Þjóðviljinn - 30.12.1961, Side 4

Þjóðviljinn - 30.12.1961, Side 4
Þessi aðfangavika jólanna hefur að sjálfsögðu sett nokk- urn svip á dagskrá útvarps- ins. Má þar sérstaklega til nefna auglýsingaflóðið sem dunið hefur í eyrum hlust- enda ótrúlega mikinn hluta sólarhringsins, hafi hann ver- ið svo ógsetinn að láta við- tækið standa opið. Sýnir það eitt út af fyrir sig, að marg- ir eru þeir sem eiga nokkra gróðavon fólgna í fæðingar- hátíð frelsarans, og sannast hér, eins og svo oft endra- nær, það sem Steinn Stein- arr kvað: Það skiptir mestu máli að maður græði á því. f?j Barnamessa Sunnudagsmorguninn var flutt barnaguðsþjónusta í Dómkirkjunni, af séra Jóni Auðuns, Ég heyrði hana að vísu ekki, en geri ráð fyrir, að hún hafi verið góð, því venjulega eru barnaguðsþjón- ustur mik'lu skemmtilegri at- hafnir en hinar, sem ætlað- ar eru fullorðnum. Kemur þetta líklega af því að börn eru yfirleitt ekki talin vera eins syndum hlaðin og við hinir fullorðnu, og því ekki talin þörf á að hirta þau með umvöhdunarprédikunum eins og okkur. Það var víst á sunnudags- kvöldið sem Hannes félags- fræðingur flutti enn erindi um brezkan starfsbróður sinn í félagsfræðinni, Thomas Paine, að nafni. Var sá uppi á átjándu öld og fjölhæfur mjög, rithöfundur og meint- ur landráðamaður í sínu heimalandi, áróðursmaður og einskonar utanríkisráðherra í Bandaríkjunum á dögum frelsisstríðinu og þátttakandi í stjórnbyltingunni frönsku. Rakti Hannes sögu þessa fjöl- hæfa manns með hæfilegum hraða og talsverðri frásagn- argeði og var því langt frá að vera leiðinlegur. útvarpsannáll Barna- uppeldi í þættinum Spurt og spjall- að var um það rætt og deilt, hvort börn þeirra mæðra, er stunda vinnu utan heimila sinna, að einhverju leyti,. myndu bíða tjón á sálinni. Virtust sumir mjög eindregið þeirrar skoðunar, að svo hlyti að vera, aðrir virtust vera nokkuð tvístígandi og jafnvel sjálfum sér ósamkvæmir, og enn aðrir, álitu að þetta væri all't í lagi, krakkarnir myndu geta sér að skaðlausu vel komizt af án mömmu, ein- hvern hluta sólarhringsins. Ekki mun ég hætta mér út á þann ís að eggja til þess- ara mála. Aðeins má minna á, eins og raunar allir viðræð- endur virtust vera sammála um, að svona fer það, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Konán sækir æ meira út af heimili sínu í atvinnuleit. Og ég hefi raunar þá trú, að mannskeppnan muni í þess- um efnufn eins og svo mörg- um öðrum læra af eðlishvöt sinni að laga sig eftir þeim breyttu aðstæðum, er af slíkri lifsvenjubreytingu leiða. Vafa- laust verður það öðruvísi fólk, er elst' upp úndir hinu nýja skipulagi, en hvort það reynist verra en við, sem alizt höfum upp á gamla móð- inn, það mun tíminn leiða í ljós. En í hreinskilni sagt: Höf- um við úr svo ýkjaháum söðli að detta? Óánœgt prestsefni VIKAN 17. TIL 23. DESEMBER son guðfræðinemi þáttinn um daginn og veginn. Ingólfur þessi virtist vera í hópi þeirra manna, sem eru óánægðir með allt og alla. En óánægðastur var hann þó með fullveldisfagnaðinn 1. des. og það svo, að hann stakk beinlínis upp á því að þessi hátíðahöld yrðu látin niður falla. En það út af fyrir sig er tiilaga, sem vert er að gefa gaum og taka til alvar- legrar íhugunar. Og eflaust yrði það bezta lausnin úr þeirri sjálfheldu, sem þessi dagur er kominn í, fyrir alla sem hlut eiga að máli, jafnt þjóðina, sem hefur verið rænd sínum fullveldisdegi sem hina, er að ráninu hafa staðið. Myndi þá með tímanum geta fyrnzt yfir þau leiðindi er misnotkun dagsins hefur valdið, bæði hjá þeim er hafa vei’ið þolendur og gerendur misnotkunarinnar. En þrátt fyrir það að Ing- ólfur væri svo hneykslaður yfir fyrrnefndum hátíðahöld- um, taldi hann vel á því fara að biskup landsins hefði verið þar til kvaddur. Má slíkt raun- ar furðulegt heita, af einum guðfræðinema, eftir :þá Ijótu lýsingu, er hann hafði þegar gefið af athæfi þessa dags. Einkennilegt fannst mér um fyrirlesara þennan, hve hann virtist hafa mikinn áhuga á efingu lögreglunnar, og öllu er að lögreglumálum lýtur, og lét hann beinlínis orð falla í þá átt, að hér þyrfti að vera sterk lögregla, af því hér væri enginn innlendur her. Hvað ætlar þessi tilvonandi drott- ins þjónn að gera með sterka lögreglu? Draugarnir i Á mánudagskvöldið flutti Helgi Hjörvar hélt áfram Ingólfur nokkur Guðmunds- Eyrbyggju sinni á kvöldvöku miðvikudagsins, Árni Björns- son lauk við erindl sín um jólagleði og komst að þeirri niðurstöðu að gleðir hefði ver- ið algengar um jól til forna. Hinsvegar brast heimildir fyr- ir því að þær hefðu almennt verið haldnar í kirkjum, en nokkur dæmi voru þó kunn af því tagi. Þeir hafa verið léttlyndir í gamla daga, ekki síður en nú. Jóhannes úr Kötlum hélt áfram lestri sínum úr Þjóð- sögum Jóns Árnasonar, og að þessu sinni las hann um drauga, og fannst mér það góður lestur, því af yfirskil- vitlegum þjóðsagnaverum hafa mér alltaf verið draug- arnir hugstæðastir, og er það mála sannast, að enn í dag munu þeir vera almenningi meiri veruleiki en aðrar þjóð- sagnaverur. Djúnki blifur Eftir síðari fréttir flutti Sigurjón Jónsson frá Þor- geirsstöðum erindi um skaft- fellskan landnámsmann á át- jándu öld, greindi frá örlög- um hans og afkomenda hans á einfaldan og yfirlætislausan hátt og af sögulegri ná- kvæmni, og mun mikil vinna liggja að baki þessa erindis. Á þriðjudagskvöld og föstu- dagskvöld var lesið upp úr nýjum bókum af ýmsu tagi. Af öllu þessu sundurleita les- efni stendur lítið eftir í minn- ingu minni annað en Djúnki, hinn kaþólski yfirbiskup heimskautalandanna, í sel- skinnsstígvélum, og með sína bænabók og brennivínsfleyg í bænabókarlíki, enda gaf Gröndal okkur hinn ógleym- anlega Djúnka í öndverðu og var hér því um skemmtilega endurfundi að ræða, er Bjöm Th. leiddi hann fram á sjón- arsviðið. Kristmann búinn Kristmann las Gyðjuna og uxann fjóra daga vikunnar, og sá nú loks fyrir endann á þeirri löngu sögu. Hefði hún að ósekju mátt styttast all- mikið í flutningi. En um það tjáir ekki að sakast. Það er búið sem búið er. En höfundur sækir á undir lokin. Sagan rís öll og at- burðarásin verður hraðari. örlagaþræðirnir eru dregnir saman af miklum hagleik og sagan endar á þann hátt sem að hefur verið stefnt, og raun- ar á svo skynsamlegan hátt að hver hlustandi hlýtur að skilja, að hún gat ekki endað á annan veg. Og þegar. höfundur hefur lokið hinum síðasta lestri hugsar maður eitthvað á þessa leið: Þrátt fyrir langar og oft leiðinlegar svall- og kvenna- farslýsingar, hefur þetta þó verið vel þess virði, að á væri hlustað. Á" Þorláksmessu fór allt í jólakveðjur. Um þær er ekk- ert hægt að segja, annað en að manni finnst sem þær mættu vera ögn færri. Það er að vísu sjálfsagt að sjómönn- um á hafi úti séu sendar kveðjur gegnum útvarp, en ég fæ aldrei skilið, hvers vegna fólk í landi er að senda gagnkvæmar kveðjur gegnum útvarp, bæði af því að þetta er í rauninni algjört einka- mál, sem hefur ekkert al- mennt gildi, og svo geta menn mi.nnzt vina sinna og komið boðum til þeirra, ' eftir svo mörgum leiðum öðrum. Að svo mæltu óskar annáll þessi lesendum sínum árs og friðar á komandi ári. effir SKÚLA GUÐJÓNSSON frá Lfófunnarsf orgarayarnir í kjarnastyrjöld Nú ræðir háttvirt ríkisstjórn mikið um almennar borgara- varnir. Á dögunum var fenginn hingað til landsins norskur sérfræðingur í hernaðarmálum til að rannsaka möguleika á loftvörnum, og þá fyrst og íremst í höfuðborginni. Ekki skal út í það farið hér hvað norski sérfræðingurinn hefur sagt um þessi mál, enda hafa sjálfsagt flestir lesið um það í dagblöðunum. En ýmsir' spyrja: Hvað ligg- ur hér á bakvið, að ríkisstjórn- in virðist hafa svona mikinn áhuga á þessu máli? Og einn- ig spyrja margir: Er hér ver- ið að ala á stríðsótta hjá fólki í pólitískum tilgangi? Og enn aörir spyrja: Er hægt að koma nokkru.m vörnum við, ef til styrjaldar dregur? Ekki leynir það sér að stjórnarvöldin ; tala og rita eins og þau hafi einhverja sérstaka tröllatrú á loftvörnum ■ í kjarnorkustríði. En eftir er að vitá hvað þar býr að baki hjá þeim háú herrum. Aðeins má geta þess að ýmsir telja að hér sé á ferðinni einskonar skrípa- leikur, það sé fánýtur hugs- unarháttur sem alltaf er verið að ala á að áríðandi sé að koma upp öflúgum borgara- vörnum' einmitt nú. Og þessari skoðun á sjálfsagt að troða inní fólk, að minnsta kosti hefur ekki svo lítið verið um þetta ritað í máigögnum stjórnar- valdanna, Morgunblaðinu, Vísi og Alþýðublaðinu. Er það nú nokkur furða þótt ýmsir hugsandi menn á- líti, að þar sem verið er að ala á löngu úreltum stríðshug- myndum, sem giltu á sínum tíma en eru alveg vita gagn- lausar í nútímastyrjöld, þá séu það vitanlega herveldin og þeirra fylgifiskar sem hér eru að verki með pólitískan áróð- ur? Ég ætla ekki að fara út í það, hversu friðsamlega eða ófrið- samlega lítur út í heiminum nú. Við vitum að vígbúnað- arkapphlaupið hefur haldið á- fram. Heimströllin í austri og vestri steyta hnefana hvort framaní annað, gortandi af af- rekum sínum að finna upp sem öflugastar vítisvélar og hel- sprengjur. Það má vera að til séu menn sem álíta að unnt sé að grafa neðanjarðarbyrgi sem þoli kjarnorkusprengjur. Þó maður jafnvel hugsi sér þann mögu- leika að unnt væri með því að bjarga mörgum mannslífum frá að farast í sjálfri sprengju- árásinni sem gerð væri, er ekki ólíklegt að ýmis vandkvæði sjáist á að nota slíka mögu- leika þegar nánar er athugað. Hvernig ætla til dæmis íslenzk stjórnarvöld að búa svo um hnútana að þau viti fyrirfram um kjarnorkuárás á Reykjavík með þeim fyi’irvara sem nægi til að lcoma fólkinu í byrg- in? Það væri ærinn vandi ef gera má ráð fyrir að langdræg- um eldflaugum yrði beitt. Þá væri hugsanlegur fyrirvari með fullkomnustu tækni aðeins nokkrar mínútu.r, og enginn virðist hafa hugmynd um hvernig unnt sé að gera á þeim tíma ráðstafanir sem bjargað geti mannfiölda. Til þess þyrfti margfalt lengri tíma en nokkrar líkur eru á að gefist. En setium nú svo að þetta tækist allt, þá er samt eftir að vita hvernig umhorfs yrði á yfirborði jarðar eftir kjarn- orkusprengju. já eftir það sem telja má smásprengju miðað við tröllauknu helsprengjurnar. Er sennilegast að þá yrði hver einasta bygging, stór jafnt og smá, jöfnuð svo rækilega við jörðu að þar stæði hvergi steinn yfir steini. Þannig yrði þá um að litast í okkar kæra höfuðstað eftir tiltölulega litla kjarnorkusprengju. Og hvernig yrði andrúmsloft- ið? Búast má við að það yrði mettað banvænu helryki. Ætli mörgum þætti gaman að lifa eftir þetta og við þessi skilyrði, jafnvel þótt komizt hefðu lífs af úr sjáífri sprengingunni? Því getu.r hver og einn svarað fyr- ir sig eftir sinni sannfæringu. Það er að minnsta kosti á- -lit hinna fróðustu manna, að takist svo hræöilega til að styrjöld brjótist út verði hún háð með þeim mikilvirkustu gereyðingarvonnum sem til eru. Og þá er ekki að vita nema því yrði enn þrengri skorður settar en áður var rakið að loftvarnir korni að haldi, jafn- vcl þótt tækist að koma ein- hverjum hóp af íólki í neðan- jarðarbyrgi. Hver maður getur sagt sér sjálfur að kiallarar und.ir íbúð- arhúsum lcæmu að harla litlu gangi sem loftvarnabyrgi í hildarleik sem háður væri með nýiustu gcreyðingarvopnum. En nú má vera að einhver spyrji: Hafa ekki stórveldin nóg cnnur skotmörk en ísland í kjarnorkustyrjöld? Þeirri spurningu mætti svara játandi, ef lancl'ö væri í sannleika hlut- Framhald á 7. síðu. r4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. desember 1961

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.