Þjóðviljinn - 10.02.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Blaðsíða 1
Hafitsrfjörður ★ Spilakvöld Alþýðubanda- ★ lagsins í Iíafnarí'irði hefst ★ kl. 8. jO í kvöld í Góðtempl- ★ arahúsinu. Kaffiveitingar. ★ Góð verðlaun. Ofbeldi mót: mœlt í París PARÍS 9/2 — Hundruð þúsunda Parísarbúa tóku þátt í klukku- stundar allsherjarverkfalli í dag milli klukkan 16 og 17. Var það háð til að mótmæla hrottaskap lögreglunnar gagnvart fjölda- göngu í gær, en hún var farin til að mótmæla uppivöðslu og morð- árásum fasistasamtakanna OAS. Átökin í gærkvöld eru talin þau mestu, sem orðið hafa í Par- ís, síðan 1934. Átta manns voru drepnir, þar á meðal þrjár konur og 16 ára gamall piltur. 200 manns hlutu áverka, þar á meðal 140 lögreglumenn. OAS menn sprengdu 10 plastsprengjur með- an þessu fór fram. Enn ein otóm- sprengja WASHINGTON 9/2 — Banda- ríkjamenn sprengdu í dag enn eina atómsprengju neðanjarðar í Nevada-eyðimörkinni, segir í tilkynningu frá karnorkumála- nefnd USA. Þetta er 13. atómsprengja Bandaríkjamanna, sem sprengd er síðan þeir tóku upp kjarn. crkuvopn'atilraunír að nýju í september s.l. Góð þátttaka Stundvíslega klukkan 16 í dag streymdi verkafólkið þúsundum saman út úr verksmiðjunum, op- inberir starfsmenn lögðu niður vinnu og kennarar og stúdentar tóku einnig þátt í verkfallinu. Víða gekk fólk í stórum flokk- um um göturnar og hrópaði: — O A S eru morðingjar! Verka- lýðssambönd kommúnista, sósíal- demókrata og kaþólskra stóðu öll að þessu verkfalli og auk þess samtök kennara og stúdenta. Mannrán f dag var einum ættingja Mic- hel Debré, forsætisráðherra, rænt í París. Þetta er ungur maður að nafni Marc Schwartz, og hef- ur ekkert til hans spurzt síðan síðdegis á fimmtudag. Óþekktur maður símaði til föður hans, Laurent Schwartz prófessors, og tjáði honum að OAS-menn myndu nema son hans á brott. Ætlaði OAS þannig að slá tvær flugur í einu höggi, því bæði vildu fas- istar hnekkja á forsætisráðherr- anum og eins á prófessornum, sem er kunnur andstæðingur OAS. Neðanjarðarbrautirnar og stræt Framhald á 10. síðu. losiysm Á fundi með fréttamönnum í gær ræddi Hjálmar Bárðar- son, slupaskoðunarstjóri um þrjú nýleg sjóslys, þar sem gúmmíbjörgunarbátar og með- ferð þeirra skiptu miklu máli. Ræddi hann um er Geir goði GK 303 strandaði og hjálpar- starfsemi Munins GK 342, strand Skjaldbreiðar og strand Auðbjargar RE 341. Þessi atvik hafa veitt dýr- mæta reynslu varðandi gcymslu og meðferð gúmmí- björgunarbáta og er nánar skýrt á 3. síðu frá athugunum og ráðstöfunum, sem skipa- skoðun ríkisins hefur gert, eða hyggst gera. Á myndinni er Hjálmar að sýna fréttamönnum gúmmíbát- inn, sem var um borð í Auð- björgu er hún strandaði við Grindavík. Þessi gúmmíbátur var um borð í Drangajökli er hann sökk á Pentlandsfirði og í honum bjargaðist hluti af á- höfn skipsins. Þetta er 12 manna bátdr og myndi kosta nú um 36 þúsund krónur. I I I i . i Norsku bátarnir á Lófótvertíð fá kr. 4,21 fyrir kíló af þorski en hér er verðið kr. 3,21 eða 2,89 Nýja fiskverðið í Noregi 50-67 af hundraði hœrra en hér ú landi * Nýtt fiskverð er gengið í gildi bæði hér á landi og í Noregi. Eins og endranær fá norskir sjó- menn og útgerðarmenn langtum hærra verð fyrir fiskinn en íslenzkir starfsbræður þeirra. * Á aðalveiðisvæðinu norska við Lófóten er greitt til vertíðarloka verð sem er hvorki meira né minna en 50 til 67% hærra en það sem hér er greitt fyrir samskonar fisk. lækkar verðið nokkuð, eða í norskar krónur 0,93 fyrir kíló af þorski í ísingu, frystingu og nið- ursuðu og norskar kr. 0,90 fyrir kíló í alla aðra vinnslu. Miðað við slægðan fisk með haus verð- ur þetta í íslenzkum krónum kr. 4,49 og 4,34 fyrir kíló. Norges Ráfisklag auglýsti nýja verðið og tók það gildi 29. janú- ar. Verðlagssvæðj eru mörg í Noregi og er verðið þetta á þeim Lófótsvæðið nefnist í Noregi verðlagssvæði II B. Þegar borið er saman fiskverð í Noregi og á íslandi er eðlilegt að taka Lófótsvæðið til samanburðar, því þar er aflamagnið langmest og þar er vetrar- og vorvertíð hliðstæð þeirrj sem er hér surni- an- og vestanlands. Fyrir allan fisk Verðið á Lófótsvæðinu er að- eins eitt, en á flestum öðrum verðlagssvæðum í Noregi er það mismunandi eftir því í hvaða vinnslu fiskurinnn fer. Allur vinnsluhæfur þorskur sem nær 43 cm lengd er á Lófótsvæðinu greiddur með sléttri norskri krónu fyrir kílóið. Það verð er miðað við hausaðan og slægðan fisk. Samkvæmt núgildandi gengi og miðað við slægðan fisk með haus eins og hér tíðkast jafn- gildir þetta norska verð 4^82 ís- lenzkum krónum. Nýákveðið verð sem Verðlags- ráð sjávarútvegsins setti er stór- um mun Iægra en þetta norska verð, eða kr. 3.21 fyrir 1. flokk A og 2,89 fyrir 1. flokk B. Mun- urinn á norska verðinu og hærra íslen/.ka verðinu er kr. 1,61 eða 50%. Munurinn á lægra íslénzka verðinu og því norska er kr. 1,93 eða 67%. Út vertíðina Verðið sem hér hefur verið til- greint gildir á Lófótsvæðinu út vertiðina eða fram i maí. Þá sem ekki hefur áður verið getið: Verðlagssvæði I A: Kr. 0,911 fyrir kíló af þorski í ísingu og frystingu og niðursuðu, í alla aðra vinnslu kr. 0,82. Miðað við slægðan fisk með haus er þetta ísl. kr. 4,38 og 3,98. Verðlagssvæði I B: Kr. 0,91 og 0,83. ísl. kr. 4,38 og 4,00 miðað við slægðan fisk með haus. Verðlagssvæði I C; Kr. 0,91 og 0,85. fsl. kr. 4,38 og 4,05 miðað við slægðan físk með haus. Verðlagssvæði II A: Kr. 0,91 og 0,85. ísl. kr. 4,38 og 4,10 miðað við slægðan fisk með haus. Verðlagssvæði III: Kr. 0,93 og 0,90. ísl. kr. 4,49 og 4,34 miðað við slægðan fisk með haus. Verðlagssv. IV A: Kr. 0,94 og 0,90. fsl. kr. 4,53 og 4,34 miðað við slægðan fisk með haus. Verðlagssv. IV B: Kr. 0,95 og 0,90. ísl. kr. 4,58 og 4,34 miðað við slægðan fisk með haus. Verðlagssvæði V: Kr. 0,95 og 0,90. ísl. kr. 4,58 og 4,34 miðað við slægðan fisk með haus. Argentina slítur - Brasilía ekki Rio de Janeiro — Buenos Aires 9/2— Utanríkisráðuneyti Brasilíu tilkynnti í dag, að stjóm Brasilíu hafi alls ekki í hyggju að slíta stjórnmálasambandi við Kúbu. Santiago Dantas, utanríkisráð- herra, hafði áður, bæði á ráð- stefnunni i Punta del Este og eftir hana, gefið samskonar yfir- lýsingar. Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag, að stefnu stjórnarinn- ar í málinu yrði ekki breytt. Yfirlýsing Brasilíu var birt eft- ir að Argentínustjórn hafði til- kynnt að hún myndi slíta stjórn- málasambandi við Kúbu. Við þessu hefur verið búizt að und- anförnu, þar sem herforingjaklíka landsins hefur lagt mjög hart að Frondizi forseta að stíga þeltai skref. Herforingjaklíkan var mjög ó- ánægð með frammistöðu arg- entínska fulltrúans á ráðstefnunni i Punta del Este, en hann sat hjá* þegar atkvæði voru greidd um brottvikningu Kúbu úr Samtök- um Ameríkuríkjanna. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ OPNA ANDLAUS UTANBOK. ARLÆRDÓMUR OG ÞRAUTLEIÐINLEGAR KENNSLUBÆKUR TRÖLLRÍÐA SKÓLA- KERFI OKKAR ic +r i*r * ★ * * 'k iá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.