Þjóðviljinn - 22.03.1962, Page 4
' Rúmlega milljón Alsírbúar
hafa látið lífið í styrjöldinni
í Alsír sem nú er lokið.
Hundruð þúsunda ungra
Serkja hafa fórnað lífi sínu
í þjóðfrelsisbaráttunni. Þeir
hafa fallið í vopnuðum átökum
hers Þjóðfrelsishreyfingarinnar
við NATO-her Frakka, það
hefur verið murkað úr þeim
lífið með pyntingum og mis-
þyrmingum, þeir hafa verið
stráfelfdir vopnlausir í út-
rýmingar- og hefndaraðgerðum
Frakka.
Um 20 þúsund ungra franskra
hermanna hafa verið rekn-
ir í dauðan í vonluasri til-
raun franska hersins til að
kæfa þjóðfrelsishreyfingú serk-
riesku þjóðarinnar.
Þetta hefur verið ein lengsta
styrjöld síðari tíma. Sjö ár og
138 dagar. Allt frá því Nap-
óleoni var stuggað frá Moskvu
árið 1812 hefur franski herinn
tapað öllum styrjöldum| sem
hann hefur háð. Helzt hefur
hann hlotið framgang fyrir.
þátttöku útlendinga innan
sinna raða. Ben Bella, helzti
léiðtogi þjóðfrelsishreyfingar
Serkja, hlaut tvö heiðurs-
merki frá frönsku stjórninni
fýrir vasklega framgöngu ií
her frjálsra Frakka í barátt-
unni gegn nazistum í heimsstyrj-
öldinni. S.l. sunnudag var
hann látinn laus eftir meira
én fimm ára vist í fangelsum
frönsku stiórnarinnar. Ófarir
franska hersins í Alsír, sem
telu.r um ðOO.OOO manns. vekia
því ekki fu.rðu. Hann hefur ekki.
einvörðungu átt í höggi við
hersveitir þjóðfrelsishreyfingar-
innar, sem telia nokkra tugi
þúsunda hermanna. Hann hefur
orðið að berrnst við alla al-
hafa láfi.ð lífið í stvriöldinni
sírsku þjóðina. sem sýnt hefur
fádæma einhug og baráttu-
kiark.
Nýlendu.bióði.rnar hafa varn-
að af sér ekinu hver af annarri
á undanförnum árum. Frelsið
hefur kostað þær allar bar-
áttu. og margar bafa orðið að
gjalda bað við blóði sínu.
Styriöld.i'n í Alsír er eittbvert
grimmilegasta og harðvítug-
asta frelsisstríð sem háð hef-
ur verið. Niundi hluti þjóðar-
innar er fallinn. Meginþorri
þeirra Serkja sem látið hafa
lífið í Alsírstríðinu, eru óbreytt-
ir borgarar, þar á meðal fjöldi
kvenna og barna. í hefndarárás-
u.m sínum hafa Frakkar lagt
fjölda þorpa í eyði, en íbúarnir
hafa verið drepnir eða hand-
teknir.
1 Alsír hefur franski herinn
tekið upp ógeðslegustu pynt-
ingaraðferðir sem margir héldu
að fasistaöflin hefðu beitt í síð-
asta sinn í heimsstyrjöldinni.
Um það eru sterkar og öfga-
lausar frásagnir. Nægir að
benda á „Rannsóknina” eftir
Henri Alleg, sem birtist á ís-
lenzku í Tímariti Máls og
menningar 1960. Þar segir m.a.:
„Þessi miðstöð fallhlífarher-
manna var ekki aðeins píning-
arstaður fyrir Alsírbúa held-
ur afsiðunarstaður fyrir unga
Frakka".
Ógnir sjálfrar styrjaldarinn-
ar eru nú á enda. En þær
gleymast aldrei. Alsírþjóðin
hefur tryggt frelsi sitt, en það
hefur kostað miklar þjáningar
og mikið blóð.
Nú skiptir það mestu máli
fyrir alsírsku þjóðina að sam-
einast um árangurinn af bar-
áttunni og tryggja friðsamlega
uppbyggingu og framfarir í
landi sínu. Það eru miklir örð-
uglegar fyrir höndum, m.a.
baráttan gegn OAS leynisam-
tökum fasista innan franska
hersins. Ofbeldisstefna og morð-
æði þessara fasistaafla hafa
þýst frelsisöflunum í Alsir og
lýðræðisöflunum í Frakklandi
saman til sameiginlegrar bar-
áttu gegn þessari fasistísku aft-
urgöngu.
Alsír er geysiauðugt land af
náttúrugæðum. Sú æska sem nú
vex þar upp, tekur við dýr-
keyptu frelsi. Takist henni að
varðveita það og ávaxta, verður
Alsír áreiðanlega farsælt land,
byggt framsækinni þjóð. E.Þ.
Hundruð þúsunda Serkja hafa flúið frá Alsír undan morðárásum
Frakka tii nágrannalandanna Túnis og Marokkó. Ficstir hafa flúið
vegna barna sinna og í flóttamannabúðunum hefur verið ógrynni
af börnum, sem vonandi geta snúið heim til föðurlands síns bráð-
iega eflir að það hefur öðlast frelsi og sjálfstæði. Myndin sýnir
alsírsk börn i flóttamannabúðum í Túnis.
Menningin hefur fengið
Hver stórviðburður rekur nú
annan í menningarmálunum.
Ritstjóri Morgunblaðsins er orð-
inn eitt mesta skáld á íslandi,
að því er dönsk blöð herma. Þá
verður því ekki lengur á móti
mælt, hvað sem Tíminn segir.
Utanríkisráðherrann er búinn
að fá sér sjónvarp og Alþingi
hefur lagt blessun sína yfir fyr-
irtækið, hvað sem menntskæling-
ar segja.
Amerískir menntskælingar
komu og sýndu sjóliðum á veli-
inum gamanleik, sem þeir höfðu
Á Hainan-eyju í Kvantung-héraði í Kínverska alþýðuveldinu býr
þjóðernisminnihluti sem á ríkar erfðavenjur cg leggur við þær mikla
aækt. Á myndinni sést ungt fólk á eyjunni æfa þjóðdansa eyjar-
skeggja úti í náttúrunni, klætt skrautlegum þjóðbúningum.
æft í skólanum og svo sýndu
þeir í Þjóðleikhúsinu fyrir for-
seta íslands og ráðherra. Hver
var að tala um, að það hefði
verið betur viðeigandi, að þeir
hefðu það kvöld hlýtt á einu
tónleikana sem Sinfóníuhljóm-
sveitin helgar íslenzkri músik
eingöngu á þessu starfsári?
KMbburinn er búinn að aug-
lýsa eftir nektardansmey (helzt
svartri) í útlöndum. Hver var
að tala um áhugaleysi borgara-
stéttarinnar í menningarlegum
efnum?
Og Þjóðleikhúsið er búið að
fru.msýna „My fair lady“. Og
leikdómararnir hafa komið hver
á eftir öðrum og talað um tíma-
mót, frábæran sígur, leikhúsið
sé loksins þúið að slíta barns-
skónum o. s. frv. o. s. frv.
Það er víst engum blöðum um
það að fletta. Við höfum eign-
azt nútímamenningu, sem hæfir
breyttum lifnaðarháttum, borg-
armenpingu í stað sveitar-
menningarinnar sálugu. Og svo
var Málfríður Einarsdóttir að
biðja guð að varðveita okkur nú
fyrir menningunni. Nýja menn-
. ingin flytti nefnilega með sér
leir. Þetta verður eldri kynslóðin
að reyna að fyrirgefa. Leirinn
er nefnilega í óvenjuglæsilegum
umbúðum, það hefur miklu verið
til hans kostað og auglýsingar
ekki sparaðar. Morgunblaðið
skýrði t.d. frá því á laugardag-
inn var, að kjóll aðalleikkon-
unnar sé úr ekta chiffon og
•búningar hennar muni hafi kost-
að 10 þúsund danskar krónur.
Énnfremur að „Allir eru með
ekta skinnhanzka á sviðinu, í
handsaumuðum stígvélum og
kvenhattarnir eru alveg stór-
kostlegir." Auglýsingahringar
rétt-hafanna hafa látið það boð
út ganga, að hér sé á ferðinni
„söngleikur 20. aldarinnar“. Hér
er um að ræða arftaka óperett-
unnar, ávöxtu amerískra leik-
'húsa „musieals", sambland
brandara og dægurlaga. For-
ráðamenn musteris íslenzkrar
tungu hafa þekkt sinn vitjunar-
tíma. Þeir hafa látið orð
„myrkramannanna“ um, að ekki
væri hægt að flytja þennan
söngleik yfir á íslenzku sökum
vöntunar á lágstéttamállýsku.
sem vind um eyru þjóta. íslend-
ingar eru óperettufólk eins og
allir vita. 1 allan vetur hafa
þeir staðið í biðröð til að fá að
sjá Skugga-Svein sinn í hinum
nýju musicalsbúningi.
En n.ú er komið að hápunktin-
um. Og það er allt í stíl. Aðal-
hlu.tverkið er fengið ungri og
faliegri stúlku, sem aldrei hefur
leikið áður. Blöðin fá innspýt-
ingu með vissu millibiii. Allur
bærinn stendur á öndinni.
Stundin rennur upp. Frumsýn-
ingargestirnir, sem sátu þöglir
og hnipnir eftir að hafa hlýtt á
Strompleik Kiljans, æptu af
ihrifningu, segja lei.kdómarar
okkar. Hér var loksins komið
eitthvað ekta. Loks gátu allir
lokið u.pp einum munni. Abyi-g
dagblöð birtu. margar myndir.
Flestar af brosandi ráðherrum
og öðrum menningarfrömuðum
í kjól og hvítu fimlega hefjandi
kampavínsglösin og þlaðskell-
andi söngstjömur og sjógörl
alltumkring.
Þjóðleikhússtjóri lét það boð
út ganga til alþýðu, að aðgöngu-
miðar væru helmingi ódýrari en
í Ameríku. Ennfremur lét hann
þess getið í svargrein til
„myrkraaflanna" í Velvakanda-
dálki Morgunblaðsins, að hann
héldi „— að enginn, sem sér
sýningar á þessum glæsilega
söngleik sjái eftir að eyða 190
kr. til að sjá hann. Meiri ástæða
held ég að væri að sjá eftir
þeirri upphæð fyrir tvo tvö-
falda wiskysjússa á börunum“,
sagði forráðamaður menningar-
musteris þjóðarjnnar.
Það er samsagt augljóst, að
allur almenningur á að eiga
þess kost að eignast hlutdeild í
hinni nýju menningu, sem’
gengur með ekta skinnhanzka í
handsaumuðum stígvélum Bara
að spara sér tvo tvöfalda wisky-
sjússa á börunum. Það hefur
verið séð fyrir öllu.
H. B.
tfylkmgarfréWir
KVOLDVAKA
verður í ÆFR-salnum á
sunnudagskv. Verður dag-
skráin helguð Bandaríkjun-
um og sagt frá þjóðlífi þar í
landi, lcikinn jazz og lesnir
kaflar úr bandarískum bók-
menntum.
Kvöldvakan hefst kl. 8,30
mcð jazzkynningu, sem
Helgi Björnsson annast.
Grétar Oddsson blaðamað-
ur scgir frá kynnum sínum
af Bandaríkjunum.
Lesnir verða kaflar úr
verkum John Steinbeck og
Jarnes Thurber cg Ijóð eftir
VValt Whitman.
öllum er hcimill aðgangur
að kynnfingunni. — Kaffi-
veitingalr verða á boðstólum.
^) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 22. mafz 1962