Þjóðviljinn - 17.02.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1962, Blaðsíða 1
Sósíalistar! Fundír í öllum deildum & mánudag-skvöid. Formannafurjdur í dag kl. 6 síðdegis. Sósíalistafélag Reykjavíkur Krofuganga til Hvíta hússins í borginni, en þau eru 80 að tölu. 30 lögreglumenn stóðu vörð fyrir utan Hvíta húsið þegar kröfugöngumenn komu þangað. Þeir sem skipulögðu kröfugöng- una sögðu að þetta væri stærsta kröfuganga sem farin hefði verið í Washington í 20 ár. Stúdent- arnir kröfðust þess m.a. að Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland og Frakkland gerðu með sér sam- komulag um að hætta öllum til- raunum með atómvopn. Einnig kröfðust þeir þess, að Bandaríkin legðu niður eldflaugastöðvar sín- ar í Tyrklandi og á ítalíu. Spilokvöld ' Sósíalista- félagsins Næsta spilakvöld Sósíalista- Ifélags Reykjavíkur verður í ÍTjarnargötu 20 annað kvöld, i sunnudag og hefst kl. 8,30. tNánar verður sagt frá því í l blaðinu á morgun. Tvær litlar stúlk- ur urðu fyrir bíl I gærdag urðu tvær litlar stúlkur fyrir bíl á mótum Miklu- brautar og Lönguhlíðar. Stúlk- urnar gengu fram fyrir strætis- vagn og urðu fyrir bíl sem ók framhjá strætisvagninum. Meiðsli voru ókunn. Stúlkurnar heita Anna Birna Halldórsdóttir 6 ára Barmahlíð 13 og Hólmfríður Magnúsdóttir Reykjahlíð 8 8 ára. ÁTÖK FASISMA OG LÝÐRÆÐIS í FRAKKLANDI Bœrinn fylgi eigin heilbrigðissamþykkt Fjjölga þarf starfsliði eigi heilbrigðiseftirlitið að batna Megintilgangurinn me'ð tillögu okkar AlfreSs er a'ð fá fleiri starfskrafta til að rækja heilbrigðiseftirlitið, því án þess verður það ekki bætt. Bæjaryfirvöldunum ber skylda til að framfylgja sinni eigin heilbrigðissamþykkt. Á það hefur skort mikið und- anfarin ár og það verður að breytast. Þannig fórust Guðmundi J. Guðmundssyni orð á fundi borg- arstjórnar í fyrradag, þegar rædd var tillaga hans og Alfreðs Gíslasonar um bætt heilbrigðis- eftirlit á vinnustöðum í borginni. Það var athyglisvert í umræð- unum um þetta mál hve íhaldið var aðþrengt í þessu máli og neyddist að lokum til að sam- þykkja varatillögur Guðmundar í málinu. en slíkt lætur íhaldið ekki henda sig ótilneytt. Guðmundur J. lagði ríka á- herzlu á það i framsöguræðu sinni hve mikilvægt ‘það væri fyrir allt vinnandi fólk að holl- ustuhættir á vinnustöðum þeirra væru í lagi. Með vaxandi tækni, sérílagi í iðnaði, hefur stórauk- izt hættan á atvinnusjúkdómum. í tillögu Guðmuudar og Al- freðs fólst það að fram færi rannsókn á ástandinu í þessum efnum til þess að borgarfulltrú- ar gætu gert sér grein fyrir hvemig það raunverulega er og hvað og hvar þarf úr iað bæta, og gera stórt átak í þessu efni. Þessari tillögu var svarað með umsögn borgarlæknis Um iðju og iðnað, sem er aðeins yfir- borðið á hlutunum, og þar er á engan hátt skýrt frá ástandinu, og fullnægir umsögnin því á engan hátt tilgangi tillögunnar. Auður Auðuns sagði að ekki væri í einu vetfangi hægt að framkvæma heilbrigðissamþykkt- ina. Kvaðst hún hafa skilið þetta mál svo að umsögnin ætti að miðast við iðju og iðnað. Enn- fremur sagði hún: Mér íinnst Guðmundur J. borgarfulltrúi hafa tekið mikið upp í sig með því að segja að eftirlitið sé slakt . . . Það er gersamlega ómögu- legt að vita um alla þessa vinnu- staði þar sem 2 eða fleiri vinna. Það er alltaf verið að frétta um og finna slíka staði (!) ég tel fjarstæðu að unnt sé að finna þessa staði ,,gegnum“ innheimtu- skrifstofuna. Ég ætla ekki að dæma um Framh. á 10. síðu. WASIIINGTON 16/2 — Hundruð stúdcnta fáru í kröfugöngu til Ilvíta hússins í dag, og skoruðu á Kennedy forseta að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn byrjuðu aftur tilraunir með atónivopn i andrúmsloftinu. 1 Reutersfrétt um þennan at- bui'ð segir að stúdentarnir hafi verið rúm 500 að tölu. Ekki er þess getið hvernig forsetinn hafi brugðizt við þessari kröfugöngu. I kvöld var sendinefnd stúdenta á fundi með Bucdy, sérstökum ráðgjafa Kennedys. Skýrðu stúd- entar þar frá sjónarmiðum sín- um varðandi atómvopnatilraunir. Þá munu um 100 stúdentar hafa gengið til sovézka sendi- ráðsins i Washington í dag, og síðan til allra annarra sendiráða Sextán daga var8* sfaöa í Höfn Herferðin gegn kjarnorku- vopnum, samtök Dana sem leitast við að vekja almenn- ingsálitið til vitundar um hættuna sem stafar af víg- búnaðarkapphlaupinu, efnir þessa dagana til varðstöðu á fjölfiirnum stöðum í Kaup- mannahöfn. Standa menn þar með borða sem ,á er letrað „Eina vörnin sem kemur ó- breyttum borgurum að gagni er kjarnorkuafvopnun“. Er þarna vikið að bæklingi dönsku ríkisstjómarinnar um borgaravarnir í kjarnorku- styrjöid, sem fengið hefur þunga dóma, þykir viilandi og einfeidningsiegur. Varðstaðan stendur í 1G daga og Iýkur 27. febrúar við þinghúsið Kristj- ánsborgarhöll. Myndin er af varðmiinmim Herferðarinnar á Vesturbrúartorgi með borða sinn. OPNA ALLRI DREIFINGU MIÐA í AFMÆLISHAPPDRÆTTINU SÉ LOKIÐ 20. FEBRÚAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.