Þjóðviljinn - 21.02.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 21.02.1962, Qupperneq 6
pJÓÐVILIINN 6t*«f*n41: BftmelnlnBftrflokkur *U>ýöu — Sóalallstaflokkurtnn. — Rltstjómri M&fcnúa KJartansaon (áb.), Magnús Torfi Olafsson, SigurCur GuBmundsson. - FréttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJarnason. — Auglýslngastjórl: GuBgelr llftgnússon. — RitstJórn, afgrelSsla, auglýslngar, prentsmiðja: SkólavörSust. 10. 8íml 17-500 (5 llnur). ÁskriftarverS kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. PrentsmlSJa ÞJóBvUJana hJ. Vinstrisamvinna ÞJÖÐLEIKHOSIÐ : Gestagangur fiis Guðmundsson hefur skýrt frá því í Frjálsri þjóð að hann hafi ákveðið að leggja Þjóðvarnarflokkinn niður og stofna í staðinn nýjan flokk undir forustu Einars bónda í Mýnesi, sem dvalizt hefur langdvölum í Reykjavík ýmsum borgarbúum til skemmtunar síðan íhann hélt stjórnmálafundinn í Framsóknarhúsinu með Pétri Hoffmann Salómonssyni fyrir nokkrum árum. Tilgangur þessarar Mýneshreyfingar á að sögn þeirra Gils og Einars að vera sú að sameina alla vinstrimenn í einum flokki, nema þá sem Morgúnbláðinu þóknast að kalla kommúnista. Þetta tiltæki Gils Guðmundsson- ar væri einstaklega skoplegt, ef með því væri ekki verið að gera tilraun til þess að spilla fyrir stórmáli. þjóðvarnarflokkurinn var á sínum tíma stofnaður í þeim auglýsta tilgangi að sameina alla hernámsand- stæðinga — meirihluta þjóðarinnar — í einum stjórn- málaflokki. Reynslan hefur nú fellt sinn dóm um þá stefnu; flokkurinn hlaut í upphafi miklu minna fylgi en forustumenn hans gerðu sér vonir um og glataði síðan aðstöðu sinni gersamlega. Þessi málalok voru raunar augljós í upphafi, því hernámsandstæðinga er að finna í öllum stjórnmálaflokkum og þeir eru af fjölmörgum ástæðum ekki reiðubúnir til að slíta tengsl- in við flokka sína þótt um slíkt stórmál sé að ræða. Stofnun Þjóðvarnarflokksins snerist því gegn tilgangi sínum; hún varð til þess að sundra hernámsandstæð- ingum og veikja baráttu þeirra og gaf hernámssinnum tækifæri til að líta smáum augum á andstöðuna gegn hemáminu. Rétta leiðin er sú sem farin var með stofn- un Samtaka hernámsandstæðinga, þar sem menn úr öllum flokkum og utan flolcka starfa saman af heilind- um og hafa þegar náð mjög miklum árangri. j^Jargir Þjóðvarnarmenn hafa starfað af kappi í Sam- tökum hernámsandstæðinga, þeirra á meðal Gils Guðmundsson. Þeim mun furðulegra er að hann skuli ekki enn hafa lært af sinni eigin reynslu. Sú kenning hans að samvinna vinstri manna verði bezt tryggð með því að stofna enn einn flokk er jafn órökvís og upp- haflega hugmyndin um stofnun Þjóðvarnarflokksins. Vinstrimenn á Islandi er að finna í ýmsum stjórnmála- flokkum, og þeir eru tengdir flokkum sínum sterkum böndum; kemur þar til greina stéttarstaða manna og mismunandi framtíðarsjónarmið. Samvinna þessara manna verður eins og nú standa saikir ekki tryggð með stofnun nýs stjómmálaflokks, allra sízt ef fyr- irfram á að reyna að þóknast íhaldinu með því að af- neita öllum sem það kallar „kommúnista11, þ.e. Alþýðu- bandalaginu og verkalýðshreyfingunni og raunar öll- um þeim aðilum sem eitthvað þora að beita sér. Með tillögunni um þvílíka flokksstofnun er verið að smækka hugmyndina um vinstri samvinnu ofan í ekki neitt, misnota samstarfsóskir alþýðu manna til framdrátt- ar annarlegum persónulegum framadraumum. þetta er þeim mun ömurlegra sem náin samvinna allra vinstri manna hefur aldrei verið brýnni en nú eft- ir reynsluna af stefnu íhaldsstjómarinnar og þegar yf- ir vofir sú hætta að ísland verði innlimað í erlent stór- veldi. En þeirri stefnu vei'ður aðeins hnekkt með ein- lægri samvinnu Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokks- ins, Þjóðvarnarflokksins og manna sem fylgt hafa stjórnarflokkunum að málum en skilja nú hættuna af stjórnarfari þeirra. Allir þessir aðilar þurfa að finna leiðir til að styrkja samstöðu sína, til að vinna saman í kosningum og endranær, koma fram sem einn aðili þegar tekizt er á um þau stórmál sem mú blasa við þjóðinni og enginn ágreiningur er um milli vinstri- manna. Allir einlægir vinstrimenn, hvar í flokki sem þeir standa, þurfa að beita sér af alefli til að tryggja slíka samvinnu og mega hvorki láta marklausa for- dóma né annarleg sjónarmið skammsýnna forustu- manna aftra sér. — m. eftir SIGURÐ A MAGNUSSON Leikstjóri: Benedikt Arnason Eins og ýmsir muna efndi Menntamálaráð til verðlauna- keppni um ný leikrit eigi alls fyrir löngu og urðu úrslit þau að verðlaunin voru ekki ve'tt; hinsvegar hlutu fjögur leikrit meðmæli og nokkra viðurkenn- jngu samkvæmt tillögum dóm- nefndar. Eitt þeirra var „Gesta- gangur“ eftir Sigurð A. Magn- ússon, hinn unga, mikilvirka og kunna rithöfund, og er um leið hið fyrsta sem kemur fyrir sjónjr almennings, öðlast líf og lit á sviðinu. ,,Gestagangur“ er ástarsaga að meginefni og gerist á okkar dögum. I>ar er fetað um „refil- st’gu mannlegra hvata“ og heit- ar kenndir oE ástríður konunn- ar skáldinu ofarlega í huga, hún gefur sig ástinni á vald skilyrðislaust og hlýtur þess sárlega að gjalda. Gunnar he't- ir gervilegur en hviklyndur og námsleiður læknastúdent sem getur ekki kvennmannslaus ver- ið stundinni lengur; Hann daðr- ar löngum við Rúnu, kornunga laglega stúlku. Gift kona Auð- ur að nafni festir Hka heita ást á honum og verður þung- uð af völdum hans; góðborgar- ann og góðmennið Ólaf eigin- mann hennar grunar ekki neitt. Ungt skáld og leikstjóri kemur allmikið við sögu h!ns snotur- lega ferhyrnings, það er Jó- hann, góðvinur þessa fólks. Stund reikningsskilanna rennur upp áður en varir, stúdentinn þorir ekkr að bera ábyrgð gerða sinna Qg flýr frá Auði v;ð lít- inn orðstír, og þótt eig'nmað- urinn sé gæzkan og sáttfýsin sjálf unjr hann ekki þessari smán og rekur konu sína frá sér sem ótínda skækiu. „Svona enda þær nú, ástarsögur nú- tímans! I einu heljarmiklu núlli“, segir í leiknum. En þá verða snögg og óvænt þátta- skil og eru í raun og veru mergurinn málsins, það kemur á daginn að ástarsaga þessi er ekki ennað en leikur innan leiksins að góðkunnum sið, hún er fvrri hluti sjónleiks sem verið er að sýna fyrir fullum sal prúðbú- inna áhorfenda og siglt í al- gert strand. Leikendumir hafa biátt áfram tekið öll ráð af veslings leikstjóranum og engu skeytt um gerða samninga, um- turnað skáldverkinu og öllum þess lögmálum, elskað og þjáðst og þfað sínu eigin lífi, látð til- finningamar einar ráða. Upp- lausnin blasir við, leikstjórinn stendur e!nn uppi, ráðalaus og rökþrota; sá leikendanna sem fer með hlutverk Gunnars læknanema segist ætla að ráða s'g á síldarbát tafarlaust, eíg- inmaðurinn leitar réttar síns hjá dómstólunum, Auður ætlar sér að lifa fyrir ófætt og ó- skiigetið barn sitt og bera harm í hijóði, unga stúlkan hímir á bak við tjöldin og grætur. Þann'g verða leikur og líf vart greind sundur að dómi skálds- ins, blekkingin getur orðið máttugri en verule.'kinn, lífið getur sigrað listina; hvenær erum við að leika og hvenær ekki? ■Höfundur „Gestagangs“ hef- ur mjög hr'fizt af snilldarverki Pirandello ',,ðax verur Jeita höfundar“. Skyldleikinn er deg- inum ljósari, en munur þessara verka svo reginvíður að þýð- ingarlaust og óþarft er að ræða; en hitt alkunna að áhrif hins ítalska stórskálds eru mik- il og margháttuð orðin víða um lönd. Þau leikbrögð sem mér þóttu ófrumlegust og slitnust eru ekki heldur frá Pirandello komin; einn leikendanna kemur æðandi utan úr sal og hrópar að nú sé nóg komið, annar snýr spurningum sínum beint tjl leikgesta — en einm!tt þær ræður vöktu sérstaka hrifningu á frumsýningu í snjallri túlkun Gunnars Eyjólfssonar og mega þannig allir vel við una. í ann- an stað verður þeirr; hugsun ekki varizt að höfundurinn hafi færzt of mikið í fang eins og ungum skáldum er títt og jafn- vel láðst að skoða endjrinn nógu glöggt í upphafj. Það er blátt áfram ógerningur að trúa því að fyrstu atriðin brjú séu sýning í leikhúsi skipuðu á- horfendum, eitt virðist reka s:g á annars horn. Hlutar leiksins voru ósamstæðir og falla ekki í skorður, dæmið gengur ekki upp; það er helzta brotalöm verksins að mínu v.ti. Er nokk- ur lifandi leið að skýra hátta- lag leikstjórans með skynsam- legum ráðum, svo tekið sé að- eins e’tt dæmi, geturmokkur leik- hússtjóri treyst slíkum manni? Jóhann virðist aldrei hafa les- ið leikritið sem hann er að sýna og stendur uppi gersam- lega ráðþrota þegar hvíslarinn rýkur he!m í hléi vegna Þess að konan hans er ;að ala barn! Það er auðvitað ekki tiltökumál er hann ávítar tvo leikendur fyr- ir ósviknar tilf'nnjngar og rika innlifun. o.g hrósar síðan þeim þriðja hástöíum fyrir nákvæm- lega það sama — hverjum fylg- ir hann að málum, Stanislavski eða Brecht? Og hverju á mað- ur eiginlega að trúa? Hér er sjálfsagt fávíslega spurt. höfundurinn veit sínu viti og þarf ekki annað en svara því að leikurinn sé ekki og eigi ekki að vera raunsær eða natúralískur í neinu; hans sé að vrkja, okkar að skilja. Og vera má að hann hafi gaman af að revna á þolrif áhorfenda, fara með hálfkveðna vísu. Málið á le knum er víðast lið- legt og blátt áfram, en óþarf- lega slakt og rislitið á stöku stað. Þar er margt vel sagt og skynsamlega og ýmsar athyglis- verðar skoðanir birtar um margvísleg vandamál, en „stundum er eins og' þú sért að lesa uppúr bók þegar þú talar“, segir Rúna á einum stað; og þá ekkí fátítt að svör n verði nokkuð einhæf og lítt leikræn: „Hvað meinarðu?“ „Hvað ertu að seg.ja?" „Nú er ég stein- hætt að botna í þér“. „Hættu þessu bölvuðu rugli, maður1, Og þar fram eftir götunum. Hér er um að ræða venjuleg ein- kenni byrjandans, snillingar samræðunnar eru fájr í fyrsta sinn. Mannlýsingar geta hvorki kallazt hugstæðar né djúptæk- ar, en söguhetjumar eru yfir- leitt sjálfum sér samkvæmar og dregnar skýrum dráttum; Jóhann er til að mynda nógu trú og skemmtileg manngerð, þrátt f.vrir það sem áður er sagt um stöðu hans í leiknum. Frumsmíðar eru sjaldan galla- laus verk og sannast á „Gesta- gangi“, en leikritið ýmsum kostum búið oð sjálfsagt og lofsvert að flytja það á sviði. S gurður A. Magnússon er mað- ur gáfum búinn, íhugull og víð- lesinn, það leynir sér ekki, en virðist ekki skrifa af ríkri innri þörf eða bera sérstök mál fyrir brjósti; ef til vill hefuj- hann sam.ð „Gestagang*1 tii þess öðru framar að sannreyna hvort hann gæti skapað leikhæf verk, og það sjónarmið er lika skylt að meta. Vona má að hann eigi eftir að reynast íslenzkum leik- menntum nýtur liðsmaður. Sýningin reyndjst í sumu fremri mínum vonum og leik- ritið sviðshæfara en ég hafði ætlað í fyrstu. Það hefur tek- ið nQkkrum mjkilvægum breyt- ingum til bóta og samvinna leikhúss og höfundar borið góð- an ávöxt; um það geta þeir dæmt sem lesið hafa leikinn. Benedikt Árnason er lekstjóri og tekur rétta stefnu að mínurn dónV, túikun hans er látlaus og varfærin og beinlínis- hljóðlát i fyrstu, en æ sterkarj er á lið- ur, og eðldeg stígandi í leikn- um allt til loka. Samskiptj og' viðræður Auðar við elskhuga sinn og eiginmann eru ekki allt- af lausar við le'ðígjarna til- finningasemi, og yfir þá ann- marka er breitt eftir beztu föngum. í annan stað virðist le!kur'nn ekki alstaðar nægi- lega æfður og bar nokkuð á hiki og missögnum, smávægi- legum að visu; en slíkt á ekki að koma fyrir á þessum stað. Sviðsmyndir eru þrjár og Gunnari Bjarnasynj tjl ótvíræðs U) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 21. febrúar 1962

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.