Þjóðviljinn - 07.02.1962, Side 1

Þjóðviljinn - 07.02.1962, Side 1
lflLIIMN wiuiim Viðtal Adsjúbei við Kennedy OPNA Miðvikudagut' 7. febrúar 1962 — 27. árgangur — 31. tölublað Óskert tólf sjó- mílna landhelgi Færeyingar vilja aínema sérréttindi Breta Samningur Dana og Breta er uppsegjanlegur með eins árs fyr- irvara hvenær sem er eftir 27. apríi í ór. Samkvæmt Reuters-frétt frá London eru brezk yfirvöld nú að kynna sér dönsku orðsendinguna um kröfur Færeyinga. Brezk stjórnarvöld neita að lóta í ljós nokkurt álit í málinu við frétta- menn. Síldar- verðið Verðiagsráð sjávarútvegsins hefur ákveðið verð á nýrri síld til útflutnings. Verðið frá ára- mótum til febrúarloka verður ó- breytt, kr. 1,57 fyrir kíió, en lækkar í kr. 1.25 frá 1. marz þangað til sumarverðið hefst Samkomulag varð um síidar- verðið á fundi Verðlagsráðs sem hófst klukkan fimm síðdegis í fyrradag og stóð til ki. eitt um nóttina. Verðið miðast við órag- aða síld komna á ökutæki við bátshlið. í samningunum í haust um síldarverð var verðið á síld í skip til útflutnings það langsam- lega hagstæðasta fyrir sjómenn. Síldarkaupendur sögðu þeim samningi upp frá áramótum. Vildu þeir fá lækkun á verði sem svarar hinum nýja tolli í Efnahagsbandalagsríkjunum, sem gekk í gildi um áramót, 6% af 85% sölu. Hefur tollurinn numið 28 aurum á kíló miðað við með- alverð. Fimmtánda febrúar hefst tímabil þegar þessi tollur er ekki krafinn. Eftir áramót hefur verð á ís- aðri síld erlendis verið mun hærrá en áður, en þó nægir sú hækkun ekki alveg til að vega upp hinn nýja toll. Niðurstaðan varð í verðlagsráði að fulitrúar kaupenda féllu frá kröfunni um lækkun á verði í kr. 1,30 og féllust á óbreytt verð, kr. 1,57. Síldin sem veiðist á haust- og vetrarvertíð er venjulega mjög misjöfn. og einkum er hún mög- ur yfir hrygningartímann í marz og apríl og fyrst á eftir. Er því ekki að búast við nema smá- vægilegri þátttöku í síldveiðum yfir þann tíma. Er verðið látið lækka fyrir þennan tima, bæði vegna þess að a.fiinn er lélegri vara o.g samtímis markaður jafn- an lægri. Nú er búizt við að eigendur mestu aflabátanna hafi tilhneigingu til að láta' stunda síldveiðar út veturinn, en þar verður tæpast nema um fáa báta að ræða. Frá þvi veiðar byrjuðu um miðjan október hafa 90 tilí 108 bátar stundað síldveiðarnac*v H andvíg rannsókn! Ríkisstjórnin og flokkar hennar hafa verið einkenni- lega þögulir við meöferð til- lögunnar um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að athuga tiltekin atriði í rekstri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna. Aðeins einn stjórnarþingmanna talaði í málinu, Sigurður Ágústsson, en hann er stjórnarmaður í Sölumiðstöð hraöfrystihús- anna og í Coldwater Sea- food Corporation, félaginu sem SH hefur sett á lagg- irnar í Bandaríkjunum. Og þessi eini fulltrúi stjórnar- flokkanna varðist allra frétta, og tók þá frumlegu afstöðu aö lofa svörum við spurningum þingmanna þegar málið kæmi úr nefnd! En aðþrengdur svar- aði hann þó afdráttarlaust einni spurningu: Hann kvaðst andvígur því að Al- þingi léti fram fara rann- sókn, því hann teldi hana með öllu óþarfa! Lúðvík Jósepsson lauk á fundi neðri deildar í gær ræðu sinni, er hann hóf á fundinum í fyrra- dag. Vakti hann sérstaka athygli á að ríkisstjórnin léti ekkert til sín heyra um þetta stórmál, enda þótt blöð stjórnarinnar væru tekin að ræða um mál Sölumiðstöðvarinnar sem stór- vandamál og hafa um þau hinar stærstu fyrirsagnir. „Þegar tillaga um rannsóknar- nefnd var rædd á Alþingi árið sem leið, hélt ég því fram að hér væri siður en svo um árás á samtökin að ræða“, sagði Lúð- vík. ,,Flutningur tillögunnar er heldur ekki nú nein árás á Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og eins og nú er komið tél ég slíka rannsókn samtökunum nauðsyn“. ★ Sölustofnun — ekki áhættufyrirtæki Lúðvík minnti á þá staðreynd að Sölumiðstöðin er byggð upp af 50—60 frystihúsum a.f um 90 frystihúsum á öllu landinu. Sam- tökin væru í meginatriðum lýð- ræðislega uppbyggð og nauðsyn slíkra samtaka ótvíræð. Þeim væri ætlað að vera fyrst og fremst sölusamtök sem eigi að eínbeita sér að því, að færa heim í þjóðarbúið eins mikið fyrir framleiðsluna og unnt er. Hins vegar er Sölumiðstiiðin ekki stofnun sem á að hafa með hiindum neinn sérstakan áhættu- rekstur. En stjórncndur og fram- kvæmdastjórar hennar hafa byggt upp stórkostlega fjárfrek- an atvinnurekstur í iiðrum lönd- um, og hafa tekið upp í stofn- kostnað þeirra fyrirtækja and- virði fisks scm Sölumiðstöðinni var falið að selja. Um þessar framkvæmdir eru hiirkudeilur í samtökunum sjálfum og skiptar skoðanir um livort þar hafi ver- ið réttilega að unnið. ★ „Alheimssölustjórinn'* og vald hans Framkvæmdastjóranum Jóni Gunnarssyni, hefur í sambandi við fjárfestinguna erlendis o.g rekstur fyrirtækjanna þar, verið falið óeðlilega mikið vald. Nú hefur verið upplýst að í stjórn félags þess er sölumiðstöðin myndaði um framkvæmdirnar í Bandaríkjunum hafa verið fram að þessum tíma Jón Gunnarsson sjálfur, kona hans Og bandarísk- ur lögfræðingur! Margir aðilar innan Sölumiðstöðvarinnar hafa deílt á þá ráðstöfun og talið furðulegt að enginn maður úr stjóm S. H. eigi sæti í stjórn félagsins vestra, til þess kosinn af stjórninni hér heima. Það var ekki fyrr en upp úr sauð óánægjan með þetta fyrirkomu- lag að Jón Gunnarsson og kona hans voru iátin víkja úr stjórn- inni, en tveir menn úr stjórn S.H. látnir taka sæti þeirra. Það er augljóst að þetta fyrir- tæki i Bandaríkjunuin veltir Framhald á 10. síðu. Tveir ungir Iinudansarar biðu bana og tveir aðrir slösuðust, þegar „lifandi pýra- mídi“ hrundi af vírstreng í 15 metra liæð í hringieikahúsi í bandarísku borginni Detr- oit. Slysið kom fyrir heimskunnan loftfim- leikaflokk, „fljúgandi Wailend- as“, sem þýzk hjón stofnuðu fyrir 39 árum. Stofnandinn, Herman Wallenda, sem nú er sextugur, var með á vírnum þegar slysið vildi til. Átta þúsuiid hringleikalniss- gestir liorfðu á Itichard Faug- han og. Dictcr Schoep hrapa til dauðs, en tveir menn lágu á vírunum og héldu í öklana á 19 ára stúlku, Jane Schoep, systur Dieters, sem setið liafði á stól á stöng sem hvíldi á öxlum tveggja manna efst á pýramídanum. Karlmennirnir misstu takið á stúlkunni, en starfsfólki niðri á sviðinu tókst að grípa hana í ábreiðu sem það liélt á milli sín, svo hún slapp með lítil meiðsl. Við æði lá meðal áhorfenda, en trúð tókst að róa þá. Á minni myndinni sést lif- andi pýramýdinn á línunni, en á hinni sést Jane Schoep hrapa. KAUPMANNAHÖFN 6/2 — Danska stjórnin hefur sent brezku stjórninni orðsendingu vegna fiskveiðilandhelginnar við Færeyjar í framtíðinni. Er þctta gert samkvæmt tilmælum frá Færeyingum. Danska stjórnin gerði samn- inga við Breta árið 1959 um sér. réttindi til handa Bretum innan 12 sjómílna landhelgi Færeyja. Þegar Banir hleyptu Bretum inn í færeysku landhelgina létu danskir ráðamenn það í veðri vaka, að Jjetta væri gert vegna þess að búizt væri við að al- þjóðlegt samkomulag, sem gilti um alla jafnt. yrði bráðlega gert varðandi fiskveiðilögsögu. Nú hafa færeysk yfirvöld hinsvegar krafizt þess, að stað- ið verði fast við 12 sjómílna fiskveiðilögsöguna, og að sömu lög verði látin ganga yfir Breta og aðra. Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Sandgerði, hélt að- alfund sl. sunnudag. I stjórn voru kjörnir: Margeir Sigurðsson for- maður, Maren Björnsson varafor- maður, Sveinn Pálsson ritari, Friðþjófur Sigfússon gjaldkeri og Elías Guðmundsson meðstjóm- andi. Stiórnarkjör í Sandgerði

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.