Þjóðviljinn - 17.02.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.02.1962, Blaðsíða 9
Hér á cftir fer niðurlag' greinar þeirrar sem Frímann Hclgason hefur skrifað út frá erindi Jóhannesar Sölvasonar, fyrrverandi formanns FRf. ® HM í ZAKOPANE Um tíma lék nokkur vafi á því hvort skíðamótið í Zakop- ane, sem verður háð um helg- ina, yrði talið heimsmeistara- mót. Samkvæmt nýjustu frétt- um voru allir, sem sátu á fundi um þetta mál, samþyfck- ir því að útnefna heimsmeist- ara í þeim greinum sem keppt verður í. ®NÝ VIÐHORF f CHAMONIX ( Chamonix 15/2 — í dag var á fundi hér ákveðið að skíða- Tmótið hér skuli teljast heims- meistarakeppni, þar til annað verður ákveðið. Þessi nýja ákvörðun verður tekin til um- ræðu á aukaþingi alþjóða skíðasambandsins, sem verður haldið í Vín í september. GRIFT SPÁIR KOSITSKJIN SIGRI • Aldrei meiri cfniviður en nú Þrátt fyrir það að Jóhannesi virðist ýmsar blikur á lofti hjá frjálsíþróttamönnum, er hann að sumu leyti bjartsýnn og seg- ir í því sambandi m.a.: „af á- rangri og þátttöku í frjálsum íþróttum í landinu á yfirstand- andi ári má ráða, að sjaldan eða aldrei hefur efniviður ver- ið meiri í frjálsum íþróttum en nú. — Einkum virðist mikil grózka í frjálsíþróttalífi úti á landi í öllum landsfjórðungum. Mestar framfarir virðast hafa' orðið hjá Héraðssambandinu WMB þungur dómur, og annarsstaðar segir hann í skýrslu sinni, „í kaupstöðum ríkir allstaðar tóm- læti um frjálsar íþróttir nema á Akranesi, þar sem unnið hef- ur verið dyggilega að framgangi þeirra. Þó má telja að Hafn- arfjörður og Kópavogur hafi haldið vel í horfinu.“ Það er sannarlega rannsókn- arefni útaf fyrir sig að svo mik- ið tómlæti skuli ríkja um frjálsar íþróttir í kaupstöðun- um, þar sem skilyrði ættu í rauninni að vera betri á allan hátt. • Stjórn FRÍ framkvæmda- ncfnd íþróttamóta í lokaorðum Jóhannesar kem- ur greinilega fram að honum þykir stjórnarstarfið í FRÍ hafi ekki þróazt inn á heppilegar brautir, ef stjórnin á að geta Myndin er tekin á Melavelliniim fyrir nokkrum árum. Ásmundur Hjarnason slítur marksnúruna, næstur er Guðmundur Vilhjálms- ' son og þriðji Hilmár Þorbjörnsson. Moskvu 16/2 — f dag æfa sig á Leninleikvanginum skautamenn frá einum tuttugu þjóðum. Búizt er við að braut- irnar verði góðar, en menn óttast að vindur verði sterkur á meðan mótið stendur yfir. Hver einasti miði í sæti og stæði er seldur og það verða yfir 100 þúsund áhorfendur báða dagana. Henk Van Der Grift sagði í dag að hann byggist við að Rússinn Kosit- skjin yrði heimsmeistari, en Grift er núverandi heims- meistari. Hann segist gera sig ánægðan með fimmta sæti. utan úr heimi Skarphéðni og ungmennasam- bandi Austur-Húnavatnssýslu, en ágætt starf hefur einnig ver- ið unnið á SnæfeFsnesi, Vest- fjörðum, Skagafirði, Þingeyjar- sýslu og AusUJörðum, og mikið gert til þecs að fá yngri flokk- ana rr.cð — og verður það næsta verkefni hinnar nýju stjórnar að leysa þjálfunarmál þessara mörgu, dreifðu ung- menna og veita þeim möguleika á góðri keppni.“ • I kaupstöðum ríkir tómlæti ' Áður hefur verið frá því sagt hvað Jóhannes segir um starf forustumanna í frjálsum íþrótt- um í Reykjavík, að þeir hafi ,i,verið lítt starfandi“ sem er Handknattleiksmótii: FK og KR keppa á morgun í kvöld fara fram fjórir leik- ir í íslandsmótjnu í handknatt- leik o.g eru tveir þeirra í öðr- um flokki karla, Fram og Hauk- ar og Þróttur og KR. í kvenna- flokki eigast v:ð Víkingur og íslandsmeistararnir frá Hafn- arfirði, og verður það vafalaust leikur þar sem bæði Uð gera isitt ýtrasta. Einnig keppa Ár- mann og Fram í meistaraflokki kvenna, fyrstu deild. Á morgun fara fram tveir leikir í meistaraflokki og keppa fyrst Fram og Valur og ætti Fram ekki að vera í neinum vandræðum með að taka bæðí stigin. Lið Vals er í deiglu og vantar samstillingu, en takist þe'm upp getur svo farið að Fram verði að leggja sig fram. Hinn leikurinn ér milli FH Og KR og hefðj einhvern tíma þótt sem þar yrði, um tvísýn- an leik að ræða, en hvort- tveggja er að FH hefur aldrei verið sterkara og eins hitt að langt mun síðan lið KR hefur verið svo veikt, svo að FH ætti iað vinna auðveldan sigur. Vafalaust hefur tap þeirra fyr- ir Víkingi um daginn orðið til þess að herða Þá upp, og þeg- ar mikið liggur við geta KR- ingar bitið frá sér. Þá fer fram leikur í þriðja flokki milli ÍR og Vals. leyst þau verkefni sem ættu að standa henni næst. Hann segir m.a. „Þau 14 ár, sem FRÍ hefur starfað, hefur verksvið stjórnarinnar tekið miklum breytingum. Virðist ekki fjarri lagi, að stjórn FRÍ sé nú eins konar framkvæmdanefnd íþróttamóta, því mestur tími stjórnarinnar hefur farið í að annast um og undirbúa íþróttamót og utan- ferðir. Þetta stafar af því að héraðs- samböndin hafa ekki nægum starfskröftum á að skipa á þeim stöðum þar sem hægt er að halda meistaramótin, til þess að geta tekið þau að sér, án þess að stjórn FRl aðstoði beinlín- ið við framkvæmd þeirra. Athugun á nýjum verkefnum -$• til örfunar og uppbyggingar hefur því í ár, sem áður, að mestu setið á hakanum). svo og útbreiðslustarfsemi. Það er ánægjulegt hve vel hefur verið unnið að málum frjálsra íþrótta hjá ýmsum sambandsfélögum úti á landi, og enn betur hefði getað til tekizt ef FRÍ hefði í ríkara mæli getað aðstoðað við þá uppbyggingu. Efniviðurinn . er nógur í þessu landi í góða frjálsíþróttamenn og konur, en fjármagn og starfskrafta vant- ar. Virðist full ástæða til að athugaðir séu möguleikar á starfsmanni á vegum FRÍ yfir sumarmánuðina a.m.k. sem starfi við hlið stjórnarinnar. Afrekin batna og fjöldi frjáls- íþróttaiðkenda vex með hverju ári, það sýnir okkur, þrátt fyr- ir allt, að við erum á réttri leið, og þá leið má lýsa upp með meira og betra starfi.“ Flestir þeir sem eitthvað fylgdust með frjálsum íþróttum J Framhald á 10. síð» Bretar eiga góðan íþrótta- mann, spretthlauparann Dave Jones 21 árs, sem einnig hef- ur orð á sér fyrir að vera gáf- aður, skemmtilegur og tillits- samur.' í síðasta hefti World Sports er fjallað um þennan unga mann og þar látin í ljós Sú von, að hann verði kjörinn fyrirliði brezka i í- þróttafólksins sem fer til Belgrad. Þar er sagt að val fyrirliða hafi ekki verð tal- ið þýðingarmikið, en World Sports er á öðru máli og treystir Dave Jones manna bezt til að örfa hina ungu keppendur til dáða. Það er ■skorað á brezka frjálsíþrótta- sambandið að sýna í verki, áð það sé jafn vakandi og það vilji véra láta, og táka þenn- an unga mann sem fyrjrliða. Jones segist hafa gaman af að hlaupa og að vinna hlaup. Hann er á þeirri skoðun að frjálsar íþróttir vinni aftur hylli fjöldans, þegar Bretar hafi eignazt góða millivega- lengdahlaupara, sem hafi persónuleika jafnt og hlaupa- hæfileika. Ennfremur þurfi íþróttamót að vera skemmti- leg og lífleg og vekja þurfi áhuga alls almennings á íþróttum. Dave Jones færir keppinaut sínum í stuttum hlaupum, Len Carter, verðlaun fyrip góða frammistöðu. Len Carteí hefur hlaupið 100 jarda á 9,8r Béðrar ekki hafn- ir i VOPNAFIRÐI 13/2 — Róðrap eru ekki hafnir héðan frS Vo.pnafirðj enn né heldur starí. ræksla frystihússins. Vonazt e*| róðra og fiskvinnslu í marz, eí tíðarfar leyfir. Lœrið fundarstörf og mœlsku hjé ópólitískri frœðslustofnun Eftirtaldir námsflokkar hefjast 4. rrrarz: Nr. 1. Fundarstörf og mælska. 10 málfundir með leiðbeining- um i ræðugerð og fundarstörfum. Kennari: Hannes Jónsson, MA. Fundartími: Sunnudagar kl. 4—6. Þátttökugjald kr. 250.00. Nr. 3. Verkalýðs- og efnaliagsmál. Erindaflokkur um efnl, sem vaiðálr allá launþega. Flutningstími: Sunnudaga ld. 2— 3.30. Tvö lerindi hvern suinnudag. Þátttökugjald kr. 150.00. Fyrirlesarar og efni erindanna: Þróun og grundvöllur verka- lýðsbaráttunnalr', ifáhnes Jónsson, MA; Sögulegur uppruni verkalýðshreyfingaririnar, Haraldur Jóhannsson, MSc; Islenzk verkalýðshreyfing í dag, Hannibal Valdimarsson, forseti ASI, Félög atvinnurekenda, saga þeirra, tilgangur og starfshættir, Björgvin Sigurðsson, lögfr., frkvstj. Vinnuveitendasambands- ins; Réttarstaða íslenzkra verkalýðsfélaga, Hákon Guðmunds- son. hæstaróttarritari; Erlend vinnulöggjöf og sáttaumleitanir í vinnudeilum, Hannes Jónsson, MA; Efnahagsgrundvöllur lcjaTabaráttunnar I: Kenningar um verðmæti vinnunnar, dr. Benjamín Eir iksson, bankastjóri; EfnahagsgrundvöHur kjara- baráttunnar II.: Kaupgjald. verðlag og tekjuskipting við skil- yrði efnaliagsframfara, Bjarni B. Jómsson, ha.gfræðingur; Alþýðutryggingar og félagslegt öryggi, Margrét Steingrims- dóttir, félagsmálafull-trúi; Stjórnarblutdeild verkalýðsins í at- vinnurekstrinum og önnur lijálpartæki kjarabaráttunnar, Hanmes Jómsson, MA. Kynnið ykkur rök- semdir kjara- baróttunnar hjá ópólifískri frœðslustofnun Innritunar- og þáttjtökuskírteini seld í Bókabúð KRON Barikastræti. Félogsmálosfofnunin Sími 19-6-24 Laugardagur 17. febrúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN -j. (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.