Þjóðviljinn - 06.01.1962, Page 7

Þjóðviljinn - 06.01.1962, Page 7
plðÐVHJlNN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBu — Sósíalistaflokkurlnn. — Rltstlórars Magnús KjartaDsson (áb.), Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson. - PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir Masnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Bími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmiðJa Þjóðviljans h.f. Baráttan um áætlunarbúskap Borgarablöðin á íslandi hafa kippzt við. Hin stórfeng- lega 20 ára áætlun Sovétríkjanna um fimmföUlun þjóð- arframleiðslunnar á 20 árum og hækkun raunverulegra tekna á íbúa um 250%, hefur sýnt raunsærri stjórnmálamönnum auðvaldsheimsins að auðvaldsskipulagið var að tapa alger- lega í kapphlaupinu við sósíalismann, nema þeir tækju sig á. Því skoraði Kennedy Bandaríkjaforseti á lönd Efnahags- samvinnustofnunarinnar að setja sér þá áætlun að auka framleiðsluna um 50% á 10 árum, eða um tæplega 5% á ári, með öðrum orðum: reyna að verða hálfdrættingar við lönd sósíalismans! Og nú tilkynnir Alþýðublaðið, að í áætlun ríkisstjórnarinn- ar sé gert ráð fyrir 5% framleiðsluaukningu á ári og fer ekki dult með, hvað ýti undir, talar um kapphlaup kalda stríðsins og segir í leiðara 3. janúar: „í þessu kapphlaupi hafa kommúnistaríkin sum, sérstakiega Sovétríkin, sótt fram af miklum hraða...“ Og viðurkennir blaðið að þar séu yf- irburðir sósíalismans að verki: „Þar að auki hlýtur það at- riði sósíalismans, að heildarframkvæmdir efnahagslífsins séu gerðar eftir fastri áætlun, að hjálpa mjög til.‘‘ —Það er gott að sjá þessa viðurkenningu, en 5% aukning á ári er ekkert „stórátak“ — og skal síðar koma að þvi. Þá leggur Tíminn orð í belg og kveður Framsóknarflokk- inn nú viðbúinn að vinna að „markvissri framkvæmda- áætiun, þar sein stefnt væri að því að tvöfalda þjóðarfram- leiðsluna á næstu 10 árum.“ — (Leiðari 4. jan.). — Öðruvísi mér áður brá! — Framsóknarflokkurinn þverneitaði einmitt í vinstri stjórninni að fallast á myndun áætlunarráðs er um Ieið væri stjórn Seðlabankans, er semdi slíka, áætlun og sæi um framkvæmd hennar, eftir að ríkisstjórn og Alþingi hefur fallizt á hana. Alþýðuflokkurinn hafði samþykkt slíka tillög'u Alþýðubandalagsins, en Framsókn þverneitað, vafa- Iaust að ráðum Vilhjáims Þórs og Jónasar Haralz, efnahags- sérfræðinga sinrn. Framsóknarflokkurinn glataði því góða tækifæri, sem ár vinstri stjórnarinnar voru til upphafs áætl- unarbúskapar. Og nú hafa stjórnarflokkarnir glatað þrem ár- um, sem einnig gátu orðið til slíks gagns, en varið þeim í staðinn til árása á kjör alþýðu. Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið hafa í 18 ár bar- izt fyrir upptöku áætlunarbúskapar á íslandi. Mesta stórvirkið, sem unnið hefur verið í .anda slíkra hugmynda, var nýsköpun atvinnulífsins, sú, er ákvörðuð var 1944—46. Árið 1947 lagði Sósíalistaflokkurinn stórhuga 10 ára áætlun fyrir Alþingi, er gersamlega hefði umskapað íslenzkt at- vinnulíf, ef samþykkt hefði verið. — Þá sameinuðust hinir flokkarnir þrir um að leggja í staðinn á þjóðina fjötra fjár- hagsráðs. 1956 hafði Framsókn lofað áætlun um heildarfram- kvæmdir, en sveik það. Það vantaði ekki allan þennan tíma að fjárfesting væri nóg á ísiandi. Hún var yfir 30% þjóðarteknanna á ári, ein- hver hin hæsta hlutfallstala fjárfestingar í Evrópu. En fjár- festimgin var stjórnlaus og ckkl; hugsuð út frá sjónarmiði þjóðarheildarinnar og framieiðsluaukningarinnar. Sósíalista- flokkurinn og Alþýðubandalagið hafa á flestum þingum í meira en áratug flutt frumvörp um áætlunarbúskap, en hin- ir flokkarnir ekki sinnt. Nú er nauðsynlegt að hver íslend- ingur og hver launbegi sérstaklcga geri sér ljóst að það er um hag hvers heimilis að ræða, þegar ákvörðun skal taka um að koma á áætlunarbúskap og hve mikla aukningu fram- leiðslunnar skuli knýja fram, því aulcning þjóðarframleiðsl- unnar skammtar kauphækkunina, þegar búið er að skera nið- ur gróða auðvaldsins og skipuleggja atvinnulífið fullkomlega. I Aukning iðnaðarframleiðslu í auðvaldslöndunum 1951 til 1960 var frá 3 til 9,5% á 'ári. (Bretland og Svíþjóð 3%, Bandaríkin 3.8%, Noregur 5% og Vestur-Þýzkaland 9,5%). Aukning iðnaðarframleiðslunnar í löndum sósíalismans var á sama tíma 10,3% til 28,4%. (Sovétríkin 11,7%, Tékkóslóvakía 10,9%, Pólland 12,5%, Búlgaría 14,8 og Kína 28,4%). Það er vonlaust að ætla að ná hraða sósíalistísku landanna í aukningu þjóðarframleiðslu, ef st.iórrleysi á að rikja í at- vinnulífinu og gróðasjóirarmið auðmanna að vera drottn- andi. Ísíand verður að taka upp áætlunarbúskap í aðgerð- um sínum á efnahagssviðinu og hafa heildarhagsmuni þjóð- arinnar fyrir sjónarmið sitt, ef þjóðarframleiðslan á að vaxa stórum. Island gæti aukið verðmæti þjóðarframleiðslunnar um 10—15% á ári næstu 10 ár, einkum ef við fullvinnum hér heima það, sem við nú flytjum út sem hráefni. Sú alþýða, er veit þetta, sættir sig ekki við minna en 6—10% raunverulega kaup- hækkun á ári, eftir að búið væri að leiðrétta að einhverju Framhald á 11. síðu. LÚÐVÍK JÓSEPSSON SKRIFAR UM „Viðreisnin" í framkvœmd á órinu 1961 Hér hefur nokkuð verið að því vikið, að sú f/amleiðslu- aukning sem varð á árinu 1961, stafar fyrst og fremst af ráð- stöfunum, sem gerðar voru í efnahagsmálum þjóðarinnar fyr- ir tíma „viðreisnarstefnunnar“. En eftir er að geta þess, að framleiðsluaukningin 1961 varð mu.n minni en efni stóðu til, vegna óhagstæðra áhrifa frá „viðreisninni“. Það voru afleiðingar „við- reisnarstefnunnar“ sem leiddu til þess að mestailur bátafloti landsins lá aðgerðarlaus allan janúarmánuð árið 1961. Harðar dei.lur risu um fiskverð og kaupgjald og í stærstu verstöð landsins fór það svo, að róðrar hófust ekki fyrr en í febrúar- lok. Það var yfirlýst stefna „við- reisnarstjórnarinnar“ að skipta sér ekki af samningum útgerð- armanna og frystihúsaeigenda, og ekki heldur útgerðarmanna og sjómanna eða verkafólks og atvinnurekenda. Afleiðingarnar urðu stórum minni framleiðsla, en eðlilegt hefði verið. í júnímánuði voru svo al- menn verkföll svo að segja um ai.lt land vegna kjaraskerð- ingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Auðvitað drógu þau verk- föll úr framleiðslu þjóðarinn- ar. í ágúst kom svo önnur geng- islækkun ,.viðreisnarinnar“ með stórauknum erfiðleikum fyrir mikinn hluta bátaútvegsins í land.inu. Þá hækkaði allur rekst- u.rskostnaður bátanna eins og veiðarfæri, olíur, viðhald log vátryggingar um minnst 13,2%. Fiskverð hækkaði hins vegar ekki um einn einasta eyri. Á árinu 1961 var svo komið hag útgerðarinnar í landinu eftir rúmlega eins árs „við- reisn“, að nauðsynlegt reyndist að veita útgerðarfyrirtækjum 400 milljón króna kreppulán. Bændum var heitið samskon- ar kreppulánum og var frum- varp þess efnis lagt fyrir Al-^ þihgi. í árslokin var svo komið stefnu ríkisstjórnarinnar gagn- vart sjávarútveginum, að hún neyddist til þess að semja við fulltrúa útvegsmanna um stór- fellda fjárhagsaðstoö, sem hing- að til hefur verið kölluð bein og hrein styrkjaleið. Ríkisstjórnin hét útgerðar- mönnum eftirfarandi aðstoð: 1. að greiða að fullu eftir- stöðvar vátryggingargjalda fiski- skipaflotans árið 1960 kr. 12,0 millj. (Ríkisstjórnin hafði áður greitt um 90 milljónir króna fyrir árið 1960). 2. Að greiða vátryggingar- gjöldin fyrir árið 1961 áætl, kr. 120,0 milljónir. 3. Að greiða vátryggingar- gjöldin fyrir árið 1962 áætl. kr. 120,0 millj. 4. Gefið vilyrði um að lækka vexti á rekstrarlánum. Samningur þessi er eflaust til fullnægingar á því fyrir- heiti „viðreisnarinnar“, að út- gerð landsmanna skuli verða rekin „án uppbóta og styrkja“. Og í árslokin standa svo málin þannig, að nær allir kaup- og kjarasamningar eru uppsagðir og miklar kröfur uppi um kaupbreytingar vegna síhækkandi verðlags í landinu. Þannig hefur „viðreisnarstefn- an“ leitt til þess á árinu 1961, að eitt hefur tekið-við af öðru: framleiðslustöðvanir, verkföll, gengislækkun, uppsagnir kjarasamninga, nauðarsamningar ríkisstjórn- arinnar við útgerðarmenn um stórfellda styrki og kreppulán. Yerðlagsþrégfflin 1961 Mikil framleiðsla á liðnu ári varð ekki vegna „viðreisnarinnar“ heldur þrátt fyrir hana. Árið byrjaði með næiri tveggja mánaða stöðvun í Vestmannaeyjum, mesta bátaútgerðarstað landsins. Fyrst voru útgerðarmenn í verlcfalli gegn ríkisstjórninrui, síðan tók við kjaradeila landvinnufólks. Hvorttveggja stafaði af „viðrcisninni.“ Verkföllin miklu í sumar og það framleiðslutap sem af þeim hlauzt eru beiinar afleiðingar kjara- skerðingarinnar sem „viðreisnin“ veldur almenningi. Mynilin er frá verkfalli Dagsbrúnar, mann- þröng útifyrir kassagcrðluni. Gífurlég verðhækkun varð á öllum almennum vörum innan- lands á árinu. Þannig hækkaði vísitala fyrir vörur og þjónustu samkvæmt útreikningum ihag- stofunnar úr 117 stigum í janú- ar 1961, í 131 stig í nóvember- mánuði sl. í nóvembermánuði var verðhækkunin í tíð „við- reisnarstjórnarinnar“ orðin sem hér segir: Hækkun kjöt og kjötmeti 27% fiskur og fiskmeti 30% mjólk og mjólkurvörur, feit- meti og egg 24% mjölvara 67% brauð og brauðvara 35% nýlenduvönir 37% ýmsar matvörur o' CO <M hiti, rafmagn o.fl, co .o o' fatnaður og álnavara 29% ýmis vara og þjónusta 35% meðalhækkun á vörum og þjónustu 31% Engin ríkisstjórn, sem setið hefur að völdum á íslandi, hef- ur hækkað hið almenna verð- lag jafngífurlega á aðeins 2ja ára tímabili eins og „viðreisn- arstjórnin“. Og þó ber að gæta þess að „viðreisnarstjórnin" er sú eina, sem slitið hefur allt samhengi milli kaupgjalds og verðlags. Það er von, að Morgunbiað- ið segi nú í árslok, „að það hafi greinUega miðað í rétta átt í efnahagsmálum þjóðarinnar“. Hér skal birt önnur sicrá, sem líka segir sína sögu um verð- lagsþróunina í landinu og kaup- mátt tímakaupsins. Kaupmáttur tímakaups árið 1945 = 100 í júní 1958 100 - des. 1958 104 meðaltal ársins 1959 99,8 þegar viðreisnin hófst í fe- brúar 1960 — 99,0 í maí 1961 (fyrir verkf.) 84,0 í júlí 1961 (eftir verkfall) 91,5 í nóvember 1961 84,0 Þannig hafði kaupmáttur tímakaups lækkað úr 99 stig- um fyrir „viðreisn“ og í 84 stig í maí 1961 eftár 14 mánaða „viðreisnarstefnu“. Kauplækkunin á þessu tíma- bili nam því 15%r 1 verkföllunum í sumar var kaupmátturinn aftur aukinn nokkuð, en þó ekki upp í það, sem hann var „fyrir viðreisn“, en nú er kaupmátturinn aftur orðinn lægri en hann hefur nokkru sinni áður verið sl. 16 ar. Þannig er leið viðreisnarinn- ar „til bættra lífskjara". Og þó að dýrtíðin aukist hröðum skrefum og kaupmáttur tímakaups fari sílækkandi, þá þykir „viðreisnarstjóminni“ samt ekki nóg að gert. Nú er boðað, að fyrir dyrum standi venileg verðhækkun á ýmsum brýnu-stu lífsnauðsynj- um almennings, eins og mjólk, ■kartöflum og fiski. Niður- greiðslur á þessum vörum og fleirum munu hafa numið um 380 milljónum króna árið 1961. En samkvæmt nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 1962, er gert ráð fyrir að þessar niður- greiðslur verði lækkaðar í 300 Nú í lok ársins 1961 hefur „viðreisnarstefnan“ verið reynd í tæp tvö ár. Reynslan er ólýgn- ust. Hún segir okkur, að „við- reisnin“ hafi reynzt illa. Afleiðingar hennar hafa orð- ið: sívaxandi dýrtíð, milljónir kr. Stjórnarliðið á Alþingi felldi dagana fyrir jólin tillögu um að áætla jafnmiklar niður- greiðslur og verið hafa svo komið yrði í veg fyrir verð- hækkanir af þeim ástæðum. Það er á þennan hátt, með hækkandi verðlagi og minnk- andi kaupgetu, sem stjórnarlið- ið er að framkvæma Ioforð sín iim „leiðina til bættra lífs- kjara.“ minnkandi kaupmátur launa, vcrkföll og framleiðslustöðv- anir, gengislækkanir, og það sem alvarlegast er af öllu stöðvun atvirmulegrar upp- byggingar. Framhald á 10 síðu. , ...íifejiööíBöÉaSteiSÍw, Prófessor Matthías Þórðarson fyrrverandi þjóðminjavörður 1877 í dag verður prófessor Matt- hías Þórðarson fyrrum þjóð- minjavörður jarðsunginn frá dómkirkjunni. Hann andaðist aðfaranótt föstudagsins 29. des- ember s.l. 84 ára að aldri. Matthías var fæddur að Fiskilæk í Borgarfirði 30. októ- ber 1877, og voru foreldrar hans hjónin Þórður Sigurðsson og Sigríður Runólfsdóttir. Stúd- entspróf tók hann 1898, og próf í norrænum fræðum við Hafnarháskóla 1902. Það atvikaðst svo að ég hafði náin kynni af Matthíasi um margra ára skeið, þar sem ég aðstoðaði hann við sum af þeim mörgu störfum sem hann hafði með höndum. Ég mun í þessum fáu línum ekki rekja lífsferil hans, enda veit ég að aðrir munu gera það sem standa betur að verki. Hér verður aðeins farið fáum orð- um um þau dagleg kynni sem ég hafði af honum og fram- göngu hans í orði og verki. Matthías var fríður maður sýnum, virðulegur í fram- göngu og bar aldurinn vel. Hann var mikill iðjumaður, og hirti lítt um þótt vinnudagur- inn yrði stundum langur. Öll framganga hans bar vott um snyrtimennsku og næma feg- urðartilfinningu. Hann var mikiil hagieiksmaður, enda 1961 hafði hann á hendi smíða- kennslu í skólum hér í bæ í mörg ár. Þeir sem um kunna að dæma telja að hin fjölmörgu ritverk sem eftir hann liggja séu unnin a.f slíkri vandvirkni, að þar þurfi ekki um að bæta þótt tímar líði. Hann gerði á- kaflega strangar kröfur til sjálfs sín, og orð hans voru svo traust, að engum sem þekkti hann kom í hug að hann gengi þeirra á bak, aftur á móti voru kröfur hans til annarra vægar, og hann tók mjúkum höndum á vanmætti þeirra. í meðferð vandamáia sem hann átti um að fjalla með öðrum mönnum, voru orð hans jafnan þúng á metum, því all- ir þekktu öfgaleysi hans, vits- muni og sanngirni. Matthías hafði næmt auga fyrir fögrum listum, og fór þar sínar götur. Hann átti lengi sæti í stjórn Dómkirkjusafnað- arins, og í hinum fagra búnaði kirkjunnar mun hann eiga drjúgan þátt. Þegar Kristján konungur X. heimsótti Þjóð- minjasafnið í gömlu húsakynn- unum við Hverfisgötu, lét hann sérstaklega í ljós undrun sína og aðdáun á því hvað þar væri miklu snyrtilega komið fyrir í litlu húsrými, og ’ hygg ég að f lestir þeir, serri gengu þar um, geti tekið undir það. Ég held að enginn hafi getað kynnzt Matthíasi án þess að bera fyrir honum djúpa virð- ingu. enda naut hann mjög al- mennra vinsælda og virðing- ar, verk hans voru lítt gagn- rýnd, og margs konar virðing- arvottur var honum sýndur. Matthías Þórðarson er horf- inn af sjónarsviðinu, og éa er: þess fullviss að mörgum Reyk- víkingum finnist eins og mér,' að bærinn sé fátækari en áð-’ ur, begar þeir eiga ekki leng- ur von á að sjá hann ganga um gö.tur hans, og kveðja hann með söknuði og djúpri samúð til þeirra sem stóðu honum næstir og horfa nú á stólinn hans auðan. B.K. MINNINGARORÐ Óskar Bjarsiason iðnnemi í dag er til moldar borinn að Kotstrandarkirkju í ölfusi Ósk- ar Bjarnason iðnnemi í Hvera- gerði, rúmlega tvítugur að ald.ri. Með óvenjulega mikilli samúð hafa íbúar þorpsins hans undir Kömbunum fylgzt með langvinnri og harðri bar- áttu, sem brátt snerist í von- lausa baráttu og ekki lengur beðið, hver úrslit yrðu, heldur hins hvenær yfir mundi lúka. Óskar heitinn var sérlega geðfelldur drengur, hæglátur, glaður og jafnlyndur. Hann var einstakt prúðmenni, drengi- legur og einlægur, hvort hann sat á skólabekk, starfaði í hópi skáta eða ungmennafé- laga eða gekk að daglegum störfum. Hann var áhugasam- ur félagsmaður, einkum starf- aði hann mikið í félagsskap skáta, og féiagar hans sáu efni í áhugasaman, skyldurækinn og farsælan foringja, þar sem hann var. Hann aflaði séi’ hvarvetna trausts og vinsælda hiá kennurum sínum og meðal félagssystkina og starfsfélaga. Það er bjart yfir minningu þessa unga manns í hugum okkar ailra, sem honum kynnt- umst. En um fram allt var Óskar heitinn ástríkur sonur og góð- ur og ástúðlegur bróðir sinna mörgu yngri systkina. Og sam- úð okkar kunningjanna er al- menn og diúo með foreldrum hans og systkinum við fráfall hans. Gunnar Benediktsson. Vegleg hótíðahöld I filefni afmœlis ISÍ Framhald af 12. síðu. að viía að byggingarframkvæmd- ir færu senn að hefjast. Ilandahlaup og brókartök Þorsteirin Einarsson skýrði frá fyrirhugaðri hátíðasýningu í Þjóðleikhúsinu, sem íer fram undir hans stjórn og aðstoðarr maður hans hefur verið Loftur Guðmundsson rithöfundur. í fýrstu munu áhorfendur sjá pilta Og stúlkur að leik á meðan þing- hald fer fram. Þau sýna m,a. langstökk, brókartök, hráskinna- leik, hringdans, handahlaup o.fl. Síðan er saga íþróttanna rakin áfram í máli og myndum allt fram á okkar dag og koma í lok- in fram fulltrúar allra íþrótta- greina sem hér eru stundaðar. Karl O. Runólfsson hefur sam- ið ágæ.tt gönguiag í tilefni sýn- ingarinnar. Þorsteinn sagði að lokum að þátttakendur í þessari sýningu hefðu æft af mikium á- huga. Að lokum má geta þess að ými is héraðssambönd ætla að minrir ast afmæiisins með hátíðahöld- um. hvert á sínu félagssvæði, og þegar er vitað að Akureyringar hafa í hyggju að minnast afmæl- isins með sérstökum myndar- brag. .8) þjóðviljinn — Laugardagur 6. janúar 1962 Laugardagur 6. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (73

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.