Þjóðviljinn - 10.02.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Blaðsíða 2
I dag er laugardagurinn 10. fe- brúar. Skólastikumessa. 17. vika vetrar. Tiuiífl í iiásuðri klukkan 17.46. Árdeifisháflæði klukkan 9.23. SíðdeKÍsliáflæði klukkan 21.51. Næturvarzla vikuna 10.—16. fe- brúar er í Lyfjabúðinni Iðunni, sími 17911. Bókasafn Daffsbrúnar, Freyju- pötu 27, er opið sem hér segir: Fösitudaga kl. 8—10 að kvöldi. Laugardaga og sunnudaga kl. 4—7 siðdegis. Safnið er öllum opið; Flugfélag Islands Millilandaflug: Gullfaxi fer til Oslóar, Kaupmannaha.fnar og Hamborgar kl. 8.30 í dag. Vænt- anleg aftur til Reykjavíkur kl 15.40 á morgun. Tnnanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir) Egilsstaða, Húsavikur, Isafjarðar, Sauðárkróks og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar og Vestmannaeyja. Loftleiðir í dag er Þorfinnur karisefni vænt- an'egur frá Amsterdam og Glas gow kl. 22.00. Fer til N.Y. kl. 23.30. • • skipin Skipadeild SfS Hvassafell er í Reykjavík. Arn- arfell er á Vopnafirði. Jökulfell fór 7. þ.m. frá N.Y. 'áleiðis til Reykjavikuj.^-fjjsa^Il .or i.vRott- erdam. Litlafell er á leið ti Rvík- ur frá Krossanesi. Helgafell er í Rotterdam. Ha-mrafell er væntan legt til Reykjavíkur 13. þ.m. frá Batumi. Rinto fór í gær frá Stöðvarfirði áleiðis til Dublfti. Eimskip: Brúarfoss fór frá N.Y. í gær til Rotterdam, Hamborgar og Ála- borgar. Dettifoss fór frá Rotter- dam í gær til Hamborgar og R- víkur. Fjal'foss kom tiil K-hafnar í gær; fer þaða.n til Turku. Goða- foss fór frá N.Y. 8. þm. ti.1 Rvík- ur. Guilfoss fór frá Reykjavík í gærkvöld til Hamborgar og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss fór frá Gautaborg 8. þm. til Seyðisfjarðar, Norðfjarðar, Vestmannaeyja og Rvíkur. Reykja.fors fór frá Es- bjerg 8. þm. til Hamborgar. Sel- foss fór frá Dublin 8. þm. til N. Y. Trölláfoss fór frá Keflavik í gærkvöld til Vestmannaeyja og þaðan til Hu1]. Rotterdam og Hamborgar. Tungufoss fór frá Stöðvarfirði 7. þm. til Rotterdam. Zeehaan fór frá Thorshavn 7. þm, til Rvíkur. Skipaútgerð ríkiwns: Hekla er á Norðurle.ndshöfnulm á vesfurleið. Esia fer frá Reykjavík á hádegi í dag vestur um land tíl Akureyrar. Herjó’fur fer frá Vestmannaevium klukkan 21.00 í kvöld til Revkiavíkur. Þyrill fór frá Hialtevri 5. hm. áleiðis til Pnrf'eet. Skintdbreið er í Revkja- ýik. Herðubreið fór frá Vest- mannaevium á hádegi í gær á austurleið. -Töklar h.f.: Dran°u.iök'’H fór frá N.Y. 5 gær- kvö'di áleiði’s til Islands. Lang- iökuil er i Hambo.rg fer baðan til Ro=toek. Vatnaiökull er á leið til Grimsbv; fer baðan til London, Rotterdam, Bremerhaven og Hamborgar. félagslíf Kvenfélag Langholtssóknar heldur aðalfund mánuda.ginn 19. febrúar klukkan 20.30 í safnaðar- heimilinu. Venjuleg aðalfundar- störf. Iíirkjnfélag Laugarnessóknar. Munið að tágavinnan byrjar á morgun, mánudagskvöld, klukkan 8.30 í fundarsal félagsins í kirkj- unni. gengið 1 Sterlingspund 121.09 1 bandaríkjadollar 43.06 1 kanadadollar 41.18 100 danskar krónur 625,53 100 norskar krónur 603,82 100 sænskar krónur 833,20 100 finnsk mörk 13,40 100 franskur franki 878,64 ioo belgískur frankar 86,50 100 Svissn. frankar 996.08 100 gyllini 1.191.36 100 tékkneskar krónur 698,00 100 V-þýzk mörk 1.079.04 1000 lirur 69,38 100 Austurr. schillingar 166,60 100 pesetar 71,80 Fyrsf fil oð kenna oq sýna Twisf'-dansinn hér 13 „Twist“, samkvæmisdansinn er helzta tízkufyrirbrigði dans- sala um þessar mundir, en dansinn hefur verið kenndur í Reykjavik allt frá síðustu áramótum — og í fyrrakvöld var hann sýndur fyrsta sinni hér á landi. Ðreifiitqu iiúki Þeir umboðsmenn afmælis- happdrættis Þjóðviljans í deildunum, sem enn eiga eft- ir að koma á skrifstofuna og taka þar miða til dreifingar eru beðnir að gera það nú þegar. Dreif'ngu miðanna á að vera lokið fyrir 20. 'þ.m. svo að tíminn er farinn að styttast. Ennfremur eru um- þoðsmennirnir úti um land beðnir að hafa samband við skr'fstofuna og láta hana vita, ef þá vantar miða til dreif- ingar. Sími skrifstofunnar að Þórsgötu 1 er 22396. Næsti dráttur í afmælis- happdrættinu fer fram 6. marz n.k. og verður þá dreg- ið um þr.'ðja fólksvagninn. Ennfremur eru enn eftir yfir 300 eigulegir aukavinningar. Bjóðið kunningjum ykkar til sölu m:ða í afmælishapp- drættinu, ef þið eruð ekki bú- in að gera það þegar og munið einnig eftir að bjóða vinnufélögum ykkar miða. Það var Rigmor Hansori danskennari sem fyrst tók að | kenna almenningi þer.nan vin- íý sæla dans á skóla sínum og ||| hún varð einnig fyrst til að sýna dansinn á opinberum |i stað, ásamt einum nemenda sinna, Bergsveini Alfonssyni. Vakti danssýning þessi, sem || haldin var í veitingahúsinu Lidó í fyrrakvöld, ánægju allra viðstaddra. Rigmor Hanson hefur allt frá því hún hóf danskennslu hér í Reykjavík kappkostað að fylgjast með öllum nýjung- um á sviði samkvæmisdansa og jafnan tekið að kenna nýj- ustu dansana strax og þeir hafa komið fram. Eins og fyrr segir, hóf Rigmor að kenna nemendum sínum byrj- unarátriði „twist“ - dansins strax upp úr síðustu áramót- um. Hefur verið svo mikil að- sókn að kennslu þessari að kennarinn hyggst bæta við aukaflokkum. 11 j| | !|í Rigmor Hanson Alþýðubanda- lagið, Hafn- ~ aríirði Aðalfundur Alþýðubanda- lags'ns í Hafnarfirði verð- ur haldinn sunnudaginn 11. febrúar n.k. kl. 2 í Góð- templarahúsinu uppi. Dag- skrá; Venjuleg aðalfundar- störf og önnur mál. Félag- ar fjölmennið. Stjórnin. Slqrún Jónsdóttir kemur fram í Glaumbœ í kvöld Ekki mun enn ráðið hvenær Rigmor Hanson sýnir „Twist“ aftur, né hvar. • Bann afnumið Stjórnin í Ghana hefur af- numið bann við innflutningi kommúnistískra rita, en bann þetta var sett á árið 1954 með- an landið laut yfirráðum Breta. Sinfóniutónleikar Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar á fimmtudagskvöldið hófust á forleik áð „Brúðkaupi Fígaró“ eftir Mozart. Hljóm- sveitin lék þáttinn með hraða og fjöri, skýrum áherzlum og andstæðisverkunum, án þess þó að nokkuð væri ýkt eða ofgert, — skilaði tónlistinni trúlega í stíi og anda Mozarts. Hljóð- færin hlýddu örugglega hverri bendingu stjórnandans, og ár- angurinn varð einhver allra- bezti tónlistarflutningur, sem hljómsveitin hefur nokkru sinni innt af hendi. Jindrich Rohan er nú búinn . að gtarfa hér nægilega ’lengi og stjórna nógu mörgum merk- um tónverkum til þess að taka af aílan vafa um það, að hann er framúrskarandi hljómsveitarstjóri, óvenjulega listfengur kunnáttumaður, sem ekki er ólíklegur til að setj- ast á bekk með hinum mest metnu hljómsveitarstjórnend- um álfunnar, áður en lýkur. Hann veit ávallt, hvað hann vill, og hefur lag á því að laða hljómsveitina til happa- drjúgrar samvinnu um fram- kvæmd þessa vilja. Þetta kom einnig vel fram í 2. sinfóníu Brahms, svo og 4. píanókonsert Beethovens, þar sem samvinna hljómsveitarstjórans og ein- leikarans Georgs Vasarhelyi reyndist nákvæm og hnitmið- uð. Ungverjinn Vasarhelyi er ágætur píanóleikari. Leikur hans er ekki stórkóstlega til- þrifamikill en vandaður í alla 1 staði og með miklum menning- •I arbrag. Flutningurinn á kons- ertinum tókst því stórvel og ánægjulega bæði af hans hálfu og annarra þeirra, er hlut áttu að máli. B. F. Undanfarið IV2 ár hefur Sig- rún Jónsdóttir söngkona dval- ið í Noregi og sungið þar með mörgúm hljómsveitum, ferðast víða, og sungið inn á eina plötu. í hvert sinn er hún kemur þar fram byrjar hún dagskrána með því að syngja „Einu sinni á ágústkveldi". Og í kvöld kemur Sigrún svo fram í Glauinbæ og skemmtir gestum þar með léttum lögum og dægurlögum. Hún ætlar að dvelja hér heima í þrjá til f jóra mánuði, en heldur síðan út aftur. Ragnar Þórðarson kynnti Sigrúni fyrir fréttamönnum fyrr í vikunni og söng Sigrún nokkur lög og rabbaði um • Umferðakvik- myndirnar sýnd- ar aftur í dag Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda endurtekur kvikmynda- sýningu um umferðarmál í Gamla bíói kl. 3 í dag. Síðastliðinn laugardag var húsfylli á sýningu félagsins í Gamla bíói og gerður hinn bezti rómur að kvikmynd- unum. Sérstaklega er kvik- myndin um akstur í hálku at- hyglisverð og lærdómsrík nú í vetrarfærðinni. Félagið hefur að undanförnu sýnt myndimar félagsmönnum sínum og öðrum samtökum, en nú gefst öllum áhugamönn- um tækifæri til að sjá kvik- myndirnar endurgjaldslaust. — Þess er að vænta að sem flest- ir notfæri sér þetta. Sigurður M. .Þorsteinsson, varðstjóri og ökukennari, flytur skýringar -við myndina „Akstur í hálku" og lýsir.þéim sérstöku vandamálum, sem hálir og sleipir vegir valda okumönnum hér á landi. Skýr- ir hann frá því helzta sem ökumönnum ber að hafa hug- fast í slíkri færð. Noregsdvölina. Sigrún var vin- sæl söngkona áður en hún hélt utan, en hún hefur bætt við kunnáttu sína ytra og tamið sér frjálslegri framkomu. Sig- rún lét vel af Noregsförinni og sagði að hún hefði nóg aö starfa þar. Er hún kom fyrst til Noregs heimsótti hún jass- klúbb í Hotel Viking og þar var henni boðið Tað syngja og síðan var henni boðið fast starf. Norðmenn eru ekki svo * Mkir Islendingum, eins og ég hélt, sagði Sigrún. Unga fólkið er frjálslegt og vel klætt. Jass er ekki vinsæll, en iþeir sem iðka jassinn hafa sína eigin skemmtistaði. Sigrún mun syngja með undirleik Gunnars Axelsson- ar píanóleikara, meðan gestir matast í Glaumbæ og er líða tekur á kvöldið syngur hún dægurlög með hljómsveit Jóns Páls í Næturklúbbnum. © Stuttir þingíundir Fundir voru 1 deildum Al- þingis í gær, én stóðu stutt. Nokkrum frumvörpum var komið milli umræðna en eng- ar teljandi umræður urðu. Frumvarp Einars um áætl- unarráð ríkisins var á dag- skrá neðri deildar, en ekki tekið fyrir. Skáloferð ÆF um helqlna Nú um hclgina efna ÆFU og ÆFK til ferðar í skíða- skálann. Vcrður lagt af stað úr bærium klukkan 6 í dag og komið aftur síðdcgis á morgun. Á. laugardagskvÖldið vérður efnt til kvöldvöku og eltki ætti að skorta skíðasnjó- inn á sunnudaginn. Þátttaka tilkynnist í Tjarnargötu 20, sími 17513. Sumander ætlaði að reyna 'að stoðva Liscu. „Farðu ekki um borð,“ hrópaði hann. „Anjo er genginn af vitinu og hann hótar að sprengja skipið í loft upp, ef einhver reynir að fara um borð ...“ Lisca lét etóki blekkjast. Hún 'lét árina ríða á hendi Sumanders og hann hljóðaði tlpp af sársauka „AUt í lagi, farðu þá um borð,“ hvæsti Sumandér. Lisca flýtti sér allt hvað af tók. ■n-j'íT' — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1$. fabrúar 1962 ■ '< ■ ■ ~ --c-Oj, '1 .rv> í. '51 ífri- ’>'iytf'K.:•:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.