Þjóðviljinn - 27.03.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.03.1962, Blaðsíða 12
er þlÓÐVILIINN ---------:---------i Sunnudagur 25. marz 1362 — 27. árgangur — 70. tölublað ALGEIRSBORG — PARÍS 26/3. Opinberar tilkynningar herma að 26 menn hafi fallið en 130 særzt í átökum sem áttu sér stað í miðri Algeirsborg í dag. Púsund- ir Evrópumanna réðust á götu- vígi lögreglunnar í námunda við Edmond Jouhaud aðalpósthús borgarinnar og skipt- ust flokkarnir á skotum. Aðrar heimildir herma að fjöldi fall- inna sé 50 en um það bil 186 hafi særzt. í Oran bar það til tíðinda á sunnudagskvöldið að Edmond Jouhaud hershöfðingi, sá er næstur er Salan hershöfðingja að tign innan OASsamtakanna, var handtekinn. 1 dag var hann svo fiuttur til Sante-fangelsisins í París eftir að OAS-menn höfðu gert misheppnaða tilraun til að ná bonum á sitt vald. Átökin um Algeirsborg hófust með kröfugöngu sem OAS-menn efndu til í því skyni að mót- mæla „hernámi“ hverfisins Bab el Oued. Mannfjöldinn safnaðist . saman umhverfis höfuðstöðvar hersins í borginni en öryggislög- reglumenn fojuggust til að láta til sín taka. Var þá hafin skot- hríð á lögregluna af húsþökum í nágrenninu. jEftir að kopti sem sveimað hafði yfir höfuðstöðv- unum hafði vérið skotinn niður með vélbyssu tóku varðliðsmenn að skjóta gegn mannfjöldanum sem dreifði sér og leitaði sfejóls í næriiggjandi húsum. Skiptzt var á skotum í hálfa klukku- stund. Edmond Jouhaud var handtek- inn ásamt tólf undirmönnum sín- Framhald á 8. síðu. Bílslys é Sandskeiði r Um kl. 4 á sunnudaginn valt fcíll á Sandskeiði. Var hann að koma ofan úr Skíðaskála og í honum voru tveir menn. Bíllinn valt suðurfyrir veginn og stakkst yfir sig og urðu á honum imkl- ar skemmdir, ef hann er þá ekki ónýtur. Bíllinn mun hafa verið á mikilli fcrð. Bílstjórinn slasaðist svo að flytja varð hann á sjúkrahús, en farþeginn, sem jafnframt er eig- andi bílsins slapp lítið meiddur. í gær var rarinsókn málsins á byrjunarstigi og gat lögreglan ekki upplýst með hvaða hætti elysið varð. Samkvæmt upplýsingum lækn- 5s var bílstjórinn úr liði á öxl >og víða marinn, en ekki virtist hann vera í neinni lífshættu. MÉkil aðsókn h|é Þjóðleik- hússtjóra Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri átti ann- ríkt á sunnudaginn cins og cft endranær að svara til- vonandi leikurum. Ekki voru það þó í þetta skipti mæður með óperettustjörnu- efni í eftirdragi sem settust að honum, heidur unglingar á starfsfræðsludeginum Þar svaraöi þjóðleikhússtjóri fyrirspurnum um Leikskóla Þjóðleikhússins. Starfsfræðsludagurinn var fjölsóttur, alls komu 2608 unglingar að kynna sér ým- is störf. Eru þaö um 600 fleiri en í fyrra. Fyrstu 15 mínúturnar komu 700 í iðn- skólann. Unglingarnir spurðu um milli 130 og 140 starfsgreinar og heimsóttu tíu vinnustaði. Flestar stúlkurnar spurðu um flug- freyjustörf eða 272, en um flugvirkjun spurðu 242 pilt- ar. Um löggæzlustörf spurðu 250, þar af 90 stúlkur. Um leiklist spurðu 150. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). í ríkissjóðinn þingflokks Alþýöubanda- Ifrumvarpið væri viðurkenning lag'Sins, á þingfundi í gær. ríkisstjórnarmnar á þvi, að geng- Gengislækkunin á s.l. sumri var gerö sem hefnd- arráöstöfun ríkisstjórnar- innar gegn verkalýössam- tökunum og til þess aö raka fé í ríkissjóðinn. Öll tyllirök ríkisstjórnarflokkanna fyr- ir gengislækkuninni eru failin sem marklaus, sagöi Lúövík Jósepsson, formaöur Kvöldskóli dþýðu Kvöldskóli auþýðu heidur á- fram í kvöld. Björgvin Salómons- son flytur síðasta erindið um sögu verkalýðsbj/eyfingarinnar, í Tjarnargötu 20 í salnum uppi, kl. 8,30. — Öllum heimill að- gangur. Miklar umræður urðu í neðri deild Alþingis í gær um frum- varp til staðfestingar á bráða- birgðalögum um ráðstafanil’ vegna gengislækkunarinnar á sl. sumri. Jóhann Hafstein hafði fram- sögu fyrir meirihluta fjárhags- nefndar og skýrði allvíðtækar breyti.ngartillögur er ríkisstjórnin ætlast til að gerðar vei’ði á bráða- birgðalögunum og felst í þeim undanhald við kröfum útvegs- manna um meðferð þess fjár, sem stjórnin rakaði til sín eftir geng- islækkunina. . Gengislækkunin var óþörf Lúðvík Jósepsson flutti ýtarlega ræðu og sýndi fram á, að sjálft islækkunarinnar á sl. sumdi hefði ekki verið þörf. Nú sæist það skýrt, að þær ástæður sem stjórn- in færði fyrir gengislækkuninni, fá ekki staðizt. Ástæðurnar væru fyrst og fremst þrjár, sem ríkisstjórnin færði fram: 1. Að samið hafi verið um if hátt kaupg.iald sl. sumar. 2. Útflutningsatvinnuvegunum hafi stafað hætta af þessu of háa kaupgjaldi. 3. Að heildarafli sjávarafurða myndi verða minni árið 1961 en 1959 og tekjur þjóðarbúsins af sjávarútvegi um 320 milljónir króna minni árið 1961 en 1959. Aðalefni frumvarpsins Aðalefni frumvarpsins er að finna í eftirtöldum 4 efnisatrið- um: 1. Ákveðið er að taka 150 millj. kr. gengishagnað, sem fram kem- ur við gengislækkunina vegna fyrirliggjandi birgða af útflutn- ingsvörum, og leggja þessa fjár- hæð í ríkissjóð. 2. Ákveðið er að hækka útflutn- ingsgjöld á sjávarafurðum úr 2.9ftn í 7.4ft,c, eða um 135 millj. kr. á ári. 3. Ákveðið er, að hækkun út- flutningsgjaldanna skuli renna í sérstakan lánasjóð, í fyrirhugaðan vátryggingarsjóð og í hlutatrygg- ingasjóð. 4. Ákveðið er að gerbreyta grundvelli og allri starfsemi hlutatryggingasjóðs bátaútvegsins og gera sjóðinn jafnframt að styrktarsjóði fyrir togaraútgerð- ina. Þegar þessi atriði eru skoðuð hvert um sig, ætla ég, að heldur verði lítið úr ástæðum þeirra, sem ríkisstjórnin færði fyrir gengislækkuninni. ■Jr Skattlagning sjávarútvcgsiins Fyrsta atriðið er um það, að nauðsyn hafi borið til að ákveða með bráðabirgððalögum, að 150 millj. kr. gengishagnaður, sem til féll vegna birgða útflutnings- vöru, skyldi ekki falla til sjávar- útvegsins heldur til ríkissjóðs. Þessi ráðstöfun bendir til þess, að ríkissjórnin hafi talið nauðsyn- legt að koma í veg fyrir það, að sjávarútvegurinn fengi of mikið fé í sinn hlut. Nú leikur enginn vafi á því, að sjávarútvegurinn átti þessa upphæð að réttum lögum. Hafi ríkisstjórninni fundizt, að þessx upphæð ætti ekki að koma eig- endum birgðanna einum til góða, þá var ofur auðvelt að skipta fjárhæðinni á milli útflytjenda á annan hátt. Með þessari ráðstöf- un er viðurkennt, að gengislækk- unin, svo mikil sem hún varð, var ekki miðuð við þai’fir sjávar- útvegsins. Frarnhald á 10. síðu. Beið bana við löndun Sl. Iaugardagskvöld varð bana- slys á Patreksfirði, er verið var að landa úr vélbátnum Jónasí Jónsassyni GK 101. Stýrimaður bátsins, Davíð Þórðarson að nafni, varð fyrir er löndunar- lcassi fullur af fiski slitnaði nið- ur. Davíð beið þegar bana. Löndunarkassi þessi er um 100 kg að þyngd tómur, en í honum voru að auki 4—500 kg af fiski. Var búið ag hífa hann í fulla. hæð áður en honum skyldi sveiflað út yfir bryggjuna er hann slitnaði niðui’. Stýrimaðurinn stóð við lestai'lúguna og varð undir kassanum með fyrrgi'eind- um afleiðingum. Davíð heitinn var fæddur 18. ágúst 1940 og því 22ja ára gam- all, hann var ókvæntur en á foi’- eldra á lífi. Hann var ættaður fi'á Þingeyi’i.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.