Þjóðviljinn - 27.03.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.03.1962, Blaðsíða 4
J verksmi við Faxafló Suðurlandssíldin verður að teljast árviss hér við suður- og suðvesturströnd landsins, og hefur áreiðanlega verið svo Jengi. Þetta var líka álit fyrsta síldveiðiútgerðarmanns- ins hér við flóann, Geirs Sig- urðssonar, og einnig fyrsta fiskifræðingsins okkar Bjarna Sæmundssonar. En þrátt fyrir langa sögu um Suðurlandssíldina höfum við ekki ennþá lært til fulln- ustu að hagnýta okkur þá miklu möguleika sem felast í. þessari veiði. Það sem okkur skortir tilfinnanlega í þessu efni eru fullkomnar, afkasta- miklar niðursuðuverksmiðjur hér við Faxaflóa, ásamt reyk- ingarstöðvum fyrir „kippers“. Síldveiðarnar geta verið og eiga að vera sá grundvöllur sem tryggir rekstur slíkra verksmiðja. Auk þess eru hér mörg fleiri verkefni fyrir nið- ursuðuverksmiðjur, svo sem niðursuða á hrognum, skel- fiski o.fl. Það er ilítill vafi á því, að hægt væri að tryggja markaði fyrir slíkar niðursuðuvörur víða um heim í vestri, austri og suðri. Mér er kunnugt um, að fyrirspurnir berast nú hingað frá hinum nýju ríkj- -um Afríku um fiskniðursuðu- vörur. Enda er staðreyndin sú, að fiskur og síld í forrni niðursuðuvara hentar ýmsum neyzlumörkuðum betur en fiskafurðir í öðru formi, sökum þess hve auðvelt er að verja niðursuðuvörur skemmdum. Er ekki kominn tími ti'l, að A1 þingi hugleiði og ræði þetta mál, á hvern hátt þessu verði haganlegast af stað hrundið, til hagsbóta fyrir þjóðina? Við höfum ekki efni á því að sitja lengur auðum höndum í þessum efnum. Skelflskur til matar Dr. Sigurður Pétursson gerlafræðingur flutti fróðlegt erindi í útvarpið 1. þ.m. um skelfisk og eitranir í skelfiski. Þetta svið sjávarafurða er lít- ið sem ekkert rannsakað hér á landi enniþá, en vonandi stendur það til bóta, bæði hvað viðkemur skelfisksvæð- unum og því magni sem þar er hægt að nýta án þss að eyðileggja stofninn, og á hinn bóginn á hvaða hátt dýrmæt- ar útflutningsafurðir verða unnar úr þessu hráefni sjáv- arins. Ég man svo langt að þegar Frakkar stunduðu hér mæling- ar og kortagerð af Faxaflóa, vegna hinnar umfangsmiklu útgerðar sinnar hér •vtið iand á þeim tíma, komu þeir á æskustöðvar mínar hér við flóann og tíndu skel úr fjör- um sér .til matar og þótti lost- æti. Einn vordag, þegar franska herskipið sem þessar rannsóknir stundaði lagðist skammt undan ilandi og for- ingjar ásamt lækni og ræðis- manni komu í land, var lei-t- að til herlæknisins vegna veikinda konu á næsta bæ, sem þjáðst hafði af svefnleysi í margar vikur og ekki getað fengið meðul sem að gagni komu. Herlæknirinn sagði að hér ætti að vera hægt um vik, því kræklingur væri hér í fjöru, og þyrfti ekki annað en sjóða hann og láta konuna drekka soðið. Þetta var gert og brá þá fljótt til hins betra með líðan konunnar, og eft- ir það fór hún að geta sofið. Eftir þetta var kræklingssoð notað sem svefnlyf og til styrktar á þessum slóðum þeg- ar með þurfti, og þótti gefast Svona er Suðurlandssíldinni Iandað í hauga þar sem hún Iiggur langtímum saman áður en hún er unnin í mjöl og Iýsi. Slík meðferð á einliverri beztu og nsdringarmestu fæðu sem úr sjó aflast verður ekki kölluð annað en villimennska, fyrir nii utan þær fjárfúlgur sem þjóðarbú- inu græddust ef síldin væri unnin til manneldis. Verðmætust er hún niðursoðin eða reykt. vel. Ég man líka að krækling- ur var étinn bæði soðinn og steiktur, og varð öllum sem átu gott af. Fiskimála- sfjóri Nor- egs aSvarar f grein sem fiskimálastjóri Noregs Klaus Sunnaná skrifaði nýlega í Bergens Tidende, aðvarar hann landa sína mjög alvarlega við því, að Noregur gangi í Efnahagsbandalag Evrópu. Hann segir að inn- gangan mundi hafa í för með sér mjög alvarlegar afleiðing- ar fyrir norska útgerð og fiskvinnslu. Hann segist gera sér það ljóst, að það geti kostað mikla erfiðleika að standa fyrir utan bandalagið. En þeir erfiðleikar séu þó smámunir samanborið við hvað það geti kostað norsku FISKIMÁL - Eftir Jóhann J. E. Kúld þjóðina að gerast aðili að bandaiaginu. Fiskimálastjórinn gerir ráð fyrir því, ef Noregur gengur í Efnahagsbandalag Evrópu, geti svo farið innan tíðar, að norsk útgerð og norskur fisk- iðnaður færist fljótlega yfir á erlendar hendur. Síðan slær fiskimálastjórinn því föstu, að það sé auðveldara að tryggja hag norskrar útgerðar og fisk- vinnslu utan bandalagsins heldur en innan þess. Hann segir, að sá fjárhagslegi á- vinningur sem sé flaggað með, ef Noregur gengur í banda’ag- ið, sé einnig mjög tvísýnn. Hinsvegar segir Klaus Sunn- aná að Noregur eigi að bjóða Efnahagsbandalaginu að gera við það verzlunarsamning með svipaðri stefnu í tollamálum og gildandi verður innan Efna- hagsbandalags Evrópu. Að síð- ustu segir fiskimálastjóri Nor- egs, að sumir láti þau orð falla að Noregur geti ekki staðið utan Efnahagsbandaiags Evrópu eftir að Danir og Bretar væru orðnir þar með- limir. Þessu svarar Sunnaná þannig: Ég álít að Noregur eigi ekki að ganga inn í slík- an félagsskap, hvað svo sem aðrar þjóðir gera í þeim efn- um. Gagnkvœm- ir samningar Rússar og Norðmenn hafa nýlega gengið frá samningum „sín á, milli um gagnkvæm rétt- indi til fiskveiða á miUi 6 og 12 milna marka fiskveiðilög- sögu landanna. Samningurinn á að gilda á meðan brezk- norski fiskveiðasamningurinn er í gildi. NiSursuSa á hrognum Eftir því sem fram kemur í fréttum í norska tímaritinu Fiskets Gang, sjóða nú Norð- menn tiltölulega meira niður af þorskhrognum heldur en þeir hafa gert undafarandi ár. Þetta gefur ótvírætt bend- ingu um, að niðursuðuiðnað- urinn sé fullkomlega sam- keppnisfær að bjóða í þetta hráefni miðað við aðrar verk- unaraðferðir, þar sem ein- göngu fyrsta flokks hrogn eru notuð til niðursuðu. Danir rann- saka slys Sjávarútvegsmálaráðherra Danmerkur hefur fyrirskipað opinbera rannsókn vegna þriggja danskra stálfiskibáta sem fórust í hinu mikla veðri sem geisaði á Norðursjónum síðari hluta febrúarmánaðar. Sagt er að 35 danskir tré- bátar hafi tekið á sig þetta veður á sömu slóðum, og varð ekkert að hjá þeim. Allir þrír stálbátarnir sem fórust voru bvggðir í Hollandi. MOSKVU — Ameríkanar film- uðu Stríð og frið Tolstojs fyr- ir nokkrum árum. Myndin var Æýnd hér í landi við mikla at- ihygli, misjafnar undirtektir, en allir voru á einu máli um það að lofa leik Audrey Hepburn í hlutverki Natösju Rostovu. En Rússar gátu ekki vel fellt ■sig við þessa túlkun útlend- inga á Tolstoj, sem vonlegt er. Og nú ætla þeir sjálfir að kvikmynda söguna. Þetta verk hefur verið falið Bondarísjúk þeim sem lék í Othello og tók verðlaunamyndina örlög manns. Undirbúningi er langt komið. Bondartsjúk fær nú á hverj- um degi fjölda póstsendinga úr öllum landshornum. Sumir koma með íillögur um leikara í helztu hlutverkin, hvar bezt væri að kvikmynda helztu at- burði. Margir senda teikningar af búningum, aðrir rissa upp orustusenur. Enn aðrir senda hinar sjaldgæfustu heimildir: úrklippur úr blöðum frá tím- um Napóldons og Kútúzofs. Þessi mikli áhugi íyrir mynd- inni er skiljanlegur; hvað myndi ekki ganga á á íslandi ef undirbúningur hæfist að mynd eftir sjálfri Njálu? Þetta verður löng mynd, í þrem þáttum. Hún verður stereófónískj, gerð fyrir breið- tjalcV og gjarna verða nokkrar senur á tjaldinu samtímis þetta bragð var víst notað fyrst ár- ið 1927 í franskri mynd um Napóleon). Þess skal og getið til fróðleiks að fimmtán þús- und hermenn úr rauða hemum munu leika orustuna við Bor- odíno. Enn er eftir að leysa þann vanda sem nú veldur áhuga- mönnum mestri geðshræringu: hver á að leika Natösju, Vol- konskí, Pétur Bézúkhov) þessar eftirlætishetjur heillar þjóðar? Bondartsjúk vinnur nú að því að prófa alla hugsanlega leik- ara. Enda er nú hver stundin dýrmæt: hann ætlar að byrja nú í sumar. Gert er ráð fyrir því að myndatakan muni taka að minnsta kosti hálft annað ár. — árni. m- ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 25. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.