Þjóðviljinn - 30.12.1961, Síða 6
þlÓÐVILJINN
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ:
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RltstJórari
Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Bíml 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00.
PrentsmiðJa Þjóðvlljans h.í.
H
Gengið á stofninn
BJP”
íxað er að verða eitt eftirlætisefni stjórnarblaðanna að ræða
um batnandi gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar og söfnun í
gjaldeyrissjóði. Jafnframt og þeir sjóðir eru gerðir upp er
þó játað að svo mikið hafi verið tekið af stuttum vöru-
kaupalánum að aukning á raunverulegri gjaldeyriseign hefur
ekki aukizt nein ósköp. En önnur hlið er á því máli, eins
og bent hefur verið á hér í blaðinu. Að því leyti sem gjald-
eyrisstaða þjóðarinnar kann að batna á þessu ári og ef til
vill einnig á næsta ári ef vel gengur, byggist sá „bati“ ekki
hvað sízt á því, að stöðvað hefur verið eðlilegt viðhald á
dýrmætum eignum þjóðarinnar, eins og fiskiskipaflotanum.
• • •
IT'rá því að viðreisnarpólitík núverandi stjórnarflokka hófst
í ársbyrjun 1960, hefur varla nokkur aðili treyst sér til
þess að leggja í kaup á nýjum fiskiskipum. Með þessu móti
hefur verið stöðvað eðlilegt og nauðsynlegt viðhald fiskiskipð-
flotans, svo að til vandræða horfir. Sá floti er orðinn um
600 vélbátar og um 50 togarar, svo auðsætt er að mörg skip
þarf að kaupa á ári hveriu einungis til þess að halda flot-
anum við, halda honum í sömu stærð. Segja má, að eðlilegt
viðhald á 600 skipa bátaflota væri að láta smíða um 30
nýja báta á ári hverju. Bætist færri bátar við árlega er
verið að ganga á stofninn, flotinn hlýtur að ganga saman.
• • •
CJvo vill til að nýleg reynsla er tiltæk um slíkt árabil. Það
^ var svo næstu árin eftir gengislækkunina 1950, árin
1951—1954, að heita mátti að stÖðvuð væru kaup á nýjum
fiskiskipum til landsins. Farið var að ganga á flotanr,; en
það var einnig farið að monta af því árin 1953 og 1954 að
þá væri að skapast það sem kallað var ,,jafnvægisástand“,
rýmra væri um gjaldeyri til annarra nota. En það ástand
var fengið með því að vanrækja það sem þjóðin má sízt af
öllu vanrækja, að unnið sé að því hvert einasta ár að við-
halda og endurnýja hin stórvirku undirstöðuframleiðslutæki
landsmanna, fiskiskipin.
veinn
eftir MATTHÍAS JOCHUMSSON
Leikstjóri: Klemenz Jónsson
Öld er liðin síðan „Skugga-
Sveinn" sá fyrst ljós dagsins,
og Þjóðleikhúsið grípur afmæli
þetta fegins hendi og færir hinn
ástsæla alþýðlega gamanleik
í nýjan glæsilegan hátíðarbún-
ing og sýnir á annan dag jóla
— en eins og flestir muna gekk
Skúggi gamli þar um bekki með
öllu sínu liði fyrir níu árum
réttum og var síðan fagnað í
fjörutíu kvöld af þakklátum á-
horfendum. Slíkan höfðingsskap
og rausn hefur leikhúsið engu
öðrú leikriti sýnt,, það virðist
mark þess að hefja „Skugga-
Svein“ til vegs og valda að
nýju, gera hann að sönnum
þjóðleik íslendinga líkt og „Álf-
hól“ meðal Dana, en hann var
raunar að vissu leyti fyrirmýnd
Matthíasar Jochumssonar, skóla-
piltsins og skáldsins. Hér verð-
ur engu spáð um framtíð þessa
fru.mstæða verks, en eitt er víst:
„Skugga-Sveinn“ veröur um
langan aldur eftirlæti áhuga-
leikara í sveitum og við sjó,
enda öðrum betur til þess fall-
inn að stæla orku þeirra og
koma til nokkurs listræns
þroska.
Engum var það ljósara en
höfundinum sjálfum að hin
merkilega frumsmíð var gallað
vcrk í meginatriðum og nægir
að minna á bréf það ti-1 Stein-
gríms skáldbróður hans, sem
oftlega er vitnað til. En leikur-
inn „gjörði hvínandi lukku“
þegar í stað, söguhetjur, orð-
svör og söngvar urðu almanna-
eign með skjótum og einstæð-
um hætti, og fluttur hefur hann
verið oftar og víðar en önnur
leikrit á landi hér, vinsældir
hans og áhrif eiga enga sína
líka. Hrifning og þakklæti
fólksins hlaut að örva skáldið
og gleðja, Matthías endursamdi
leikinn fjórum sinnum og
breytti að verulegu leyti. Upp-
ru.nalegir kostir „Skugga-
Sveins“ eru deginum ljósari,
skáldlegt æskufjör, ósvikinn
hressandi blær ævintýra og
þióðsagna, auðug alþýðuleg
kímni. En ágangur áranna hlíf-
ir Skugga gamla ekki að held-
ur, og æ meira hlýtur að bera
á annmörkum hans og margvís-
legu.m takmörkunum er stundir
líða. Svo laus í reipum er leik-
urinn og snau.ður að dramatísku
samliengi að lítt gerlegt er að
muna röð atriðanna, þar er
mikið um barnaskap, óþarfa út-
úrdúra og mælgi og svo mætti
lengi telja. Reyndar verð ég að
játa að ég sá „Skugga-Svein“
aldrei á sviði í bernsku eða
æsku og mun nærri einsdæmi.
og er þannig öðrum ófærari að
dæma um leikrænt gildi hans
og rétta túlkun.
Sýning Þ.jóðleikhússins er ti.1-
raun til þess að túlka Jeikinn
með nýjum hætti og þeirri við-
leitni ber hiklaust að fagna,
þótt skoðanir hljóti að skiptast
u.m árangur og stefnu. Leik-
■stjóri er Klemenz Jónsson og
tekur þann kost að skipa söngv-
unu.m í öndvegi og bæta við
nýjum — hann velur leikendur
sína öðru framar með sönginn
í huga, lætur heilan kór vinnu-
fólks taka þátt í leiknum en
hljómsveit flytja tónlistina milli
atriða; einstakaa sinnum eru
söngvar lagðir öðrum í munn
en skáldið ætlast til eða fluttir
á þann hátt sem tíðkast í óper-
ettum einum. En tónlistin er
ærið sundu.rleit, svo ekki sé
mei.ra sagt. sum lögin ramís-
lenzk og ný, önnur gömul, róm-
antísk og dönsk; og þrátt fyrir
alla tónadýrðina þótti mér sýn-
ingl.n nok.kuð hæg og hátíðleg
og hléin áhóflega löng.
„Skugga-Svein“ má að sjálf-
sögðu túlka á ýmsa vegu og
sýnist sitt hverjum. Það má
leggja megináherzlu á frum-
stæðan kraft og kímni, leita
u.pprunans sjálfs, og fróðlegt
myndi að kynnast fyrstu gerð
hans „Útilegumönnunum11 á
sviðinu. En það mætti líka
ganga í öfuga átt og breyta
,.Skugga-Sveini“ í ósvikinn
söngvaleik með því að fella nið-
ur margt af hinu lausa máli og
yrkja snjalla söngtexta í stað-
inn, og semja síðan samstæða
tónlist við verkið allt; þessi
sýning er aðeins lítið ófullkom-
ið spor á þeirri braut.
• • •
TVTú er þessi leikur hafinn á ný. Endurnýjun fiskiskipaflot-
1" ans er stöðvuð, það er svo til hætt að kaupa ný fiski-
skip, og að sjálfsögðu „sparast“ við bað talsverðar fjárupp-
hæðir, stjórnarherrarnir geta montað af því að svolítið hafi
hækkað í gjaldeyriskassanum, og þeir fara að dunda við ráð-
stafanir til að örfa innflutning á nokkrum hundruðum óþarfa
bíla í viðbót við alla þá sem fyrir eru. Hitt virðist þeim
sama um, þó engin ný fiskiskip séu keypt til landsins. Á
þessu ári er talið að varið hafi verið um 80 milljónum króna
til skipakaupa. í fyrra, 1960, mun hafa verið varið á sjötta
hundrað milljóna í því skyni, en ekki er hægt að þakka
þann inn.flutning ,,viðreisninni“; til hans var stofn-
að áður. Næsta ár, 1962, getur upphæð þessi hrapað niður
í 20'—30 milljónir, vegna þess að nær engir telji sér kleift
að panta ný skip.
o e •
IVetta ár hefur verið ausið upp feykilegum afla, aflamet sett
á síldveiðunum bæði í sumar og nú í vetur. Þessi mikli
af!i hefur aukið stórlega þjóðaríekjurnar. En því hefur þessi
afli fengizt, að fiskiskipaílotinn var endurnýjaður rækilega
í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá voru keypt og kaup ákveðin á
stærri fiskiskipum og betur útbúnum en áður. Það eru ekki
sízt þau skip sem færa nú þessa miklu björg í bú. Ilitt geta
menn gert sér í hugarlund, hver verður uppskeran af þeirri
^viðreisnarí'-ráðstöfun að stöðva kaup nýrra fiskiskipa.
I
I
1
I
I
I
I
Kvendur smali (Bessi Bjarnason), Jón sterki (Valdimar Helgason), Sigurður í Dal (Haraldur Björnsson)
0) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. desember 1961