Þjóðviljinn - 11.03.1962, Side 12
Myndin sýnir lítinn hluta af sýningarsalnum. í forgrunni er batik eftir Sigrúnu Jónsdóttur:
veggtjald, kjólar og lampi. Tágakairfan er gerö af Guörúnu Júlíusdóttur og veggteppið í bak-
sýn hefur Ásgerður Ester Búadóttir gert. — (Ljósmynd Þjóðv. A. K.).
þlÓÐVILJINN
Sunnudagur 11. marz 1962 — 27. árgangur — 58. tölublað
OAS
Alsír
myrðir í
og
ALGEIRSBORG — PARÍS 10/3
— Hermdarverkin í Alsír hófust
aftur af fullum krafti í gær eftiv
að tiltölulega rólegt hafði verið
í landinu í nokkra daga. Fregnir
herma að 44 menn hafi verið
drepnir en 31 særður í hryðju-
verkum víðsvegar um landið. 25
hinna drepnu voru Serkir. Einna
verst gegndi í Oran þar sem 25
voru drepnir. 1 Algeirsborg féllu
þar sem nýlega kom til átaka
milii Serkja og franskra her-
manna.
í morgun biðu þrír menn bana
og 50 særðust þegar sprengja
sprakk í einni útborg Parísar,
Issy-les-Moulineaux. Þeir sem
féllu voru tveir lögreglumenn og
stúdent sem af tilviljun átti leið
fram hjá. Nokkrir hinna særðu
eru í bráðri líf-shættu.
17 menn.
SÝNING A NUTIMA LISTIÐN-
AÐB KVENNA f SNORRASAL
Ií gær var opnuð í Snorra-
sal mjög athyglisverð list-
iðnaðársýning, þar sem
24 konur sýna nútíma
listiðnað á vegum tíma-
ritsins Melkorku. Sýning-
in veröur opin til 18.
marz, kl.2—10 dag hvern.
Hér á eftir fara nöfn
i þátttakenda og verk
þeirra á sýningunni, sem
eru 80 talsins:
i Ásdís Sveinsdóttir Thorodd-
, sen: Gull- og s.'lfursmíð:
Skartgripir.
Ásgcrður Ester Búadóttir:
Myndvefur: Veggteppi.
Bergljót Eiríksdáttir: Rya-
vefur: Gólfteppi. Mynd:
i vefur: Sessa.
Dolinda Tanner: Aladinnála-
stag: Teppi.
S Erna Sigurðardóttir Hansen:
Myndvefur. (Teikning Vig-
dís Kristjánsdóttir).
i Gerður Hjörleifsdóttir: Mynd-
vefur. (Teikning Vigdís
Kristjánsdóttir).
Guðrún Júlíusdóttir: Tág-
vinna; Körfur, bakkar.
Gíslrún Sigurbjörnsdóttir:
Fló.smotta. Gebelinvefur:
Vegghengjur.
Guðrún Jónasdóttir: Hördúk-
ar: Borðmottur. Treflar og
sjöl.
Herdís Gröndal: Vírstrengir á
timbri: Veggskraut.
Halldóra Jónsdóttir: Hnýtt
'teppi. (Teikning: Haíldóra
Sigurðardóttir.)
Kristín Jónsdóttir: Sáld-
þrykk: Dúkur, veggteppi.
Ragnhildur Ólafsdóttir: Til-
klipp: Veggdregill.
Rósa Eggertsdóttir: Jurtalím-
ingar.
Sigríður Björnsdóttir: Brennd-
ar trémyndir.
Sigríður Halldórsdóttir: Brek-
án: Gólfteppi. Rya: Vegg-
motta. Krabbavefur: Sessa.
Glitvefur; Mottur.
Sigrún Jónsdóttir: Batik:
Veggtjald, kjólar, lampi.
Sigrún Gunnlaugsdóttir:
Steindir skartgripir: Háls-
men.
Steinuisn Marteinsdóttir:
Keramik: Vasar, skálar.
Sóiborg Gunnarsdóttir: Trefl-
ar — Sjöl. (Ull, sauðalitir)
Svava Gísladóttir: Myndvefur
(Teikning: Vigdís Kristj-
ánsdóttir).
Vigdís Kristjánsdóttir: Rya-
vefur: Teppi: Hrím, snjór.
Myndvefur: Á hafsbotni,
Tilbeiðsla. Gobelinvefur:
Tungiskin. Nálaflos úr
tofi: Þang-sessa.
Vigdís Páisdóttir: Hnýtt
teppi.
Þóra Marta Stefánsdóttir:
Smelt: Skál.
Silfurmunir er Ásdís Sveinsdóttir Thoroddscn hefur smíöað.
Tveir togarar stöðvaðir
strax vegna verkfallsins
1 gær var Redga-hótelíð fyrir
utan Algeirsborg algjörlega eyði-
lagt með sprengingum. 1 hóteli
þessu voru aðalbækistöðvar
þeirra Frakka sem berjast gegn
OAS, Les Bai'bouzes, eins og þeir
eru kallaðir. Þeir hafa að undan-
förnu svarað hermdarverkum
OAS í sömu mynt. Ekki er vitað
til að nokkur hafi verið í Redge-
Hóteli þegar þetta gerðist.
Allt mun nú orðið rólegt við
landamærin milli Túnis og Al-sír,
Kvenfélag
sósíalista
Kvenfélag sósíalista heldur
félagsfund þriðjudaginn 13. marz
kl. 8Í30 í Tjarnargötu 20.
Fundarefni: Umræður um
uppeldismál og Reykjavíkurbæ.
Adda Bára Sigfúsdóttir hefur
framsögu.
Allar stuðningskonur Alþýðu-
bandalagsins velkomnar meðan
húsrúm leyfir.
Japönum óar við
atómsprengingum
TOKIO 10/3. — Japanski forsæt-
isráðherrann Hayato Ikeda beindi
í dag ávarpi til Krústjoffs og
skoraði á hann að gera allt sem
hann gæti til að koma í kring al-
þjóðlegu.m samningi um bann
við kjarnorkusprengingum. Skjal-
ið afhenti sendiherra Japans í
Moskvu.
1 skjali þessu segir Ikeda að
heiminum hafi enn verið ógn-
að með áframhaldandi kjarnorku-
kapphlaupi. Japan hafi. sem hið
eina land veraidarinnar sem
reynt hafi hin skelfilegu áhrif
kjarnorkusprengjunnar. hvað eft-
ir annað snúið sér til kjarnorku-
veldanna í því skyni að fá þau
til að hætta . tilraunum sínum
með slík vopn. Samkvæmt sjón-
arniiði Japana væri mikilvæg-
asta verkéfni . átjánríkjaráðstefn-
unnar um afvopnun að semja
um bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn.
Togaraverkfallið er hafið. Á
miðnætti í fyrrinótt stöðvaðist
togarinn Neptúnus við togara-
bryggjuna, en þangað var hann
nýkominn með síldarslatta, sem
hann hafði tckið í Eyjum en ekki
fengið nægilegt magn í siglingu.
Síldinni var landað hér og mun
þún hafa farið í bræðslu.
Neptúnus er semsagt fyrsti tog-
srinn sem stöðvast hé í Reykja-
,jyík af völdum verkfallsins en i
gærmorgun var Gylfi frá Pat-
reksfirði á ytri höfninni. Mun
hann hafa stöðvast hér í gær.
Hulltogarinn Macbeth lá og við
bryggjuna og stóð yfir viðgerð
á spili hans, en við Ægisgarð lá
annar brezkur togari frá Grimsby.
Ekki átti togaraafgreiðslan von
á að togarar kæmu hér inn í
bráð. Þeir sem voru hér inni í
fyrradag aðrir en Neptúnus fóru
fyrir miðnætti í fyrinótt.
Togararnir veiða allir á heima-
miðum, í Jökuldjúpi, á Eldeyjar-
og Selvogsbanka. Þeir hafa feng-
ið sæmilegan reyting.
Samningafundur sá, sem sátta-
semjari boðaði aðila í togara-
deilunni á í fyrrakvöld, stóð fram
eftir nóttu án þess árangur yrði.
Þegar Þjóðviljinn fór í press-
una síðdegis í gær hafði annar
samningafundur ekki verið boð-
laður.
Hafnsrfjarðar-
fundinum frestað
Fundinum sem boðað var til í
dag í Góðtemplarahúsinu í Ilafn-
arfirði um Efnahagsbandalagið er
frestað um eina viku vegna veik-
inda.
Sprengingin varð í vörubíl sem
fylltur hafði vei'ið af sprengiefni
og síðan staðsettur fyrir framan
hús þar sem vinstrisinnuð friðar-
samtök ætluðu síðar um daginn
að halda landsmót.
Rusk tll Genf
WASHINGTON 10/3 — Sendi-
nefnd Bandaríkjanna undir for-
ustu Dean Rusk utanríkisráð-
herra mun í dag fara flugleiðis
til Genfar, en afvopnunarþingið
þar hefst á miðvikudag. Á sunnu-
dagskvöld mun Dean Rusk bjóða
utanríkisráðherrunum Home lá-
varði og Andrai Gromyko til
kvöldverðar. í sendinefnd Banda-
ríkjanna verða 32 menn, þar á
meðal helztu sérfræðingar í af-
vopnunarmálum og Berlínar-
málinu.
Utanríkisráðherrafundurinn
mun fyrst og fremst fjalla um
afvopnunarmál, en einnig um
Berlínarvandamálið og önnur al-
þjóðleg ágreinisatriði.
Kroll sparkað
BONN 10/3 — I gagnorðri til-
kynningu frá vestur-þýzka utan-
ríkisráðuneytinu segir að dr.
Hans Kroll muni ekki halda
stöðu sinni sem sendiherra í
Moskvu. 1 stað þess mun hann
verða ráðgjafi Bonn-stjórnarinn-
ar um málefni Austur-Evrópu.
Aktion J.
Myndin er af Adolf Eichniann,
afkastamesta morðingja mann-
kynssögunnar, en hann var einn
af þeim sem þáði vald sitt sam-
kvæmt lögum þeim er Globke
samdi um réttarstöðu Gyðinga r
þriðja ríkinu. Munið kvikmynd-
ina um Globke og glæpi hans í
Austurbæjarbíói á morgun á
öllum sýningum.