sennilega hef- ur nokkuð f.vrnzt yfir það veð- ur, en í því fórust 2 togarar með 68 mönnum á Halamiðum. Hefst nú frásögn Eiríks: Ég var á Hilmi með Pétri Maack í Halaveðrinu. Við vor- um nýkomnir á Halamið, um 45 sjómílur út frá Stigahlíð. og fiskuðum í salt. Það var blíðu- veður fyrst, s’éttur s.iór. ég man tæplega eftir að hafa séð út- hafið jafnslétt um þetta leyti árs: bað var glaðasólskin. Um kvöldið kom kvika af norð- .austri, síðan kaldi, smáherti á eftir því sem leið á nóttina. Um morguninn var kominn — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 26. nóvember 1961

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.