Þjóðviljinn - 28.01.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.01.1962, Blaðsíða 11
Francis Clifford reyndi að grípa hina slitnu þræði, vitandi hað að þeir voru \njög mikilvægir og þegar hon- um tækist það, þá væri eitt- hvað sem hann þyrfti að gera, eitthvað annað en ráfa áfram endalaust í áttina að sjóndeildar- hringnum undir stjörnunum. Boog spurði hvað klukkan væri, þegar hana vantaði kortér í eitt, og skipaði þeim að nema staðar. Þeir stönzuðu með erfið- ismunum eins og járnbrautar- vagnar og það var eins o.g jörð- in undir fótum þeirra gengi í bylgjum. ,,Við tökum okkur hvíld.“ Drengurinn lét fallast niður þar sem hann var kominn. Hayden lagðist á hnén, lét stengurnar falla og lagðisf síðan útaf við hlið hans. Franklinn stóð kyrr eins og uxi, starði á þá sljóum augum undan skældu hattbarð- inu. „Seztu niður. gamli minn,“ sagði Boog. „Ertu bæði heyrnar- laus og vitlaus?“ Franklinn seig niður og stundi hátt við, svo. velti hann sér á bakið og þreknir fæturnir teygð- usit frá honum eins og öfugt V. Þeir lágu þarna þrír í röð og Boog settist á hækjur andspænis Hayden. Fötin lögðust að þeim og voru nú köld og þvöl. Þá fór að verkja í lærvöðvana. Boog reis upp á olnboga og fann hvernig sársaukinn breiddist frá öxlinni og útum allan líkamann. Svitadropar stóðu á enni hans. Hann hefði helzt af öllu viljað 33. dogur leggjast flatur eins og hinir, en hann þorði það ekki. Það var ekkert lið í löggunni lengur, en það þurfti að hafa gætur á hin- um, meira að segja stráknum. Hann renndi fingrunum yfir byssuhlaupið, strauk burt vota flyksu. Hann yrði einhvern veg- inn að komast af án þess að sofa. Það var ekki erfitt núna, en það yrði það seinna. Hann þyrfti ekki annað en dotta nokkrum sinnum og þegar hann opnaði augun myndi hann sjálfur horfa inn í hyssuhlaupið. Hann starði þrútnum augum á hæðimar. Þær voru famar að taka á sig fjallsmynd. Hann sá silfraðar mishæðirnar við rætur þeirra og ójöfnur rísa upp úr skuggunum. Eftir klukkutíma yrðu þeir komnir þangað; klukkutími í viðbót og þeir hefðu næga felustaði áður en sólin kæmi upp. En samt var hann ekki fullkomlega ánægður. Hann óskaði þess núna, að hanna hefði ekki ver- ið svona ákafur að komast burt frá fíakinu. Með dálítilli út- sjónarsemi hefði hann getað lát- ið lít-a svo út sem enginn hefði lifað af slysið — dreift úr kest- inum; fært stúlkuna þangað sem hún hafði verið í stað þess að hafa hana þarna tilbúna í lik- kistuna. Það hefði kannski ekki blekkt þá lengi, en hann hefði þó fengið lengri fresit... En samt sem áður, — þetta hefði getað verið verra. Burtséð frá úlnliðn- um á honum og missi bjórdós- anna, þá hafði heppnin verið með honum allan tímann. Hreyfingarlausir líkamirnir fóru allt í einu í taugarnar á honum hvíld, sagði ég. Ekki nætursvefn . . . Hæ, strákur; ég er að tala við þig.“ Drengurinn settist upp með hægð, hræddur og kvíðandi. Síð- an hann tapaði bjórnum, hafði hann verið enn hraeddari við Boog en áður. ,,Ertu enn með þessa munn- hörpu?“ Drengurinn stakk hend- inni í skyrtuvasa sinn. „Já, ég sé það. Jæja, spilaðu á hana. Komdu með lag.“ „Það er sandur í henni,“ sagði drengurinn. „Og hvað með það? Hreinsaðu hana og láttu okkur hafa lag.“ Drengurinn leit hræðslulega á Hayden eins og til iað spyrja hvort hann ætti að gera það og Boog hló. „Svona, spilaðu sálm fyrir hann séra Jón.“ ,,Af hverju læturðu drenginn ekki í friði?“ andmælti Hayden. Boog tók fastar um byssuna. Hann horfði þegjandi á Hayden nokkra stund. Svo sagði hann lágri röddu: ..Það kemur að þvi að þú segir of mikið, ef þú gæt- ir þín ekki, lagsi.. . Jæja — “ hann sneri sér að drengnum. „Komdu nú með tónlistina.1* „Hvað á ég að spila?“ „Hvers konar aulaskapur er þetta!“ hrópaði Boog. „Eitthvert andskotans lag. Og fljótur nú!“ Drengurinn hristi hárið frá augunum og byrjaði að leika. Eftir fyrstu tónana hætti hann og spýtti útúr sér sandi. Svo byrjaði hann nftur, sat álútur og hvíldi handleggina á hnján- um. Hann var skjálfandi af þreytu og andstuttur, en lagið kom, hægt og viðkvæmnislegt. Það var lagið sem hann ha.fði leikið í bílnum. þegar Beatson ók honum á flugvöllinn. Þá hafði bann spilað það vel, notað hend- urnar til að auka á titringinn, en nú lék hann aðeins lagið og 1 gaut augunum hræðslulega til Boogs. Boog hvíldi enn fram á oln- bogana og ]ét skína í tennurnar. „Hvaða lag er þetta, strákur?" „Ég .. . ég veiit það ekki.“ „Það er fínt. Fínt lag.“ Beatson hafði sagt þetta sama og tárin komu fram í augu drengsins þegar hann mundi hvenær og hvar. Alla nóttina hafði hann verið að hugsa um foreldra sína og nú var eins og tónlistin yki á söknuð hans og leiða. Honum leið ósköp illa og 4uglýsið í Þjóðviljanum Fastir líðir eins og venjulega. 8.30 Létt morgunlög. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: „Tónlist á 20. öld“ eftir Eric Blom II. (Árni Krist- jánsson). 9.35 Morguntónleikar. a) Píanó- sóniata í g-moFl op. 22 eftir Niccí’as Medtner. b) „App- alichian Spring", bal'ettsvita eftir Aaron Copland. c) Viotoria delos Angeles syng- ur; Gerald Moore leikur und- ir d) Sinfónía nr. 40 í gmoli (K 550) eftir Mozant. 11.00 Messa I kirkjui Óháða safn- aðarins: Séra Emil Björns- son. Organleikari: Jón Is- 'teifsson. 13.15 Erindi: T'mamót i sögu is- Iienzkrar kirkju; annað er- indi (Jóhann Hannesson prófes-sor). 14.00 t)tvarp frá Þjóðleikhúsinu: Hátíða.rsamkoma vegna 50 ára afmælis Iþróttasambands íslands. Ávörp flytja dr. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra og Benedikt Waage forseti I.S.I.; Gísli HalVdórsson form. l.B.R. setur hátíðina. 14.30 Miðdegistónleikar: Þættir úr „Petite Messa SolenneHe" eftir Rossini. 15.30 Kaffitíminn: Jian Moravek og félagar hans Teika. 16.00 Endurtekið efni: a) Hákon- armál Eyvindar skáldaspijl- u i VAicriu is, þáttur ftuttur af Þorsteini fr,á Hamri áður útv. 10. f.m.) b) Slnfóníuhijómsveit Islands leikur létt-kliassísk ver.k eftir Suppé, Burell og Britten (áður útv. 28. f.m.). c) Þáttur frá b’.indraskó'a í Boston: Frásögn Bryndís- ar Viglundsdóttur og söngur skólabarna (áður útv. 28. f. _ m.). 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarn- arson kennari): a) Frá löngu liðnum árum. „Farið á grasafjall", Frásöguþáttur eftir Viktoríu Bjarnadóttur Ingihjorg . Stephensen). — b) Fynstu bernskuárin; fyrri hluti (Lilja Kristjánsdóttir scgir frá). — Leikrit: „Ósk- in“ eftir Guðmund M. Þor- íláksson með Sjóðum eftir Ingólf Kristjánsson. 18.30 „Eg berst á fóki fráum": Gömlu lögin sungin og leik- in. 20.00 Tónieikar: Hollywood Bowl hljómsveitin Heikur göngu- 'lög. 20.10 „Láttu aldrei fánann falla": Dagskrá á hálfrar aldar af- mæli Iþróttasamvands Isl, isaman tekið af Sigurði Sig- ujrðssyni. Henni Týkur með ávarpi forseta ísllands hr. Ásgeirs Ásgeirssonar, fluttu i afmaalishófi að Hótel Borg sama kvöld. 21.20 Spurningakeppni; V. þáttur: Menntaskólinn í Reykjavík og Hagaskóli keppa (Guðni Guðmundsson og Gestur Þorgrímsson stjórna þættin- um). 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrár- lok. Útvarpið á mánudag 13.15 Búnaðarþáttur: Dr Björn 'Sigurgeirsson talar um kornrækt. 13.30 „Við vinnuna" 17.05 „í dúr og moll". Sígi'd tón- list fyrir ungt fói'ik Reynir Axelsson). 18.00 1 góðu tómi: Erna Aradóttir talar við unga. hlustendui'. 18.30 Þjóðlög frá Spáni og Portú- gal. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Eina,rs- son cand. mag.). 20.05 Um daginn og veginn (Séra Björn Jónsson úr Keflavik). 20.25 Einsöngulr: Þuríður Pái’s- dóttir syngur lög eftir Jór- unni Viðar; höfundurinn leikur undir á p:anó. 20.45 Leikhúspistiil (Sveinn Ein- arsson fil. kand.). 21.10 „Don Juan", hijómsveitar- verk eftir Riohard Strauss. 21.30 Út/varpssagan: „Seiður Sa- túrnusar". 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). | 23.00 Dagskrárlok. i tr- # | í!?»WP C. Bifreiðar til sölu Tilboð óskast í tvæi bifreiðar, sendiferðabifreið Chevro- let ’55, 1 tonn, og yfirbyggðan vörubíl, Chevrolet ’61, 2'/■> tonn. Bifreiðarnar verða t:l sýnis við skrifstofur vorar, Borgar- túni 7, Reykjavík, miðvikudaginn 31. þ. m. frá 9—16, og verður þar tekið á móti tilboðum. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS. Allsherjar- atkvæðagreiðsla Akveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat.kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnað- armanna fyrir næsta starfsár. Frestur til að skila tillögum rennur út kl. 18 þriðjudag- inn 30. þ. m. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess 8 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 4 varamenn þeiira. Tillögum skal skila til kjörstjórnar í skrifstofu félagsins að Skipholii 19, ássamt meðmælum a. m. k. 46 fullgildra meðlima. STJÓRNIN. Blóm :-3‘! Mikið og fallegt úrval af afskornum blómum og pottablómum. — Góð bílastæði. Blómabúðin RUNNI, Hrísateigi 1. — Sími 38420. Heimasími 34174. Útsvör 1961 Hinn 1. febr. er allra síöasti gjalddagi útsvara starfsmanna, sem greiöa reglulega af kaupi. Athygli gjaldenda og atvinnurekenda er sérstak- lega vakin á því aö útsvörin veröa að vera greidd að fullu pann da.g til þess aö þau verði frádrátt- arbær viö niöurjöínun á þessu ári. Atvinnurekendum og öðrum kaupgreiðendum, sem ber skylda til aö halda eftir af kaupi starfs- manna er ráölagt aö gera þegar í þessari viku lokaskil til borgargjaldkera til þess aö auövelda afgreiöslu á móttöku útsvaranna. Bocgamtaíiim. Þökkum innilega auðr-ýnda samúð við andlát og jarðarför GUÐRUNAR sigurjónsdóttur Laugateigi 16. Alveg sérs^aklega þökkum við öllum þeim, sem heimsóttu hana á sjúkrahúsið, og sem á margvíslegan hátt réttu okk- ur hjálparhönd í veikindum hennar. Við munum seint gleyma góðvild ykkar og hjálpsemi. Sigurður Þorsteinsson. Aðalbjörg Sigurðardóttir. Sigriður Sigurðardóttir. Valgeir Sigurðsson. . Sunnudagur 28. japúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN —r J JJ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.