Þjóðviljinn - 21.01.1962, Síða 9

Þjóðviljinn - 21.01.1962, Síða 9
Mörg íþróttamannvirki í smiðum viða um land Sundlaug Vcsturbæjar er nýjasta íþróttamannvirkið í Reykjavík Annar snarasti þátturinn í uppbyggingu íþróttamálanna í landinu eru byggingar íþrótta- mannvirkja. Á hverju ári-mið- ar í þá átt að bæta aðstöð- ,una til íþróttaiðkana í byggð óg bæ. Á hverju ári hefur verið hafizt handa um fram- kvæmdir á mannvirkjum af ýmsum gerðum víðsvegar um landið. Á hverju ári er lokið við að byggja þessi oft lang- þráðu mannvirki, og æskan getur farið að njóta þeirra. Þessi þróun hefur haldið áfram með meiri hraða sl. 20 ár, eða síðan að íbróttalögin tóku gildi, en bjartsýnustu menn þeirra tíma þorðu að vona, og kemur þar að sjálf- sögðu margt tit. Þó finnst okkur allt seint ganga, og að mannvirki þyrftu að koma með enn meiri hraða en verið hefur. Það ber vott um framfarahug og starfsvilja þeirra sem að þessum mélr.m standa. Árið 1961 hefur ein.nig ,ver- ið ár framkvæmda, þar sem fit.jað hefur verið upp á nýj- um verkefnum sem eiga eftir að efla íþróttahreyfingu vora ef bau verða vel notuð. Til hess að kynnast þessu svolítið nánar. snéri ég mér •til íbróttafulJtrúa ríkisins, Þorsteins Einarssonar. og bað hann að skýra nokkuð frá því hvar ög hvaða íbróttamann- virki væru í undirbúningi og komin eitthvað áleiðis. Stökk 8.28 m AUEKLAND 20/1 — Bandaríski blökkumaðurinn Ralph Boston setti í dag nýtt heimsmet í lang- stökki á íþróttamóti í Auekland. Hann stökk 8,28 metra. Sjálfur átti hann fyrra met sem var 8,21 m. Um þetta 'fórust Þorsteini orð á þessa leið: • íþróttahús Á þessu ári hefur verið mikið um það rætt að byggja íþróttahús á Akranesi, Ak- ureyri og Neskaupstað. Hefur verið um það rætt að hafa þau af svipaðri stærð og í- þróttahús Vals og KR, eða þá eins og hús Hafnfirðinga sem er með 20x40 m gólf- flöt. Endanlega hefur ekki verið gengið frá stærðinni, og eins eru mál þessi öll á und- irbúningsstigi, en að þessu er unnið. í Hafnarfirði er verið að ganga frá grunni íþróttahúss- ins. og svo má geta byrjun- arframkvæ^'da á íþrótta- og sýningav-’ö]linni í Laugardal. Á T'atreksfirði er langt kom- jð byggingu á íhróttahúsi, og sennilegt að það komi í notk- un á komandi vori. Þá hefur verið mjög um það rætt að sameina undir sama þaki sundlaugar log íþrótta- hús í minni kaupstöðu.m. Má í bví sambandi nefna Sund- höllina ,á Seyðisfirði, en enskt félag hefur annazt það að koma fyrir í henni sérstöku gólfi sem hægt er að fjarlægja aftur begar vill. Þannig er ákveðið að á vetrum verði þar fimleikasalur sem er 17x 11 m. en á sumrum frá maí til október verði þar starf- rækt sundlaug. Sama er að sjá dagsins ljós á Siglufirði, bar er verið að setja slíkt gólf í sundhöllina, og verður bað 30:12 m. Verð- ur ekki langt þar til það verð- tilbúið. Hér hefu.r verið rætt um stærri hús, en ank þess eru íbrúttahús við skóla sem í- þróttahre.vfiugin hefur afnot af og eru í smíðum. • Sundlaugar Á Brúarlandi í Mosfells- sveit er í smíðum sundlaug sem er 25x8 m og verður það merkur á fangi í sundmálum þar. Þá er unnið að sundlaug- um á Eskifirði og Hrísey sem mun komast langt á þessu ári. Geta má þess einnig að unnið er að kennslulaug við Breiða- gerðisskólann í Reykjavík, og kemst hún langt á þessu ári. Síðast en ekki sízt má geta þess merka áfanga sem náðst hefur í sundlaugamálum R- víkinga, með Sundlaug Vest- urbæjar sem tekin var til notkunar í haust. Að vísu eru þar enn óbyggðir almenn- ingsklefar. sem eiga að verða og gert er ráð fyrir, en þeir sem búnir eru verða síðar notaðir fyrir skólasundin fyrst og fremst í sambandi við kennslulaugina. • SkífSaskálar og skíðalyftur Skíðadeild Iþróttafélags R- víkur vinnur stöðugt að því að fullgera hinn myndarlega skíðaskála sinn og er hann kominn langt. Á Akurevri hefur mikið verið unnið að hví að gera hluta af Skíðahóteli Akureyr- ar dvalarhæft fyrir landsmót- ið í vetu.r. Er gert ráð fyrir að ein hæðin í því verði þá að mestu fullgerð. Hafa Akur- eyringar lagt mikið kapp á þetta og unnið kappsamlega að smíðinni. Á árinu sem leið fór Einar Pálssén verkfræðingnr á veg- um íbróttanefndar ríkisins til nokkurra skíðafélaga til bess að gera athuganir og mæling- ar á ýmsum stöðum fvrir skíðalyftur og skíðastökk- brautir. Á Sielu.firði mældi hann fyrir lítilli stðkkbraut, sem er að kalla inni í sjálfum bæn- um, og er það braut sem má stökkva í um 20 m,. Ætti slík braut á þessum stað að geta orðið mikil lyftistöng fyrir skíðastökkið á Siglufirði. Einar fór einnig til ísafjarð- ar og gerði þar fyrstu mæl- ingar fyrir skíðalyftu. Á Ak- ureyri gerði hann einnig mæl- ingar fyrir 800 m langri skíða- lyftu fyrir ofan Skíðahótelið. Þá gerði Einar einnig mæl- ingar í Jósefsdal fyrir Ár- menninga, og sömuleiðis fyrir ÍR í Hamragili. Um allar þessar mælingar sendi Einar mjög greinargóð- ar skýrslur til Iþróttanefndar ríkisins. Á öllum þessum stöð- um eru að meira eða minna leyti í gangi undirbúningsstörf varðandi þessi mál. • íþróttavellir Á Akureyri var unnið mik- ið að því að koma upp áhorf- endasvæðum í kringum hinn ágæta völl þeirra. 1 Keflavík var mikið unn- ið að jöfnun á vellinum þar og er svo komið að því er lokið, en það á að verða gras- völlur. Við völlinn í Hafnarfirði var komið upp áhorfenda- svæði, og var það framkvæmt með ótrúlegum hraða og dugn- aði. í Reykjavík vann Ármann að því að leggja hlaupabraut í kringum svæði sitt við Nóa- tún. Stækkun var gerð á Vík- ingssvæðinu, sem jafnframt er notað sem leikvöllur. Víða úti um land hafa verið græddir grasvellir, og má þar nefna völl í Miklaholtshreppi. 1 Bolungavík hefur verið slétt- að svæði. Á Húsavík hefur verið ákveðið svæði undir malarvöll og Ólafsfirðingar hafa einnig unnið að vallar- málum sínumr Á Reyðarfirði stendur fyrir dyrum vallargerð, og í Nes- kaupstað var mikið unnið að jöfnun á hinu sérstæða vall- arstæði þeirra. Grasvöll er verið að gera á Selfossi og er því svo langt komið að næsta vor verður sáð í hann. Hér hefur verið getið í stór- um dráttum þess helzta semi unnið hefur verið að í sam- bandi við undirbúning og framkvæmdir við íþrótta- mannvirki á sl. ári sagði í- þróttafulltrúinn. Að lokum sagði Þorsteinn: íþróttanefndin hefur alltaf lagt metnað sinn í það að öll tæknileg aðstoð til aðila væri veitt ókeypis. Við höfum einnig sett okkur það að reyna að styrkja í- þróttamannvirki með ákveð- inni prósenttölu af kostnaði; Ef styrkja ætti félögin ein3 og gert hefur verið að undan- förnu, væri ógreiddur áætlaður hlutur íþróttasjóðs rúmar 16 milljónir króna. Þess má jafnframt geta að áætluð fjárfesting í íþrótta- mannvirkju.m sl. tvö ár hefur verið um tólf milljónir hvort ár (12,6 og 11.4). Á þessu stutta yfirliti í- þróttafulltrúans má sjá, að mikið er aðb.afzt til þess að skapa æsku landsins aðstöðu til þess að geta iðkað íþrótt- ir. Verður ekki annað sagt en að undra-mikil fjárfesting eigi sér stað í þessu efni. þótt okkur finnist það alltof lítið. Bak við allar þessar fram- kvæmdir stendur fyrst og fremst' hópur áhugamannaj sem af ást og áhuga starfar að íþróttamálum landsins, hópur sem hefur trú á því að æska landsins vilji og þurfi að taka þátt í leik langt fram eftir ævi, vilji skemmtai sér í glöðum hópi íþróttaæsku. Oft eru það líka þeir sömu sem unnið hafa að fram- kvæmdum þessum, sem skipu- leggja og safna unga fólkinu á vellina, í húsin og sund- laugarnar, eða á skíði upp á fannbreiður fjallanna. Þetta eru bjartsýnismcnn- irnir sem íþróttahreyfingiii hvílir á, hugsjónamennirnir sem fórna tíma og kröftumi fyrir aðra. Góðu heilli eru þessi störf þeim flestum leik- ur, skemmtun, oft hressileg barátta, töp og þó langtumi oftar sigrar. sem gefa lífinú þrátt fyrir allt vissa fyllingUj og eykur manngildi hvers og eins. Frímann. 1 ■ S j"i ; 1 Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavik f.h. borgar- sjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lögtpk látin fara fram fyrir ógoldnum útsvörum til borgarsjóðs fyrir árið 1961, er lögð voru á við aukaniðurjöfnun skv. 25. gr. útsyars’aganna og fallin eru í eindaga, svo og fyijir drátt- arvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þessara auglýsingar, verði gjöld þessi eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetinn í Reykjavík, 19. janúar 1962. KR. KRISTJÁNSSON. ÚTSALA Seljum teppi, um afslætti — BÚTASALA teppadregla og mottur á mánudag meS mikl- Ennfremur gardínubúta TEPPI HF. Austurstræti 22 intkl&Í Sunnudagur 21. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Q

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.