Þjóðviljinn - 10.02.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.02.1962, Blaðsíða 4
 Sunnudagsmessan var flutt af séra Emil Björnssyni, kennimanni hinna óháöu. Þetta var mjög góð messa og prédikun næstum því eins lýtalaus og prédikun getur orðið. Fór þar allt saman, fallegur flutningur, gott mál, niðurskipan efnis næstum því listræn og öll skoðanatúlkun hófsamleg og einföld í sniðum. Trúin og visindin Raunar var viðfangsefnið hið gamla og að því er manni stundum finnst hið útrædda umræðuefni kirkjunnar manna, trú og efnishyggja, eða guðstrú og skynsemistrú eins og séra Emil orðaði það svo hófsamlega. Niðurstaða prestsins virtist mér að lok- um verða sú, að lögmálum raunvísindanna og trúnni á guð mætti ekki blanda saman. Þetta tvennt, ætti að vera al- gerlega aðskilið. En mörgum finnst efiaust, að þetta sé hægara sagf en gfð'rr. Trúin hlýtur að taka tillit til raun- vísindanna, 'og hefur þegar gert það, eins og séra Emil benti réttilega á. Og meðan bilið á milli vísinda og trúar hefur ekki enn verið brúað, verður hver einstaklingur, sem einhver kynni hefur af þess- um tveim fyrirbærum, raun- verulega klofinn í tvennt. Það eitt út af fyrir sig er ekki gott þegar til lengdar lætur, enda getur slíkt ástand aldrei varað til frambúðar, enda engin ástæða til að efast um að mannkynið komist úr þess- ari andlegu kreppu áður en Iengri tímar líða og finni upp ráð til að brúa áðurnefnt bil. Djáknar og diakónissur Áfram var guðsorðinu haldið, strax eftir hádegið. Jóhann Hannesson prófessor hélt á- fram lestri sínum frá fyrra sunnudegi um kirkju á tíma- mótum. Fyrri hluti erindisins fór í að endursegja ritgerð, er Jón biskup Helgason hafði birt í norsku trúmálariti fyr- ir meir en þrjátíu árum, um kirkjulíf á íslandi. Líklega er hér um að ræða sömu rit- gerðina, og skaut heittrúuðum Norðmönnum slíkan skelk í bringu að þeir kváðu upp þann úrskurð, að íslending- ar væru hundheiðnir og ó- svikinn helvítismatur. Og ef til vill hefur það verið til- efni þess, að okkur var send- ur Hállesby nokkrum árum síðar, ef verða mætti til þess, að fyrir hans tilstilli frelsuð- ust einhverjir frá hinum ei- lífa eldi. Síðari hlutinn af erindi prófessorsins var aðallega tæknilegs eðlis, og fjallaði um úivarpsannáll YIKAN 28. JANtíAR TIL 3. FEBRÚAR ýms ráð og leiðir kirkjunni til afréttingar. Meðal annars vildi hann búa til djákna og díakónissur. Það er rétt svo að ég get nefnt það, en mér skildist á prófessornum að díakónissur séu einhverskon- ar kvenpersónur er hlotið hafi einhverskonar vígslu og eigi að starfa í þjónustu kirkjunn- ar. __ Afmœlisof- viSri ISÍ Eftir að guðsorðinu slotaði hófst minningarathöfn í til- efni af fimmtíu ára afmæli íþróttasambands íslands, og hafði raunar verið búið að gera hlustendum viðvart á margvíslegan hátt næstu daga á undan, með fréttum, frétta- aukum og viðtölum. En nú skall afmælisveðrið á og stóð raunar allt til kvölds, með ræðuhöldum, á- vörpu.m, söngvum, frásögnum af liðnum afrekum og guð má vita hverju, því ekki ent- ist ég til að hlusta á það allt. Og fram eftir allri viku var svo verið að segja sögur af því sem gerzt hafði í þessu afmælisveðri og ekki hafði verið hægt að innbyrða í sjálfa dagskrána. Annars er það næstum furðulegt, hvað útvarpið er fíkið í að gera mikið veður út af. ef einhver stofnun eða fyrirtæki á afmæli. Vitanlega er sjálfsagt að minnast að ein- hverju, þegar þjóðþrifastofn- anir eins 'og Í.S.Í. eiga afmæli á einfaldan og ekki allt of langdreginn hátt. En hitt er með öllu ástæðulaust, að gera slíkan hávaða og umstang eins og átti sér stað um síð- ustu helgi og raunar oft áður, og er þar skemmst að minn- ast Reykjavíkurafmælisins, frá í sumar. SfaSsetfi herstöðina Á mánudagskvöldið ræddi Bjarni Einarsson um daglegt mál að vanda og minntist meðal annars á, að sögnin að staðsetja væri um of í tízku, enda oftast óþörf. En strax og hann hafði sleppt oðinu, hóf klerkurinn í Keflavík upp raust sína og ræddi um dag- inn og veginn og staðsetti eitt 'og annað hér og þar, meðal annars flugstöðina í Keflavík, en auk hinnar staðsettu Kefla- víkurflugstöðvar ræddi hann um Bingópláguna, vegi á Vest- fjörðum, kennaraskort og kennaramenntun, og svo hið endalausa viðfangsefni, vanda- mál æskunnar. 4 báfar ré® frá Þingeyri í vet- 03 H B # • b janucsr Undarlegt var það, að klerk- ur þessi vildi ekki taka af- stöðu til þess mikla deilumáls, hvort herstöðin í Keflavík væri þörf eða óþörf, nauðsyn- leg eða ónauðsynleg, hættu- leg eða hættulaus, og það sem ef til vill var enn furðulegra, hann lét liggja að því að orð- ræður af þessu tægi væru ó- þarfar og ótilhlýðilegar. Þá mun hafa komið ýmsurn á ó- vart, sú yfirlýsing klerksins, að íbúar Keflavíkur, vissu lít- ið um fyrrnefnda herstöð og hefðu engin teljandi óþægindi af henni. Ádeila hans á Bingópláguna hefur vafalaust verið orð í tíma talað. Svo eru það þessi vand.amál blessaðrar æskunn- ar okkar. Er ekki. búið að tala svo mikið um þessi efni, að gera megi ráð fyrir að út- varpshlustendu.r almennt séu fyrir löngu orðnir algerlega ó- næmir fyrir skrifi af þessu tagi? Svo kom ágætur Leikhús- pistill hjá Sveini Einarssyni, hvar í hann rakti nokkuð sögu Leikfélags Reykjavíkur í til- efni af 65 ára afmæli þess. Þetta var sem sé saga, en ekki skálaræða, en það er sitt hvað og tvennt ólíkt. VinahöfuS- ból og vinakot Á þriðjudagskvöldið flutti Sveinn Ásgeirsson erindi um vinarbæjahreyfinguna, þetta tízkufyrirbæri norrænnar sam- vinnu. Væri ekki athugandi fyrir forkólfa norrænnar sam- vinnu að láta hreyfingu þessa enn færa út kvíarnar og vinna að því að hver sveita- bær eignaðist sipn vinabæ, hver eftir þeim verðleikum, er hann hefur til brunns að bera? Miðvikudagskvöldið var einkar ánægjulegt. Á kvöld- vökunni fornsögqr, -hrakninga- sögur, draugasögur og stemm- ur af . Ströndum, síðan þáttur um íslenzkt mál og eftir frétt- ir, síðari, Veraldarsaga Sveins frá Mælifelli, að vísu nokkuð langdregin og ekki vel lesin, en eigi að síður gaman á að hlýða. Það er óneitanlega dýrmæt guðs gjöf að losna svona eitt kvöld í viku við fræðarana, prédikarana og áróðursmenn- ina, og fá í þess stað lesn- ingu, sem eingöngu er ætl- uð til dægradvalar. Á fimmtudagskvöldið flutti Ólafur Sigurðsson læknir er- indi um Svarta dauða, að mörgu leyti fróðlegt en frem- . ,,yr sticðiega samið og.JIytt. Bindindis- prédikanir Síðan hófst hin árlega fyrsta febrúarvaka Sambands bind- indisfélaga í skólum, kynnt af Ómari Ragnarssyni, mjög röggsamlega. Þetta var í raun og veru ágæt dagskrá, og að- allega sökum þess hve hún var blessunarlega laus við nöldur og áróður. Ég verð að segja þetta, eins fyrir því þótt ég sé persónu- lega mjög andvígur áfengis- nautn. Ég get því miður ekki leynt því, að ég hef oft hlust- að á, mér til sárrar raunar, þrautleiðinlegar bindindis- prédikanir. En hámarki sínu nær þó vitleysan, þegar ríkið selur hverjum sem hafa vill áfengi., síðastliðið ár fyrir 200 milljónir króna, en gerir síðan út prédikara og sendiboða til þess að vinna á móti því að menn kaupi og drekki áfengi. Eftir síðari fréttir las Mar- grét Jónsdóttir upp tékkneska sögu, Marmennið, þýdd.a af Málfríði Einarsdóttur. Var túlkun Margrétar á þessari sérkennilegu sögu mjög góð og eftirminnileg. Ekki heyrði ég, hvað þeir Björgvin og Tómas höfðu upp á að bjóða á föstudagskvöldið. En Ijóðaþáttinn heyrði ég. Var hann að þessu sinni helgaðatir Sigurði Breiðfjörð. Las Brfet Héðinsdóttir Ijóð hans, af yf- irlætisleysi og slíkri kvenlegri hlýju, að Breiðfjörð hefur ef- laust ylnað um h.iartarætur, hafi hann á hlýtt lesturinn. LeiSangur til Venusar Á laugardagskvöldið var flutt leikritið Vega-leiðangur- inn, eftir svissneska höfundinn Dúrrenmatt. Þrjú hundruð ár hafa liðið frá því að kalda stríðið hófst og þar til leikurinn gerist. Allan þennan tíma hefur ver- ið hægt að komast hjá heims- styrjöld, þó að svæðisbundnar styrjaldir hafi gosið upp ann- að veifið. En nú verður því ekki lengur skotið á frest að láta til skarar skríða og gera upp sakirnar við Rússa. Því er það, að helztu forsjármenn frá Bandaríkjum Hins Frjálsa Heims leggja upp frá jörð- unni til plánetunnar Venusar á geimfarinu Vega. Erindi þessara mektarmanna er sem sé það að gera samning við íbúa þessarar plánetu um hernaðarbandalag við Hinn Frjálsa Heim og fá plánetuna til afnota fyrir hernaðarbæki- stöð. Tung.lið, eða sú hlið þess er að jörðu snýr er tapað fyr- ir löngu í hendur Rússa, en hin hliðin er frá jöðu veit hef- ur enga hernaðarlega þýðingu. Reyndar eru ábúendur Ven- usar og væntanlegir samnings- aðilar hálfgerður trantaralýð- ur. Jarðarbúar hafa sem sé um nokkurt skeið notað Ven- us sem fangageymslu og flutt þangað aðallega pólitíska af- brotamenn. Bandaríki Hins Frjálsa Heims hafa flutt þang- að kommúnista. en þeir fyrir austan tjald hafa sent þangað auðvaldssinna. og veldur þessi staðreynd þeim sendimönnum sem eru innanborðs á Veaa nokkrum áhyggjum á útleið- inni. En þegar til Venusar kemur lízt beim heldur báglega á blikuna. Engi.nn má eiginlega vera að því að tala við hina háttsettu jarðarbúa, því allir eru önn- u.m kafnir að beriast fvrir líf- inu. Hitt er þó enn verra: Þeir þarna á Venus höfðu enga stiórn, sem hefði vald og myndualeik til þess að gera bindandi samning. Þeir jarðarbúar gera einar brjár tilraunir til að ná samn- ineum. AU.taf er nvtt os nýtt fólk sent til viðræðnanna, svona eftir bví hver er við- látinn í það og það skiptið. En allir hafa samt sömu skoð- un á málinu. Þeir vil.ia ekki semja, beir vilia vera hlut- lausir. A.nnað er beim einnig sameiginlegt: Þótt þeir lifi þarna við hin hörmulegustu kiör, vilja engir snúa aftur til jarðarinnar. Síðast ræðir svo formaður sendinefndarinnar, utanríkis- ráðherrann í Bandaríkium Hins Frjálsa Heims, v’ð gamlan kunning.ia sinn, lækni, er hafði verið sendur í útlegð til Venu.sar. Hánn gefur bessum forn- vini sínum í skvn, að þeir hafi sprengju. meðferðis, sem muni verða varpað á Venus, ef ekki náist samningar. En bað breyti engu. Venusbúar hræðast ekki dauðann. Þeir hafa vanizt honum og st.anda augliti til au.elitis við hann í sinni hörðu lífsbaráttu. Að endingu lofar þó utan- ríkisráðherrann og leggur við drengskap sinn, að sprengj- unum skuli ekki yerða varp- að, og síðan er haldið af stað til jarðarinnar, án þess að samningar hafi tekizt. En forseti Bandaríkja Hins Frjálsa Heims hefur gefið skip- un um að vfirpa sprengjunum, og þeirri skipun er vitanlega hlýtt. Vesalingarnir á Venus urðu að deyja, því ef þeir lifðu vofði sú hætta yfir, að Rússar kæmu, næðu samning- um og legðu undir sig plán- etuna, og það gat- orðið af- drifaríkt fyrir Hinn Frjálsa Heim. Ég læt svo ritstjórum Morg- unblaðsins eftir, að draga á- lyktanir og lærdóma af þessu leikriti. | íJá-J-* 1 j.íj Þiiv. uiui eftir SKÚLA GUÐJÓNSSON frá Liótunnarstöðum ÞINGEYRI 2/2 — I vetur róa héðan frá Þingeyri fjórir bátar, þrír leggja afla sinn í Hrað- frystihúsi Dýrfirðinga og einn í Fiskiðjuver Dýrafjarðar,, í desemberriiánuði voru gæftir %7g afli góður. Mestur afli á bát í mánuðinum var 155 lestir í 20 róðrum. 1 janúar hefur verið látlaus ótíð að heita má og sjaldan gef- ið á sjó. Bezti afladagurinn var 23. janúar, en þá bárust á land rúmar 42 lestir. Mestur afli í róðri í mánuðinum hefur verið 14,2 lestir. Aflahæsti báturinn í janúar er með 65 lestir í 9 róðr- um. Atvinna í landi var ágæt í des- ember, en í janúar hefur verið lítil atvinna vegna gæftaleysisiris. Slysavarnadeildin „Vörn“ hélt þorrablót 20. janúar sl. Samkoip- an hófst með borðhaldi, en síðan var dansað fram eftir nóttu. Samkomuna sóttu rúmlega 100 , manng og fór hún hið bezta fram. Undirrit .......... óskar aS gerast áskrifandi að Tímaritinu RÉTTI Nafn ................................... Heimili ................................ £) — ÞJÖDVILJINN — Laugardagur 10. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.