Þjóðviljinn - 29.11.1961, Qupperneq 1
'■K'Í*
Sésícallst®-
féEagsfund-
ur í kvöid
^ Eins og Þjóðviljinn skýrði írá í gær hefur ríkis-
stjórnin sent nefnd manna til Bonn, höfuðborgar
Vesturþýzkalands, til einhverra dularfullra samn-
ingaviðræðna við vesturþýzk stjórnarvöld. Alþýðu-
blaðið segir í gær að verkefni nefndarmanna sé
sá ,,að afla upplýsinga um ýmis vafaatriði í sam-
bandi við Efnahagsbandalagið'' — en Efnahags-
bandalagið hefur alls ekki aðsetur sitt í Bonn, held-
ur í Briissel!
Fundu;- Sósíalistafé’ags
Reykjavíkur hefst kl. 8.."0
í kvöld í Tjarnargötu 20.
Til umræðu verða:
1. Félagsmál.
2. Flokksstjórnarfundur-
inn. Framsögum.; Lúðvik
Jósepsson.
Félagar! Fjiilmennið og
mætið stundvís'.ega.
Af einhverjum ástæðum skýr-
ir Morgunblaðið í gær alls ekki
frá för íslenzku sendinefndarinn-
ar. Alþýðublaðið er hinsvegar
mjög flaumósa og birtir bæði
langa frétt og forustugrein um
þessa férð, og er þar m.a. komizt
svo að orði um samningana í
Bonn:
„Eingöngu er rætt um Efna-
Snjóföl á giitum, gang-
síígum og húsþiikum er
myndin sem blasir við
Reykvíkingum þessa daga.
Ljósmyndari Þjóðviljans,
Ari Kárason, festi mynd-
ina á filmu í fyrradag.
Verður togaraflotanum
hleypt inn á bátamiðin?
Það vakti athygli manna á
Alþingi i gær við umræðurnar
um ráðstafanir vegna ákvörðun-
ar unv nýtt genigi, að Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra
Iét þau orð falla, að með stækk-
un fiskveiðilantfhelginnar hefði
verið gengið á rétt togaranna til
hagsbóta fyrir bátaflotann. Vildi
hann kenna útfærslu fiskveiði-
takmarkanna a.m.k. að nokkru
leiti um lélega afkomu togara-
flotans undanfarið, þar sem þeir
hefðu við þær ráðstafanir misst
Mokkuð af þeim miðum, scm
þeir áður veiddu á. Virtist hann
helzt telja, að hagur togaranna
yrði ekki bættur nema á kostn-
ad bátaflotans.
Þessi ummæli er naumast
hægt að skilja nema á einn
veg, þann, að ríkisstjórnin hafi
það til athugunar, að hleypa is-
lenzka togaraflotanum inn á
bátmiðin, inn fyrir fiskveiðatak-
mörkin í ríkara mæli heldur en
nú. er gert.
Þetta er mál, sem mjög miklu
varðar, og ætti Bjarni Bene-
diktsson að svara þeirri spurn-
ingu við framhald umræðnanna
um þetta mál, hvort ríkisstjórn-
in hafi í hyggju að hleypa tog-
araflotanum i»n á bátamiðin, en
á annan hátt verða orð hans
í gær vart skilin.
hagsbandalag Evrópu og ýmis
túlkunaratriði á Rómarsamn-
ingnum sem nauðsynlegt er fyr-
ir í.slendinga að fá' skýringar á
áður en þeir taka ákvörðun um
það, hvort þeir eigi að sækja
um inngöngu í Efnahagsbanda-
lagið eða ekki,“
Ef þetta væri satt liefði
sendinefndin að sjálfsögðu
ekki farið til Bonn, heldur til
Briissel, Þar hefur yfirstjórn
Efnahagsbandalagsins bæki-
stöðvar sinar, þar eru æðstu
menn bandalagsins — Hall-
steinnefndin — til húsa, og
þar er aragrúi sérfræðinga á
iillum sviðum á vegum banda-
lagsins. Ef ætlunin er að ræða
„túlkunaratriði á Rómarsamn-
ingr,um“ og „fá skýringar“ er
eini rétti aðilinn auðvitað l
yfirstjórn bandalagsins í |
Brussel, en ckki vesturþýzk
stjórnarvöld sem eru aðeins
einn þátttakandi af mörgum.
Um hvað er verið að
semja?
Ríkisstjórn íslands er þannig
auðsjáanlega að ræða og semja
um einhver sérstök atriði ein-
hliða við vesturþýzk stjórnar-
völd. Þetta er ennþá augljósara
þegar þess er gætt að ekki eru
nema tveir mánuðir síðan Gylfi
Þ. Gíslason, Gunnar Thoroddsen
og Jónas Haralz dvöldust viku-
tíma í Bonn og áttu leynilegar
viðræður við vesturþýzk stjórn-
arvöld — og þar á meðal við
skrifstofustjórann í utanrikis-
ráðuneyti Vesturþýzkalands.
Framhald á 3. síðu.
Öfltigl verk-
PARÍS 28/11 — öll flutninga-
starfsemi og iðnaðarframleiðsla
var lömuð í Frakklandi í dag
vegna þess að starfsmenn við
rafmagn og járnbrautir hófu 24
stunda verkfall til þess að leggja
áherzlu á kröfur sínar um hærri
laun.
Strætisvagnastjórar, starfsmenn
flugvalla og starfsfólk við kjarn-
orkuver taka einnig þátt í verk-
fallinu.
Nefnd SÞ neiteg
ism dvöl é Angóla
NEW YORK 28/11 — Fimm
manna nefnd, skipuð af allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðannaj
hefur gefið stjórnarvöldum
Portúgals það ráð að ganga til
samninga um lausn Angóla-
vandamálsins. Nefndin hefur það
hlutverk að rannsaka kúgun
Portúgala í nýlendunni, en
portúgölsk yíirvöld hafa neitað
nefndinni að koma til Angóla
til að kynna sér ástandið þar af
eigin raun.
Félagsfundur ÆFR
í kvöld kl. 9. efnir Æ.F.R^
til félagsfundar í félagsheimill
sínu. Tjarnargötu 20. Á dagskráj
eru: a) félagsmál, b) önnur
mál. Félagar eru hvatlir ti|
að mæta stundvíslega.
Þjóðviljamnn barst í gær
svohljóðandi fréttatilkynning
frá Framkvæmdabanka Is-
lands:
„Efnahagssamvinnustofnun-
in í Washington hefur með
samningi dags. 25. október sl.
samþykkt að veita lán að
fjárhæð 15 milljónir króna til
hafnarframkvæmda hér á
landi af fé þvi sem Banda-
ríkjastjórn eignast hér á landi
vegna sölu á landbúnaðaraf-
urðum.
Bandaríkin ákveða hafnar-
framkvœmdir á Islandi
Fyrirhugað er að lánsféð
skiptist milli 15 hafna. Verð-
ur það notað til greiðslu
kostnaðar við framkvæmdir,
sem unnar verða frá gildis-
töku samningsins, Sendiráð
Bandaríkjanna héfur nú greitt
Framkvæmdabankanum 8,5
milljónir króna, sem fyrstu
útborgun lánsfjársins."
Þessi frétt sýnir ljóslega
hvernig Bandaríkin eru nú
farin að haga „efnahagsaðstoö“
sinni við Islcndinga. Áður
Framhald á 2. s ðu.
Lúðvík Jósepsson
" ■
Miðvikudagur 29. nóvember 1961 — 26. árgangur — 275. tölublað
V
/