Þjóðviljinn - 29.11.1961, Page 7

Þjóðviljinn - 29.11.1961, Page 7
í^réttin hér fyrir ofan birtist á forsíðu Morgun- blaðsins s.l. sunnudag, og hún hlýtur að hafa orðið ærið umhugsunarefni þeim lesendum sem festu trún- að á skrif blaðsins um kjarnorkusprengingar Sovétríkj- anna fyrir skemmstu. TVforgunblaðið hélt því sem kunnugt er fram að stór- 1 sprengjur Sovétríkjanna væru algert einsdæmi, aldrei fyrr hefðu mannkyninu verið boðnar þvílíkar ógnanir. Nú játar blaðið iað Bandaríkin hafi haft slík- ar stórsprengjur árum saman og þær hafi verið hinn mikilvægasti þáttur í hernaðarundirbúningi þeirra. Þessiar risasprengjur voru reyndar á Kyrrahafi 1958. (Bandaríkjamenn gættu þess að hafa tilraunirnar sem fjærst sínu eigin landi, en skeyttu ekkert um hættuna sem leidd var yfir aðrar þjóðir). Þá varði Morgunblaðið risasprengingarnar af alefli og fór hinum hraklegustu orðum um alla andstæðinga kjarnorkuvopna. ll/lorgunblaðið hélt því einnig fram að risasprengjur Sovétríkjanna gætu naumást flokkazt til vopna; tilgangur þeirra væri sá einn að hræða „frjálsar þjóð- ir“ þil undirgefni. Nú viðurkennir blaðið að Bandarík- in hafi „undanfarið ár“ stöðugt haft flugvélar á sveimi, búniar kjarnorkusprengjum „sém áð sprengiorku jafn- gíítu "físasþrérigju lþéifri, 'er Russár sþrengdu við Nov- aya Zemlya hinn 30. nóvember sl.“ Þessar flugvélar hafi hvern dag verið þess albúntar að kasta farmi sín- um yfir Sovétríkin, og þar sé að finna „skýringuna á því hvers vegna Rússar gáta ekki hætt við tilraunir símar með 50 megalesta sprengjuna.“ Þessi nýja frétt iMorgunblaðsins kemur þvert á allar . 1. ' i• ! f.‘. í ' ■ fyrri staohæfingar þess; og tilraunir til æsinga á siðferðilegum forsendum. Engu áð síður er ljóst hvers vegna ritstjórarnir velja henni stað á forsíðu af mikl- um fögnuði. Þeir eru himinlifandi yfir því að Bandarík- in eiga engu minni helsprengjur en Sovétríkin, það hríslast tilhlökkun um taugar þeirra yfir því að vita slíkan farm svífa yfir hnettinum dag hvern; þeir telja bandarískar helsprengjur góðar og tilraunir með þær fagnaðarefni. Þeir skilja ekki riú frékár en fyrr það fólk sem telur vígbúnaðarkapphlauþ stórveldanna lífs- hættulegt og ber af einlægni fram kröfur um að bund- inn verði endir á vitfirringuna með skynsamlegum samningum. — m. Útgefandi: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. Risasprengjur í flugvélum Ixmdon, 25. nóv. (NTB) BREZKA dagblaðið Dail y Express skýrir frá því £ dag að bandarískar sprengjuflug- vélar ó eftirlitsflugi hafi und- anfarið ár ætíð verið búnar kjarnorkusprengjum, sem að sprengiorku jafngiltu risa- sprengju þeirri, er Bússar sprengdu við Novaya Zemlya hinn 30. nóvember sl. Hefur blaðið það eftir vls- • indafréttaritara sinum. að B-52 sprengjuflugvélarnar beri að jafnaði tvær 25 megalesta Icjarnorkusprengju og só þvi hver flugvél fær um að eyða tveim skotmörkum i sömu ferðinni. Fréttaritari segir þetta vera skýringuna á því hvers vegna Rússar gátú ekki hætt við til- xaunir sínar með 50 mega- lesta sprengjuna. Segir hann þetta einnig skýra það hvers vegna Bandarikjastjórn hefur verið svo sannfærð um að Bandaríkin hefðu fprustuna í smíði kjarnorkuvopna. Hér segir Arnór Hanni- balsson írá úrslitaárás nokkur hundruð vopn- aðra íhaldsmanna á heimili Ólafs Friðriks- sonar í Suðurgötu 14. Áhlaupaliðið er búið skotvopnum og bareíl- um og hresst á siríðsöli. Minna mátti ekki gagn gera ef takast átti að handsama rússneska drenginn Nathan Fried- man, sem íslenzk stjórn- arvöld höfðu ákveðið að þola ekki í landinu. Byrjað var á því að ryðja götur, sem ,,áhlaupasveitin“ (orð Mbl) ^xurfti að fara um, ' Vonarstrætí, Suðurgötu og leið- ina upp í fangahús. Hafði hvarvetna við þessar götur safnazt ^núgur og margmenni, til þess að fylgjast með að- gerðum. Klukkan 1 e.h. kom síðan tilskipun um að hefja áhlaup. Fremst ruddust tvær sveitir, vopnaðar rifflum, kylfum og axarsköftum, alls 80 manns. Rifflarnir voru óhlaðnir (að því er Jóhanni P. Jónssyni sagðist frá seinna), en sérhver hermaður hafði skotfæri í vas- anum til þess að hleypá af, hvenær sem með þyrfti. í kjöl- fár áhlaupasveitanna óku svo vörubílar hlaðnir sjúkrabörum og hjálpartækjum. Að vörmu spori hafði á- hlaupasveitin umkringt hús Ólafs Friðrikssonar, Suðurgötu 14. Gekk þá „lögreglustjórinn“ og „herforinginn", Jóhann P. Jónsson, í skjóli manna sinna upp að norðurdyrum hússins og las upp fyrir dyrum úti til- skipun um handtöku Ólafs Friðrikssonar. Ólafur tilkynnti, að hann myndi ekki Ijúka u.pp dyrum. Gaf þá „lögreglustjóri" skipun um að brjóta upp dyrnar, og var svo gert. Komu hermenn þar að Ólafi, og sat hann í'stofu ásamt með 13 mönnum öðrum. Voru þeir tafarlaust handteknir, og átta manná settir í járn. Með til- styrk ofureflis vopnaðra her- manna voru þeir færðir út úr húsinu, hent upp á vörubíla, sem biðu á götunni fyrir neðan, og ekið með þá upp í fangahús ásamt öflugum verði. Meðfram leiðinni upp í fangahúsið að Skólavörðustíg 9 höfðu stillt sér bæði stuðningsmenn og and- stæðingar Ólafs, og hvöttu þeir hann ýmist eða atyrtu. Víð anddyri fangahússins stóð Ólafur Thors gleiðgosalegur með kylfu í hendi og hrópaði ókvæðisorð ' að Ólafi Friðriks- ur okkar hjóna hafði tekið að sér. En í hvert sinn sem varð- skiptr urðu, þvi alltaf voru verðir um okkur, var sami örðugleikinn að fá að síma og ókurteis framkoma. — Ég hafði orðið að fallast á er ég fékk leyfi „lögreglustjóra“ til að síma, að einhver hlustaði alltaf á mig. I þriðja sinn sem ég símað.i kom inn Sæmundur lög- regluþjónn og ætlaði að taka af mér símaáhaldið, en eftir nokkurt þóf viðu.rkenndi hann að þetta kæmi sér ekkert við. Annars vil ég taka það fram, að þrír varðmenn afsökuðu framkomu sína með því að þeir væru skipaðir til aðstnðnr löa- reglunni, og ef þeir óhlýðnuð- ust, myndu þeir sæta sekt“. Frú önnu var þannig haldið sem fanga á franska sm'talan- um þar til klu.kkan 18 þann 25. nóvember. Frþ heimkomunni segir hún eftirfarandi: „Heimilið er allt í rústum. Þar var ekkert brotið áður. en er nú mikið brotið og braml- að í stofum, þar sem engir komu inn við handtökuna. Heimi.li mitt hafði veri.ð í vörzlu varðliðsins. Skrifborð mi.tt var brotið unp og einía- bréf mín tekin til yfirlits nið- ur í Iðnó. öll skiöl manns míns voru tekin út í bal.a og sumt af því mun hafa glatazt þar sem það lá á víð og dreif , á eftir, enda var- að minnsta kosti einn vörðu.rinn dru.kkinn“. Rússneska drengnum vaiv haldið sem fanga í franska spítalanum þar til hann var sendnr alfari frá ísland.i með Gullfossi þann 28. nóvember. I átökum þessum var enginn drepinn, en tveir drengir voru slas’aðir. Ein bifreið rann unp á gangstétt, sem þéttur mann- mannfjöldi stóð á. Gunnar Guðjónsson, unsur piltur, skarst þá illa á fæti og hlaut Hvítliðasveitin gengur frá Suðurgötu 14 með fanga sína að unnu afreki. Fremstur með kylfu í hendi skálmar Haraldur Johannes- ^ sen bankafuiltrúi, faðir Matthíasar Morgunblaðsritstjóra. Bakvið hann gcngur Björn Rósenkranz kaupmaður (með loðhúfu), hægra megin við hann er fangi að nafni Guðmundur. Ekki hefur tekizt að þekkja hvítliöann mcð dökka hattinn, en að baki honum er fangi (með Ijósa derhúfu) Ölafur Brynjólfsson sem drukknaði í Halaveðrinu með Magnúsi bróður sínum. Fyrir aftan hann er svo maður með dökka húfu, einn fanganna, Valdimar Stefánsson faðir Þráins, erindreka Framsóknarflokksins. Fanginn með derhúfuna i dökkum fötunum er Pálmi heitinn Jónsson, síðar bókaútgefandi á Akureyri. Að baki honum er hvítliði með harðan hatt, Þorkell Ólafsson söðlasmiður. Fremst tll vlnstri er hvítliði með derhúfu í ljósum buxum og reiðstígvélum, Karl Þorsteinsson bakari. Maður baðvið hann með hvíta húfu elr fangi, Hjálmtýr heitinn Waage sjömaður. Enn aftar er Hjörtur heitinn Hansson stórkaupmaður (með harðan hatt). Dökkklæddi maðurinn með glansderhúfuna niðurundan glugganum er fangi, Ásgeir Möller Guðjónsson. Við hlið hans með ljósa húfu er hvítliði, Helgi Jónsson skrifstofumaður, bróðir jóhanns P. skipherra og Iögreglustjóra. i’ syni, er hann var leiddur í járnum inn í húsið. Samtímis þessu höfðu hafizt mannaveiðar úti um allan bæ, og voru menn handteknir á götum úti og í húsum inni ög fluttir upp í fangahús. Hendrik Ottósson, eindregnasti stuðn- ingsmaður Ólafs Friðrikssonar, var hanjdtekinn heima hjá sér að Vesturgötu 29, og segir hann frá því í bók sinni „Frá Hlíð- arhúsum til Bjarmalands11. Hendrik hafði farið í liðssöfn- unarferð um morguninn niður að höfn og upp í Gutenbergs- prentsmiðju, en varð nú minna ágengt en í hið fyrra skiptið. Olli því andróður Jóns Bald- vinssonar og hans félaga gegn Ólafi Friðrikssyni. Við inn- ganginn í Gutenberg mætti Hendrik Jóni Baldvinssyni, all þungbúnum á svip. Jón spyr Hendrik, hvernig honum lít- ist ó. Hendrik svaraði með því að segja, að framkoma þeirra Jóns :og félaga verði ekki. köil- uð annað en svik. Skildu ‘þeir þar að skiptum. — Er Hendrik lauk liðssöfnunarleiðangri sín- um. höfðu hvítliðar þegar kom- ið á vettvang í Suðurgötu 14, og sá hann sér því þann. kost vænstan áð fara helm til sín á Vesturgötu. Varð Hendrik þess heiðurs aðnjótandi, að hand- töku hans annaðist sjálfur sjó- liðsforinginn ásamt með ýms- um ypparlegustu hjálparmönn- um sínum úr hvítliðinu. Voru þeir kampakátir yfir að hafa komið „lögum“ yfir svo hættu- legan andstæðing. Alls. voru handteknir þennan dag 26—28 manns (heimildum. ber ekki: saman). , Þegar er Ólafur Friðiáksson hafði verið. handtekinn j' Suð- u.rgötu 14, hóf lögregla og hvítlið leit um allt húsið. Með brugðnum byssum gengu þeir úr einu herberginu í annað og eirðu engu, enda margii' hvít- liðarnir meir eða minna drukknir af hrennivíni því, sem þeim hafði verið úthlutað. Þá er þeir höfðu grandskoðað neðri hæðina fóru þeir upp á efri hæð og gerðu henni sömu skil. Loks komu þeir að rúss- nesk'a drengnum og fósturmóð- ur hans uppi á háalofti. Hafði drengu.rinn grátið allan morg- uninn. Þannig framkvaemdi íhaldið sóttvarnarlög —■ sam- kvæmt umrhælum lækna var augnveiki hans ekki smitandi. nema tár eða útferð kæmust í augu annarra manna. Vo^u þan nú bæði þegar tekin höndum. og stóð fyrir verki Sjgurjón Pétursson/ 1 viðtali við Alþýðu- blaðið þann 28.. 'nóv. sagði frú Anna Friðri.ksson frá þessu og m.a. eftii'farandi: „Undir eins og við komum. niður stigann greip Sigui'jón Pétui'sson óþyrmilega í hand- legg di’engsins, sem var kjökr- and.i, og þegar ég bað Sigurjón u.m að fara vel með drenginn skcytti. hanl) þyí engu, og þeg- ar di’engurinn. þá fór að gráta og ég vildi hugga hann, þreif hann í mig og sagði mér að vera ekki að þessu. Á leiðinni niður að bílnum, hljóp Sigur- jón svo hart, að ég sem hélt í aðra hönd d.rengsins, var hvað eftir annað næstum dottin. Hann kastaði mér næstum því upp í bílinn. Ég veitti ekki minnstu mótspyrnu. Ekið var með okkur niður,. í Iðnó. Þar voru settir verðir um mig og di’enginn, Hallgrím- ur. Benediktsson stórkaupmaöur og Bei’thelsen kauDmaður. Verð- irnir voru au.gsýnilega mjög hræddir um sig. Síðan kom inn Matth. Einarsson læknir og spu.rði mig kurteisiega hvort ég vildi -fylgja drengnum til herbergis úti í bæ, þyí að í Iðnó gætum við ekki v.eriö . lengurl Ég-svaraði að ég vildi að minnsta kosti fara með hon- u.m til þess að sjá hvað geri yrði. við drenginn. Þá var ekið með okkur upp í franska spít- alann og inn á skrifstofu læknisins. Flallgrímur Bene- diktsson fylgdist með sem vörð- ur og hegðaði sér ókurteislega. sem líklega hefir þó mest verið vegna þess, hve-hræddur hanr var um sig. Afsakaði hann' sif síðai’ með því að hann vær; þarna eftir skipun. Þá var drengnum og mér vísáð á herbergi og fengum við þar sæmilega þjónustu. Sam? kvöld, eftir að ég og drengur-- inn vorum háttuð, kom sami maður þjótandi inn í herbergic án þess að berja né taka ofar höfuðfatið og hei.mtaði vasaljór sem d.rengurinn hafði verið ac' leika sér með. Ég fekk ehgar lykil að herbei'ginu um nóttina , Dágkwi eftir byi’jaði fyrsí' fyrir alvöru hi’analeg fram- koma hvíta liðsins. Þegar ég kom inn á skrifstofuna til að síma, var mér fyrst neitaður aðgangur af einhverjum drengiu.m sem stóðu með bai’- efli í höndunum. Loks fékk ég -að . tgla við lcgreglustjórann í síma og spurði ég hann hvort ég væri fangi eða ekki. Hann . svaraði mér að ég væri ekki fangi. Ég héimtaði þá 'að fá að fara hvert sem ég vildi, en mér var neitað því með vífi- lengjum. Ég fékk þó leyfi.,til að síma til bai’na min.na, sem .vin- skrámur á höfði og baki. Ann- ar drengur, Björn Hjaltested, marðist illa og tognáði í nára. Frá þessu ságðu Moggi . í ör- stuttri dagbókarkláusu þann 25. nóv. og minntist auðvitað ekki á, að hér hefði hvítliðið verið að verki. Margir hvítliöar voru orðnir drukknir meðan á hernaðar- aðgerðum stóð, og þegar er þeim lauk þutu þeir út um bæ í leit að brennivíni. Markús Jónsson bryti, einn af fremstu stuðningsmönnu.m Ólafs þann 18. nóvember. (nú bóndi að Svartagili í Þingval.lasV'eit) hef- ur skýrt svo frá: „Einn af hvíti.iðunum hélt að af því ég væri í siglingum ætti ég bii’gðir af brennivíni heima, óð heim til mín meðan ég var í steininum, heimtaði vínið, kvaðst ætla að bjarga því! Það yrði gerð húsrannsókn hjá mér á hverri stundu! Ein- hverjir kunningiar mínir voi’u komnir og ráku hvítliðann út. yi.tanlega var aldrei nei.n hús- rannsókn gerð. Hvítliðinn ætl- aði einungis að ná sér í vín, en að kvöldi seinni slagsins voru margir hvítliðanna svín- fullir af smygluðu víni er yf- irvöldin, sem áttu að gæta bannlaganna, höfðu gert u.pp- tækt og veittu nú hvítliðunum ósnart!“ (Þjóðviljinn 7. á- gúst 1960). Aiþýðúbiaðið skýrði frá drvkkiuskap hvftliðanna og skoraði á Mbl. að afsanna bessa staðrevnd, ef það gæti. Moraunblaðið svaraði ekki fyrr en 30. desember (þegar það hefur þótzt visst um að allir hefðu alevmt): „Sjálfsagt hef- ur veri.ð dru.kkið þennan dag eins og aðra d.aaa. Morgun- blaöí.ð mótmælir því hvoi’ki né staðfestir". Me.rkús var einn af. þeim, sem handtekinn var á götu úti þann 23. nóvember, og var hann fluttur inn í fangahúsið skcmmu seinna en Óiafur rriðrikssoh. Stóð. þá Óláfur Thors enn í anddyri hússins og sveiflaði kylfu. „Síðan köll- uðu sjómenn hann lengi Óla tukthússvörð", segir Markús í viðtalinu við Jón Bjarnason (Þjóðv. 7.VIII. 1960). Ftvítliðið hafði í frammi hinar dólgslegustu aðfarir, æddi um götur, otaði byssum að frið- sömu fólki, hótaði að skjóta það, stinga því inn og bei’ja. Hvítliðar réðust inn í hús í- hatdsandstæðinga í leit að mönnum o.g brennivíni og frömdu víða ýms spjöll. Svo segir frá þessu í Morgunb’aðinu þann 25. nóvember: Sjálfboða- liðið kom fi’am „svo stillilega, kurteislega, i’eglulega, að slíks eru fá dæmi“. Þetta er enn eitt sýnishorn af sannleiksást Morgunblaðs- ins. Þegar daginn eftir skýrði Al- þýðublaðið frá því, hvaða íhaldsmenn hefðu staðið fyrir þessum hvítliðaflokki. Þeir voru, auk „hershöfðingjans", Jóhenns P. Jónssonar: Axel Tuiinius formaður Skotféiags Reykjavíkur, Valgeir Björnsson verkfræðingui’, Ólafu.r Thoi’s, Kjartan Thoi’s, Hallginmur Benediktsson heildsali, Björn Ólafsson kaupmaður, Þorsteinn Scheving lyfsali, Sigurjón Pét- ursson, Magnús Kjaran, Kofced-Hansen skógræktar- stjóri, Skúli Skúlason blaða- maður og fleiri. Að lokinni handtökuhi’inunni var Reykjavík á valdi þessara ribbalda, úrhraka og óaldar- manna, sem hvítliðið samanstóð af. „Enginn maður mátti um fi’jálst höfuð strjúka", ságði Alþýðublaðið 24. nóvember. Enginn íhaldsand.stæðingur var óhultur um líf sitt og lirni. Haukur Helgason limmtugur Afmæliskveðja Kæri félagi! Þá er nú aldurinn farinn að færast yfir þig líka, ungan og síkvikan! Vertu veikominn í hópinn til „öldunganuia“! Mér finnst ennþá eins og það væri í gær, þegar þú komst til mín á Njálsgötuna fyrir stríð, fullur af áhuga fyr- ir sósíalismanum og útbreiðslu hans beint frá Svíaríki. Og þeg- ar þú fórst og lagðir af stað til ísafjarðar, hugsaði ég með mér: Ekki þurfum við ,að ör- vænta um framtíðina, þegar svona ungir áhugamenn eru að bætast í hópinn. Og síðan er nú brátt liðinn aidarfjórðungur, eitt viðburða- ríkasta baráttuskeið íslands- sögunnar. Þú hefur háð alla Þá hildi með okkur, Haukur, og aldrei legið á liði þínu, þegar flokk- urinn liefur þig til kvatt. Við þökkum þér alla, þá baráttu þína, Haukur, allt starfið á fsa- firði og í Reykjavík, alla þína þrautseigju . og árangursríku baráttu í Strandasýslu, þar sem þú jókst í sífellu atkvæðatölu flokksins, kosningu eftir kosn- ingu. Sósíalistaflokkurinn sendir þér sínar innilegustu heilla- óskir i dag og vonast til þess að mega enn. iengi njóta þinna ágætu krafta. Og ekki er þess hvað sízt þörf á þessum „síðustu og verstu dögum“ borgaralegra blekkinga, að þú haldir uppi heiðri hagfræðinnar, okkar maxistisku efnahagsvísinda, þegar við liggur að borgara- legir blekkingasmiðir komi ó- orði á þína ágætu vísindagrein. Ég þakka þér persónulega áratuga vináttu og sameiginlega baráttu, — fundanna, sem við háðum saman á Vestfjörð- um minnist ég alltaf með mik- illi ámægju. Ég árna þér og þinni ágætu konu og allri fjöl- skyldunni allra heilla á þess- um heiðursdegi og vona að enn eigum við eftir að berjast lengi hlið við hlið, þegar fs- landi og alþýðu þess liggur á. EINAR OLGEIRSSON. ★ ★ ★ Mér er mjög kærkomið að senda vini minum, Hauk Helga- syni, þessa afmæliskveðju í til- efni af því , að hann er fimm- tugur í dag. Kemur þar til margra ára vinátta okkar og samstarf. En því miður valda ýmsar á- stæður því, að þessi kveðja verður af meiri vanefnum gerð en ég hefði kosið og ýmsu verð- ur að sleppa. sem gaman hefði verið að minnast á, t.d. störf hans í bæjarmálum ísafjarðar á þeim árum, sem hann dvaldi hér. En fyrir þau og margt annað, sem hanh vann hér, stöndum :við ísfirzkir sósíalist- ar í þakkarskuld við hann. Haukur er fæddur og uppal- inn á ísafirði. Foreldrar hans eru hjónin Lára Tómasdóttir ög Helgi Ketilsson, Odda. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1933 og las síðan hagfræði í Stokkhólitii. Að námi loknu kom hann aft- ur heim á æskustöðvarrcar og gerðist starfsmaður Útve|s- bankans hér. 1946 flutti hafin búferlum til Reykjavíkur. Þar starfaði hann fyrst sem fiíll- trúj Sósíalistaflokksins í Víð- skiptaráði en síðan í Útvegs- bankanum, og þar vinnur haiin xiú. Skömmu eftir heimkomuna gerðist Haukur virkur þátt- takandi í íslenzkum stjórnmál- um. Hann var fyrst kosinri; í bæjarstjórn ísafjarðar 1942 sem fulltrúi Sósíalistaflokksjns á svo nefndum ,,Hristingslista'!, Framhald á 10. siíju. 2.y(rry,£j' ■ g) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29. nóvember 1961 Miðvikudagur 29. nóvember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — {Jfo

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.