Þjóðviljinn - 28.01.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.01.1962, Blaðsíða 7
Úteefandl: Samelnlngarflokkur alþýöu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstlórari Maanús Kjartansson (áb.), Magnús Torfl ólafsson, Sigjurður Guðmundsson. —, Fréttaritstiórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgelr Magnússon. — RitstJórn, afgreiffsla, auglýsingar, prentsmiffja: Skólavörffust. 1». Biml 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 50,00 & mán. — Lausasöluverff kr. 3.00. Prentsmlffja ÞJóffvlljans h.f. Ábyrg forysta JJag eftir dag tyggja blöð íhaldsins þá fir.ru, að verka- lýðshreyfingin og alveg sérstaklega Dagsbrún vilji ekki kjarabætur án verkfalla, verkföllin séu þeim eitt og allt. Enginn stafkrókur af rökum er færður fyrir þessum fáránlegu fullyrðingum, enda tekur Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrúnar, þennan áróður sem sýnishorn ,af því hversu óheiðarlegur málflutningur afturhaldsins er gegn Dagsbrún. í viðtali við Þjóðvilj- ann fyrir nokkrum dögum rifjaði Eðvarð upp síðustu skýru dæmin ium framkomu Dagsbrúnar og verkalýðs- félaganna, dæmi er sýna og sanna að allt hugsanlegt er gert til þess að ná kjarabótum og svara árásum rík- isvaldsins á kjörin með samningum og samkomulagi, áður en verkalýðurinn neyðist til að grípa til verkfalls- vopnsins. Eðvarð sagði m.a.: „^llan tímann frá því Alþýðuflokksstjórnin ræðst á kjörin og þangað til í vor, þ.e. í hálft þriðja ár, er kaupið óbreytt. Verkalýðshreyfingin bíður. Að vísu átti baráttan í vor sér langan aðdraganda, en það var búið að reyna allar hugsanlegar leiðir til samninga. Það má minna á viðræðurnar við ríkisstjórnina í októ- ber 1960. Þá fer nefnd Alþýðusambandsins á fund henn- ar, leggur áherzlu á að farin verði leið verðlækkana, gerir ákveðnar tillögur og heitir því að meta hverja ráðstöfun, sem hafi í för með sér aukinn kaupmátt launa til jafns við kauphækkun. Þarna var að vísu tekið mjög dauflega í okkar mál, en þó var því heit- ið að boða skyldi til annars fundar með fulltrúum launþegasamtakanna. Sá fundur var aldrei haldinn, aldrei til hans boðað. CJíðar þegar komið var í samninga og Dagsbrún og þau félög sem með henni voru lögðu fram kröfur sín- .ar, tókst að fá fulltrúa frá atvinnurekendasamtökun- um með okkur á fund ríkisstjórnarinnar sama erindis og við fórum í októbermánuði. Þá var ríkisstjórnin spurð, íhvort hún treysti sér til að gera einhverjar ráð- stafanir sem kæmu til móts við kröfur félaganna, sem við síðan tækjum tillit til í samningum við atvinnu- rekendur. Þarna fengum við alveg afdráttarlaust svar. Það væri ekki hægt. Síðan stóðum við í sífelldu samn- ingaþófi við atvinnurekendur allar götur fram í end- aðan maí. Þá samþykkti Dagsbrún einróma að lýsa yfir vinnustöðvun. Við lögðum á það mikla áherzlu að verkfallsfresturinn yrði notaður til samninga. Það var hins vegar ekki gert. Og allan tímann var stein- hljóð í röðum atvinnurkenda. Þeir komu í engu til móts við tkröfur okkar. Frá þeim lá aðeins fyrir plagg, þar sem þeir töldu að kauphækkanir væru til einskis fyrir launþega og lýstu beinlínis ábyrgð á hendur þeim mönnum sem færu fram á slíkt við atvinnureksturinn. Og þetta var eftir tveggja ára stanzlausar kauplækkan- ir hjá launþegum“. Eðvarð segir svo frá tilboðunum á síðustu stundu um 3% og síðar 6% sem felld voru í flestum félögunum, í Dagsbrún t.d. með 80% atkvæða. Og hann minnir á, að enn standi á ríkisstjórninni að svara tillögum verkalýðshreyfingarinnar um kjarabæt- ur með samningum. Enn haldi verkalýðshreyfingin þeirri leið opinni. i^agnvart slíkum staðreyndum hjaðna niður og verða að engu áróðursöskrin um að forysta Alþýðusam- bandsins og Dagsbrúnar vilji engar kjarabætur án verk- falla. Svo langt var gengið til þess að þrautreyna hvort kjarabætur gætu fengizt með öðrum leiðum, að mörg- um verkamanna þótti jafnvel of lengi reynt að ná samningum án þess að verkfallsvopninu væri beitt. Afstaða ríkisstjórnarinnar var alltaf hin Sama. Hvorki hún né atvinnurekendur voru nokkru sinni til viðtals um nokkrar raunhæfar kjarabætur fyrr en svipu verk- fallsins hafði verið beitt. Þolinmæði Dagsbrúnarfor- ystunnar var meira að segja notuð til árása á stjórn félagsins í blöðum ríkisstjórnarinnar og reynt að gera hana tortryggilega. En nú er snúið við blaðinu, þó hinn nýi áróður stangist við allar staðreyndir. þeir rannsóknarskip HVAÐ GERA ÞEIR í FISKIDEILDINNI? Jón Jónsson. Fiskveiöar hafa verið og eru aðalatvinnu- vegur okkar íslendinga. Samt er ekki nema aldarfjórðungur frá því vísinda- stofnun þessa atvinnuvegar var stofn- sett — og aðeins liðlega ár síðan hún komst í eigið húsnæði. Jón Jónsson forstjóri Fiskideildar Atvinnudeildar Hó- skólans segir fró starfsemi - sem er 25 óra nú í ór Við hittum Jón Jónsson for- stjóra Fiskideildarinnar á þriðju hæð í húsi deildarinnar við Skúlagötu. Hann er Aust firðingur, fæddur á Reyðarfirði. Hann varð stúdent 1939, og fór sama ár til Noregs og nam fiskifræði við háskólann í Osló og í Björgvin, lauk prófi þaðan 1946 og hóf starf við fiskideild- ina um áramótin 1946—1947. Sérgrein hans er þorskrann- sóknir. Um áramótin 1953— 1954 tók hann við forstöðu Fiskideildarinnar af dr. Árna Friðrikssyni, sem þá gerðist framkvæmdastjóri Alþjóða haf- rannsóknaráðsins. — Segðu okkur, Jón, hvað gerið þið hér í Fiskideildinni? Hvað eru 'hafrannsóknir og hver er tilgangurinn með þeim? — Svarið gæti orðið nokkuð langt mál, svarar Jón, og fer síðan að fræða mig. Með hans leyfi kýs ég að nota orðalag hans í ritgerðinni íslenzkar hafrannsóknir, í afmælisriti Há- skóla fslands: ,,Með orðinu hafrannsóknir er átt við rannsóknir á hafinu, eiginleikum þess og íbúum í víðtækastri merkingu. Rann- sóknum þessum má skipta í líf- fræðilegar, efnafræðilegar og eðlisfræðilegar athuganir. Hin- ar líffræðilegu rannsóknir bein- ast einna helzt að fiskinum sjálfum, en ná einnig til rann- sókna á plöntusvifi, dýrasvifi og ýmsum fleiri lífverum í haf- inu. Má segja að hinar eigin- legu fiskirannsóknir séu athug- anir á sjálfum fiskinum. aldri hans, vexti, brygningu, göngum fæðu og öðru háttarlagi. Hinar efnafræðilegu o.g eðlis.fræðilegu athuganir eru . .. nefndar sjó- rannsóknir einu nafni“. „Megintilgangvr og endan- legt takmark hagnýtra fiski- rannsókna er að afla þeirrar þekkingar, sem nauðsynieg er til skynsamlegrar nýtingar hinna einstöku fiskstofna. Skyn- samleg nýting er sú veiði, sem hvorki tekur of mikið né of Iítið úr stofninum ... Skynsam- leg nýting fiskistofnanna bygg- ist á þekkingu, sem aflað er með kerfisbundnum athugumim á eðlisháttum stofnsins sjálfs, áhrifum umhverfisins og áhrif- um veiðanna á stofninn. Hver þessara þriggja meginþátta krefst ýtarlegra vísindalegra undirstöðurannsókna ... Rann- sóknir á umhverfi fiskanna eru aðallega fólgnar í athuguESim á hinu eðlisfræðilega og efna- fræðilega ástandi sjávarins, svo og á svifdýrum í sjónum, bæði plöntu- og dýrasvifi." — Hvenær hófust slikar rannsóknir hér við land? — Danir hófu hér almennar hafrannsóknir um aldamótin en æði strjált. Fró 1924—1939 komu þeir hingað á hverju sumri. Byrjunin á hafrannsóknum okkar íslendinga er hjá Bjarna Sæmundssyni, sem er einn af brautryðjendum fiskirannsókna í Evrópu, og vann hann við mjög erfiðar aðstæður en af- kastaði ótrúlega miklu. Hanni hefur raunverulega lagt allan grundvöllinn að því starfi sem við erum að vinna. Fram til ársins 1923 hafði Bjarni Sæ- mundsson þetta sem aukastarf en gat eftir það gefið sig að því nær eingöngu. Hann fór með togurum og í verstöðvar til að safna gögnum fyrir rit- gerðir sínar, en hafði ekki að- gang að rannsóknarskipum né tækjum, sem nú eru talin nauð- synleg'. Starf Bjarna var braut- ryðjendastarf og einkum fólgið í lýsingu tegunda sem hér eru. Siðan tekur Árni Friðriksson við. Hann vann á þessu sviði hjá Fiskifélaginu árin 1931— 1937, en það ár tók hann við Fiskideild Atvinnudeildarinnar þegar hún var stofnsett, og var lengi einn á báti, en síðar kom svo dr. Finnur Guðmundsson og starfaði við deildina. Dr. Árni Friðriksson hefur því lagt grunninn að starfi stofnunar- innar og stjórnaði henni til ársloka 1953 að hann varð for- stöðumaður Alþjóða hafrann- sóknaráðsins. — Hvað eru svo margir sér- fræðingar nú á aldarfjórðungs- afmælinu og að hverju vinna þeir? — Á þessu ári verða þeir 10. Unnsteinn Stefánsson hefur sjórannsóknirnar og í ár kemur annar sérfræðingur, Svehd Malmberg, nýr doktor, frá Kielarháskóla, kemur í haust. Annar ungur maður er að Ijúka doktorsprófi í fiskifræði í Kiel, Gunnar Jónsson, og byrjar hér sennilega rannsókn- ir í sambandi við þorskfiska. Þórunn Þórðardóttir er sér- fræðingur í plöntusvifi, Ingvar Hallgrímsson í dýrasvifi, Jutta Magnússon í fiskilirfum, í fjar- veru dr. Hermanns Einarssonar sem fékk 4ra ára frí til að vinna í Perú. Jakob Jakobsson Bjarni Sæmundsson. - >*. Þeim fjölgar nú stöðugt sem skilja að enginn atvinnuvegur verður stundaður svo í lagi sé án rannsókna og vísinda- legrar þekkingar. Þegar Fiskideild At- vinnudeildar Háskólans var stofnuð var starfsmaður hennar aðeins einn, en nú starfa þar 8 sérfræðingar og verða 10 á þessu ári. Hvað starfa þessir menn? Hvað er gert í þessari stofnun? Við skulum biðja Jón Jónsson, forstöðumann Fiskideildarinn- ar,. að fræða okkur örlítið um það. Hús Fiskideildarinnar við Skúlagötu. Árni ÉÉ Friðriksson. er í síldarrannsóknum, og bráðliggur okkur á að fá annan sérfræðing til viðbótar til að sinna því verkefni, Jakob Magnússon sér um karfarann- sóknir og Aðalsteinn Sigurðs- son um rannsóknir á flatfisk- um. Ég hef haft með höndum rannsóknir á þorskfiskum, að- aúega þorski og ýsu. en mikill tími fer einnig í bréfaskriftir og alþjóðasamvinnu um fiski- rannsóknir og alþjóðlega skipu- lagningu fiskveiða — að ó- gleymdu landhelgismálinu. Auk þessa hafa þeir Ingvar og Að- alsteinn fengizt töluvert við rannsóknir á rækju, sem er nýr þáttur í starfi stofnunar- innar. Við höfum ekki haft neinn í það, en þeir tekið það jafnframt sínu starfi. Við þurf- um nauðsynlega að fá mann til rannsókna á rækju og letur- humar, sem gæti þá einnig fengizt við önnur botndýr eins og krækling og kúskel, það er áreiðanlega nóg verkefni fyrir einn mann. Deildin getur nú sinnt kerfis- bundnum rannsóknum á öllum helztu nytjafiskum okkar og þeim þáttum í umhverfi þeirra sem álitið er að valdi einhverju um hegðun og göngur fiska. — Þrátt fyrir allt er þetta orðið ólíkt og á dögum braut- ryðjendanna. — Já, það hefur verið nokk- uð mikill gróandi í þessu og ekki hægt að segja annað en stjórnarvöldin hafi sýnt vel- vilja og skilning, við höfum síðan við misstum Ingvar Em- ilsson til Suður-Ameríku, getað tekið alla sérfræðinga jafnóð- um og þeir voru til taks, 1953 —1954 voru t.d. aðeins 4 sér- fræðingar starfandi hér, nú verða þeir 10 á þessu ári og 13 aðstoðarmenn. Ennþá eru erlendis margir að læra fiski- fræði — og það eru meir en nóg verkefni fyrir þá hér. Það væri æskileg þróun að á næstu 10 árum yrðu ekki færri en 15 sérfræðingar hér, auk aðstoð- armanna. Okkur vantar sér- Bókasafn Fiskideildarinnajr og bókavörður, Óskar Ingimarsson. staklega fleira aðstoðarfólk. Við eigum nú margt vel mennt- að og sérhæft aðstoðarfólk sem sumt hefur unnið hér allt yfir 10 ár. Það er veriði að ala upp góðan efnivið í aðstoðarvísinda- menn. — Og nú eruð þið loks komn- ir í eigið húsnæði. — Já, það var mikill dagur í sögu stofnunarinnar þegar við fluttum í þetta hús fyrir rúmu ári. Þegar starfsemi stofnunar- innar eykst getum við fengið meira af húsnæðinu. Það mun á sínum tíma alls ekki of mik- ið að íslenzkar haf. og fiski- iðnrannsóknir hafi allt þetta hús. Næsta skrefið er að koma upp sjófiskabúri, en við höfum mikinn áhuga fyrir að koma því upp og höfum dálítið hús- næði sem hægt er að ráðstafa til þess. Slíkt sjófiskabúr gæti orðið grundvöllurinn; undir það að íslendingar komi sér upp sínu eigin sjódýrasafni. — Hvernig er það. fáið þið ekki rannsóknarskip í afmælis- gjöf á 25 ára afmæli deildar- innar í ár? — Það er búið að vinna í 3 ár að undirbúningi slíks skips. Það er alveg nauðsynlegt að fá a.m.k. leyfi til að láta byrja að byggja það á þessu ári. — Já, hvað er mest aðkall- andi til að efla starfsemi deild- arinnar svo hún geti sem bezt sinnt hlutverki sínu? — Mest aðkallandi vandamál íslenzkra haf- og fiskirann- sókna er að sjálfsögðu að eign- ast eigið rannsóknaskip. Við höfum nú fengið húsa- kynni, fyrsta flokks. Við höf- um prýðilegt og vel menntað starfsfólk. Sérfræðingar okkar hafa fengið menntun sína við háskóla helztu fiskveiðiþjóð- anna, ■ Noregi, Danmörku, Sví- þjóð, Þýzkalandi, Bretlandseyj- um og Ameríku. Það er mjög mikill stuðningur fyrir stofn- unina því fiskirannsóknir eru í eðli sínu alþjóðlegar og verða ekki framkvæmdar að neinu gagni nema til komi alþjóða- samvinna. — Eruð þið ekki þátttakend- ur í alþjóðasamvinnu? — Jú, þátttaka íslendinga í Alþjóða hafrannsóknarráðinu hefur haft mjög mikla þýðingu fyrir uppbyggingu fiskirann- sókna við ísland. Evrópuþjóðir hafa mikinn á- huga, fyrir fiskirannsóknum við ísland. í fyrsta lagi kemur það_ af því að miðin við ísland hafa haft mikla þýðingu fyrir fisk- veiðar ýmissa þjóða. f öðru lagi er hafið við fsland mjög merki- iegt viðfangsefni frá haffræði- legu og líffræðilegu sjónarmiði. Hingað kemur á hverju ári fjöldi rannsóknarskipa. Sem dæmi um alþjóðlega samvinnu við ísland má nefna síldar- rannsóknir Norðurlandaþjóð- anna og Sovétríkjanna. Nýjast er að á þessu ári verða framkvæmdar mjög um- fangsnxiklar rannsóknir á á- hrifum möskvastærðar á fs- landsmiðum. Það hafa verið uppi miklar raddir um það að auka möskvastærð í botnvörpu á Norður-Atlanzhafi vegna vaxandi áhyggju af ofveiði á þessu svæði. Þegar hefur ver- ið ákveðið að auka möskva- stærð í Barentshafi og Viði norsku ströndina vegna mjög rýrnandi þorskafla við Noreg, sem talinn er stafa af of mik- illi töku ungfisks í Barentshafi. Þessi ákvörðun er byggð á al- þjóðarannsóknum á vegum Al- þjóða hafrannsóknaráðsins sem norsk, brezk, sovézk og þýzk skip hafa tekið þátt í. — Hvað um möskvastærð hér? — Við höfum sjálfir gert nokkrar athuganir á áhrifum möskvastærðar á veiðina. Við vildum ekki gang'a inn á svo róttækar breytingar hér við land nema fyrir hendi væru niðurstöður alþjóðlegrar rann- sóknar eins og í Barentshafi. Við lögðum því til á fundi fastanefndarinnar um málið að samskonar rannsókn yrði fram- kvæmd við ísland. Þetta var rætt á fundi Alþjóða hafrann- .. fóknaráðsins s.l. haust og fékk É^eysígóðar undirtektir, sem gýnir hve aðrar þjóðir telja ránnsóknir á miðum hér við land mikilvægar. Það er sennilegt að 8 þjóðir itaki þátt í þessum rannsókn- um, sem verða undir yfirstjórn Fiskideildarinnar, þannig að ís- lendingar standi fyrir þeim. Þátttaka verður frá Noregi, Sovétríkj unum, Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi, Skot- landi, íslandi og sennilega Kanada og munu þessar þjóð- ir senda beztu skip sín í leið- angurinn.. — Þetta væri í fyrsta skipti sem Kanada sendir skip til rannsókna á Evrópumiðum. — Varst þú ekki nýlega að spá ágætum þorskafla á næst- unni? — Jú, ég lét lokkast til að tala við Stefán Jónsson um 'þetta. Þessar björtu vonír um afla byggjast á árganginum frá 1955. Það er mjög óvenjulegt að fá mikið magn af svo ungum ‘diski á vertíðinni, því þorskur fer ekki að koma í gagnið fyrr en hann er 8 ára, en það hef- ur verið svo mikið af þessum árgangi í vertíðaraflanum und- anfarin 2 ár að við eigum nú von á miklu magni af lionum. Þessi aukning, miðuð við þenn- an eina árgang stendur og fell- ur mjög með því hvernig hann hagar sér. Rit Fiskideildar á borðinu verður tilefni spurningar og þá leiðir Jón mig inn í bókasafn stofnunarinnar. þar sem bóka- vörður, Óskar Ingimarsson, vinnur. Já, svarar Jón, Fiskideild- in gefur út tvö rit, Fjölrit Fiskideildar, sem er bráða- birgðaniðurstöður rannsókna og Rit Fiskideildar, sem er prent- að, oftast á ensku, og flytur það endanlegar niðurstöður rann- sókna. Auk þess skri.fa sér- fræðingar deildarinnar í hin ýmsu rit Alþjóða hafrannsókn- arráðsins. Rit Fiskideildar eru send um allan heim og í stað- inn fáum við vísindarit og rannsóknarskýrslur frá um 300 stofnunum víðsvegar um heim sem fást við haf- og fiskirann- sóknir, og má segja að þetta myndi undirstöðu í bókasafni okkar. Takmark okkar er aö koma hér á einn stað öllum fá- anlegum upplýsingum um ár- angur fiskirannsókna og nýj- ungar í hagnýtum fiskveiðum. Við þökkum Jóni Jónssyni fyrir þessa ágætu fræðslu, sem hann hefur veitt okkur um Fiskideild Atvinnudeildar Há- skólans; næst munum við svo athuga hvað hinir ýmsu sér- fræðingar eru að fást við. J.B. Þrjár vísur. ortar á kosn- ingafundi DAGS6RÚNAR Á kosningafundi Dagsbrún- ar í Iðnó s.l. fimmtudags- kvöld urðu nokkrar vísur til. Tilefni þeirra var, að Björn frá Mannskaðahóli, frambjóð- andi íhaldsins í formannssæti, hafði í ræðu sinni ætlað að skjóta vísu að Guðmundi J. en ekki munað þegar til kom. Þegar Guðmundur kom í ræðustólinn hafði hann þessa vísu meðferðis og var henni beint til Mannsskaðahóls- Björns: Fáir munu fylgja þér á félagsmálaróli. Ðagsbrún aldrei unir sér á Mannskaðahóli. Síðar á fundinum varð þessi vísa til: Kominn er kostaringur kálfur í ræðustól. Ihaldsins uppvakningur út úr Mannskaðahól. Og loks þessi: Frá Mannskaðahóli er mað- ur einn af mannlegum brestum klár og hreinn. flialdinu hann þjónar þrátt, hann þakkar því bæði stórt og smátt. 0} — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 28. janúar 1962 Sunnudagur 23. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.