Þjóðviljinn - 17.12.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.12.1961, Blaðsíða 3
■-» Þó Almælishappdrætti Þjóð- viljans; sá aö vísu ekki mið- deDiil í jólaþvarginu, þótti okkur rétt að kíkja á piltana, sérstaklega þar sem nú er að koma í þá glírnúskjálfti fyrir Þo'rláksmessúdag, en þá verð- ur dregið næst. Úti á Þórseötu 1 sitja beir Trv.ggvi Emilsson og L-'.rus Valdimái’sson. Lárus Skag- stréndingur er einskonar dír- ektör og -séffi þar úti, sá sem ' hejdur öllum þráðum, sá sem veit allt og hann er rúsínari sem við geymum í viðtalsend- ann. Tryggvi Emilsson, verka- maður er um stundarsakir starfsmaður happdrættisins. Hann er bjartsýnn, glaður og reifur og leikur als oddi. Hann segir að salan sé nú þegar farin að örvast og að deildastarfið sé £ talsverðum uppgangi. Fylkingarumþoðinu stjórnar Ingvaldur Rögnvaldsson af sinni alkunnu lipurð og rögg- semi. Þar er margs að gæta og Ingvaldur talar allan dag- inn við allt og alla, nema blaðamenn. Hans aðstoðar- maður og fullmektugur er Hrafn Magnússon. Hann sit- ur þarna og vélritar með Biblíuaðferðinni, segir fátt en vinnur því meira. Frammi á ganginum, gegnt skrifstofunni, hangir tafla yf- ir metsölumenn Fylkingarinn- ar og þar er efstur á blaði, Lúðvík nokkur Helgason, sem mér er sagt að sé verzlunar- stjóri í KRON á Hrísateigi. Hann er skráður þarna með 100 miða selda. Ég hringdi í manninn og spurði hann hvernig hann færi að því að ná -slíkum árangri. „Maður verður að hafa brennandi áhuga og skilja miðana aldrei við sig. I stuttu máli hafa augun opin fyrir öllum möguleikum. Mér finnst mun auðveldara að selja happ- drætti Þjóðviljans nú en oft áður. Ég er sannfærður um að aukavinningafyrirkomulag- ið gerir það mun útgengilegra en önnur svipuð happdrætti." Eins og ég reit hér áðan, skyldi Lárus verða rúsínan í viðtalinu. „Ég skal segja þér það, að hingað kemur fjöldinn allur af fólki sem undanfarin ár hefur fengið happdrættismiða. Nú kemur það hingað og seg- ist hafa selt miða, — í fyrsta sinn. Yfirleitt er fólk afar hissa á því hve auðvelt er að koma miðunum út. Úti á landi hefur víða náðst frábær árangur og má þar til nefna Húsavík, Hólmavík, Vestmannaeyjar, Selfoss, Nes- kaupstað og marga fleiri staði. Á Húsavík hefur náðzt albezti einstaklingsárangurinn, einn sölumaður þar, sem er nói raunar kona. hefur selt uppundir 100 blokkir. Svo má segja þá sögu frá Seyðisfirði, að umboðsmaður okkar þar, komst í þrot fyrir síðasta drátt og hringdi hing- að til okkar £ öngum si'num og bað okkur að bjarga sér úr yfirvofandi lifshættu, þvi menn væru orðnir aðgangsharð- ir og allir vildu fá miða. Við sendum honum 15 blokkir með hraði, sem seldust upp seinni part dagsins, sem þær komu austur. Svo er líka rétt að geta þess, að þangað fór um daginn einn stærsti auka- vinningurinn, borðstofuhús- gögn. Nú, og múrari nokkur í Kópavogi er búinn að selja 85 blokkir, hann er Skagstrend- ingur eins og ég og við erum drjúgir Norðlendingar. Ég held að almenningur geri sér það yfirleitt ljóst, hvaða þýðingu Þjóðviljinn hefur fyrir hann, og vilji styrkja þetta málefni. En auð- vitað væntir hann betra blaðs og fjölbreyttara. Erfiðleikarn- ir, sem við höfum átt í vegna pressunnar undanfarið, ættu að undirstrika nauðsynina". G.O. AFMÆLIS- HAPP- DRÆTTIÐ Sunnudagur 17. desember 1961 — ÞJÓÐVILJINN — (3’ Rétt og rangt Morgunblaðið lætur í ljós mikinn fögnuð yfir því að Danir hafa nú látið undan þrýstingi Vestur-Þjóðverja.. Finnast í blaðinu. það mikil tíð- indi og góð að gengið hefur verið frá sameiginlegri her- stjórn Vestur-Þjóðverja og Dana á Eystrasalti og að þýzkir hershöfðingjar geta nú á nýjan leik hreiðrað um sig í landi þaðan sem þeir voru hraktir fyrir rúmum hálfum öðrum ái’atug. Þannig eiga smáríkin að hegða sér, segir blaðið, feila niður allar fornal.darhugmyndir um sjálf- stæði og rétt, en beygja sig undir næsta stórveldi. Ekki eru ýkjamargir dagar síðan Morgunblaðið þóttist flytja þveröfugar kenningar. Þá bar það sér mjög í munni óskir Sovétríkjanna um hern- aðarviðræður við Finna og taldi m.a. að stórveldið myndi æskja sameigjnlegrar her-<j> stjórnar á Eystrasalti. Þá var rætt innfjálgum orðum um sjálfstæði og rétt smáþjóða og sýnt fram á það með marg- víslegum rökurn að þá væru Finnar illa komnir ef þeir gerðu samninga. hliðstæða þeim sem 'Danir hafa nú und- irgengizt. Kannski eiga sumir lesend- ur Morgunblaðsins erfitt með að finna samkvæmnina í þessu. En þeir hafa þá ekki áttað sig á því að málgagn þeirra hefur aldrei haft neinn áhuga - á sjálfstæði og rétti nokkurrar smáþjóðar heldur aðeins einblínt á stórveldin. Heimilt er að svipta litla þjóð öllum sjálfstæðum viðbrögð- um, ef „rétt“ stórveldi á í hlut; og ‘því aðeins hefur smáþjóð heimild til að standa á rétti sínum, aö hún eigi samskipti við „rangt“ stór- veldi. Þetta er sama afstaða sem veldur því að Morgunblaðið „fagnar“ kjarnorkusprenging- um Bandaríkjamarina en tel- ur . tilrau.nir Rússa hættuleg- ar lífi mannkynsins. Einmitt nú þegar búizt er við að Bandaríkin hefji senn kjarn- orkusprengingar í andrúms- loftinu, brcgður svo við að málgögn Sjálfstæðisflokksins skýra frá því dag eftir dag að því fari fjarri, að helryk sé hættulegt; þvert á móti hafi vestrænir vísindamenn að undanförnu étið strontíum 90 í tilraunaskyni og aldi’ei verið hraustari en nú. Austri. LAM PAR NÝfT ÚRVAL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.