Þjóðviljinn - 15.02.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.02.1962, Blaðsíða 9
% Afmœlissundmót ÍSÍ Guðmundur Gíslason setti met í 100 m fjór- sundi; hann hlaut gulímerki ISI fyrir sundafrek Afmælissundmót Iþróttasam- bands íslands fór fram í Sund- höll Reykjavíkur á þriðjudags- kvöldið. Áður en sundkeppnin hófst flutti formaður Sundsam- bands íslands stutt ávarp til af- mælisbarnsins. Minnti hann á það að íþróttasambandið hefði staðið að stofnun Sundfélags R- víkur, en það félag hefði síðan haldið uppi starfsemi og byggt sundskálann í Örfirisey á sínum tíma, og voru þar haldin sund- mót á sumrin í köldum sjó. Gat hann þess að ágóði af þeirri starfsemi hefði leyft það að ráða mann til að annast skál- ann fjóra mánuði ársins og hefði ekki notið styrkja úr bæj- arsjóði. • KNATTSPYRNA í milliriðli í keppninni um Evrópubikarinn sigraði ung- verska liðið Dozsa Ujpest skozka liðið Dumferline 4:3 (2:2). • SKAUTAHLAUP Nils Aaness, norski skauta- hlauparinn, getur ekki tekið þatt í HM í Moskvu vegna námsanna. • KlNA SEGIR SIG UR AL- ÞJÓÐA IÞRÓTTASAM- BANDINU TOKÍÓ 14/2 — Kína hefur op- inberlega sagt sig úr alþjóða íþróttasambandinu, eftir því sem fréttir herma frá höfuð- stöðvum sambandsins í Lon- don. Japanir álíta að þetta sé gert í mótmælaskyni við það að alþjóða íþróttasambahdið hefur samþykkt Formósu sem meðlim sambandsins. Kína hefur áður sagt sig úr olymp- íuráðinu á sömu forsendum. I • norðmaður' seldur TIL ITALÍU RÓM 14/2 — ítalska liðið Roma hefur keypt sænska knattspyrnumanninn Torbjörn Jonsson af Florentina fyrir 110 milljónir líra. ' • NORÐMENN SIGRUÐU Norskir u.nglingar sigruðu sænska og finnska í skauta- hlaupi 'Y>' Ösfi5" um 'Hélgina. Norðmennirnir fengu 230 stig, Finnar 129,5 og Svíar 120,5. 1 Ivar Eriksen Noregi vakti 1 mesta athygli er hann hljóp 1500 m á 2,19,1. • SVISS TAPAÐI I KNATT- SPYRNU LANDSLEIK Á sunnudag sigraði Marokkó , !Sviss í knattsþyrnukappleik, ksem haldinn var í Casablanca, ‘ 4 3—1 (1—0). utan úr he LUlli Rakt.i hann síðan þróun sund- málanna í stórum dráttum, og árnaði að lokum ISÍ allra heilla í starfi. Þá tók til máls forseti ISl og flutti nokkur ávarpsorð og beindi aðallega orðum sínum til Guðmundar Gíslasonar. Hann þakkaði honum fyrir góðan ár- angur og kvaðst eiga að af- henda honum afreksmerki ISl úr gulli fyrir hin 10 met sem hann hafði sett á síðasta ári, sem var fjórða árið í röð, sem Guðmundur vinnur það afrek. Hrópuðu allir viðstaddir Guð- mundi ferfalt húrra. Mót unga fólksins. Það verður naumast annað sagt en að afmælismót þetta hafi fyrst og fremst verið mót unga fólksins. Margt ungt fólk kom fram sem lofar góðu, og var utanbæjarfólkið æði fjöl- mennt. Hvað hina eldri snerti voru það mikið til sömu nöfn- in sem komu fram, og er þá ekki um að tala, að þar stóð Guðmundur Gíslason í sérflokki eins og vant er, og í síðustu keppnisgrein mótsins setti hann nýtt íslandsmet, en það var í 100 m fjórsundi. Hörður Finns- son synti líka undir metinu og hann kom einnig mikið við sögu og er sigursæll. I kvennasundunum er það fyrst og fremst Hrafnhildur sem verulega kveður að. Svanhildur Sigurðardóttir frá Ungmenna- sambandi Skagaf’arðar vakti á sér athygli, og Margrét Óskars- dóttir frá Vestra synti einnig vel en virtist ekki eins vel fyr- ir kölluð og oft áður. Keflvíkingar eiga mikið efni í Davíð Valgarðssyni, sem er ótregur að synda, og synti í mörgum greinum. Keppni hans og Guðmundar Bárðarsonar á 100 m skriðsundi var mjög skemmtileg og voru báðir á sama tíma, en Guðmundur sjón- armun á undan. Eru þar sem sagt tvö góð efni á ferðinni, ef þeir æfa vel. Keppnin á 100 m bringusund- inu milli þeirra Harðar Finns- sonar og Árna úr Hafnarfirði var skemmtileg, en því miður voru það ekki fleiri sem blönd- uðu sér í þá keppni, og má þessi grein, hvað það snertir, muna sinn fífil fegri. Hörður synti fyrri 50 m mjög vel, og tók nokkurt forskot, ,en á þeim síðari gaf Árni honum ekki eftir, og var tímamunur ekki mikill. Ungur Hafnfirðing- ur var þriðji maður og hélt furðu vel í við þessa tvo kappa fyrstu 75 m, en þá dró ört sundur. Er þarna sennilega gott efni á ferðinni. Hann heitir Páll Kristjánsson. Áhorfendur voru ekki margir á þessu afmælismóti Iþrótta- sambandsins, sem Sundráðið sá um. Kringum laugina var kom- ið fyrir 10 íslenzkum fánum, auk ISÍ-fánans, sem þar blakti einnig, og setti það svip á mót- ið. 100 m skriðsund karla. Guðmundur Gíslason IR 58,1 Guðm. Sigurðsson IBK 1,03,1 Siggeir Siggeirsson A 1,18,0 100 m bringusund karla. Hörður Finnsson ÍR 1,13,5 Árni Þ. Kristjánsson SH 1.15,0 Páll Kristjánsson SH 1,21,8 50 m skriðsund karla. Guðm. Gíslason IR 26,5 Guðm. Sigurðsson ÍBK 27,4 Þorst. Ingólfsson ÍR 27,5 50 m baksund karla. Guðm. Gíslason ÍR 31,7 Jón Helgason ÍA 35,5 Guðm. Guðnason KR 38,5 100 m fjórsund karla. Guðm. Gíslason ÍR 1,06,4 met. Hörður Finnsson ÍR 1,09,7 Pétur Kristjánsson Á 1,13,9 100 m bringusund kvenna. Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1,25,6 Framhald á 11. síðu. Erlingur Pálsson óskar Guðmundi til hamingju imeð metið í m fjórsundi. (Ljósm. R. El.). 20 sveitir falca þátt í; skólanna l i dag hefst körfuknattleiks- mót framhaldsskólanna í Reykjavík og nágrenni, og fer það fram í íþróttahúsi Há- skólans. Taka um 20 flokkar þátt í mótinu. Keppnin í da'g hefst kl. 13 og þá keppa þessir skólar: Kvennaflokkur: 13.00 Gagnfræðaskóli Vestur- Á skíðamótinu í Chamonix gerist ýmislegt sem er í frá- sögur færandi. I gær skýrðum við frá minniháttar slysi er fararstjóri Norðmanna varð fyrir. Sænsku þátttakendurnir í svigi voru í bíl í fyrradag á leið frá æfingum er snjó- skriða féll á bílinn og hreif hann með sér. Snjóflóðið kast- aði bílnum 50 metra niður fyr- ir veginn, hann valt nokkrum sinnum og stöðvaðist að lok- um á toppnum. Allir sem í bílnum voru gátu skriðið út úr honum að heita má ó- meiddir! 111 u omeicsoir Versta veður. Er stórsvig karla stóð yfir í fyrradag, skall á snjóstorm- ur. I fyrri umferð hafði veður verið sæmilegt, en er seinni umferð var sáu skíðamennirn- ir oft og tíðum ekki út úr augum og urðu að renna braut- ina hálfblindandi. Austurrík- ismenn og Bandaríkjamenn hafa látið í ljós óánægju með að annarri umferð skyldi ekki vera frestað. Frakkarnir voru mjög heppnir með rásnúmer og þeir hafa yfir engu að kvarta, þar sem þeir áttu tvo fyrstu menn. bæjar — Hagaskóli. 13.30 Menntaskólinn — FIem»u borg. Annar flokkur karla: 14.00 Menntaskólinn — Gagg* fræðaskóli Austurbæjar,. 14.40 Vogar — GagnfræðaskóJ* inn Vonarstræti. 15.30 Hagaskól.'nn — Gagt^, fræðaskóli verknáms. 16.00 Gagnfræðaskóli VestuLj bæjar — Verzlunarsk, * 'v Fyrsti aldursflokkur; 16.40 Háskólinn-B — Mennbfc skólinn-B. 17.30 Menntask. Laugav. Menntaskólinn Rv. 18.20 Iðnskólinn — HáskóLj inn-A. 19.10 Kennaraskólinn — Verzfc, unarskólinn. Leiklengd er bessi: Kvenng leikir 2x10 mín, Annar fl. 2xll mín og fyrsti aldursflokkuí 2x20 mín. Keppnin heldur áfram £ morgun á sama tíma og sam® stað. SKÍÐAMÓT í tilefni 50 ára afe mælis Í.S.Í. verður haldið n.H^ sunnudag og verður mikil þátW taka í mótinu. Formaður samtakanna skýrir frá framtíðarstarfimf ag skóla endurreist Það mun hafa verið árið 1950 að stofnað v,ar hér samband íþróttafélaga í skólum, og hlaut það nafnið: íþróttabandalag framhaldsskóla í Reykjavík og nágrenni. (Í.F.R.N.) Markmið samtaka þessara var að vinna að eflingu iþrótta í framhalds- skólum, og átti sambandið að tengja saman samvinnu um mót og framkvæmd þejrra. Til að byrja með var öflug starfsemi innan þessara samtaka, og efnt til móta fyrir skólana í mörg- um greinum eins og: frjálsum íþróttum, handknattleik, körfu- knattleik, sundi og fimleik- um. Til þess að tryggja fjárhag sambandsins var settur nokk- urskonar nefskattur á hvern skólanemanda, og tryggði það skólum þátttökurétt að öllum mótum skólanna. Eftir 1957 tók verulega að dofna yfir starfsemi samtaka þessara, og var naumast um heildarstarfsemi að ræða Þó mót færu fram í sumum grein- um, eins og áður, sem oftast var fyrir atbeina Benedikts Jakobssonar, er fékk einhvern skóla til að standa fyrir mót- unum, og venjulegast hafa það ver;ð Háskólinn, Menntaskól- inn og Verzlunarskólinn. Fyrir atbeina Benedikts haftj þessir sömu skólar nú hafi*? handa um að endurreisa sanfi.: tökin, o.g hefur bráðabirgðgb stjórn ver'ð sett á laggirnar. Stjórnin er þannig skipuEjj Jón Magnússon (Háskólanunajg formaður, Einar BollasoTS- . (Menntaskólanum). varaformaS. urt Magnús Másson (Verzlut&i arskólanum), gj-aldkeri, Sigurjk Framhald á 11. síðu. Fimmtudagur 15. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.