Þjóðviljinn - 21.01.1962, Qupperneq 7
þfÓÐVIÚINN
Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýBa — Sóslallstaflokkurlnn. — Rltstjórari
Magnús KJartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sigurður Guðmundsson. —
PréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. - Auglýsingastjóri: Guðgeir
Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19.
Blmi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 50,00 á mán. — LausasöluverS kr. 3.00.
Prentsmiðja ÞJóðvilJans b.f.
Ósannur málflutningur
J fyrradag gerir Tíminn Samtök hernámsandstæðinga
að umtalsefni og kemst m.a. svo að orði: „Það er
löngu ljóst orðið, að þeir kommúnistar, sem mest hafa
haft sig í frammi í „samtökum hernámsandstæðinga“
eru óheilir í baráttu sinni. í fyrstu var svo látið heita,
að þessi samtök ættu aðeins að berjast fyrir því, að
varnarliðið hyrfi úr landi, en engin afstaða tekin til
þess, hvort við fylgdum hlutleysisstefnu eða ekki. Síð-
an hafa kommúnistar smám saman verið að færa sig
iupp á skaftið og í öllum samþykktum og áskorunum,
sem stjórn þessara samtaka hefur sent frá sér síðustu
misseri, er hlutleysið sett á oddinn, og brottför varn-
arliðsins orðin aðeins sem afleiðing af því, að hlut-
leysisstefna yrði tekin upp“.
fjessi málflutningur Tímans er ósannur með öllu,
hvort sem það stafar af fáfræði eða illum hvöt-
um. Þegar Samtök hernámsandstæðinga voru stofnuð
á Þingvallafundinum 1960 var samþykkt stefnuskrá
þar sem komizt er svo að orði: „Hlutverk samtakanna
er aö berjast fyrir afnámi herstöðva á íslenzkri grund
og hlutleysi íslands í hernaðarátökum og standa gegn
hverskonar erlendri ásælni.“ Stefnuskráin var sam-
þyikkt einróma af þeim hundruðum manna sem fundinn
sóttu, og í ræðum manna var lögð á það rík áherzla
að íslendingum væri það eitt sæmandi að vera hlut-
laus og vopnlaus friðarþjóð, utan allra hernaðarsam-
taka. Ekki voru fulltrúar á Þingvallafundinum dregn-
ir í neina pólitíska dilka en aðstandendum Tímans
mun þó vera fullkunnugt um það, að þar var mjög
stór hópur af góðum Framsóknarmönnum úr öllum
landshlutum, enda vita þeir sem hafa starfað innan
samtakanna að íslenzkir bændur hafa sérstakt ógeð
á hernaðarstefnu þeirri sem Tíminn er látinn túlka
gegn vilja óbreyttra flokksmanna.
Oamþykkt Þingvallafundarins um baráttu fyrir hlut-
^ leysi er að sjálfsögðu æðsta ákvörðun samtakanna.
Á síðasta ári var svo haldinn fundur í landsnefnd sam-
takanna, en þar eiga sæti stjórnarmenn úr öllum lands-
hlutum, og þar var samþykkt einum rómi ályktun um
hlutleysi íslands með ýfcarlegum röksfcuðningi. Á þeim
fundi áttu sæfci kunnir forustumenn Framsóknarflokks-
ins og tóku hinn bezta þátt í því að ganga frá hlut-
leysisálykfcuninni. Engin rödd hefur heyrzt um það
innan samtakanna að þeim beri að breyfca hinni upp-
haflegu stefnuskrá sinni. Ummæli Tímans um „óheil-
indi kommúnista“ og breytingar á afstöðu samtakanna
eru því tilhæfulaus.
¥ stað þess að flytja ósannan áróður um Samtök her-
-*• námsandstæðinga ætti Tíminn að hyggja að þeim
pólitísku samfcökum sem að honum standa. Samtök her-
námsandstæðinga 'hafa fært sönnur á það með undir-
skriffcasöfnun sinni að yfirgnæfandi meirihluti Fram-
sóknarkjósenda um land allt er andvígur hernámi og
þátttöku íslands í hernaðarbandalögum. Ef forusta
Framsóiknarflokksins starfaði samkvæmt réttum lýð-
ræðisreglum ætti hún fulla samleið með Samtökum
hernámsandstæðinga. En því miður hafa óbreyttir
Framsóknarmenn úti um land mjög lítil tök á að
skipta sér af forustu flokksins og skrifum Tímans, og
þvx sýna sumir forustumenniniir iþau óheilindi að leggja
þunga flökksins á þá vogarskál sem óbreyttir kjós-
endur vilja hafa sem léttasta. — m.
KrókaleiSir islenzks smásögusafns til Sankt-Peterbúrg
- HirSpresturinn sem gaf út íslenzka málfræSi á rússnesku
ÚT AF LÍTILLI
Leiftin til íslands liggur
krirgum hniittinn . . .
(Úr gömlu bréfi).
Einhverju sinni sit ég á
bókasafni og fietti lítilli bók.
Hún er nokkuð velkt þessi bók,
en á kápunni má þó greina
nokkurskonar skjöld, ennfrem-
ur seglbát og nauðsynlegustu
upplýsingar um innihaldið:
Safn nýrra íslenzkra bók-
mennta. Með formála próf.
Karls Kiichlers. L. A. Plúnjan-
skaja-Baskova þýddi og samdi
skýringar. Útgáfa Tsjúmakofs
Sankt-Peterbúrg 1909. í þessari
bók eru saman komnar tvær
smásögur eftir Gest Pálsson —
Kærleiksheimilið og Sigurður
formaður, einnig Hungurvofan
eftir „Jonas Jonason" og Guðný
eftir ,,John Stefanson“.
Það er skemmtilegt að lesa
formáiann og athugasemdirnar,
skemmtilegt að fylgjast með
því hvaða upplýsingar um ís-
lenzkar bókmenntir höfðu siglt
í höfn í keisarans Pétursborg
fyrir fimmtíu árum eftir við-
komu í Danmörku og Þýzka-
landi (slík bók gat á þeim tíma
ekki o.rðið til milliliðalaust,
enda sézt það glöggt á sjálfum
þýðingunum). Þessar upplýs-
ingar eru oft mjög ónákvæmar
eins og eðlilegt er, en eina höf-
uðstefnu má greina í þeim; að-
standendur bókarinnar eru
hreint ekki á þeim buxunum
að klípa'af ágæti fslendinga.
Eins og lög gera ráð fyrir
hefur Kuchler mál sitt á því að
dásama íslenzkar fornbók-
menntir. Svo hleypur hann i
snatri yfir miðaldamyrkrið og
er fyrr en varir kominn að
Eggerti Ólafssyni sem var
„heimspekingur, sagnfræðingur,
mikill náttúrufræðingur og
mikið skáld“. Um Bjarna Thor-
arensen segir: „Hann var ekki
kennari þjóðar sinnar, nei,
hann var miklu meira; hann
var hugsjón hennar, skapari
hennar. Þjóðin sá siálfa sig í
orðum hans, verkum, athöfnum,
hugsunum hans og tilfinning-
um“.
Svo fer prófessorinn að tala
um hina nýju íslenzku sagna-
smíði og þá einkum um Gest
Pálsson. Þar kemur Kuchler
með skrýtna kenningu sem ég
get ekki stillt mig um að til-
færa. Hann segir: „Eitt helzta
einkénni íslenzkra smásagna er
einfaldleikj og hógværð í efn-
isvali og efnismeðferð. Rithöf-
undar annarra landa sem nátt-
úran hefur ekki móðgað svo
mjög sem þessa hrjóstrugu
heimskautaeyju. hafa hina ólík-
ustu liti til umráða. fslenzkur
rithöfundur er verr settur.
Hann lifir í landi sem er mest-
allt eyðimörk. Fyrir utan
kræklótt birki og klettágil finn-
ur hann ekkert sem geti komið
ímyndunaraflinu á kreik. Að-
eins jöklarnir rjúfa fábreyti-
leik þessa fjallalands. En þrátt
fyrir þetta tekst hinu íslenzka
!ɧ
:í:?BÍSíiiÍS#»
Vinsældir bóka Halldórs Kiljans Laxness í Sovétríkjunum hafa opnað verkum annarra íslenzkra
nútímahöfunda leið þangað. A myndinni eru þau hlið við hlið Halldór og Valentína Mórósóva
þýðandi hans, en á milli þeirra er Halldór Stefánsson, sem frúin hefur einnig þýtt á rússnesku.
Lengst til vinstri er svo rússneski smásagnahöfundurinn Ovéskín en til hægri lietúvska skáldið
Ventslova. Myndin var tekin á Reykjavíkurflugvelli í sumar þegar sovézku rithöfundirnir þrír
komu í. heimsókn.
rómantískur áhugi á því sjald-
gæfa í heiminum. En svo ger-
ist það um síðustu aldamót, að
Norðurlönd eru allt í einu orð-
in stórveldi í bókmenntum. Og
Rússland tók þessum tíðindum
mætavel. Brandes var þýddur
mjög fljótlega, Ibsen lagði und-
ir sig leikhúsin, Hamsun var
mikið lesinn, Strindberg var
kappræddur í hverju menntuðu
húsi. Sum góðskáld ortu kvæði
um skandinavísk efni. Það var
rökrætt um hina norrænu
skapgerð, mikið þýtt, skrifað,
út komu reglulega „Skandinav-
ísk safnrit11. Það má því telj-
ast líklegt að þær fjórar ís-
lenzkar smásögur, sem áður var
getið. hafi ekki af eigin ramm-
leik tekið land í Pétursborg,
heldur hafi þær skolazt með
þeim þunga straumi norskra og
sænskra bóka sem þá lá til
austursveita Evrópu.
III
skáldi að gera þetta land að-
laðandi. Honum tekst að vekja
áhuga lesenda á ættjörð sinni,
tekst að blása lífi í þessa öm-
urlegu eyðimörk...“ Þetta
finnst fslendingum sjálfsagt
undarleg lesning. En ég get
skotið því inn af illkvittni að
ég las ekki alls fyrir löngu
grein eftir konu eina sem
kemst að þeirri niðurstöðu að
íslendingar máli hús sín í skær-
um litum til að bæta sér upp
litleysi náttúrunnar . (Kann-
ske hún hafi verið á Suður-
nesjum í rigningu eins og sá
danski söngvari Melchior.)
En hvað sem þessari kenn-
ingu líður. þá kemst prófessor-
inn að lokum að svo.felldri nið-
urstöðu: „Að voru áliti hafa
íslenzkir sagnahöfundar skapað
verk sem eru þýðingarmeiri en
ýmis marglofuð bókmenntaverk
nútíma menningarþjóða. Því
teljum vér rétt að fullyrða, að
íslenzk smásagnagerð sé þess
verðug að skipa heiðrað sæti í
heimsbókmenntunum. Að lok-
um fylgjum við þessum bók-
menntum, sem enn eru á þró-
unarstigi, úr hlaði með gömlum
íslenzkum málshætti: Oft verð-
ur lítill neisti að stóru báli.“
Hann tekur djúpt í árinni,
þlessaður karlinn, en allavega
reyndist hann sannspár: Hall-
dór Laxness var þá sjö ára er
þessi orð voru rituð.
Á þessa leið skrifuðu þau
Kuchler og Plúnjanskaja-Bas-
kova í Sankt-Peterbúrg árið
1909, þegar Alexander Blok
orti um töfrakonuna óþekktu,
Gorkí reyndi að búa til nýj-
an guð handa alþýðunni og
Majakovskí sat í tukthúsi fyrir
að dreifa pólitískum ritlingum
meðal bakarasveina
II
Á 19. öld var töluverður á-
hugi fyrir fslandi í Rússlandi,
sitthvað þýtt og skrifað um
fornbókmenntir, ferðaþættir um
ísland voru þýddir í hinum
þykku tímaritum þeirra tíma
o.s.frv. Ýmsar ástæður beindu
athygli manna að íslandi: þá
rikti rómantískur áhugi á forn-
um menningum og einnig á
allskonar landfræðilegum og
þjóðfræðilegum rarítötum. Og
það var ekkert undarlegt að
einmitt ísland skyldi hljóta all-
riflegan skerf, þar eð vitað
éar að fornar íslenzkar bækur
geymdu margan fróðleik um
sögu Rússlands sjálfs. Þá var
það heldur ekki enn orðið stór-
pólitískt deilumál hvaða þátt
norrænir menn áttu í þroska
Hólmgarðs og Kænugarðs.
Einn maður sker sig mjög .
úr. Hann hét Stefán Sabínín og
var lenei hirðprestur hennar
keisaralegu hátignar Maríu
Pálsdóttur, stórfurstaynju til
Weimar. Sabínín þessi var at-
hafnasamur guðfræðingur, sagn-
fræðingur og málfræðingur, og
það var hann sem árið 1849
gaf út á rússnesku íslenzka
málfræði eftir sjálfan sig. f
formála þessarar bókar lofar
hann íslenzka tungu meir en
flestir aðrir menn hafa gert,
lofar hana bæði fyrir frumleik
í orðmyndun, furðulega orð-
gnótt og fágæta hljómfegurð.
Verður heldur lítið úr ýmsum
öðrum evrópskum tungum þeg-
ar Sabínín ber þær saman við
íslenzku — jafnvel forngríska
á í henni skæðan keppinaut að
hans dómi. Þessi ágæti guð-
fræðingur hefur verið einn
þeirra sérvitru manna sem
leynast hér og hvar í víðri ver-
öid og hafa tekið ástfóstri við
allt sem íslenzkt er. Hann er
einn þeirra manna sem við
þurfum einhvemtima að skrifa
um langt mál og ýtarlegt.
Varlaverður sá velviljaði for-
málahöfundur, prófessor Kúchl-
er, borinn saman við hinn
mikla áhugamann Sabínín. Og
ég ætla að nokkuð aðrar á-
stæður liggi til þess að ís-
lenzkar smásögur eru gefnar
út 1909 en þær sem réðu út-
gáfu íslenzkrar málfræði árið
1849.
Frönsk og þýzk menning
skipuðu lengst af mestan sess
í menningarsamskiptum Rúss-
lands við útlönd. England var
til dæmis óralangt í burtu, Byr-
on og Walter Scott lásu nítj-
ándualdar Rússar í frönskum
þýðingum. Áhugi á smærri
þjóðum var sem fyrr segir
Eltir Árna Bergmann
Gesíur Pálsson
Séra Jónas Jónasson
frá Hrafnagili
Eftir byltinguna 1917 beinist
áhugi menntaðra Rússa mest að
Þýzkalandi og Bandaríkjunum.
Á þessum tíma finnst mönnum
það mest virði að tileinka sér
klassísk marxistarit þýzk og
ameríska tækni. Þýzka og
enska skjótast fram úr frönsku
í skólum. Hvað bókmenntir
varðar, þá voru þær auðvitað
álitnar þjóðfélagslýsingar fyrst
og fremst, og þá varð eðlilega
mestur áhugi á bókmenntum
þeirra landa þar sem mest voru
og merkilegust þjóðfélagsleg á-
tök. Það er því skiljanlegt -að
svo róleg lönd sem Norðurlönd
vektu heldur litla athygli fyrst
eftir byltinguna, enda höfðu
Jón Stefánsson
(Þorgils Gjallandi)
menn vissulega um annað að
hugsa. Þó var einn norður-
Iandamaður vel þekktur í Sov-
étríkjunum frá upphafi, en það
var Martin Andersen-Nexö.
Þetta ástand hélzt alllengi,
og ekki bætti það úr skák hve
sovézkt menningarlíf var ein-
angrað á síðari árum Stalíns.
Þá var fátt þýtt af erlendum
bókum og þá helzt klassísk rit
eða bækur mjö.g ákveðinna
kommúnista. En eftir bað skip-
ast veður í lofti. Það færðist
mikið líf í allsko.nar menning-
artengsl við útlönd. Þeim sov-
étborgurum fjölgaði mjög sem
ferðuðust . til úfanda og það
voru skrifaðir furðulega marg-
ir ferðapistlar í blöð og tíma-
rit. Með hveriu ári fjölgaði
þýðingum úr erlendum málum
og endurreist var það tímarit
sem prentar eingöngu erlend
verk. Og bað sem mestu máli
skiptir: á síðustu árum hafa
sovézkir leitað miklu víðar til
fanga í þessum e.fnum en
nokkru sinni fyrr. Norðurlönd
— og fsland >— hafa heldur
ekki orðið útundan.
I tímaritinu fskússtvo kíno
voru nýlega prentuð nokkur
bréf einhvers þekktasta rithöf-
undar Sovétríkjanna, Fadééfs,
til vinkonu hans. Esfír Sjúb
kvikmyndakonu. í bréfi dag-
settu 28. marz 1955 skrifar
hann: (þau liegja þá bæði á
sjúkrahúsi) ,.Ég hugsa oft um
það hvort þér sé levft að lesa.
Það er mikil hjálp ef svo er.
Láttu senda þér Sjálfstætt
fólk eftir Halldór Laxness.
Hann er mikilhæfur og sann-
ur rithöfundur. íslenzk sveita-
byggð, fólkið. náttúran stíga
fram full skáldskapar, sem
vekur því fremur furðu að líf-
ið er svo ömurlegt og vonlaust.
Það er erfitt að finna jafningja
hans meðal vestrænna samtíð-
arrithöfunda. Og hann er mjög
norrænn . ..“
Já, fsland hefur ekki orðið
útundan, og að þessu sinni
gátu íslenzkar bækur rutt sér
braut af eigin rammleik, þurftu
ekki að sækja styrk til Noregs
eða Svíþjóðar eins og smásög-
urnar fjórar sem komu út í
litilli bók árið 1909. Um leið
og farið var að þýða hér eitt-
hvað að ráði aftur, vo.ru bæk-
ur Halldórs sjálfsagðar í tölu
hinna fyrstu. Og þær hafa þótt
töluverður atburður eins og
bréf Fadééfs vottar. Síðar
komu svo ýmsar bækur aðrar
í kjölfar Halldórs; bækur hans
hafa verið hér ekki aðeins góð-
ar bókmenntir heldur og árang-
ursrík kynning á þjóð okkar og
hennar einkennilegu skapgerð.
Þær hafa vakið þá forvitni sem
freistar manna til að lesa eitt-
hvað íslenzkt í viðbót þegar
færi gefst. Og það er víst rétt
að minnast á aðra hlið þessa
máls, þar eð íslendingar eru;
orðnir svo skratti praktískir í
hugsun; ég þekki stúlku sem
las bækur Halldórs Laxness og
varð upp úr því tiltölulega
trúr neytandi hraðfrysts karfa.
Það eru mörg einkennileg or-
sakasambönd í heiminum. Ég
hef hinsvegar aldrei heyrt get-
ið um erlendan m-ann sem byrj-
aði á íslenzku fiskmeti og end-
aði með því að lesa Sjálfstætt
fólk.
Þar með er lokið lítilli préd-
ikun út af smásagnakveri sem
einhver kennslukona eða stúd-
ína þýddi á rússnesku í þeirri
gigtveiku keisarans Sankt-Pet-
erbúrg fyrir rúmum fimmtíu
árum.
Byrjandi sem mikils má af vœnta
Guðbergur Bergsson;
Músmsem læðist, skáld-
saga. Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar,
Rvík. 1961.
Þetta er önnur bók höfund-
ar. Hin fyrri er ljóðabók, End-
urtekin orð, er einnig kom út
á s.l. hausti og hefur hennar
verið getið hér í blaðinu.
Músin sem lsaðist er því
fyrsta skáldsaga Guðbergs. Hún
fjallar um dreng í sjávarþorþi.
Hann er „kominn undir ferm-
ingu“, föðurlaus, en uppalinn
hjá geðveilli móður sinni. Móð-
irin beitir hann mikilli hörku,
útilokar hann næstum alveg
frá umgengni við önnur börn,
og raunar allt fólk annað en
sjálfa sig og Guðrúnu „á efri
hæðinni", sem er piparmey er
býr í sama húsi. Móðirin hefur
ákveðið, að sonur hennar skuli
ganga menntaveginn og verða
eitthvað mikið, helzt læknir
eða prestur. Er drengur því
píndur til lestrar af lítilli misk-
unn og gert að skyldu að verða
efstur í skólanum á vorprófinu.
Er væntanlegur frami hans
mjög á dagskrá þar á heimil-
inu.
heyra nefnt (enda hefur hún
misst mann sinn í sjóinn) og
eru litlir kærleikar með henni
og afanum.
Að þessu frátöldu er um fátt
annað rætt á heimilinu en
veikindi Einars „eldra“, en það
er roskinn maður í næsta húsi,
sem er að veslast upp úr
krabbameini. Er fylgzt með
veikindum hans af sjúklegum
áhuga. Dóttir Einars er fræg-
ur miðill, og neytir hún sirtna
miklu hæfileika og sambanda
Afi drengsins, gamall sjó- við annan heirn, til þess að íá
maður, reynir að hæna hann
að sér. Segist skuli gefa hon-
um bátinn sinn og tóbaksbauk-
inn eftir sinn dag, ef hann vilji
koma með sér á sjóinn. Þetta
má móðir hans eðlilega ekki
læknað föður sinn, en allt ker
það til einskis gert. Einar eldri
deyr. Hin sjúklega framkoma
móðurinnar ásamt stöðugu tali
um krabbann í Einari hafa
mjög slæm áhrif á drengirin.
Hann verður einrænn og tauga-
bilaður.
Mér virðist höfundur sleppa
nokkuð vel frá verkinu. Sagan
er að mörgu leyti ekki illa gerð,
hæg og lygn, með smásprettum
(sem mættu vera fleiri). Per-
sónur fáar, flestar nokkuð skýrt
mótaðar. Söguþráðurinn sam-
felldur og trúverðugur. Um-
hverfislýsingar ekki óhóflegar.
Ekkert rómantískt fjas um
landslagið. Sagan er „rétt“ sögð
á allgóðu máli með slípuðu yf-
irbragði. Þrátt fvrir betta er
hún óþarflega löng. MúTy ’æð-
ist helzt t.il hægt. Ég held sag-
an hefði batnað við að stytt-
ast um ca. þriðjung.
Músin sem læðist verður víst
tæplega talin til „stórvirkja í
Guðbergur Bergsson
heimi andans“, en hún er gott
byrjandaverk. Ég man ekki eft-
ir öðru betra í skáldsagnagerð
síðustu árin, nema þá „Ástar-
sögu“ Steinars Sigurjónssonar.
(Rauða köttinn eftir Gísla Kol-'
beinsson hef ég ekki lesið).
Skáldsagnagerð hefur verið í
talsverðri lægð hér á landi1
undanfarin ár, og er vissulega,
kominn tími til að úr því sé>
bætt.
Jón frá Pálmholti.
f.) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. janúar 1962
Sunnudagur 21. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7i