Þjóðviljinn - 28.01.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.01.1962, Blaðsíða 5
Hverjum hefur veríð neítað um félagsrétt í Dagsbrún? Einhver furðulegustu ópin sem rekin eru upp fyrir hverj- ar Dagsbrúnarkosningar eru þau að svo og svo mörgum verkamönnum sé haldið utan félagsins, þeir fái ekki að kjósa o. s. frv. Aldrei hafa þó aftur- haldsblöðin getað nefnt eitt ein- asta dæmi um að nokkrum manni hafi verið neitað um inngöngu í félagið, ef hann átti rétt á, eða að nokkrum iréf Hannibals Valdimars- sonar fil Morgunblaðsins Framhald af 3. síðu. mestum árangri unnið að því að koma á 8 stunda vinnudegi með- al verkafólks, án skerðingar heildartekna, Tillaga þessi var, sem kunnugt er, samþykkt einróma af Alþingi. Nú kvartið þér í forustugrein- inni undan því, að ég hafi verið þögull um þessa tillögu, síðan hún var samþykkt og spyrjið, hvort ég standi enn við þau orð mín, að ég óski raunhæfra kjara- bóta og heilbrigðs samstarfs í verkalýðsmálum, eða hvort ég hafi svikið það, sem ég hafi tal- ið mína stefnu í desember. Yður og blaði yðar virðist það mikið áhugamál, að ég svari þess- ari spurningu, því að hún er einnig áréttuð á útsíðum blaðs- ins í rammagrein. Ekki fæ ég skilið, hvaða átyllu þér eða blað yðar hafið til að ætla, að ég hafi skipt um skoð- un í þessu efni, og er spurning- unni fljótsvarað af minni hendi. Ég er heils hug.tr fylgjandi því, sem í umræddri tillögu er farið fram á, og vona, að heilbrigð samvinna fáist um fulla framkvæmd hennar. Áður en þessi tillaga var bor- in fram, gerði ég grein fyrir skoð- unum mínum um þessi efni í ræðu, er ég hélt s.l. haust á Stjórnunarráðstefnu Islands að Bifröst í Borgarfirði. Er yður sú ræða heimil til birtingar í blaði yðar, erf þér óskið. Eftir að tillagan var samþykkt á Aliþingi, birti ég hana ásamt meðfylgjandi greinargerð í tíma- riti Alþýðusambandsins, „Vinn- unni“, til þess að hún færi ekki fram hjá leiðandi mönnum verka- lýðssamtakanna. Og þann 8. janúar síðastliðinn lagði ég tiiiögur Alþýðusam- bandsins um hugsanlegar kjara- bætur án kauphækkana fyrir ríkisstjórnina. í þeim tillögum er m. a. farið fram á vaxtalækkun, niðurfellingu söluskatta af nauð- synjum, lækkun vátryggingar- gjalda og aðflutningsgjalda, og að tryggður verði almcnnur 8 stunda vinnudagi^r, án skerðingar heild- arlauna. Þetta allt áleit ég rétt að fara fram á við ríkisstjórn, sem með bráðabirgðalögum hafði riftað þeim samningum, sem gerðir höfðu verið við atvinnurekendur um lítilsháttar kauphækkun, svo að henni væri ljóst, að samstarfs væri óskað við ríkisstjórnina um aðrar leiðir til kjarabóta, en beinar kauphækkanir, ef fáanleg- ar væru. Við, í verkalýðshreyfingunni höfum því enn á ný sótt fast á um, að aðrar leiðir en bein kaup- hækkun, væru fyrst reyndar, en því miður hefur blað yðar gef- ið í skyn, að lítils árangurs væri, að vænta af þessum tillögúm, | og ennþá hefur þögnin verið ein- | asta svarið, sem ríkisstjórnin hef- j ur gefið við óskum minum og annara samstarfsmanna minna um kjarabætur með margvísleg- um hætti, án beinna kauphækk- ana. Ég vona, herra ritstjóri, að af framanrituðu sé yður ljóst, að af- staða mín til þessara mála er ó- breytt með öllu. En ef þér samt sem áður haldið að ég sé and- vígur nefndri tillögu, og hafi að- eins flutt hana í áróðurskyni og í von um, að hún yrði felld, væri þá ekki snjallast að taba mig og samherja mína í verkalýðshreyf- ingunni. í bóndabeygju með því að hrinda málinu í fulla fram- kvæmd? Þökk fyrir birtinguna. Hannibal Valdimarsson. GLÆPAKÓNGUR DEYR NAPOLI 27/1 — Á föstudaginn iífstíðarfangelsi .af dómstóli í dó hinn ókrýr.di glæpakonungur, Lucky Luciano á bar einum hér i borg. Hann gaf upp öndina með glas í hönd. Luciano átti að baki langan og glæsilegan glæpaferil, sem sprúttsali, eiturlyfjasali og hóru- mangari, að ótöldum morðum sem framin hafa verið fyrir hans tilstilli. Luciano var fæddur í litlum bæ á Sikiley árið 1897 og var tæpra 65 ára, er hann varð bráð- kvaddur. Árið 1939 var hann dæmdur í MINNINGAR- SPJÖLD DAS Minningarspjöldin fást hjá Happdrætti DAS, Vesturveri. sími 1-77-57. — Veiðarfærav. Verðandi, sími 1-37-87 — Sjó- mannafél. Reykjavikur, sfmi 1-19-15 — Guðmundi Andrés- syni gullsmið, Laugavegi 50, sími 1-37-69. Hafnarfirði: Á pósthúsinu, sími 5-02-67. m manni með kosningarétt hafi verið meinað að kjósa. Alþýðublaðið reynir í gásr að gera óhróður sinn sennilegan með því að segja að félagatalan sé mismunandi eftir því hvort kosin sé stjórn í félaginu eða fulltrúar á Alþýðusambands- þing. ____ Ástæðan er einfaldlega sú, að reglur Alþýðusambandsins og reglur Dagsbrúnar eru mismun- andi. í Alþýðusambandskosn- ingum hafa menn atkvæðisrétt þótt þeir skuldi eitt ár í félög- um sínum; í Dagsbrúnarkosn- ingum verða menn að vera skuldlausir. Hinsvegar eiga þeir sem skulda ársgjöld sín kost á að borga allt til loka kosning- anna og gera menn það svo hundruðum skiptir. Hvers vegna ítrekar Alþýðu- blaðið enn hin marghrakta ó- hróður sinn um Dagsbrún? Er blaðið að gefa í skyn að stuðn- ingsmenn stjórnarflokkanna tregðist sérstaklega við að borga tilskilin gjöld í félagi sínu? Er blaðið að finna leiðir til að skýra væntanleg úrslit í stjórnarkjörinu? Okkur vanfar pökkunarstúlkur, flakara og flantingsmenn. Upplýsingar í síma 50165. Jón Gislason s.f. Hafnarfirði. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir og Pic-up bifreiðir, er verða til sýnis í Rauðarárporti þriðjudaginn 30. þ. m. kl. 1 til 3 e. h. Tilboðin verða opnuö í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. SÖLUNEFND VARNARLIÐSEIGNA. Nauðungaruppboð eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík að undangengnum lög- tökum, verða bifreiðirnar R-3386, R-3879, R-6302 og R-9021 seldar á opinberu uppboði, sem hefst við skrifstofu mína að Álfhólsvegi 32, þriðjudaginn 30. janúar, kl. 15. Greiðsla íari fram við hamarshögg. Bæjárfógetinn í Kópavogi. Yöruafgreiðsla Iðnaðardeildar SÍS ER FLUTT CR LÆKJARGÖTU 2 í 3 Sími 35318 Cs/ofrD jWórct Afgreiðum eftirtaldar vörur: SJAFNAR-hreinlætisvörur SJAFNAR-málningarvörur (Rex og Polytex) BRAGA-KAFFI FR AMLEIÐSLU VÖUI íR SÆLGÆTIS- OG EI NAGEREÍARINNAR FLÓRU, AKUREYRI. New York, en var fluttur á sína sveit, til Ítalíu, þar sem hann hefur verið grunaður um um- fangsmikla eiturlyfjaverzlun. I seinni heimsstyrjöldinni not- að hann sín gömlu glæpasarn- bönd, til að útvega Bandamönn- um upplýsingar, sem þeir riotúðu ti] undirbúnigs innrásinni á Sik- iley. Yöruafgreiðsla Iðnaðardeildar SÍS ABMOLfi 3— SlMI 35318 Vegna lokunar bókaverzlunar okkar að Skólavörðustíg 21, opnum við útsölu á morgun á ýmsum vörum og bókum. M. a. seljum við eftirprentanir af kínverskum listaverkum með lækkuðu verði. Utsala Skólavörðustíg 21, sími 15055. irfibk. Sunnudagur 23. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN (5.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.