Þjóðviljinn - 24.01.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.01.1962, Blaðsíða 3
„ l nrkt er vænta að mikill árangur geti orðið ,* ★ Morgunblaðið vék á sunnu- ' dag að viðræðum Alþýðusambands , íslands við ríkisstjórnina um ráð- , staíanir til þess að bæta kjör verka- . fólks með lækkuðu verðlagi og fleiri 1 hliðstæðum ráðstöfunum. Er afstaða blaðsins mjög neikvæð; það segir m. a.: „En hins er að gæta að Alþýðu- samband Islands er enginn málsvari neyt- enda. almennt. ... En ákveðin samtök í þ.fóðfélaginu geta ekki orðið samningsað- ili við ríkisvaldið. ... Varla er þess að vænta að mikill árangur geti orðið af slíkum viðræðum." ★ Árangur getur því aðeins orð- ið af viðræðum að ekki skorti vilja, 1 og hann virðist vera af mjög skorn- um skammti hjá ríkisstjórninni eftir ummælum Morgunblaðsins að dæma. Er það mjög athyglisvert fyrir þá sem fest ha'fa trúnað á áróður blaðs- ins um „raunhæfar kjarabætur" og „kjarabætur án verkfalla”. ★ Á sama tíma og Morgunblaðið lýsir yfir því að verklýðsfélögin séu ekki málsvari neytenda, þau geti ekki orðið samningsaðili og viðræð- ur við þau séu tilgagnslitlar, dirfist íhaldið að bjóða fram lista í þessum sömu verklýðsfélögum. Þeim listum er auðsjáanlega ætlað að veikja verklýðsfélögin og styrkja ríkis- stjórnina í þeirri afstöðu að ekki þurfi að semja við alþýðusamtökin um neinar raunhæfar kjarabætur. Landhelgisgœzlan róðgerir kaup ó tveím Dakotavélum Þyrluœfíng um fcorð / Ó5ni I gœrdag . I gajrdag, er varðskipið Óðinn var statt 4—5 sjómílur norður af Keflavík, var haldin æfing með þyrlu frá Keflavíkurflugvelli og lenti hún einum ellefu sinnum um borð í Óðni við ólíkar að- stæður. Björn Jónsson, starfsmað- ur Landhelgisgæzlunnar, stjórn- aði þyrlunni um tíma og lenti hennk f jórum sinnum. Æfing þessi þótti takast mjög vel. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar, bauð fréttamönnum um borð í Óðin síðdegis í gær og skýrði frá þessum æfingum, en blaðamaður frá Morgunblaðinu hafði fylgzt með æfingunum í boði hersins um daginn. Þyrlan vegur 3,3 tonn fullhlaðin. Pétur skýrði frá því að slík æfing hefði lengi staðið til; enda er gert ráð fyrir að þyrla geti lent um borð í skipinu og haft þar aðsetur. í fyrradag voru at- huguð skilyrði til lendingar og í gær var svo ákveðið að reyna lendingu. Til æfinganna var not- uð þyrla af gerðinni Síkorskí, Rannsókn er éhjákvæmileg Framh. af 1. síðu. manni í Stykkishólmi, sem báðir eru þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins. Eru þessir þrír menn sem -kunnugt er mestu skuldakóngar landsins. Þá eiga og sæti í stjóminni Jón Gíslason í Hafn- arfirði og Eiías Þorsteinsson í Keflavík. Miklir kærleikar hafa verið með þeim Einari ríka og Jóni Gunnarssyni og hafa þeir stutt hvor annan leynt og ljóst. Á þessu er nú orðin breyting og hefur vináttan snúizt í fullan fjandskap og styður Einar nú þá aðila innan SH, sem vilja koma Jóni Gunnarssyni frá. Mun hann m.a. hafa kúgað Jón til þess að taka tvo nýja menn inn í stjórn fvrirtækisins Ccfld- water, þá Sigurð Ágústsson al- þingsmann og Guðfinn Einarsson í Bolungarvík. Ein afleiðingin af óánægjunni innan SH er sú. að nú hefur Magnús Z. Sigurðsson, sem áður var. starfsmaður SH en Jón Gunnarsson bolaði þaðan burtu, stofnað nýjan félagsskap ásamt nokkrum frystihúsaeigendum og hefur gert samkomulag við enska aðila um sölu á nokkru magni af fiski til Englands. Eins og áður sagði liggur nú fyrir Alþingi þingsályktunartil- Iaga frá þingmönnum Alþýðu- bandalagsins um rannsókn á hin- um umdeilda rekstrj Sölumið- stöðvarinnar. Hafa þeir flutt þessa tillögu áður á Alþingi en hún ekki náð samþykki. Nú hef- ur það hins vegar gerzt að öll þrjú aðalmálgögn stjórnarflokk- anna hafa skýrt frá hatrömmum deilum innan SH út af meimtum misferlum á rekstri þess og fyr- irtækja þess erlendis. Hlýtur því að vera kominn tím.i til þess að tiilagan Um gagngera rannsókn á starfsemi SH verði tekin til afgreiðslu á Alþingi er það kem- ur saman og samþykkt. ALlt ann- að vær óverjandi eftir þessa síð- ustu atburði í málum SH. sem getur tekið 10 manns og vegur íullhlaðin um 3,3 tonn. Flugvélin lenti ýmist er skipið •var á hægri ferð og fullri ferð og gekk æfingin að óskum. 1. stýrimaður, Sigurður Ámason, fékk æfingu í að aðstoða þyrluna við lendingu með loftskeytasam- bandi og Björn Jónsson flug- maður, sem einn íslendinga hef- Ur full réttindi til að fljúga þyrlu, stjórnaði þyrlunni um tíma, eins og fyrr segir. Kaup á tveim Dakota- flugvélum. Fréttamenn spurðu Pétur að því hvort Landhelgisgæzlan myndi senn eignast þyrlu. Hann sagði að fyrst ætti Landhelgis- gæzlan von um að fá tvær Da- kotaflugvélar, sem líklega myndu leysa Rán af hólmi, en senn líð- ur að því að hún fari í mikla klössun, sem mjög er hæpið að borgi sig, þar sem Rán er orð- inn úreltur farkostur. Dakotavél er ódýrari í rekstri en Rán og svo hafa flugsamgöngur innan- lands batnað svo mjög undanfar- ið að óþarfi er lengur að gera út sjóflugvél. Landhelgisgæzlan þyrfti að fá þessar tvær flugvélar fyrir sum- arið, en samningar um kaup hafa ekki enn verið staðfestir. 50 manns undir Barcelona 23/1 — Átta hæða hót- el, sem verið er að byggja í bað- strandarbænum Pineda del Mar Mord, hrundi til grunna í dag. 50 manns hafa látið lífið eða slasazt. Um 80 manns voru að vinna við bygginguna er hún hrundi. HeildarsíldarafSlnn orðinn nær Ógæftir hömluðu veiðum síðast- liðna vikU- Og má heita að veiði- veður væri. aðeins tvo til þrjá daga vikunnar. Vikuaflinn varð ■17.492 u.ppmældar tunnur og var heildaraflinn frá vertíðarbyrjun til laugardags 20. janúar 880.891 uppm. tn. Þrjár hæstu veiðistöðvarnar eru þessar: 1. Reykjavík ......... 265.010 2. Keflavík .......... 153.066 3. Akranes ............ 152.506 Fimm hæstu síldarbátarnir eru þessir: Víðir II Garði 25.336 tunnur. Höfrungur II Akranesi 21.789 tunnur. Halldór Jónsson Ólafs- vík 19.711 tunnur. Pétur Sig- urðsson Reykjavík 18.583 tunnur. Bergvík Keflavík 18.011 tunnur. Neyzlan hefur verið skert stórlega Framhald af 1. síðu. skór. Innflutningurinn af þessum vöruflokkum nam 28,5 milljón- um dollara árið 1959. Árið 1960 minnkaði hann niður í 24,9 milljónir dollara. Og á fyrra helmingi ársins 1961 var hann aðeins 10,9 milljónir dollara í samanburði við 13,5 milljónir á sama tímabili 1961. Einna mestur er samdrátturinn að því er varðar fatnað og skó. Innflutningurinn af þeim vörum var 2,4 milljónir dollara árið 1959. Hann lækkaði í 1,6 millj. dollara árið 1960. Og á fyrra helmingi síðasta árs var hann aðeins 0,6 milljónir dollara. Neyzluskerðingin hefur meira að segja bitnað á matvælum. Inn- flutningur þeirra nam 9,3 millj- ónum dollara 1959; 1960 lækkaði hann niður í 8,5 milljónir doll- ara, qg á fyrra helmingi síðasta árs var hann 4 milljónir dollara. Þannig fer heildarneyzla þjóðar- innar á brýnustu lífsnauðsynj- um, eins og matvælum, klæðum og skófatnaði minnkandi á sama tíma og þjóðinni heldur áfram að fjölga. VÍSITALAN GEFUR RANGA MYND Þessar staðreyndir um neyzl- una sýna bezt hversu fráleitur er sá áróður stjórnarblaðanna að viðreisnin hafi naumast haft nokkur áhrif á lífskjör almenn- ings og að þau hafi jafnvel far- ið batnandi! Enda er einnig við- urkennt í skýrslu Efnahagssam- vinnustofnunarinnar að vísitala framfærslukostnaðar gefi vill- andí mynd ,af hinu 'raunverulega ástandi. Þar segir svo á bls. 7: „Vísitalan fjallar um fjölskyld- ur með 2—3 börn, sem eru betur settar en fjölskyldur með færri börn eða engin, vegna aukinna fjölskyldubóta. Það er þanr.ig líklegt að meðalskerðingin á kaupgetu hafi verið talsvert meiri en hreyfingar vísitölunnar bera með sér“. Benóný ósigrsndi í meistardlokki Að loknum sex umferðum á Skákþingi Reykjavíkur er Benó- ný Benediktsson efstur í meist- araflokki með átta vinninga. 2.— 4. eru Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson og Bragi Kristjánsson með 4 vinninga, 5.—10. eru Jón Kristinsson, Jón Hálfdánarson, Kári Sólmundarson, Björn Þor- steinsson, Gylfi Magnússon og Bragi Björnsson með 3‘/2 vinn- ing. Þátttakendur eru 20. I 1, flokki eru efstir Guð- mundur G. Þórðarson og Björn V. Þórðarson með 5*/2 vinning. Tefldar verða níu umferðir og verður næsta umferð á laugardag klukkan 3 í Breiðfirðingabúð. HÆLIST UM ERLENDIS Það skal enn tekið fram að skýrsla Efnahagssamvinnustofn- unarinnar birtir þessar stað- reyndir til þess að vegsama rík- isstjórn íslands, hún telur það til framfara að íslenzkur al- menningur verður nú í vaxandi mæli að spara við sig mat og fatnað og leggur á það ríka á- herzlu að halda verði áfram á sömu braut og draga enn frekar bæði úr neyzlu og fjárfestingu. Einnig er það eftirtektarvert að skýrsla Efnahagssamvinnu- stofnunarinnar er að sjálfsögðu byggð á gögnum frá ríkisstjórn íslands. Hún hælist þannig um yfir því í útlöndum hversu mjög henni hafi tekizt að skerða kaup- getu almennings á sama tíma og hún lætur málgögn sín hér halda því blákalt fram að kaupgetan hafi raunverulega ekkert verið skert! Pensillinn, Lauga- vegi 4,20 ára f í dag verður ein af elztu sér- verzlunum þessa bæjar, Pensill- inn að Laugavegi 4, 20 ára. Pens- illinn hefur jafnan verið einhver helzta málningarvöruverzlun í bænum og haft á boðstólum gott úrval af slíkum vörum. Forstjóri verzlunarinnar er Gunnsteinn Jóhannsson. 700 tunnur til Reykjavíkur Lítii síldveiði var í fyrri- (nótt, enda bræla frameftir, |bjart af tungli, djúpt á síld- iina, sem var mikil í sjónum en kom ekki upp fyrir 30 ’faðma. Vegna veðurfars rifuk I þrír bátar nætur sínar illa. |Þrír bátar náðu góðum köst- lum. Sú litla veiði sem var, ’fékkst 30 mílur norðvestur af iGarðskaga, Ægir fann mikla >íld suður af Eldey, en hún >tóð djúpt og enginn bátur var til staðar. i . Reykjavík. Nær allir bátar sem eitthvað , fengu, komu til Reykjavíkur, en þar voru þrír togarar að taka síld til útflutnings. Alls voru þessir bátar með 7000 tunnur: i Pálína 1600 tunnur, Víðir II 1300 tunnur, Leifur Eiríksson 1200 tunnur, Stapafell 700 tunnur, Anna Sí 600 tunnur, Jón Garðar 500 tunnur, Bjöm Jónsson og Halldór Jónsson . !með 350 tunnur hver, Guð- björg Sandgerði var með 300 tunnur og Hafþór með 100. ' Miðvikudaaur 24 janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN ta

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.