Þjóðviljinn - 30.03.1962, Blaðsíða 5
... a »
Föstudagur 30. marz 1962 — ÞJÓÐVILJINN
(S
TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR
3. apríl n.k.
HAPPDRÆTTI DAS
1 ályktuninni segir að fulltrú-
ar vinnustaða og verklýðsfélaga
í Kaupmannahöfn hafi kynnt sér
þær upplýsingar sem fyrir liggi
um Rómaiisamninginn og þau
skilyrði sem sett verði fyrir
þátttöku Dana í Efnahagsbanda-
laginu og hafi komizt að þeirri
niðurstöðu að þau séu þess eðl-
is „að við hljótum að leggjast
gegn aðild lands okkar að banda-
laginu. Slík aðild myndi binda
enda á sjálfstæði Danmerkur. Á
mörgum sviðum stjórnmála og
efnahagsmála yrði ákvörðunar-
valdið ekki lengur í höndum
dönsku þjóðarinnar og kjörinna
fulltrúa hennar, og eins og póli-
tískum völdum er nú háttað í
núverandi bandalagslöndum,
mundu það verða aíturhaidsöíl-
in sem réðu ferðinni.
Fyrir verkalýðsstéttina myndi
aðild hafa í för með sér að kaup
okkar og kjör myndu ekki leng-
ur á-kvarðast af styrkleikahlut-
íallinu milli danskra verka-
manna og vinnuveitenda. Yfir-
þjóðleg stjómarvöld munu á
mörgum sviðum hafa bein af-
skipti af vinnumarkaðinum í
hinum einstöku löndum og at-
vinnuhorfur okkar mundu komn-
ar undir hagsmunum hinna er-
lendu einokunarhringa og þÖ
einkum þeirra þýzku.“
Að lokum er í ályktuninni
skorað á verkalýðsfélögin og alla
félagsbundna verkamenn að láta
þetta mál til sín taka meira en
verið hefur og jafnframt er rík-
isstjómin og þingið vöruð við
því að taka ákvörðun í málinu
án þess að hafa borið það undir
þjóðina.
„Lífshættir í lífshættu“.
Danska Stúdentafélagið hefur
gengizt fyrir erindaflutningi í
vetur um Efnahagsbandalagið.
Síðasta erindið flutti guðfræði-
prófessorinn P. G. Lindhardt og
nefhdi það „Lífshættir í lífs-
hættu“.
Lindhardt varaði eindregið við
aðild að bandalaginu og við.þeim
hættum sem danskri þjóðmenn-
ingu myndi stafa af henni, þótt
hann jaínframt legði áherzlu á
að Danir gætu ekki einangrað
sig frá erlendum áhrifum og
menn'ngarstraumum. Lindhardt
spurði í hverra þágu Efnahags-
bandalagið hefði verið stofnað.
Fyrst og fremst í þágu Vestur-
Þýzkalands. Hvað sem kann að
standa í hinni ágætu stjórnar-
skrá Rómarbandalagsins, sagði
hann, verða það hvorki hin
'l'itlu 'Be'néluxlönd, fátæk Italía né
sundrað Frakkland sem ráða
Lífeyrissjóður husasmiða
Umsóknir um fasteignaveðslán úr sjóðnum skulu hafa
borist skrifstofunni í síðastalagi 2. april.
Vinningar í 12. flokki 1961-62
Éi .tiitlU iUWCi cmiu.
1. Toppíbúð (Penthouse) Hátúni 4 — 4—5 herbergl og oldhús
m/tvennum svölum, fullgerð. — Söluverðmæti um 1 millj. kr.
2. 4ra helrbergja iBÚÐl Ljósheimum 20, 5. hæð (A)
Tilbúin undir tréverk.
3. OPEL Rckord fólksbifreið m/miðstöð
4. VOLKSWAGEN fólksbifrcið m/miðstöð
5.—9. Húsbúnaður cftir eigin vali fyrir kr. 10.000,00 hver
10.—55. Húsbúnaður eftir cigin vali fyrir kr. 5.000 hver
Endurnýjun stendur yíir — Dráttardagur
Tizian-Rubens-
stúlkur fógœtar?
Italski kvikmyndastjórinn Fedcrico Fellini
lýsti Jþví yfir við fréttamcnn fyrir skömmu,
að hann áliti að Tizian- eða Rubens-gerðin
af kvenfólki væri útdauð á okkar dögum.
Hann hefði árangurslaust leitað að slíkri
kventegund fyrir kvikmynd. Kvennaklúbbar
á Hollandi, Þýzkalandi, Danmörku og víðar
ruku upp til handa og fóta og tmótmæltu lcik-
stjóranum. Fullyrtu kvennasamtökin að hin
sígilda kvengerð „Juno“ værii til í ríkum
mæli og væru allt eins eftirsótt og stúlkur
með drengjavöxt eins og Audrey Heburn. Þá
var Fellini send frá Bandaríkjunum mynd af
ljósmyndafyrirsætunni Sabínu í meira cn
fuliii Hkamsstætð, til þess að sanna að þess-
ar þcttholda og gjörvulegu valkyrjur væru
einnig tii í Ameríku. Og hér er sú mynd
mikið smækkuð.
oq flugvéla vex
Danskir verklýðsleiðtogar
gegn Efnahagsbandalagi
KAUPMANNAIIÖFN — Um síðustu helgi hélt nefnd sú,
sem vinnur geg’n aöild Dana að efnahagsbandalagi
Evrópu (Komiteen for Oplysning om Fællesmarkedet),
fimd meö 225 fulltrúum 50.000 verkamanna í Kaup-
mannahöfn. Var þar samþykkt ályktun gegn aöild aö
bandalaginu.
munu bandalaginu, heldur Vest-
ur-Þýzkaland. Draumurinn um
hið þýzk-rómverska ríki er ekki
gleymdur og hvað sem segja má
um lýðræðið í Vestur-Þýzkalandi,
er hyggilegt að vera á verði.
n—ttw ji i«i»w tnw
Ný skip — hraðskreið skip.
Samkeppnin í alþjóðlcguni skipa-
flutningum og stöðug aukning
vöruflutninga með flugvélum,
hefur knúð skipaeigendur og
slviipaframlciðendur til að Ieita
nýrra leiða í skipasmíði. Fyrst og
fremst er lcitazt við að auka
hraða skipanna.
Nú er hraði nýrra flutninga-
skipa orðinn 20 hnútar á klukku-
stund, en fyrir örfáum árum
voru slík skip smíðuð fyrir 15
hnúta hraða. Á íundi skipaverk-
fræðinga í New York fyrir
skömmu voru lagðar fram áætl-
ánir um smíði svonefndra Con-
tainerskipa, sem íara með 26
hnúta meðalhraða. Þessi skip á
að nota í ferðum yfir Norður-
Atlanzhafið, og þau eiga að
verða skæðir keppinautar fyri>’
flutninga-ilugvélarnar.
Mikill meirihluti skipa hefúr'
þó ekki enn svona mikinn hraða
Samkvæmt bandarískum skýrsl-
um voru í árslok 1960 aðeins 202
hafskip sem gengu meira en 18
hnúta. Um 92 prósent allra far-
skipa, sem eru yfir 1000 brúttó-
lestir, ganga 16 mílur eða minna.
Skipaeigendur og skipaverk-
fræðingar eru langt frá því að
vera sammála um kosti eða galla
hraðskreiðra flutningaskipa á
langleiðum. Byggingarkostnaður
slíkra skipa er mun hærri þar
sem þau þurfa að vera sterk-
byggðari. Margir þættir kostnað-
arins við rekstur þeirra eru
jafnháir og hægferðugra skipa,
en þau eru skemmri tíma í för-
um og það er mikill kostur á
öld hraðans.
Elturlyf í
LONDON — 1 háskólabænum
fræga, Cambridge á Bretlandi,
hefur eiturlyfjahringur verið af-
hjúpaður. Sænsk stúlka er fund-
in sek um að vera höfuðpaurinn
í glæpaflokki eiturlyíjasala, sem
seldi stúdentum marihuana-
vindlinga.
Lögreglan leitar einnig sex
manna, sem framleitt hafa slíkai
vindlinga, og stjórnað..dreifingu
þeirra.
Lögreglan kornst á slóð mari-
huana-verzlunarinnar þegar 22
ára stúdent, sonur eins há-
skólaprófessorsins, lézt með dul-
arfullum hætti. Við læknisfræði-
lega rannsókn kom í ljós að hann
hafði neytt mikils magns af eit-
urlyfj'um.
Leynilögreglumenn Cambridge-
lögreglunnar röktu spor eitur-
lyfjahringsins til bóndabæjar
eins, þar sem „hanf“ er ræktað,.
en úr „hanf“ er marihuana unn-
ið. í húsi einu í Cambridge fannst
mikið magn af fullunnu mari-
huana.