Þjóðviljinn - 20.12.1961, Side 3

Þjóðviljinn - 20.12.1961, Side 3
■■ásr Börnin hjá'pa mömmu til við baksturinn og þarna eru þau að skera út dýrin. Mamnia fletur út deigið fyrir þa’i. Frá vinsíri: Einar, Sunneva, Guðmundur og Auður. — Myndirnar tók Ijós- myndari Þjóðviljar.B, Ari Kárason. •:' V' mmm illl .-.•.• •.•■■.•Vv.-.V.- § f 'Jll i fara að byrja, mamma?“ Ég reyni að gera þejm þetta auð- velt, hef útflatta deigið þykk- ara en venjulega svo þau ráði betur við það. Þegar bú- ið er að baka dýrin er spraut- að á þau með glassúr, þau eiga að fá að hjálpa til við það líka núna, en það hafa þau aldrei gert áður. En þau eru lika miklu flinkari nú en í fyrra. • DEIGIÐ EINS GOTT OG KÖKURNAR Nú er Einar litli búinn að sting^ upp í sig stórum deig- bita. Honum finnst nefnilega deigið fullt eins gott og kök- urnar sjálfar, en hann við- u.rkennir samt að maður geti fengið vont í mæja af því. Meðan mamma lagar kaffi *handa þessum skrýtnu gest- um sem koma og trufla mitt í bakstrinum, tölum við dá- lítið við börnin. Við spyrj- um m.a. hvað þau aetli að verða þegar þau eru orðin stór. Einar ætlar að verða trakt- ormaður. Sunneva er ekki al- veg ákveðin, en hún ætlar að minnsta kosti að verða mamma og þá ætlar hún allt- af að leyfa börnunum sínum að hjálpa sér að baka. — Og Guðmundur? — Ég ætla að verða eitt- hvað á sjónum, fiskimaður helzt. — Jæja, ætlarðu þá á tog- ara? — Nei, ég ætla á handfæri. Það er skemmtilegast. Ég hef oft farið á handfæri með pabba mínum. • VOLKSWAGEN Á LAUFABRAUÐIÐ Nú kemur Auður með kaff- ið og þessar fínu kökur með. Hún segir okkur að auk smá- kakanna baki hún líka alltaf laufabrauð. — Síðan húsmæðraþátturinn kom með uppskriftina, slepp ég ekki við það. og þau fá að skera út með mér. En þau eru nú ekki alltof vanabund- in í laufskurðinum og hálf- gert tímanna tákn er það, að á fyrsta laufabrauðið sem Guðmundur skreytti var skor- inn út stór Volkswagen. — Okkur langar að biðja þig að gefa okkur uppskrift af uppáhalds jólakökunum þinum til að birta í blaðinu. — Ja, ég er svo vanaföst að mér sjálfri finnast alltaf vanilluhringirnir beztir. En það eiga nú allir uppskrift af þeim. En ég skal gefa ykkur uppskrift af þessum stjörnum hérna og hafra- flani sem er mjög vinsælt hér á heimilinu. KÓKOSSTJÖRNUR 250 g hveiti 175 g smjörlíki 75 g flórsykur 1 egg Þetta er hnoðað og flatt út og stungið út í litlar stjörn- ur. Á miðjuna á þeim er svo settur kókosmassi með teskeið og í honum eru: 150 g' kókosmjöl 150 g flórsykur 1 egg. IIAFRAFLAN 200 g haframjöl 150 g smjörlíki 3 dl. sykur 2 matsk. hveiti 2 tcsk. lyftiduft. 2 egg. Smjörlíkið er brætt og hafra- mjölið sett útí. Sykurinn og eggin eru fyrst hrærð saman og síðan hrært saman við smjörlikið og haframjöiið með hveitinu og lyftiduftinu. Deig- ið er sett á vel smurða plötu með teskeið. Það þarf að hafa langt á milli kakanna því deigið rennur út við hit- ■ann og þétta verðu stórar, flatar kökur. — Það er líka gott að setja tvær og tvær saman með rjóma og sultu á milli. • BÍLDEKK FYRSTA IILUT VERKIÐ — Hlakkið þið til jólanna, krakkar? — Jahá. — Svarið er ein- róma. — Til hvers hlakkið þið mest? Sunneva og Einar verða undirleit. Þessu vilja þaú ekki svara. En Guðmundur segist hlakka langmest til að sjá hvað systkinum sínum finnist um jólagjafirnar sem hann er búinn að kaupa handa þeim. Hann ber út Þjóðviljann á Seltjarnarnesi og þannig hefur hann getað unnið sér ,inn fyrir jólagjöf- um sjálfur. Svo hlakkar hann. mikið til Litlu jólanna i skól- anum. l>ar á hann að leika. var einmitt nýkominn af æf- ingu þegar við komum. Hvað hann leikur? ’— Ég leik bíldekk sem springpr. Ég er vinstra fram- hjólið á Gamla Ford! — Ó, ó, ó, hvað hefur nú gerzt? • Auður stekkur á fætur og dregu.r plötu útúr ofninum. Það er hryggileg sjón. Sum dýrin eru alveg kolbrennd og önnur orðin brún. en ekki gul og falleg eins og þau sem fyrir eru. Svona getur farið þegar gesti ber að garði og þejr fara að halda húsmóðurinni uppi á snakki yfir kaffibolla í stað þess að láta hana í íriði við ofninn. Enda vitum við uppá okkur skömmina og flýtum okkur að þakka fyrir okkur og kveðja. Jólagjafirn- ar í „gamla daga" Næst löbbum við inná Laugaveg. Alla leið inn fyr- ir Hlemmtorg. Jóna ísleifs- dóttir. kona Grims Th. Gríms- sopar verkamanns, er að gæta barnabarnanna sinna þegar við kqmum. Við innum hana ■eftir jólaundirbúningnum, hvernig hann gangi. — O, blessuð verið þið. Maður er hættur að gera eins mikið fyrir jólin og áður. Ég Framhald á 14. síðu ( jÓLA- ÖNNUM Gagn- kvæmar gjafir? Áróðursmenn ríkisstjórnar- innar eru farnir að haída því fram að viðreisnin hafi ekki aðeins haft hin blessunarrík- ustu áhrif hér innanlands, heldur móti hún nú i æ rík- ara mæli efnahagskeríi ann- arra þjóða. Þannig hefur Morgunblaðið skýrt frá því tvívegis að undanförnu að Tékkar hafi lækkað verð á skófatnaði um 25—35%, og tékknesk hreinlætistæki hafi verið lækkuð um 30%í Ekki birtir Morgunblaðið þó þessar írásagnir sem vott um hjarta- gæzku tékkneskra kommún- ista, sem renni svo til rifja þrengingarnar á íslandi að þeir séu farnir að flytja hingað varning í góðgerða- sk.yni, heidur viil það halda því fram að Tékkar hafi áð- ur arðrænt okkur með okur- verðlagi. Almenningur veit það af eigin reynslu að tékkneskir skór og tékknesk hreinlætis- tæki eru nú miklum mun dýrari í verzlunum en fyrir gengislækkun. Hinsvegar mun Morgunblaðið eiga við gjald- eyrisverðmæti þegar það talar um verðlækkanir sínar, en um það efni segir blaðið naumast hálfa söguna. Það er ekki aðeins svo að Tékkar hafi lækkað verð á sumurn varningi sínurn, heldur hafa íslendingar á móti lækkað verð á fiskafurðum þeim sem seldar eru til Tckkóslóvakíu. Lækkanir þessar vega hvor aðra upp, þannig að fyrir á- kveðið magn af fiskafurðum fæst hliðstætt magn og áður af tékkneskum framleiðslu- vörum. Og þar sem þarna er um vöruskipti að ræða, er það fyrirkomulagsatriði hvern- ig verðlagið er skráð hvora leið. Rikisstjórninni er í lófa lagið að haida miklu lengra á þessari braut. Hún getur vafalaust samið um það við Tékka að þeir gefi okkur á- kveðið magn af skófatnaði og hreinlætistækjum — gegn því að við gefum þeim fisk á móti. Tíma- lýðræði - Tíminn he.fur gníst tönnum yfir því tvo daga í röð að Ein- ar Olgeirsson skvldi vera kos- inn í Norðurlandaráð. í Norð- urlandaráð eru kosnir fimm islenzkir fulltrúar, Alþýðu- bandalagið hefur þingstyrjc til að ráða einum þeirra, og sá þingstyrkur er fenginn í almennum kosningum á ís- landi. Það fyrirkomulag nefn- ist lýðræði og þingræði, en engir eiga jafn torvelt með að skilja hvað í þeim orðum felst og sumir valdamenn Framsóknarflokksins. Það voru islenzkir sósíalist- ar sem réðu úrslitum um það að íslendingar tækju þátt í Norðurlandaráði, en aftur- haldsmenn innan Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins voru þá andvígir þátttöku. Engu að síður reyndu þeir síðan að koma í veg fyrir að sósíalistar yrðu meðal fulltrúanna með því að ákveða að tveir þeirra skvldu kosnir i efrideild og þrír í neðrideild, en þá gátu hernámsflokkarnir fellt sósi- alista með því'-að’ standa sam- an. Árið 1957 skammaðist Framsóknarflokkurinn sín fyrir þetta lýðræðisbrot og stuðlaði þá sjálfur að kosn- ingu Einars Olgeirsso.nar í > neðrideild, og í ár gáfust menn upp á þessum skollaleik og Alþingi samþykkti ein- róma (einnig Framsóknar- menn) að fulltrúar í Norður- landaráð skyldu kosnir í sameinuðu þingi eins og allar hliðstæðar nefndir. En þá gerist það allt í einu að Tim- inn umhverfist vegna þess að lýðræði er látið gilda á þingi og lemur sína menn ekki síður en aðra, þar á meðal Þórarin Þórarinsson. Hvað veldur? Er Timinn svona áfjáðir í að vekja upu aftur hina fornu samstöðu og' lýðræðisbrot hernámSflokk- anna þriggja? Eða fangaði - blaðið til þess að Albýðu- bandalagið fengi ekki fulUrúa ■ vegna þess að það átti rétt ; á honum — heldur fvrir ná3 Framsóknar? — Austri. — - -, Miðvikudagur 20. desember 1961 ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.