Þjóðviljinn - 21.01.1962, Qupperneq 12
-
Elísa er n
fram í da
Frcttamenn og sægur ljós-
myndara mættu stundvíslega
klukkan 2 hjá Þjóðleikhús-
stjóra í gærdag, liví nú var
stundin mikla runnin upp,
það átti að kynna Elísu fyrir
pressunni.
Mæðtir hringdu
Eftir að þjóðleikhússtjóri
hafði rifjað upp ævintýriö
mikla um My Fair Lady úti
í hinum stóra heimi, sagði
hahn að fólk hefði varla um
annað rætt við sig að undan-
förnu en þetta leikrit og hver
ætti nú að vera Elísa. Mæður
heíðu hringt og boðið honum
að tala við talentmiklar dætur
sínar, sem hefðu áreiðanlega
mikið til brunns að bera í
hlutverki þessarar makalausu
Elísu.
Ég hef alltaf hlustað eftir
hverri tillögu, sagði Þjóðleik-
hússtjóri, ég heyrði t.d. minnzt
á Valgerði Kristjánsson og ég
spurði Benedikt Árnason hvað
hann vissi um stúlkuna. Hann
sagði að hún ynni hjá Loft-
leiðum, hefði leikið og væri
sniðug stúlka. Hún kom svo
til æfinga hjá Carl Billich, á-
samt öðrum líklegum. Það var
svo ekki fyrr en klukkan 1 í
dag að við ákváðum að ráða
hana í hlutverkið og Snæ-
björgu Snæbjarnardóttur sem
staðgengil hennar.
Hrakspár
Þjóðleikhússtjóri sagði að
hann hefði alltaf mætt hrak-
spám í starfi sínu. a.m.k. þeg-
ar eitthvað óvenjulegt væri á
seyði. Þannig var það þegar
Higoietto var sett á svið —
en það var stærsta ,.success“
sem við höfum haft fram að
þeim tíma. Sérstök ánægja
væri að njóta aðstoðar leik-
stjórans Sven Aage Larsen,
sem hefur sett þessa óper-
ettu á svið á Norðurlöndum,
Hollandi og í Vestur-Berlín,
og balletmeistarans Erik Bid-
sted.
Þetta verður stór og dýr
sýning og við skulum segja
að miðaverð verði helmingi
hærra en venjulega (venjuleg-
ir miðar kosta 430 krónur í
New York).
Frumsýning marz-apríl
Æfingar eru hafnar og má
gera ráð fyrir að þær standi
í einn og hálfan til tvo mán-
uði og að frumsýning verði
um mánaðamótin marz-apríl.
Hlutverk
1 My Fair Lady eru um 20
leikarar sem hafa hlutverk
með höndum, en þau stærstu
eru: prófessor I-Iiggins Eúrik
Haraldsson, ofurstinn Róbert
Arnfinnsson. Doolittle Ævar
Kvaran og i’áðskona Higgins
Guðbjörg Þorbjarnardóttir. Þá
Qr tannlæknanámi í vist og úr
háskólanum hér í Þjóðleikhúsió
Valgerður Kristjánsson er
dóttir Einars Kristjánssonar
óperusýingvara og er móðir
hennar af grísk-þýzkum ætt-
um. Hún dvaldi fyrstu 7 ár
ævi sinnar í Þýzkalandi og
næstu 12 ár í Danmörku, en
dvaldi tvo vetur hér á íslandi
í millitiðinni. Hún lauk stúd-
entsprófi í Kaupmannahöfn
1958 og hóf siðan tannlækna-
náni, „en eftir ár sá ég að
þetta var ekkert fyrir mig“,
sagði liún við fréttamann
Þjóðviljans, „og fór því næst
til Stokkhólms og réði mig
þar sem aðstoðarstúlku á
heimili danska sendiherrans.
Ég heyrði svo að hér á ís-
landi væri hægt að Ijúka BA
prófi. Ég kom hingað i sept-
ember fyrir rúmu ári og tók
próf í ensku í vor og vann
samhliða hjá Loftleiðum. Ég
ætlaði síðan að Iesa dönsku
í vetur, en ég hef lítið getað
þlÓÐVILIINH
Sunnudagur 21. janúar 1962 — 27. árgangur — 17. tölublað
NÝI SÆSÍMINN
VERÐUR OPNAÐ-
URÁ MORCUN
Þegar búið var að skála fyrir Valgerði Kristjánsson (dóttir
Einars óperusöngvara í Kaupmannahöfn) og óska henni góðs
gengis í hlutverki EIisu í My Fair Lady, umkringdu ljósmynd-
ararnir hana, því Elísu-faraldurinn liefur gripið um sig hér
sem annarsstaðar. —■ (Ljósm. Þjóðv.).
Á morgun, mánudag,
veröur nýi sæsíminn milli
íslands og Skotlands, um
Færeyjar, tekinn í notkun.
Á þá símasambandiö aö
batna til mikilla muna, frá
því sem veriö liefur.
I tilefni af opnun sæsímans
hefur póst- 0£ símamálastjórn-
in boðið fjöldamörgum gestum
til hádegisverðar í Þjóðleikhús-
kjallaranum á morgun. Að há-
degisverði ioknum, kl. 2 síðdeg-
is, mun Gunnlaugur Briem, póst-
og símamálastjóri, gefa stutt yf-
irlit um sæsímamálið, síðan á-
varpar Ingólfur Jónsson, ráð-
herra póst- og símamála, sam-
komuna en kl. 2.34 fer fyrsta
símtalið um nýja sæsímann
fram. Talast þau þá við Ingólf-
ur ráðherra Qg Miss Pike að-
stoðar póst-og símamálaráðherra
Bretlands.
Gert er ráð fyrir að ráðherr-
áfnir talist við í 4 mínútur, en
síðan rekur hvert símtalið ann-
að: Þingfulltrúi brezku flugmála-
stjórnarinnar í London talar við
fiugstjórnarstöðvarnar í Prest-
wick, Shannon, Reyk.javík og
Gander. Gunnlaugur Briem póst-
og símamálastjóri talar við póst-
og símamálastjóra Danmerkur
Gunnar Pedersen, og síðan við
forstjóra brezka símans. Sá síð-
astnefndi talar þessu næst við
Bent Suenson, forstjóra Mikla
norræna ritsímafélagsins sem
verður 20 manna kór, 26
manna hljómsveit og 14 manns
í ballettflokknum. Leiktjöld
hefur Lárus Ingólfsson teikn-
að og stuðzt þar við frum-
leiktjöldin í New York og
nýtur hann aðstoðar Gunnars
Bjarnasonar við gerð þeirra.
Aðstoðarleikstjóri er Benedikt
Árnason og hljómsveitarstjóri
Jindrich Rohan og aðstoðar-
maður hans Carl Billich.
Ragnar Jóhannesson þýddi
óbundna málið og Egill Bjarna
son bundna málið.
lesið undanfarið“.
Þegar fréttamaður spurði
hvernig henni litist á að taka
við hlutverki Elísu sagði Val-
gerður, að þetta væri ákaf-
lega spennandi, en hún væri
varla búin að átta sig á þessu
öllu saman ennþá. Ilún sá
My Fair Lady í New York
og þá lék Eiísu fjórða leikkon-
an, sem tekur við því hlut-
verki í New York.
Þrjú innbrot í
fyrramorgun
í fyrramorgun voru framin
íþrjú innbrot hér í bænum. í
Nesti í Fossvogi var brotin rúða
og stolið 3 pakkalengjum af
sígarettum og 11 pokum af
brjóstsykri. Þá var brotizt inn
í Málmsteypuna Hellu að Siðu-
múla 7. Var farið þar inn um
glugga á bræðsluherbergi. Það-
an var stolið 75 kg. af kopár.
Komu tveir unglingspiltar með
koparinn til brotajárnssala í
gærmorgun og náðist hann
þar, en piltarnir voru sloppnir
á braut, er lögreglan kom á
vettvang. Loks var brotizt inn í
fornbókaverzlunina og frímerkja-
söluna að Frakkastig 16 og stolið
þaðan talsverðu magni af frí-
merkjum, bæði fyrstadagsum-
slögum og gömlum merkjum, svo
og heildarútgáfunni af Þjóðsög-
um Jóns Árnasonar, 5 bindum.
'Valdaránsáætlun
fFramhald af 1. síðu.
. stjóra, vegna þess að einn þeirra
‘var myrtur sl. þriðjudag. Starfs-
Imenn við gas- og rafmagnsstöðv-
I ar i Oran hófu aftur vinnu í dag,
|en þeir höfðu háð tveggja daga
| verkfall vegna þess að einn
stai'fsbróðjr þeirra var myrtur af
-ieigumorðingjum OAS.
staddur verður hér. Þá talar
Ingólfur Jónsson ráðherra við
Peter Mohr Dam lögmann Fær-
eyja og loks munu fulltrúar dag-
blaðanna og fleiri reyna símannj
en nýja sæsímasambandið verð-
ur opnað almenningj kl. 3.40
síðd. á morgun.
Eyjabátar fengu
tvö hundruð lestir
Vestmannaeyjum, 20/1. — í gær
lönduðu 39’ Vestmannaeyjabátar
og 3 handfærabátar sléttum 200
lestum af fiski. Hæstu bátarnir
voru Stígandi 9,2 lestir, Gamm-
ur 8,1, Eyjaberg 6,9, Snæfugl
6,7, Björg SU 6,7, Halkion 6,7,
Dalaröst 6,6, Andvari 6,1, Ágústa
6 og Hafrún 6 lestir. í nótt
réru bátarnir ekki vegna veðurs
nema þrír bátar, Eyjaberg, Haf-
örn og Sæbjörg.
í dag er leiðindaveður hér í
Eyjum og snjókoma.
Talsverður eldur
í íbúðarskúr
Laust fyrir kl. 10 í gærmorg-
un kom upp eldur í húsinu Bú-
staðahverfi 2, sem er einlyft-
ur timburskúr frá stríðsárunum
og eru þrír skúrar þarna sam-
byggðir. Eidurinn kom upp í eld-
húsi og brann það að innan og
sömuleiðis lítil innri forstofa en
íbúðarherbergi þrjú skemmdust
ekki. í húsinu býr Snorri Ragn-
arsson sjómaður og kona hans og
sjö ung börn. Olíukynding er í
húsinu og var konan stödd inni
í svefnherbergi, er hún heyrði
allt í einu sprengingu í eldhús-
inu. Var sprengingin í eldavél-
inni og kviknaði í út frá henni.
)
iVona að við
ihöfum valið
Irétta Elísu
Sven Aage Larsen sagði, að
alstaðar þar sem hann þekkti ’
til hefði ríkt sami spenning-
urinn í kringum Elisuvalið. í
Hollandi t.d. hefðu blaða-
menn verið mjög vantrúaðir
á, að hægt væri að setja My
Fair Lady á svið þar í landi.
Þar voru uppi tillögur um
einar 500 Elísur. en þegar.
kom að því að Elísa var val-
in, var hlutverkið faiið al-
gjörlega óþekktri stúlku, sem
stóð sig síðan með mestu
prýði.
Tíminn ætti eftir að leiða
í ljós hvemig valið hefði tek-
izt hér, sagði Sven, en sem
reyndur ieikhúsmaður vildi
hann segja, að Valgerður
hefði aldurinn og týpuna í
hlutverkið og hann vonaði að
þeir hefðu valið rétt.