Þjóðviljinn - 07.02.1962, Page 3

Þjóðviljinn - 07.02.1962, Page 3
Regtur um misnotkun tékka hertar að mun Miðvikudagur 7. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN ★ Nú er að hefjast þriðji áfangi í Afmælishappdrætti Þjóðviijans, en 6. marz n.k. verður dregið um þriðja fó’.ksvagninn og þann næst- síðasta af aða'vinningum happdrættisins. Auk aðal- vimringanna eru liins' vegar enn eftir yfir 300 aukavinn. ingar, þar af margir mjög verðmætir og eigulegir grip- ir. ★ Fyrsta verkefnið er að sjá’.fsögðu dreifing happ- drættismiðanna og skora stjórnendur happdrættisins á alla, sem hafa haft hana með höndum að koma nú þegar á skrifstofu happ- drættisins að Þórsgötu 1 til þess að taka nýja miða. Sérstaklega er skorað á um- boðsmenn happdrættisins í hverri deild að setja sig sem fyrst í samband við skrif- stofuna. Ennfremur er nauð- synlegt, að umboðsmenn happdrættisins úti um land hafi sem fyrst samband við skrifstofuna og láti vita, ef þá vantar miða til dreifing- ar. ★ Takmarkið er að hafa lokið dreifingu miðanna fyr. ir 20. þessa mánaðar. Látið ekki ykkar hlut eftir liggja að svo megi verða. Smfóníuhljómsveltin heldur 8. tónleika sína Annað kvöld, fimmtudag, held- ur Sinfóníuhljómsveitin tónleika Skákkeppni stofnene 1962 hefst í kvöld 1 kvöld kl. 7.30 hefst £ Lidó skákkeppni stofnana 1962, hin þriðja í röðinni sem haldin er. Keppt er í 7 flokkum og eru 7 sveitir í hverjum flokki og má hver sveit vera skipuð allt að 7 mönnum, þ.e. 4 aðalmönnum og 1—3 varamönnum. Eru flestar sveitirnar fullslcipaðar þannig að alls eru skráðir keppendur í mót- þessu um 330 að tölu. I fyrra tóku 48 sveitir þátt í keppninni eða einni sveít færra en nú. Keppt er í 4 manna sveitum og þar eð 7 sveitir eru í hverj- um flokki situr ein sveit hjá í hverri umferð. Fjöldi þeirra skákmanna, sem leiða saman hesta sína í Lidó í kvöld verður því 168. í flokkana er raðað eft- ir ■ úrslitum fyrri mótanna tveggja og nýjum sveitum bætt inn eftir áætluðum styrkleika þeirra, en nokkrar sveitir hafa hætt keppni, er voru með í fyrra og aðrar komið í þeirra stað. Er margt kunnra skákmanna meðal keppenda í efstu . flokkunum. Stjómandi keppninnar er Gísli R. Isleifsson. í Háskólabíói. Eru það áttundu tónleikar hennar í vetujr og hinir fyrstu á síðara starfsmisserinu. Einleikari með hljómsveitinni vcrður ungversk-danski píanó- leikarinn Vasarhelyi en stjórn- andi er Jindrich Rohan. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú verk. Forleikur að óperunni Brúðkaup Figaros, Pianókonsert nr. 4 í G-dúr eftir Beethoven og Sinfónía nr. 2 eftir Brahms. Píanóleikarinn Vasarhelyi er fæddur í Ungverjalandi en hef- ur verið búsettur í Danmörku síðan 1936 og er danskur ríkis- borgari. Hann stundaði nám við Tónlislarháskólann í Búdapest og var þá nemandi Bela Bartoks. Síðan nam hann einnig hjá Ed- win Fischer í Berlín. Sl. 10 ár hefur hann verið kennari við Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn þar sem hann er nú búsettur og einnig er hann kenn- ari við Tónlistarháskólann í Árósum. Vasarhelyi er mjög kunnur einleikari og hefur hann haldið hljómleika í fiestum löndum Evrópu og einnig í Asíu, svo sem í Indlandi, Síam, Pakistan, Liban- on og víðar. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar hafa aldrei verið jafn- vel sóttir og £. vetur og virðist starfsemi hennar nú eiga sívax- andi vinsældum að fagna. í gær átti Samvinnunefnd banka og sparisjóða fund með fréttamönnum í tilefni af því, að í dag taka gildi nýjar og strangari reglur en áður hafa gilt varðandi mis- notkun tékka. Samvinnu- nefndin var stofnuð árið 1955 og setti þá þegar regl- ur um tékkaviðskipti, er reynzt hafa allvel en þó ekki nægilega strangar, þar sem veruleg brögð hafa veriö að misnotkun tékka eins og al- kunnugt er. I nóvember sl. þegar Jóhann Hafstein bankastjóri gegndi emb- ætti dómsmálaráðherra, óskaði hann eftir því að hert yrði á þessum reglum. Hélt samvinnu- nefndin síðan fund með Valdi- mar Stefánssyni sakadómara rík- isins og hafa reglurnar nú verið endurskoðaðar og sendar öllum bönkum og sparisjóðum og taka eins og áður sagði gildi í dag. Aðalatriðin í hinum nýju regl um eru þessi: 1. Sé tékki gefinn út á reikn- ing, sem hefur of litla eða enga innstæðu og um augljósan á- setning hefur verið að ræða, verður viðkomandi reikningi lok- að og útgefandi kærður, ef á- stæða þykir til. 2. Lokun reikningsins er til- kynnt öðrum innlánsstofnunum og munu þeir, sem reikningunum hefur verið lokað fyrir, ekki fá tékkareikninga aftur hjá sömu eða annarri innlánsstofnun, nema sérstakar málsbætur séu fyrir hendi. 3. Gefi reikningseigandi út tékka, eftir að honum er kunn- ugt um lokun reikninga, verður hann kærður fyrir fjársvik. 4. Tékkar, sem bankarnir, útibú Heirra og helztu sparisjóðir í Re.vkjavík og nágrenni hafa inn- 'eyst, en enginn innstæða er fyr- ;r, verða strax afhentir lögfræð- ;ngi til meðferðar og tékkafjár- hæðin innheimt með vöxtum og fuílum innheimtulaunum sam- kvæmt, eialdskrá Lögmannafé- ’aes íslands. Ofanri.taðar reglur eiga eins við notkun tékka á hlaupareikninga, begar næg innstæða á beim eða rkuldarheimild er ekki fyrir hendi. Enn frernur hvetur samvinnu- nefndin bá aðila, sem taka við ;nnstæðulausum tékkum sem greiðslu, að afla strax áritun- ar innlánsstofnunárinnar um vreiðsl'tífall og felá annáð hvort ’ögfræðingi innheimtu þeirra eða afhenda þá viðkomandi dóms- valdi til meðferðar. Notkun tékka hefur farið mjög í vöxt hér á landi á síðustu ár- um þrátt fyrir það að misnotk- un sú, sem átt hefur sér stað í notkun þeirra hafi orðið til þess, að ýmsir aðilar, svo sem sumar verzlanir o. fl. neiti að taka við tékkum sem greiðslu. Er það vissuíega illa farið, þar sem tékkar eru mun handhægari í notkun en seðlar. Árið 1958 nam samanlögð fjárhæð tékka í ávísanaskiptum rúmum 7,6 millj- örðum króna en í fyrra, 1961, var samsvarandi tala um 12 milljarðar. Hefur aukningin á tímabilinu því orðið um 4,4 milljarðar. Björn Tryggvason skrifstofu- stjóri Seðlabankans skýrði frétta- mönnunum einnig frá starfsemi ávísanaskiptadeildar bankanss sem m.a. miðar að auknu eftir- liti með misnotkun tékka. Tékkamiðstöð (clearing house) varð fyrst til hér á landi 1. októ- ber 1957 er Seðlabankinn setti upp ávísanaskiptadeild. Aðilar að skiptunum eru allir viðskipta- bankar auk Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis og Samvinnu- sparisjóðsins. ^Fulltrúar þessara stofnana koma tvisvar á dag kl. 10 og ki. 14 nema laugardaga að- eins kl. 10 á deildina með alla bankatékka, sem þeirra stofnua hefur innleyst en greiðast eiga afi tékkareikningum við aðrar inn- Framhald á 7. síðu. A- kveðinn ráðherra Það er ein af afleiðingum viðreisnarinnar að verulegur hluti togaraflotans hefur ver- ið stöðvaður mánuðum og jafnvel árum saman. Enda þótt gengislækkununum öllum væri ætlað að tryggja hag út- gerðarinnar án styrkja og uppbóta hafa togarafyrirtækin farið á hausinn eitt af öðru. Og á sama tíma og stjórnar- blöðin tala fjálglega um framtak einstaklingsins og yf- irburði þess yfir ríkisrekstur, tekur ríkið til sín einn togar- ann af öðrum frá gjaldþrota einstaklingum sem sumir hverjir hafa þó fengið að ausa ómældum upphæðum úr ríkissjóði áður en allt fór í strand. Hefur to.garafloti landsmanna ekki verið þannig á sig kominn síðan á kreppu- árunum fyrir stríð. Æðsti ráðamaður togaraút- gerðar á íslandi er Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráð- herra, formaður Alþýðuflokks- ins, og sést þess oft getið í Alþýðublaðinu að þar sé rétt- ur maður á réttum stað, vask- ur og vel verki farinn. í fyrradag spurði Lúðvík Jós- epsson ráðherrann hvað hann og ríkisstjómin hygðust gera til þess að leysa úr vanda togaraútgerðarinnar, og að sögn Morgunblaðsins var svar ráðherrans mjög ákveðið: „Emil. Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra svaraði því tiiJ að æskilegra hefði verið aði fyrirspurnin hefði verið borini fram á venjulegan hátt, svo> unnt hefði verið að gefa ít- arlegri svör. Þó kvað hanrí unnt að svara því alveg á- kveðið að ríkisstjórnin hefðí ekki ákveðið neitt í þessus efni.“ Tril og vextir; Morgunblaðið segir í gær að sparifjármyndun hafi „stóraukizt í tíð núverandS stjórnar. Fólkið hefur öðlazt nýja trú á krónuna." Væri um einhverja slíka „trú“ affi ræða væri ástæða til að bisk- upinn yfir íslandi gæfi út séjr- stakt aðvörunarrit gegn henni, því hún stangast algerlega á við staðreyndir. Segjum að maður hefði lagt 100 kr. inn í banka þegar rikisstjómin hóf viðreisnar- verk sín. Hann myndi nú eiga 117 kr, ef hann hefði tryggt sér hámarksvexti. Vísitalan fyrir vörur og þjónustu sýnir hins vegar að hann þyrfti 132 kr. til þess að geta keypt sama vörumagn og hann hefðii fengið fyrir 100 kr. áður en viðreisn hófst. Ríkisstjórnin hefur þannig ekki aðeins stol- ið af honum öllum vöxtunum, he’.dur 15 kr. betur. Það má vera að trúin flytjí fjöll, en þvi miður eru ekki greiddir af henni neinir vext- ir. — Austri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.