Þjóðviljinn - 15.02.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.02.1962, Blaðsíða 1
FRIÐRIÍC VONGÓÐUR Fimmtuclagur 15. fcbrúar 1962 27. árgangur — 38. tölublað SSÐA Heppinn geimfari — Til hamingju, Glenn majórl Þér voruö svei mér hepp- inn. Fyrst var of skýjaö til að senda yöur í hringferð um hnöttinn, og pegar birti var kominn í Ijós galli á eldflauginni. Ef skýjapykknið heföi ékki komiö til, vær- nö pér nú kominn á ævarandi hringrás kringum sólina. (Didstrup teiknaði eftir að frestað var i sjötta skipti að skjóta Glenn á Ioft.) Vilja ekki fund leiðtoga í Genf Vesturveldin andvíg tillögu Krústjoíís LONDON og WASIIINGTON 14/2 — Kennedy Bandaríkjafor- seti og Macmillan, forsætisráð- herra Bretlands, hafa nú báðir neitað að fallast á tillögu Krúst- joffs um að haldinn verði fundur æðstu manna í upphafi afvopn- unarráðstefnu 18 ríkjanna, sem h'efst í Genf eftir mánuð. Kennedy og Macmillan vildu þó ekki hafna tillögu Krústjoffs algerlega. Segja þeir í svari sínu, að fundur æðstu manna geti áreiðanlega orðið nytsamur síð- ar meir, en það sé ómögulegt að halda hann í upphafi afvopnun- arráðstefnunnar. Báðir segjast vera reiðubúnir að grípa inn í afvopnunarráðstefnuna, ef í ljós komi að slíkt geti haft jákvæða þýðingu. Síðan endurtaka þeir Kennedy og Macmillan í bréfum sínum fyrri tillögu um að haldinn verði fundur utanríkisráðherra fyrir Genfarráðstefnuna. Fréttaritarar segja að bæði bréfin, sem eru nær því sam- hljóða, séu mjög vinsamleg. Stjórnmálafréttaritarar í London og Washington telja bréfin mik- Framhald á 5. síðr ennur fundur SH ágreiningsmdlin Fulltrúafundur Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna hófst í gær kl. 2 eins og boðað hafði verið. Vekur sérstaka athygli hin óvenjumikla fundarsókn, en fulltrúair munu mæta á þess- um aukafundi frá svo að segja öllum þeim aðilum scm standa að Sölumiðstöðinni. Vitað er af undangengnum blaðaskrifum og umræðum á Alþingi að mikil dcilumál eru nú uppi innau Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, og virðast þau aðallega varða rckstur SH erlendis, í Bandaríkjunum og Bretlandi. Jón Gunnarsson frarn- kvæmdastjóri hefur verið kall- aður heim frá Bandaríkjun- um til að gera grein fyrir mál- um sínum og fleiri starfs- menn SH munu hafa verið kvaddir heim, þar á meðal framkvæmdastjóri verksmiðju SH í Englandi. Fundurinn heldur áfram kl. 2 í dag. Stóraukast tann- skemmdir barna? í Reykjavik eru starfandi um 30 tannlæknar. a eítn’ en Slðar gefst vonandi * . . ,, ... rúm til að birta fleiri kafla úu I halft þnoja ar hefur tannlæknaþjonusta 1 skolum henni. bæjarins verið lítil sem engin. Hér eru um 10 þús- und börn við nám. Tannlæknar hafa ekki orðið varir við teljandi aukna aðsókn hjá sér á þessum tíma. Það ríkir vægast sagt ófremdarástand hvað tönnum barna viðkemur. Framhald á 5. síðu. Fræðslunefnd Tannlæknafélags Islands ásamt tveim skólastjórum og fulltrúa fræðslumálastjóra ræddu í gær við fréttamenn. Til- efnið var að skýra frá ritgerðar- samkeppni sem fræðslunefndin og fulltrúar skólanna eru að efna til, en það er markmiðið með þessari ritgerðarsamkeppni að efla áhuga og skilning barna og unglinga á tannskemmdum og hirðingu tannanna. Efnt er til þessarar ritgerðarsamkeppni að tilstuðlan fræðslunefndar Tann- læknafélags Islands en í henni eiga sæti Rafn Jónsson, formað- ur, Jónas Thorarensen og Magn- ús Gíslason. í næsta blaði verð- ur skýrt frá tilhögun ritgerðar- samkeppninnar. 9 Tannlæknar vilja ekki láta málið afskiptalaust. Rafn Jónsson sagði að tann- læknar vildu ekki láta afskipta- laust að tannskemmdir ykjust ár frá ári. Með markvissu fræðslu- starfi væri hægt að gera hverjum manni ljóst hvað hægt er að gera til verndar gegn þessum sjúk- dómi. Magnús Gíslason las upp grein- argerð frá Tannlæknafélagi Is- lands og fer upphaf hennar hér -<S>: Rihnochimaera, fiskur skyldur geirnit, sem cinnig er kölluð rottufiskur. Mjög fáir fiskar hafa hingað til fundizt af þessari tegund. Þessi veiddist í leiðangri á Brimnesinu 1957 á yfir 700 metra dýpi fyrir sunnan land. ★ Frásögn Jakobs Magnús- sonar fiskifræðings — af þeim fiski sem hann var þá að leita að — er á opnunni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.