Þjóðviljinn - 31.01.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.01.1962, Blaðsíða 1
1 Slgþór Guðnason, skipstjóri Laust fyrir klukkan hálf átta í gærmorgun varc það slys, að vélskipið Særún ÍS 6, frá Bolunga- vík fékk á sig hnút í Látraröst, er sópaði yfirbygg- ingunni að mestu aí skipinu og tók út þrjá menn skipstjóra, stýrimann og háseta, og drukkuðu þeir. Kcnráð Konráðsson, stýrimaður. Björgvin Guðmundsson, háseti. Mennirnir sem fórust voru: Sigþór Guðnason skipstjóri, Sæfelli á Seltjarnarnesi, 36 ára að aldri, kvæntur og átti 3 börn,. Konráð Konráðsson stýrimaður, Njálsgötu 51 Reykjavík, 39 ára að aldri, kvæntur en barnlaus. Björgvin Guðmundsson háseti, Framnesvegi 23 Reykjavík, 28 ára að aldri, kvæntur og átti tvö ung börn. Á Særúnu var 6 manna áhöfn og eru þeir sem af komust Krist- ján Magnússon, 2. vélstjóri, er var á vakt niðri, Gunnar Rós- mundsson, 1. vélstjóri og Hall- dór Guðbjörnsson matsveinn, er voru báðir í koju, er skipið fékk á sig hnútinn. Eru þeir allir bú- settir í Reykjavík. Þjóðviljinn átti í gærkvöld tal við Gunnar Rósmundsson, fyrsta i vélstjóra á Særúnu og fer frá- Særún, ÍS 6. sögn hans af atburðinum hér í eftir: Þetta gerðist um klukkan hálJ átta. Ég var nýfarinn af vakt of voru.m við þá staddir í röstinni Þetta var í miðju suðurfalli oj veðrið var sunnan og suðaustan allhvasst í hryðjun im. Það verð- ur alltaf vitlaust þegar vindur- inn er á móti fallinu. Vorum vic byrjaðir að slá af áður en ég fói af vaktinni. Ég var varla sofnaður, vissi aJ méi'. Þá kastaðist skipið allt einu næstum á, hliðina en. 1É ekki lengi. Við vorum með lýs- istu.nnur í lest og þær runnu til svo að það rétti sig ekki til full: strax. Annar vélstjóri var niðri oí heyrði að það var hringt á hæg; ferð svo var eins og það vasr gerð tilraun til þess að kalla rörið, en það hætti mjög snögg lega. Síðan fékk hann ekker,- svar. Hann kom síðan upp til Framhald á 10. síðu. Brunavörður dælir vatni inn í braggann, þdr sem liinn tollfrjálsi varningur Loftlciða var geymdur. Vatnið bjargaði frá skcmmduni talsverðum birgðum af víni og öðru. — (Ljósm. Þjóðv.). , Um sex þúsund vínpelar í birgðastöð Loftleiða Er Þjóðviljinn hafði samband 1 hefðu enn verið teknar um hvað við Kristján Guðlaugsson, stjórn- gert yrði í málum Loftleiða eftir arformann Loftleiða í gærkvöld, brunann mikla í fyrradag. Krist- sagði hann að engar ákvarðanir ján bjóst við að ákvörðun yrði Sjálfkjörið í stjórn tekin um málið í dag eða á» morgun. Enn er ekki hægt að segja neitt um hve tjón Loftleiða var mikið í brpnanum, en unní ið er að því að meta tjónið eftiP birgðabókhaldi og öðru. Kristjárií hvorki neitaði eða játti spurningts um hvort Loftleiðir myndu flytja með starfsemi sína til Keflavík-4 urflugvallar. j Félags jórniðnaðarmanna Frestur til að skila tillögum um stjórn og trúnaðarmannaráð fyrir Félag járniðnaðarmanna rann út kl. 18 í gær. Þá hafði aðeins borizt ein tillaga, tillaga stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Urðu því eftirtaldir menn sjálf- kjörnir í stjórn og trúnaðar- mannaráð félagsins fyrir næsta starfsár. Stjórn: Formaður, Snorri Jóns- son, varaformaður, Tryggvi Bene- diktsson, ritari, Einar Siggeirs- son, vararitari, Karl Finnboga- son, gjaldkeri, Ingimar Sigurðs- son, fjármálaritari, Guðjón Jóns- son, meðstjórnandi, Theodór Ösk- arsson. I trúnaðarmannaráð voru kjörnir auk stjórnar, Hafsteinn Guðmundssort, Erlingur Ingi- mundarson, Valgeir B. Helgason, Einar Magnússon, Kristinn Jóns- son, Ingólfur Jónsson, Jón Jónas- son og Benedikt Sigurjónsson. Varamenn í trúnaðarmannaráð voru kjörnir, Haukur Berg- steinsson, Þorvalduf R. Guð- mundsson, Jóhann Indriðason og Hannes Pétursson. Félagsfundur hafði verið aug- lýstur í gærkvöld til þess að ræða stjórnarkjörið en þar sem stjórnin varð sjálfkjörin var fundinum aflýst. Snorri Jónsson. Það voru margir sem sáu eftiif góðvíni því, sem brann hjá Loft» leiðum í fyrradag. I gær fórii tollverðir og aðrir að róta f brunarústunum og kom í ljós a9> allmargir vínkassanna höfðui bjargazt undan eldinum að ein4 hverju eða öllu leyti, þar serni vatn hafði stöðugt verið dælt innt í braggann, meðan hann logaðp. Tollverðir fluttu allmikið magri af víni í geymslur sínar, en ekkl var vitað hvort vínið var ó4 skemmt eftir eldinn og vatnið; Erfitt er að henda reiður á hva- mikið magn brann inni hjá Loft-í leiðum, en kunnugur maður álei'ft Framhald á 10. síðUj.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.