Þjóðviljinn - 24.01.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.01.1962, Blaðsíða 10
>"»*ÍJ***1**‘ ! >) S: 9-7-3 H: 9-7-3 T: A-9-7-3 L: 9-7-3 S: A-8-6-5-4-2 H: 10-8-6-5 T: 6 L: G-5 S: D-G-10 H: 4 T:: G-10-8-4 L: D-8-6-4-2 S: K H: A-K-D-G-2 T: K-D-5-2 L: A-K-10 T 1) Hvaða útspil vesturs setja sexhjartasamning suðurs niður? 2) Suður á að vinna sex hjörtu gegn hvaða öðru útspili og gegn hvaða vörn sem er. Svör: 1) lágspaði. 2) a) Ef vestur spilar spaðaás og spaða aftur, trompar suður (eða drep- ur öll önnur útspil) og tekur trompin í botn, norður kastar laufi. Þetta myndar keðjukast- þröng á austur. b) Hjartaútspil gefur norðri innkomu til þess að spila milli- tígli, sem austur leggur á og suður drepur. Vestur drepur ekki spaðakónginn til þess að fyrirbyggja kastþröng á austur, en austri er spiiað inn á laufa- drottningu í lokin og verður að spila tígli og fær sagnhafi þá alla tíguLslagjna. c) Komi út tígull er spila- mennskan svipuð og í b). 'Lágspaðaútspil vesturs, sem gefur slag ti.l þess að byrja með, er eina útspilið. sem setur spilið ■niður, því að suður getur ó- mögulega komið austri í kast- þröng eftir það. S: K-8-7 H: 3-2 T: A-10-4 L: A-K-7-6-4 S: D-6-3-2 H: 9-8-7-4 T: K-9-7-5 L: 10 S: 10-9-5 H: K-6-5 T: D-8-3-2 L: D-3-2 S: A-G-4 H: A-D-G-10 T: G-6 L: G-9-8-5 Suður á að vinna sex grönd gegn hvaða vörn sem er. Vest- ur spilar út hjartafjarka. Svar: Suður drepur ihjarta austurs og spilar millilaufi á ás- inn í borði. Suður svínar hjarta, tekur annað hjarta, norður gef- ur tígul. Norður tekur kóng í laufi og spilar laufasjöi, sem austur drepur á drottningu og suður geymir laufafimm. 1) Ef austur spilar spaða fær suður þrjá slagi á spaða. 2) Ef austur spilar lágtígli, drepur norður kóng vesturs með ásnum. Suð- ur fer inn á laufafimm, tekur ■hjartað og norður hendir tígul- tíu. Spaðagosi er dreginn af drottningu og kóngi og síðasta lauf norðurs setur austur í kast- þröng. 3) Ef austur spilar tíg- uldrottningu, drepur norður. Norður tekur bæði laufin, suð- ur kastar tígulgosa. Suður fer inn á spaðaás, tekur síðasta ihjartað og vestur er í kastþröng. Aðeins fimm réttar lausnir ■bárust og var dregið milli þeirra um verðlaunin. Sá heppni var Tómas Einarsson, Unnarbraut 28, Seltjarnarnesi. Getur hann ■vitjað verðlaunanna á ritstjóm- arskrifstofu blaðsins. Aðrir með réttar lausnir voru Áki Péturs- son, Hringbraut 47, Gunngeir Pétursson, Steinagerði 6; Þórð- ur Bjömsson, Neskaupsstað, og Agnar Jörgensson, Brávallag. 6. Undirrit .......... óskar a5 gerast áskrifandi að Tímaritinu RÉTTI Nafn ................................... Heimili ................................ Auglýsið í Þjóðviijanum QO) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 24. janúar 1962 Handknatfleiksmótið: Framh. af 9. síðu. og tapar þar með möguleikan- um að taka forustuna. Hilmar skorar fyrir Fram, 5:4. Þegar 15. mín voru af leik skorar Pétur tvö mörk á sömu mín og þar tók KR í fyrsta sinn forustuna. Sigurður Einars jafnar úr vítakasti, en Heinz gefur KR enn forustuna, með góðu skoti. Var sem Frömurum væri ekki um sel, og skora þeir nú 3 mörk í röð, Ágúst 2 og Ingólfur 1, 9:7 fyrir Fram. Enn eru það Heinz og Reyn- ir sem taka til sinna ráða og jafna 9:9. Ingólfur gefur Fram forustu, en Reynir jafnar litlu síðar, og enn er það Ingólfur sem skorar, og á 27. mín jafnar Karl fyrir KR, 11:11. Ingólfur er iðinn og mark- sækinn og skorar, en ekki líður á löngu áður en Pétur fær jafn- að, 12:12. Eru mörkin skoruð Hagræðing Framhald af 4. .síðu Það stendur ekki á verká- lýðnum til samstarfs og stuðn- ings við skynsamlega „hag- ræðingu", sem leitt getur til aukinnar hagsældar atvinnulífs- ins og aukins kaupmáttar launa. En mergur þessa máls er sá, og það er flestum laun- þegum að verða Ijóst, að efna- hagur atvinnulífsins ber allar þær kjarabætur, sem launþeg- ar hafa verið rændir og krefj- ast að skilað verði aftur, — og reyndar miklu meira. Að- eins þarf að létta af honum afætugróða, vaxtaokri, stjórn- leysi og bruðli, sem eigendur atvinnutækjanna og ríkisvald þeirra ætlar honum í dag að rísa undir. En þeim fer líka fjölgandi, sem líta svo á, að slík „hagræðing" í atvinnu- rekstrinum verði ekki gerð af núverandi valdhöfum, til þess þurfi stóraukið vald launþeg- anna sjálfra í rekstri þjóðfé- lagsins St. FÖGFRÆÐI- STÖRF endurskoðun og fasteignasala. Ragnar ölaísson hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi Sími 2-22-93 Trúlofanarhrlngir. steln. hringir, hálsmen. 14 ot karata. Nýtízku húsgögri Fjölbreytt úrvaL Póstsendum. Axel Eyjólfsson, Skiphojy 7. Síml 10117. títt og keppist KR við að jafna. Ingólfur skorar fjórða mark sitt í röð fyrir Fram og það síðasta úr vítakasti. Karl jafn- ar, og broti úr mínútu fyrir leikhlé skorar Sigurður Einars. Þetta heldur áfram í síðari hálfleik. Jón Friðsteinsson skor- ar fyrsta markið í þessum hálf- leik, mjög laglega af línu. Ól- afur Adólfs bætir við KR, en Hilmar kvittar fyrir, 16:14. Og enn eiga KR-ingar eftir að jafna. Fyrst skorar Reynir og síðan Sigurður Óskarsson, snilldarlega gott mark, 16:16. Nú var eins og að heldur drægi af KR og virtist sem þeir gætu ekki fylgt hraða og festu Fram, því nú skora Framarar 4 mörk í röð, og tognaði heldur á bilinu, án þess þó að KR-ingar legðu árar í bát. Um tíma var munurinn orðinn 9 mörk, en KR-ingar tóku góðan enda- sprett og skoruðu síðustu 4 mörkin. Liðin: Lið Fram er jafnara. en KR og gerði það ef til vill gæfu- muninn að þessu sinni. Enginn bar verúlega af; Þó finnst manni sem Hilmar skapi öryggi liðsins. Guðjón er líka virkur, en full harður, og varð að gjalda fyrir það. Það er eins og KR-liðið vanti svolítið meira öryggi og úthald. í því eru líka svolitlar veilur, sem Framarar notuðu sér. Höf- uð-uppistaðan í liðinu eru Guð- jón, Karl, Heinz og Reynir. Þeir sem skoruðu fyrir Fram voru: Ingólfur 8. Guðjón og Hilmar 4 hvor, Karl Ben. og Sigurður 3 hvor. Ágúst og Jón Friðsteinsson 2 hvor og Tóm- as 1. Fyrir KR skoruðu: Karl og Reynir 5 hvor, Heinz og Sie- urður 3 hvor, og Ólafur Ad- ólfsson 2. Leikurinn var nokkuð harð- ur og átti dómarinn, Magnús Pétursson, erfiðan dag, sem hann slapp þó sæmilega frá. 1942-1962 20 ára Ávallt sama þjónustan. — Þökkum viðskiptin. PENSILLINN, Laugavegi4 Um meðferð kúabólu 1. Látið bóluna þfirna í 4 mínútur eftir bólusetningu. 2. Það er mikilvægt, að loft fái að leika um bólusetn- ingarstaðinn. Forðizt því að setja plástur yfir bóluna. Forðizt einnig ullarföt, þangað til bólan er gróin. 3. Látið ekki börnin fara í bað, sund né leikfimi daginn, sem þau eru bólusett, og ekki heldur eftir að bólan fer að koma út. 4. Hreinsa má í kringum bóluna með spritti, en forðizt að rífa ofan af henni. 5. Bólan fer venjulega að koma út 3—4 dögum eftir bólu- setningu. Bólga cg roði myndast í kringum bóluna. Á 7—11 degi íá flest börn hita. Við því má gefa Ví—1 magnyl töflu á 4—6 kl. tíma fresti, eftir aldri barnsins. Hiti helzt oftast í 3—4 daga. 6. Ef barnið fær bólana eitla í handarkrika eða á hálsi, má láta kalda bakrtra eða íspoka við. 7. Ef barnið verður óvenjulega veikt eða bólan fer að dreifa sér um líbamann, er til við því mótefni. Hefur barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar það undir hönd- um á dagi.in, en Læknavarðstofan á kvöldin og næt- urnar. Ileilsuverndarstöð Reykjavíkur Þjóðviljann vantar unglinga til blaðburðar um Norðurmýri Afgreiðslan. sími 17-500 V0 W&nrt/úiH44föt óezt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.