Þjóðviljinn - 21.01.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.01.1962, Blaðsíða 10
Eitt af því ailra nauðsynlegasta Framh. af 3. síðu hiklaust játandi. Það er gaman að kenna flestar námsgreinar nemend- um, sem tileinka sér námsefn- ið eftir fyllstu getu sinni. Ekki er síður ánægjulegt að kveikja liós í myrkrinu — hlúa að þeim, sem af ein- hverjum orsökum hafa dregizt aftur úr í námi eða hafa hiotið andleg vanefni í vöggu- gjöf. Þó finnst mér vafalaust ánægjulegast af öllu í kennslu að sjá nemendur tjá sig á myndrænan hátt, leysa frá skjóðunni í línum og litum. Auk heirrar ánægju sem teiknikennslan veitir mér. fylg- ir sú vissa. að teiknikennsl- an sé eitt af því allra nyt- samasta, sem borið er á borð fyrir æskufólk í skólum. Við teiknun fer fram sam- æfing huga og handar, og hlýtur slík þjálfun að auka j heildarafköst nemandans við | allt nám. Teiknun þroskar fegurðar- skynjunina og um leið ein- staklinginn til að sjá fegurð í fleiri og fleiri hlutum. Ang- urstundum hans fækkar, og lífið verður honum fegurra og skemmtilegra. Þá mætti nefna mikilvægi barnamynda fyrir sálfræðirannsóknir. Mörgu mætti hér við bæta. En það litla, sem ég hef hér lauslega bent á, finnst mér næg rök til að skipa teiknun í sess með mikilvægustu náms- greinum skólanna, eins og t.d. móðurmálskennslu. — Telur þú, að vorsýning- ar skólabarna eins og hér tíðkast, hafi broskandi gildi fyrir nemendur? — Vafalaust hafa slíkar sýningar þroskandi gildi fyr- ir nemendur og ættu að vera fastur liður í íslenzku skóla- haldi. Enn fremur ættu skól- arnir að skiptast á slíkum sýningum innbyrðis. Sam- keppni, eins og verðlauna- samkeppni pólsku sýningar- innar, tel ég sérstakt tækifæri til að þroska og örva nem- ■endur við teikninám. Teikni- kennarafélag fslands ætti að beita sér enn meir en verið hefur fvrir bví að hafa skipti á barnateikningum við erlend Nýkomið: Dosent Leif Johansen: Norge og fellesmarkedet Formáli eítir pr. Ragnar Frisch Gicaru: Land of Sonshine; Scenes of Life in Kenya before Mau-Mau Laugavegi 18 sími 18106 Skj alageymsluhurðir fyrirEiggjandi Þakjárn Eigum fyrirliggjandi ÞAKJÁRN í eftirtöldum lengdum: 11' og 12'. Kaupfélag HafnfirSinga Vesturgötu 2 — Sími 50292. 110) ~ ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 21. janúar 1962 ríki, óg gefa öllurh skólum í landinu kost á þvi að kynn- ast bamamyndlist annarra landa. Að mínum dómi myndi þetta auka stórum á fjöl- breytni í íslenzkri barnamynd- list, og örva nemendur til meiri dáða í myndsköpun sinni. — Er það nokkuð sérstakt, sem þú vilt taka fram að lokum? — Já, ég vil nc.ta þetta tækifæri til að þakka óverð- skuldaðan heiður, sem mér hefur verið sýndur, og vin- samleg ummæli vegna úrslita í þessari nýafstöðnu sam- keppni. Um leið vil ég nota tækifærið og óska félagsskap íslenzkra teiknikennara þess, að hann megi ávallt standa sem traustur vörður um ís- lenzka barnamyndlist og stuðla að bættum aðbúnaði við teiknikennslu í landinu. Sem einn af meðlimum teiknikennarafélagsins vil ég að lokum óska öllum þátt- takendum í verðlaunasam- keppni pólsku sýningarinnar fyrir góða bátttöku og vona að úrslitin í samkeppninni örvi nemendur, sérstaklega úti á landi, við teikninám. Að síðustu vil ég þakka þessum tveim nemendum Barnaskóla Hólmavíkur, þeim Svövu Ásgeirsdóttur og þó sérstaklega Hlyni Andréssyni, þann heiður sem þau hafa fært skólanum og byggðar- lagi sínu. — Ég endurtek hamingju- óskir mínar. Þakka kærlega samtalið. Blessaður. Þ.S. lívCR- koldaskór vandað °g fallegt úrval nýkomið GEYSIR h.f. Fatadeildin LÁTIÐ OKKUR mynda barnið LAUGAVEGI 2. Sími 1-19-80. Heimasími 34-890. nPN&l Trúiofanarhringir, stein. hrlngir, hálsmen, 14 og 18 karatn. Talsímagjöld milli tslands og útlanda Gildir frá 22. janúar 1962 Um London Austurríki Belgía .... England U.S.A., Goa, Ástralía, Indland. Súdan, Rodesía, Isra- el, Kenya, Uganda, Tanganayka, Suður- Um Kaupmannahöfn Danmörk — Noregur — Svíþjóð — Finn- land ............................... Færeyjar ............................. Þessi gjölcl eru miðuð við, að beðið sé um símanúmer. Sé hinsvegar beðiö um nafngreinclan mann, sem hefur síma skal bæta viö aukagjaldi, sem nemur einnar mín- útu talsímagjaldí. Talsambandið við útlönd gefur upp- lýsingar um símanúmer símnotenda erlendis. 3 min. 1 mín. 1 246,00 82,00 ? 186,00 62,00 162,00 54,00 192,00 64,00 390,00 130,00 294,00 98,00 189,00 63,00 183,00 61,00 243,00 81,00 333,00 111,00 264,00 88,00 339,00 113,00 288,00 96,00 210,00 70,00 252,00 84,00 267,00 89,00 249,00 83,00 273,00 91,00 213,00 71,00 1 507,00 169,00 | 633,00 211,00 288,00 96,00 k 333,00 111,00 l 366,00 122,00 i 408,00 136,00 , 387,00 129,00 417,00 139,00 465,00 155,00 447,00 149,00 543,00 O O, co 1—1 498,00 166,00 3 mín. 1 mín. 210,00 70,00 93,00 31,00 20 tonna bílavogir Fyrirliggjandi Landssmi ðjan Sími 11680 VSIWwrt/úuiufct öeZt fe:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.